Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 59 JON AÐALSTEINN KJARTANSSON + Jón Aðalsteinn Kjartansson fæddist á Sauðár- króki 10. aprfl 1963. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 21. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bakkagerð- iskirkju íBorgarfirði eystra 30. septem- ber. Nú er enn einn dáða- drengur Borgarfjarðar eystri fallinn frá, á besta aldri. Sagt er að þeir deyi ung- ir sem guðirnar elska og við getum reynt að hugga okkur við það. En það er erfitt að sætta sig við að menn eins og Nonni séu teknir frá okkur á þennan hátt í blóma lífsins. Ég ætla að minnast látins vinar með þessum fátæklegu orðum. Nonni var einstaklega ljúfur mað- ur, einlægur og glaðlyndur. Metnaðarfullur og samviskusam- ur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og var harðduglegur þótt hann hefði nú endrum og sinnum haldið því fram að hann væri hald- inn síþreytu á mjög háu stigi. Ég verð nú að segja, þótt hann hafi verið náskyldur mér, að ég hafi ekki kynnst honum náið fyrr en ég var á svona á 12.-13. aldursári. Það var þá sem ég fór að fara í heim- sóknir til hans þar sem manni var ávallt vel tekið. Nonni var einstakur íþróttamað- ur og held ég að það hafi ekki verið nokkur íþrótt sem hann var ekki góður í. Hann var framúrskarandi bridsari og hafði ákaflega gaman af því að spila á spil. Snjall taflmaður var hann líka. Þegar ég var að byrja að fara í salinn ó unglingsárum mín- um, í körfubolta, var það ávallt Nonni sem var langst- igahæstur og stóð sig alltaf manna best. Hann hafði mikið keppnisskap en aldrei svo mikið að hann næði ekki að hemja það. Það var Nonni sem kenndi mér að skjóta körfu- bolta rétt þegar hann kom til mín einn dag- inn sem ég var að leika mér í körfubolta á planinu við söltunar- stöðina. Hann átti ekki orð yfir hvernig ég kastaði boltanum og kenndi mér því nákvæmlega hvern- ig ætti að skjóta boltanum og er ég honum ævinlega þakklátur fyrir það. Hann var einnig góður fótbolta- maður og mikill áhugamaður um fótbolta. Það voru góðar stundir þegar hann mætti á Borgina til að fylgjast með sínum mönnum í Ar- senal. Ef Arsenal stóð sig vel og vann leikinn þá sagði Nonni alltaf: „Þetta var bara formsatriði! Aldrei spurning!“, en ef þeir stóðu sig illa og töpuðu þá sagði hann oft um Ar- senal: „Þetta eru bara fáráðar. Manni er skapi næst að fara bara að halda með einhverju öðru liði!“ en auðvitað var það bara grín hjá Nonna. Ógleymanlegar voru þær stundir sem við áttum þegar mætt var í „Hollenska myndverið" eins og hann kallaði stofuna hjá sér í Sól- vangi þegar heimsmeistarakeppnin í fótbolta árið 1998 stóð yfir. Þangað lögðu margir leið sína og gengu ávallt glaðir út hvort sem liðið þeirra tapaði eða vann. Eins og „Hollenska myndverið" gefur til kynna þá var hann mikill stuðningsmaður Hollendinga í fót- bolta. Það var ávallt gaman að koma í heimsókn til Nonna í Sólvang og koma að honum þar sem hann var búinn að hreiðra um sig í Lazyboy- stólnum sínum fyrir framan sjón- varpið. Þá gat hann spurt mig spjör- unum úr, hvernig gengi hjá mér, hvernig hefði verið í vinnunni og hafði hann alltaf ákaflega gaman af því að heyra heitustu sögurnar úr fiskverkuninni og hló dátt á meðan ég þuldi þær upp. Og oft ef ég kom að kvöldi til þá spurði hann gjarnan: „Viltu ekki fá þér einn öllara?“ sem ég þáði oftast með þökkum. Nonni var sjómaður mikill og reri á eigin bát frá Borgarfirði í mörg ár. Hann var einstaklega fiskinn og duglegur sjómaður og á ég eftir að sjá eftir því alla ævi að hafa ekki far- ið með honum þó ekki hafi verið nema einn róður. Átti hann bát sem hann skírði Alla Ólafs, eftir afa okk- ar. Nonni var einstaklega hógvær, en hafði ofsalega gaman af því að gorta sig ef hann stóð sig vel í einhverju, þó að gortið væri ávallt í gríni. Hann var hófsamur og nægjusamur og vildi allt fyrir aðra gera. Mér er einstaklega minnisstæð ein af síðustu stundunum sem við Nonni áttum saman. Það var síðasta páskadag. Þannig var að ég var að reyna að komast alla leið niður eftir á Djúpavog í heimsókn til kærustu minnar og var búinn að leita að fari úti um allt sem var náttúrulega bor- in von á páskadegi. Ég þurfti nú reyndar ekki að komast nema á Stöðvarfjörð því ég yrði sóttur það- an frá Djúpavogi. En þegar ég var við það að gefast upp orðaði mamma það við mig hvers vegna ég spyrði ekki Nonna hvort hann vildi keyra mig. Og það varð úr að ég rölti upp í Sólvang til Nonna. Þar var hann búinn að koma sér vel fyrir uppi í Lazyboy-inum með teppi ofan á sér og var að gera sig kláran fyrir að horfa á handboltaleik í sjónvarpinu. Og ég hugsa með mér að nú væri það frekar dónalegt að spyrja hann, á páskadegi, hvort hann gæti hjálp- að mér með þetta en læt það nú samt sem áður eftir mér eftir smá- SIGURÐUR EINARSSON + Sigurður Einars- son fæddist í Reykjavík 1. nóvem- ber 1950. Hann lést úr krabbameini í Vestmannaeyjum 4. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 14. október. Vertuyfnogalltum kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku pabbi minn. Ég mun alltaf minnast þess hve góður faðir þú varst. Við, sem gerðum svo margt saman. Ég mun minnast þeirra góðu hluta sem við gerðum saman. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. En svona er lífið pabbi, allir deyja ein- hvern tímann. Því miður gastu ekki verið lengm- hjá okkur, elsku pabbi. Við hefðum viljað hafa þig lengur hjá okkur en fengum það ekki. Nú mun þér líða mun betur. Heyrirðu ei hvem hjartað kallar á? Heyrirðu storminn, kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymi, meðan lífs ég er. (Caesar.) Þinn sonur, Kristinn. Fyrstu kynni mín af Sigurði Einarssyni voru árið 1984, skömmu eftir að ég hafði hafið störf hjá Lög- giltum Endurskoðendum hf. Ég fór til Vestmannaeyja til að endurskoða og gera ársreikning fyrir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. Með okkur Sigurði tókust strax mjög góð kynni. Það var varla hægt ann- að en að líka vel við Sig- urð. Hann var góður maður, hreinskilinn, heiðarlegur og sann- gjarn og gaf mikið af sér auk þess að vera al- gjörlega laus við hroka og snobb. Það er mjög margs góðs að minnast frá þessum rúmum 16 ár- um. Það var mjög gefandi og skemmtilegt að vinna fyrir og með Sigurði enda var hann óspar á hrós og þakklæti. Sigurður var alltaf að hugleiða og skoða hina ýmsu mögu- leika í viðskiptum. Margir hafa haft á orði við mig að svo hafi virst sem Sig- urður hafi alltaf hugsað málin nokkr- um skrefum lengra en aðrir gerðu. Það held ég að sé alveg rétt. Sigurður var varkár maður að eðlisfari og tók ekki mikilvægar ákvarðanir nema að vandlega íhuguðu máli og eftir að hafa borið málin undir eiginkonu sína, Guðbjörgu, og nokkra aðra trúnaðarvini sína. Það þýðir þó ekki að Sigurður hafi ekki viljað taka áhættu í viðskiptum heldur miklu frekar að hann vildi gera sér fulla grein fyrir því fyrirfram hver sú áhætta var í raun og veru. Þegar ákvörðunin var tekin vildi hann þó að framkvæmdin gengi hratt og vel fyrir sig. Eins og allir sem til Sigurðar þekktu vita var hann mikill Vest- mannaeyingur og mjög umhugað um hag íbúanna þar. Þar á meðal var honum mjög umhugað um að halda aflaheimildum í bæjarfélaginu. Oft á tíðum hafði maður á tilfinningunni að Sigurður mæti hagsmuni bæjarfé- lagsins ofar sínum eigin. Eitt sinn man ég eftir að við álagningu skatta höfðu orðið þau mistök hjá skatt- stjóra að álagt aðstöðugjald á Hrað- frystistöðina var alltof lágt og vildi Sigurður þá ólmur kæra það til hækkunar. Bæjai-félagið mátti ekki verða af þessum tekjum. Það er reyndar í eina skipti sem ég man eftir að viðskiptavinur hafi beðið mig um að kæra skattana sína til hækkunar. Annars eru það samræður við Sig- urð sem eru mér ofarlega í minni sem lýsa vel hvaða mann hann hafði að geyma. Ég man t.d. hvað hann lagði ríka áherslu á að þó hann væri ósam- mála einhverjum og jafnvel deildi við hann þá mætti alls ekki færa málið á persónulegt stig. Persónulegt skít- kast skaðaði mest þann sem það stundaði. Ég man einnig þá umhyggu sem hann bar fyi-ir aðstandendum starfsmanna sinna sem látist höfðu og hvað hann var alltaf meðvitaður um að gæta hagsmuna minnihluta hluthafa í félögum sínum. Sigurður var mjög hjálpsamur og lagði mjög mikla áherslu á heiðarleika í verki. Mér er mjög minnisstætt að Sig- urður vildi ekki gjaldfæra kostnað við laxveiðiferðir sínar eða stjórnmála- styrki í rekstri ísfélagsins. Hann taldi að þennan kostnað ætti hann sjálfur að bera jafnvel þó veiðiferðir væi-u með félögum hans í viðskiptum. Sjómmálastyrki gæti hann ekki gjaldfært hjá félaginu þar sem ekki væri víst að allir hluthafar styddu sama flokk og hann sjálfur. Mér er mjög tO efs að margir menn í hans stöðu hugsi málin á þennan hátt, en þetta var mjög lýsandi fyrir Sigurð. Það er mjög erfitt að skilja að svo kraftmikill og hraustur maður sem lifði eins heilsusamlegu lífi og maður getur ímyndað sér skuli ekki lifa það að sjá bömin sín, sem skiptu hann svo miklu máli, vaxa úr grasi. Missir son- anna og Guðbjargar og reyndar allra sem Sigurð þekktu er mikill. Ég kveð Sigurð með miklum trega og söknuði. Við Rakel vottum Guðbjörgu, Ein- ari, Sigurði, Magnúsi, Kristni og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð. Birkir Leósson. setu að orða það við hann að ég sé í hálfg'erðum vandræðum og þurfi einhvem veginn að komast niður á Stöðvarfjörð og segi svo við hann hvort að það sé einhver leið að hann vilji keyra mig. Hann hikaði ekki einu sinni, spratt upp og sagði: „Ertu alveg tilbúinn?“ og ég svara að ég sé búinn að pakka niður og þurfi bara að ná í töskurnar og við vorum lagðir af stað eftir 20 mínút- ur. Við spjölluðum margt og mikið á leiðinni og á ég eftir að muna eftir þessu ferðalagi lengi. Þessi saga lýs- ir Nonna og góðvild hans mjög vel. Það stóð aldrei á neinu þegar maður bað hann að hjálpa sér eitthvað. En ég gat ekki ímyndað mér á meðan á ferðalaginu stóð að þetta væri ein af þeim síðustu stundum sem ég fengi að vera með honum, þó svo að mað- ur vissi að hann væri veikur. Maður vissi bara ekki hversu alvarlega veikur hann var og gerði sér ekki í hugarlund að nokkrum mánuðum seinna yrði hann genginn englunum á hönd. Minningarnar um Nonna era svo margar að ég gæti haldið endalaust áfram en einhvers staðar verður víst að stoppa. Ég vil að endingu þakka þér, Nonni minn, fyrir þær stundir sem við áttum saman, þú varst mér ávallt góður og mun ég aldrei gleyma þér. Þú varst vinur í raun, vinur sem aðeins þeir lánsömu eign-^ ast. Elsku Binna mín og Bói, Addi, Þröstur og Ragga. Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Við eigum öll svo góðar minningar um Nonna og við þær minningar er svo gott að hugga sig. Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi, að heiminum verðirðu ekki að bráð? Þá berast lætur lífs með straumi og lystisemdum sleppir taumi, hvað hjálpar, nema herrans náð? Og þegar allt er upp á móti, andinn bugaður, holdið þjáð. Andstreymisins í ölduróti allir þó vinimir burtu fljóti, guðs er þó eftir gæzka og náð. Hver dugar þér í dauðans stríði, er duga ei lengur mannleg ráð? Þá horfm er þér heimsins prýði, en hugann mstir angur og kvíði, hvað dugir, nema Drottins náð? (GrímurThomsen.) Ólafur Björnsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR VALDIMAR KANNESSON, Seilugranda 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtu- daginn 19. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurjóna Símonardóttir. + Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, BÖÐVAR JÓHANN GUÐMUNDSSON frá Þingeyri, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 23. október kl. 13.30. Helena Böðvarsdóttir, Paolo Del Grosso, Þórunn, Marisa Valdís og Benjamín. + Innilegar þakkir viljum við senda til allra, sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU ÁRNADÓTTUR, Skólabraut 3, Seljarnarnesi. Sérstakar þakkir sendum við á hjartadeild Landspítala við Hringbraut og til starfsfólks á sjúkradeild K-2 á Land- spítala Landakoti. Anna S. Indriðadóttir, Jón S. Ögmundsson, Árni Indriðason, Kristín K. Einarsdóttir, Sigurður Indriðason, Lára Hjartardóttir, Kári Indriðason, ína Ögmundsdóttir og aðrir aðstandendurd. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ÖLMU ELLERTSSON, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi. * fda Sveinsdóttir, Ríkharður Kristjánsson, Eva Sveinsdóttir, Jóhann Aadnegard, Bragi Sveinsson, Brynhildur Sigmarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.