Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ AP Chandrika Kumaratunge, for- seti Sri Lanka, heilsar nýrri rík- isstjórn landsins í Drottningar- húsinu í Colombo í fyrradag. Sprengjuárás á Sri Lanka Stjórnar- kreppu afstýrt Colombo. Reuters. AÐ MINNSTA kosti 23 særðust þegar meintur liðsmaður skæruliða- hreyfingar tamflskra aðskilnaðar- sinna á Sri Lanka réð sér bana í sprengjuárás í miðborg Colombo í gær. Nokkrum minútum síðar sóru ráðherrar nýrrar samsteypustjórn- ar embættiseið eftir að forsetinn hafði afstýrt stjórnarkreppu. A fimmtudag var blaðamaður, sem starfað hefur m.a. fyiir BBC, myrtur er vopnaðir menn réðust inn á heimili foreldra hans í borginni Jaffna, nyrst á Sri Lanka en í norð- urhéruðunum eru helstu vígi að- skilnaðarsinna úr þjóðarbroti Tam- fla. Talsmenn mannréttindahópa og stjórnarandstæðinga fordæmdu hart verknaðinn. Samtök um frjálsa fjölmiðlun í landinu sögðust hafa grun um að Lýðræðisflokkur Eel- ams-þjóðarinnar (EPDP), sem er er ein af hreyfingum Tamfla, hefði átt þátt í morðinu en leiðtogi hennar, Douglas Devananda, tók við emb- ætti ráðherra fjölmiðlunar á fimmtu- dag. Er hann fyrsti maðurinn úr röð- um fyrrverandi uppreisnarmanna Tamíla sem hefur tekið við ráðherraembætti í landinu frá því að uppreisnin hófst fyrir um tveim ára- tugum. Samráðherrar Devananda vörðu hann og sögðu að hann og sögðu ekki koma til greina að hann hefði átt nokkurn þátt í tilræðinu. Að minnsta kosti 40 manns biðu bana í sprengjuárásum tamflskra aðskflnaðarsinna fyrir þingkosning- arnar á Sri Lanka í vikunni sem leið. Barátta þeirra fyrir sjálfstæðu ríki Tamfla hefur kostað um 61.000 manns lífið frá árinu 1983. Meirihluti íbúa eyríkisins er úr röðum Sinhala. Bróðir forsetans kjörinn þingforseti Chandrika Kamaratunga forseti sór 42 ráðherra í embætti, meira en helmingi fleiri en í fyrstu samsteypustjórn forsetans 1994. Ut- lit var fyrir að ekki yrði hægt að mynda stjómina vegna deilu í sam- starfsflokki Þjóðarbandalagsins, flokki forsetans, um skiptingu ráðu- neyta, en forsetanum tókst að leysa deiluna og afstýra stjórnarkreppu. Bróðir Kamaratunga, Anura Bandaranaike, sem hefur troðið illsakir við forsetann, var kjörinn forseti þingsins án mótframboðs í fyrradag. Bandaranaike gekk úr Þjóðarbandalaginu eftir að hafa orð- ið undir í valdabaráttu við systur sína og gekk til liðs við stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. Móðir þeirra, Sirimavo Bandaranaike, sem varð íyrsta konan til að gegna emb- ætti forsætisráðherra í heiminum fyrir 40 árum, lést af völdum hjartaáfalls eftir að hafa greitt at- kvæði í þingkosningunum. Er friðarferli Israela o g Palestmumanna lokið? Hið stríðskennda ástand í Mið-Austur- löndum er bein afleiðing friðarumleitana síðustu ára, segir Magnús Þorkell Bernharðsson í grein sinni. AUNDANFÖRNUM vik- um hafa borist skelfileg- ar fréttir frá botni Mið- jarðarhafs. Hin átakan- lega mynd af hinum örvænt- ingarfulla palestínska dreng í fangi föður síns sem lést í kúlnahríð ísr- aelska hersins og hin hörmulega at- burðarás í Ramallah þar sem tveir Israelar voru barðir til dauða af pal- estínskum múg, segja meira en mörg orð um það hatur sem ríkir á milli þessara þjóða. Þessar svip- myndir minna á og vekja spurning- ar um hvort að diplómatísk lausn sé möguleg í þessari erfiðu stöðu og hvort þessar þjóðir muni yfir höfuð nokkurn tíma lifa í sátt og sam- lyndi. Atburðir síðustu vikna mörkuðu kaflaskipti í samskiptum þessara þjóða. Þegar þessir atburðir eru metnir í sögulegu ljósi er ofbeldið og grimmdin nú á allt öðru stigi en áður og nær til víðtækari hóps. Hin- ar hörkulegu aðgerðir ísraelska hersins voru langtum óvægnari en til dæmis þegar þeir stóðu frammi fyrir svipuðum mótmælum Palest- ínumanna, í hinni svokölluðu Intif- ada-uppreisn á hernumdu svæðun- um á árunum 1987-1991. Að þessu sinni voru viðbrögð ísraela ekki í neinu samhengi við aðgerðir Palest- ínumanna og mun ómanneskjulegri en ástæða var til. Hinn óhugnanlegi fjöldi fólks, mestmegnis Palestínu- menn, sem hefur látið lífið í þessum átökum, og hin örvæntigarfullu og stjórnlausu viðbrögð Palestínu- manna sýna að samskipti þjóðanna eru á villigötum og hið svokallaða friðarferli er gjaldþrota. Þetta stríðskennda ástand nú er, í raun, bein afleiðing friðarviðræðnanna sem hafa átt sér stað undanfarinn áratug, eins mótsagnarkennt og það kann að hljóma. Heimsókn Sharons var olía á eldinn Vissulega má skella skuldinni á báða aðila að þessi átök þróuðust eins og raun bar vitni, því að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Hinsveg- ar má spyrja sig sem svo af hverju Ehud Barak, forsætisráðherra ísrael, leyfði Ariel Sharon, fyrrum varnarmálaráðherra, og einum helsta leiðtoga Likud-flokksins, að heimsækja hina helgu staði í Jerú- salem. Margir telja að þessi heim- sókn hafi verið sem olía á eld, og orðið kveikjan að átökum síðustu vikna. Sharon, sem stjórnaði áras ísraela í Líbanon 1982 þar sem Israelar m.a. stunduðu fjöldamorð í flóttamannabúðum Pal- estínumanna, er pers- ónugervingur alls hins versta í ísraelsku samfélagi að mati araba. Auk þess hefur hann verið gjörsamlega andsnúinn viðræðum við Palestínumenn yfir höfuð og harðlega mótmælt að Jerúsalem eigi nokkurn tíma að vera samn- ingsatriði á milli þessara þjóða. Hann gagnrýndi Barak kröftuglega þegar Barak bauð Yasser Arafat hluta Austur-Jerúsalem í viðræðum þeirra í Camp David. Þess vegna var heimsókn Sharon til helgu svæðanna í Jerúsalem túlkuð af ar- öbum sem bein yfirlýsing þess efnis Reuters Meðlimir Fatah-hreyfingar Palestínumanna beina byssum að táknræn- um líkkistum í fánalitum fsraels og Bandaríkjanna í mótmælum á Gaza. Samningar síð- ustu ára á veik- um grunni að ísraelar ættu alla Jerúsalem og þar með talið hin helgu svæði músl- ima og kristinna í borginni. Eins og við mátti búast, mótmæltu Palest- ínumenn þessari heimsókn Sharon með því að kasta steinum í gyðinga og þar með hófst skriðan. Vissulega hefði Barak mátt vita að heimsókn Sharon myndi draga dilk á eftir sér. Sannarlega hefði Arafat getað reynt betur að stemma stigu við mótmælum Pal- estínumanna og sömuleiðis hefði Barak átt að tilskipa mannúðlegri viðbrögð hersins en raun bar vitni. En úr því sem komið er, er það tilgangslaust og alls ekki vænlegt til árangurs að velta fyrir sér hvor hafi rangt eða rétt fyrir sér. Hingað til hefur það einmitt verið sú spurn- ing sem hefur einkennt samskipti þessara þjóða, nefnilega hver á rétt á þessu tiltekna landi, hver hafi gert rétt í ákveðinni stöðu, og hvernig megi réttlæta, og hefna, ranglætisins sem hefur átt sér stað hjá báðum aðilum. Og þessi hugsun, sem á sér rætur í fornri ættbálka- heimspeki sem fyrirskipar auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, er ekki líkleg til þess að mynda heil- steyptan grunn að nútímalegum heilbrigðum og friðsamlegum sam- skiptum, þar sem þjóðirnar virða hvor aðra og líta á sig sem efna- hagslega og menningarlega jafn- ingja. Róttækar áherslu- breytingar nauðsynlegar Til að koma á raunverulegum friði fyrir botni Miðjarðarhafs er nauðsynlegt að gera róttækar áherslubreytingar á hinu svokall- aða friðarferli. Eins og atburðir síð- ustu viku sýna hafa allar viðræður síðustu ára og allir þeir samningar sem hafa verið undirritaðir verið reistir á mjög veik- um og viðkvæmum grunni. í ágústmánuði sl. skrifaði undirritaður grein í Morgunblaðið um Camp David viðræðurnar er nefndist „Stund milli stríða". Þar var lögð áhersla á að sýndar- mennska hafi einkennt þessar frið- arviðræður og að þær hafi verið framkvæmdar fyrst og fremst til að uppfylla óskhyggju Vesturlandanna frekar en að byggjast á forsendum stjórnmála Mið-Austurlanda. I öllum umræðum um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs verður að hafa í huga að þrátt fyrir margvís- legar yfirlýsingar er það ekki endi- lega einlægur vilji hjá stjórnmála- mönnum þessara þjóða, eins og staðan hefur verið, að koma á raun- verulegum friði. Hinir ýmsu leið- togar Palestínumanna hafa til dæmis túlkað aukna sjálfstjórn Pal- estínumanna sem ávísun á að auka eigin velferð og eigið ríkidæmi frek- ar en þjóðarinnar. Spilling og bruðl hefur einkennt stjórn Palestínu- manna og þessir aðilar hafa því hagnast persónulega á þessu ástandi. Fyrir utan Israel, eru öll ríki á þessu svæði ólýðræðisleg; flestum er stjórnað af sterkum einræðis- herrum. Slíkir leiðtogar, eins og Muammar Gaddafi, Saddam Huss- ein og jafnvel Hosni Mubarak, hafa náð að ríkja lengi og stjórna sínum löndum af festu og ákveðni. Þeir hafa notið þess að vera í stríðs- ástandi því það hefur gulltryggt áframhaldandi stjórn þeirra, upp- byggingu hersins á kostnað ann- arra stofnana, og lagt stein í götu lýðræðislegra umbóta. Hafa ber í huga að á síðustu 40 árum hafa ekki verið nein teljandi stríð milli tveggja lýðræðislegra þjóða. Það leiðir líkum að því að því fyrr sem ríki Mið-Austurlanda verða lýðræð- isleg í stjórnarháttum því fyrr mun friður komast á. Mikil áhersla á styrk hersins Þótt Israel sé lýðræðisríki að hætti Vesturlanda og hafi átt leið- toga sem lýst hafa yfir friðarvilja í eyru Vesturlanda hafa þeir ekki fylgt því eftir á trúverðugan hátt. Israelar hafa grætt á stríðsástand- inu því þeir hafa náð að réttlæta uppbyggingu öflugs hers og notið til þess arna stórkost- legs fjárstuðnings Bandaríkjanna. Israelar eru ekki einungis með langsterkasta herinn í Mið-Austurlöndum, þó víðar væri leitað, heldur eru meðal- tekjur þeirra töluvert hærri en hjá nágrannaríkjunum. Margir Israel- ar telja því að þeir hafi mestu að tapa ef núverandi stöðu verði breytt. Sérstaklega hafa flokkar strangtrúaðra gyðinga vaxið veru- lega á síðustu árum og áhrif þeirra á stjórnmálaumræðu í ísrael eru töluverð. Slíkir hópar eru algerlega á móti því að gefa eftir neitt land til Palestínumanna. Frá stofnun ísrael 1948 hefur áherslan í ísrael verið í þá átt að ör- Palestínumenn sjá lítinn árangur yggi þjóðarinnar væri best tryggt með sterkum her. En hægt er að stuðla að öryggi með öðrum hætti en með uppbyggingu hernaðar- máttar. í þessu tilfelli mættu friðar- samningarnir sem undirritaðir voru í Evrópu við endalok seinni heims- styrjaldarinnar vera til ákveðinnar fyrirmyndar. Þá sömdu stríðandi þjóðir um frið sem leiddi til lang- varandi friðar í Vestur-Evrópu. Þjóðirnar fengu fjárhagslegan stuðning (Marshall-aðstoðina) til að koma á traustum stofnunum í sín- um löndum. Þessar þjóðir treystu böndin með því að fjárfesta í lönd- um hver annarrar og auka til muna menningarleg og félagsleg tengsl. Ríkin líta á sig sem jafningja sem virða stöðu hvert annars og reyna nú eftir fremsta megni að gera landamærin sín óþörf. í stað þess að leggja alla áherslu hvar landamæri eigi að liggja fyrir botni Miðjarðarhafs ættu Vestur- landabúar frekar að stefna að því, þegar til lengri tíma er litið, að gera landamæri einnig óþörf á þessu svæði. Aður en slíkt verður væn- lægt þarf að auka til muna efna- hagslega velsæld á þessu svæði og efla uppbyggingu lýðræðislegra stofnana og hugarfars. Vissulega er þetta langtímaverkefni, en hatrið er slíkt á þessu svæði og deilan svo flókin að það er útilokað að úr ræt- ist á einni nóttu og með einu penna- striki. Hafa ber í huga að það tók sinn tíma fyrir friðinn í Vestur- Evrópu að komast á traustan grundvöll. Þangað til að ísraelar og Palestínumenn líta á sig sem jafn- ingja og fjárfesta í hagkerfum og menningu hvorir annarra er ekki líklegt að friður muni ríkja á þessu svæði. Hér gætu því Vesturlöndin komið til sögunnar enda eigum við fjármagn, þekkingu, og reynslu til að byggja upp ríki sem gætu fylli- lega staðið á eigin fótum og tekið virkan þátt í hinu alþjóðlega hag- kerfi. Hingað til hefur öll áherslan verið að fá þessar þjóðir til að skrifa undir samninga. En ef það er ekki fjárhagslegur og menningarlegur grundvöllur fyrir friði, eins og stað- an er nú, eru allar samningatilraun- ir til lítils. Eftir að hafa tekið þátt í þessu svokallaða friðarferli í næstum tíu ár sjá Palestínumenn tiltölulegan lítinn árangur. Svæði þeirra eru enn hernumin, þeir eru ekki enn sjálfstæð þjóð, og þeir eru enn und- ir járnhæl Israela sem geta lokað hernumdu svæðunum að vild og stjórnað að mestu leyti hvað og hver fer út og inn. Það þarf að sann- færa Palestínumenn um að sam- vinna við Vesturlöndin og Israel sé mun vænlegri leið til árangurs en að beita ofbeldisfullum aðgerðum. Nú vex til dæmis Hizbollah-samtök sjíita í Suður-Líbanon fiskur um hrygg. Þessi samtök sem og Ham- as, sem er öfgahópur palestínu- manna, telja að árangur hafi aðeins náðst vegna þess að þeir stunduðu hryðjuverk. Meðan að óbreytt ástand ríkir munu áhrif þessara samtaka aukast til muna ef Palestínumenn sjá ekki neinn annan kost í baráttu sinni við ísrael. Palestínumenn til- kynntu að þeir myndu lýsa yfir sjálfstæði Palestínumanna 13. september en því hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. íslend- ingar hafa oftast verið með þeim fyrstu til að viðurkenna ný ríki, til dæmis Eystrarsaltslöndin og ríkin á Balkanskaga. Nú er spurning hvað íslensk stjórnvöld gera þegar Palestínumenn leggja drög að því að lýsa yfir sjálfstæði. Höfundur kennir sögu Mið-Austur- landa við Hofstra University í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.