Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU ERLENT Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Óskar Vigfússon, fyrrverandi formaður Sjómannasambands ísland, á þingi sambandsins sem lauk í gær. Sjómenn taka enn þátt í kvótakaupum TILRAUN til að uppræta kvóta- brask og aflétta þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerðarinnar hefur mistekist að mati Sjómannasam- bands íslands. í ályktun 22. þings sambandsins, sem lauk í gær, segir að sjómenn séu ennþá þátttakendur í kvótakaupum, þrátt fyrir að bæði kjarasamningar og lög banni slíkt. í ályktun þingsins um kjara- og at- vinnumál er sagt að Kvótaþing verði að starfrækja, svo lengi sem Alþingi heimili útgerðarmönnum að versla með verðmæti sem þeir ekki eiga. Kvótaþingið eitt og sér dugi hinsveg- ar ekki til að koma í veg fyrir þátt- töku sjómanna í kvótakaupum út- gerðarinnar. Þrátt fyrir jákvæða afstöðu til Kvótaþings áréttar þingið þá skoðun aðildarfélaga Sjómanna- sambands íslands að afnema eigi heimildir útgerðarmanna til að fram- selja aflamark af skipum sínum. Veiðirétturinn eigi að vera afnota- réttur og ekkert umfram það. Telur þingið að í hagræðingarskyni megi heimilda flutning á aflamarki milli skipa í eigu sömu útgerðar og jöfn skipti aflamarks milli tegunda, en að öðru leyti verði flutningur aflamarks milli skipa bannaður. Þá telur þingið að úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna leysi eng- an vanda og gerir þá kröfu að hún verði lögð niður. I staðinn verði tekið upp fyrirkomulag við verðmyndun á fiski sem sé raunhæft og skili ár- angri. Það erþví krafa þingsins að í framtíðinni verði ferskt hráefni upp úr sjó verðlagt með sölu á innlendum eða erlendum fiskmörkuðum eða tekið verði mið af fiskmarkaðsverði. Ti-yggja eigi öllum jafnan aðgang að hráefni með því að efla starfsemi fiskmarkaðanna, enda eðlilegt að þeim sem heimilað er að sækja afl- ann á miðin verði jafnfram gert skylt að selja hann á fiskmarkaði þannig að eðilegir viðskiptahættir ríki í við- skiptum með fisk. Þá fer þingið þess á leit að stjórn sambandsins fái lög- fræðilegt álit á því hvort það standist samkeppnislög að veiðar og vinnsla sjávarafurða séu á sömu hendi. Við gerð álitsins skuli sérstaklega horft til alþjóðasamþykkta um eðlilega viðskiptahætti. Viðræður hefjist þegar í stað Þingið vítir Landssamband ís- lenskra útvegsmanna harðlega fyrir að í ái'araðir sé ekki gerður kjara- samningur við sjómenn um þau sjálf- sögðu réttindamál sem önnur sam- tök launafólks hafa við gerð kjarasamninga þegar samið um. T.d. telur þingið að sjómenn eigi rétt á að fá starfsaldurstengt orlof, framlag Ályktanir 22. þings Sjómanna- sambands íslands frá atvinnurekanda í séreignasjóð lífeyrisréttinda og lagfæringu á ákvæðum um slysatryggingu sjó- manna á fiskiskipum. Þingið krefst þess að LÍÚ gangi nú þegar til við- ræðna við samninganefnd Sjó- mannasambands íslands og skorar á aðildarfélög SSÍ að hefja nú þegar sameiginlega undirbúning aðgerða til að knýja á um alvöru samninga- viðræður við útvegsmenn. Þingið fer fram á að samninganefnd SSI taki málið til umfjöllunar og móti stefnu um sameiginlegar aðgerðir. Jafn- framt krefst þingið þess að ríkis- sáttasemjari taki deiluna fastari tök- um en hingað til. Auðlindagjald verði ekki tekið af óskiptum hlut Þingið mótmælir þeim hugmynd- um sem koma fram í skýrslu auð- lindanefndar um að leggja beri veiði- leyfagjald á sjávarútveginn og fordæmir þá afstöðu LÍÚ að bjóða ríkisvaldinu upp á viðræður um auð- lindagjald gegn því skilyrði að það verði tekið af óskiptu. Bent er á að í dag eru tekin 30% af andvirði aflans áður en hlutur sjómanna er reiknað- ur og því óviðunandi að LIÚ ætli enn að auka það sem framhjá skiptum fer. Verði hinsvegar farið að tillögu auðlindanefndar, þrátt fyrir and- stöðu sjómanna, telur þingið að beita eigi svokallaðri afskriftarleið í tillög- um nefndarinnar. Þingið hafnar því alfarið að tví- skráning fiskiskipa verði heimiluð hér á landi. Með því að heimila út- gerðarmönnum að skrá fiskiskip í skipaskrá annars ríkis undir þjóð- fána þess, án þess að skipið sé tekið af íslenskri skipaskrá, sé verið að bjóða útgerðarmönnum upp á leið til að ráða til sín ódýrt erlent vinnuafl í samkeppni við íslenska sjómenn. Reynsla undanfarinna ára hafi kennt forystumönnum sjómanna að stjórn- völd fást ekki til að taka á þessum brotum útgerðarmanna sem reka skip undir íslenskum fána. Því síður geti samtök sjómanna vænst þess að stjómvöld taki á málum þegar fiski- skip undir erlendum fána hlíti ekki þeim skilyrðum sem sett eru á skipið þó skipið sé skráð í íslenskri skipa- skrá. Eins hafnar þingið alfarið öllum hugmyndum um stofnun alþjóðlegr- ar skipaskrár á Islandi. Alþjóða skipaskrár sem stofnaðar hafi verið í ýmsum nágrannalöndum á undan- fórnum árum hafi skert kjör far- manna verulega og í sumum tilvikum nánast gert út af við innlenda far- mannastétt. Störf innlendra far- manna hafi einungis lent í höndum erlendra farmanna frá láglaunalönd- um. Fækka má sjóslysum verulega í ályktunum þingsins um öryggis- mál er fullyrt að fækka megi veru- lega sjóslysum með því að endur- skoða verkstjórn og verklag og veita tilsögn um hættur til sjós. Þingið tel- ur nauðsynlegt að tekin verði upp markviss kennsla í sjómannaskólum og meðal starfandi yfirmanna um mannleg samskipti, góða verkstjórn og skipulögð vinnubrögð. Þá ítrekar þingið fyrri áskoranir til Siglingastofnunar Islands, að allt eftirlit með skipum og bátum verði virkara en það er í dag, t.d. með skyndiskoðunum. Þá krefst þingið þess að heilbrigðisráðherra láti skil- gi-eina hvaða sjúkdómar meðal sjó- manna flokkist undir atvinnusjúk- dóma. Eins er þess krafist að gerð verði könnun á því hvernig hægt er að bæta vinnuaðstöðu um borð í skipum til að koma í veg fyrir sjúk- dóma og slys og að sett verði lög um skráningu slysa til sjós. ------♦-+-♦------ Reglum um rækjuveið- ar breytt GEFNAR hafa verið út tvær reglu- gerðir um notkun smárækjuskilju við úthafsrækjuveiðar. I annarri er heimilað að notað sé plast í grind skiljunnar, en til þessa hefur grindin orðið að vera úr stáli. I hinni reglugerðinni segir að við rækjuveiðar fyrir Norðurlandi milli 12° vestur og 18° vestur, norðan við 65°30’ norður, skuli annaðhvort hafa smárækjuskilju í rækjuvörpunni eða net á legg í að minnsta kosti 8 öftustu metrum vörpunnar. Lágmarksstærð leggmöskvans skal vera að minnsta kosti 40 millimetrar. Reglugerð þessi tekur gildi 25. október næst- komandi. Þá hefur sjávarútvegsráðuneytið frá sama tíma fellt úr gildi reglugerð frá 11. ágúst árið 2000 um bann við rækjuveiðum fyrir Norðurlandi. Reglur um veiðar vestan 18° vestur og á innfjarðarrækjusvæðum eru óbreyttar. Efnahagsmálin í brennidepli í kosn- ingabaráttunni í Bandaríkjunum Clinton kemur inn á síðasta sprettinum BANDARÍSKU forsetafram- bjóðendurnir virðast ennþá vera hnífjafnir, þegar aðeins tvær og hálf vika eru í kosningar, og reyna nú hvað þeir geta til að vinna atkvæði hvor af öðrum. A1 Gore, frambjóðandi demókrata, virðist ætla að keyra á árangri Clintonstjórnarinnar á síðustu dögum kosningabaráttunnar, en George W. Bush, frambjóðandi repúblikana, sakar varaforset- ann á móti um hræðsluáróður í efnahagsmálum. Heilbrigðis-, lífeyris- og menntamál hafa til þessa verið efst á baugi í kosningabarátt- unni, en Gore hefur undanfarna daga gefið í skyn að kosningarn- ar snúist þó fyrst og fremst um efnahagsmál. Stjórnmálaskýr- endur hafa tekið undir að þetta sé eitt sterkasta vopn varafor- setans, enda er efnahagslífið í Bandaríkjunum nú í uppsveiflu. Nú virðist sem Gore leggi allt traust sitt á að kjósendur séu ánægðir með árangur stjórnar demókrata í efnahagsmálum og vilji ekki hætta á að skipta um karlinn í brúnni þegar svo vel fiskast. En til þess að færa sér þetta í nyt verður hann að beina athyglinni í ríkum mæli að for- setanum sjálfum og það hefur ákveðna áhættu í för með sér. Frá því í upphafi kosningabar- áttunnar hefur varaforsetinn nefnilega forðast að tengja nafn sitt við Clinton, vegna þeirra hneykslismála sem forsetinn hefur flækst í. Einnig er mikil- vægt að kjósendur líti á Gore sem sjálfstæðan frambjóðanda með eigin stefnu, en ekki bara sem framlengingu af núverandi forseta. Tvíeggjað sverð Gore verður því að reyna að feta eitthvert einstigi þarna á milli. f sjónvarpsþætti nýverið svaraði hann því aðspurður að forsetinn hefði ekki aðstoðað sig að ráði í kosningabaráttunni. The New York Times birti einn- ig hjartnæma grein í gær, þar sem Clinton er lýst sem utan- veltu í kosningabaráttunni og hunsuðum af frambjóðandanum. „Eftir átta ár saman í framlín- unni er samband Clintons for- seta og Gores varaforseta á þessa leið: Gore svarar ekki sím- tölum. Hann hringir ekki og Clinton veit ekki af hverju ... Clinton er bæði sár vegna hinn- ar persónulegu höfnunar og undrandi á því að pólitískur erf- ingi sinn leiti ekki ráða hjá sér,“ segir í New York Times, sem vitnar í „tvo nána vini forsetans" máli sínu til stuðnings. Gore hefur þó varað sig á því að afneita ekki forsetanum alfar- ið. „Clinton er góður vinur minn. Hann hefur aðstoðað mig og ég fagna hjálp hans,“ sagði hann í morgunþætti iVBC-sjónvarps- stöðvarinnar í gær. Stjórnmálaskýrendur hafa Reuters A1 Gore og Bill Clinton ásamt eiginkonum sínum, Tipper og Hillary, við minningarathöfn um Mel Carnahan, ríkisstjóra Missouri, í gær. Þátttaka Clint- ons í kosningabaráttunni gæti reynst Gore tvíeggjað sverð. lagt áherslu á að þátttaka Clint- ons í kosningabaráttunni geti reynst tvíeggjað sverð. „[Clinton og Gore] munu væntanlega báð- ir verja miklum tíma í baráttuna í mikilvægustu ríkjunum fram að kosningum - en í sitt hvoru lagi,“ sagði stjórnmálafræðing- urinn Stuart Rothenberg í The Washington Post í gær. „Maður þarf ekki að vera Albert Ein- stein til að átta sig á að þessu fylgir áhætta. Ef Gore nyti 10% meiri stuðnings myndi hann ekki grípa til þessa ráðs,“ bætti hann við. Árásir á báða bóga Gore leggur nú allt kapp á að sannfæra kjósendur um að áform Bush um miklar skatta- lækkanir og nokkra einkavæð- ingu lífeyriskerfisins stefni stöð- ugleikanum í efnahagsmálum í voða. „Efnahagsstefna andstæð- ings míns er ekki einungis órétt- lát, heldur er hún óskynsamleg og myndi skaða efnahagslífið ef henni yrði hleypt í framkvæmd,“ sagði Gore í ræðu á fundi fram- mámanna í viðskiptalífinu. „Við höfum nú betra tækifæri en nokkru sinni fyrr til að breyta Bandaríkjum til samræmis við hugsjónir okkar,“ sagði varafor- setinn, og varaði við því að ef Bush næði kjöri myndi þetta tækifæri renna þjóðinni úr greipum. Bush hefur, eins og búast mátti við, snúist til varnar gegn tilraunum Gores til að fleyta sér áfram á efnahagsbatanum. Rík- isstjórinn í Texas sakar varafor- setann um að beita hræðslu- áróðri og fullyrðir að tillögur sínar um skattalækkanir séu þvert á móti til þess fallnar að blása lífi í efnahagsmálin. Þá segir hann andstöðu Gores við takmarkaða einkavæðingu líf- eyriskerfisins alvarlega tíma- skekkju. „Þessar kosningar verða að leiða til sigurs frelsis og framfara - og ósigurs mið- stýringar og embættismanna- kerfisins," sagði Bush. Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna daga rifjað upp að áróður Clintons um að George Bush eldri hefði mistekist að draga Bandaríkin upp úr efna- hagslægð hafi einmitt átt mikinn þátt í sigri hans árið 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.