Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Dragan Kojadinovic, forstjóri frjálsu sjónvarpsstöðvarinnar Studio B, stendur hér fyrir framan háhýsið í miðborg Belgrad, sem nafni hans, fyrrverandi vígamaður í þjónustu Milosevic forseta, lagði undir upp- reisnarmenn hinn 5. október sl. Handbendi Milos- evic sveik hann í uppreisninni Belgrad. The Daily Telegraph. DRAGAN höfuðsmaður, fyrrver- andi leiðtogi vopnaðra sveita Serba í Króatíu og einn af dyggustu skó- sveinum Slobodans Milosevic, átti stóran þátt í falli júgóslavneska forsetans fyrrverandi í uppreisn- inni fyrr í mánuðinum. Skýrt hefur verið frá því að einn af leiðtogum andstæðinga Milosev- ic, Zoran Djindjic, sem skipulagði uppreisnina að miklu leyti, hafi fengið Dragan til að leggja undir sig mikilvæga sjónvarpsstöð, Stud- io B, og höfuðstöðvar júgó- slavnesku tollgæslunnar í Belgrad. Leiðtogar andstæðinga Milosevic óttuðust að öryggissveitir myndu bæla mótmælin niður og töldu mjög brýnt að þeir næðu sjón- varpsstöðinni. á sitt vald. Dragan kallaði vopnaða stuðningsmenn sína saman 4. október, daginn áður en mótmælendur lögðu þinghúsið í Belgrad undir sig, til að undirbúa árás á sjónvarpsstöðina. Tölvusérfræðingar slást í hóp vígamanna Dragan var áður einn af illræmd- ustu mönnum Balkanskaga en rek- ur nú netfyrirtæki í Belgrad. Á meðal liðsmanna hans voru tölvu- sérfræðingar sem höfðu aldrei haldið á byssu, námsmenn og gaml- ir vígamenn úr röðum Serba í Króatíu. Dragan hófst handa um kvöldið og faldi menn sína, vopnaða vél- byssum og rússneskum rifflum, á skrifstofu tölvufyrirtækis síns í há- hýsi í miðborg Belgrad. Sjónvarps- stöðin og höfuðstöðvar tollgæsl- unnar eru einnig í háhýsinu. Nokkrir mannanna þóttust vera að nota tölvumar og aðrir földu sig í skápum, á salernum og undir skrifborðum. „75 vopnaðir lögreglumenn voru á verði við Studio B og ég reyndi að fínna 280 góða menn til að yfirbuga þá,“ sagði Dragan. „Að lokum hafði ég safnað saman 170 mönnum. Þegar mótmælin hófust við þing- húsið byrjaði ég að lauma þeim inn í sjónvarpsstöðina. Margir liðs- manna minna voru með krampa og áttu í mestu erfiðleikum rneö að fá blóðið til að streyma í fæturna. Þeir voru svolítið broslegir þegar þeir skjögruðu til atlögu.“ Dragan sendi aðeins nokkra menn inn í sjónvarpsstöðina, sem var á fimm hæðum ofarlega í bygg- ingunni, til að vekja ekki grun- semdir lögreglumannanna. „Ég sendi tvo menn í einu, suma með stelpum, aðra með fólki sem vann í byggingunni. Síðan þegar stundin rann upp réðst ég til atlögu með hina mennina. Lögreglumennirnir tóku upp byssur sínar.“ Tveir af mönnum Dragans héldu á flugskeytabyssum til að sýna lög- reglumönnunum að þeir gætu ekki varið sig. Dragan bauðst til að sleppa lögreglumönnunum og þeir lögðu niður vopn sín. Um sama leyti gengu tugir vopn- aðra andstæðinga Milosevic um götur Belgrad og biðu eftir tilefni til að skjóta á öryggissveitir Milos- evic. Einn skotbardagi hefði getað leitt til blóðbaðs víða í borginni. Kynti áður undir ófriðarbálinu Dragan átti stóran þátt í því að kynda ófriðarbálið á Balkanskaga eftir hrun kommúnismans. Hann dvaldi lengi í Ástralíu en var send- ur til Krajina í Króatíu til að stjórna vopnuðum sveitum serbn- eskra íbúa héraðsins í baráttunni við króatísku lögregluna. Dragan hefur ekki verið ákærð- ur fyrir stríðsglæpi, en nokkrir liðsmenn hans eru taldir hafa fram- ið fjöldamorð. Hann hefur búið í Belgrad síðustu árin og komið á fót stofnun sem hjálpar fjölskyldum Serba sem biðu bana í átökunum í Króatíu, Bosníu og Kosovo. Rannsókn á sprengjutilræði í franskri flugvél Mega sækja Gaddafí til saka París. Reuters, AFP. FRANSKUR áfrýjunardómstóll úr- skurðaði í gær að hægt væri að sækja Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, til saka í Frakklandi vegna meintrai- aðildar hans að sprengjutilræði í franskri flugvél sem sprakk í loft upp yfir Afríkuríkinu Níger árið 1989. Tilræðið kostaði 170 manns lífið. Dómstóllinn staðfesti úrskurð dómara, sem rannsakaði tilræðið, og hafnaði þeirri röksemd franskra rík- issaksóknara að Gaddafi nyti frið- helgi sem þjóðhöfðingi. Þeir héldu því fram að ekki væri hægt að svipta þjóðhöfðingja friðhelgi nema fyrir glaepi gegn mannkyninu. Áfrýjunarrétturinn úrskurðaði hins vegar að friðhelgin næði ekki til hryðjuverka og studdi þá niðurstöðu rannsóknardómarans Jean-Louis Bruguierre að hægt væri að sak- sækja Gaddafi íyrir „morðsamsæri í tengslum við hermdarverk". Dómar- inn getur því hafið rannsókn á þætti Gaddafis og hún gæti orðið til þess að honum yrði stefnt fyrir rétt. „Hryðjuverk eru alvarlegir glæpir sem verður að refsa fyrir jafnvel þótt þjóðhöfðingjar eigi hlut að máli,“ sagði Francoise Rudetsky, formaður hreyfingar fómarlamba hryðju- verka. Rudetsky bætti við að úrskurður- inn væri mikill sigur fyrir hreyfing- una og hefði jafnvel meira fordæmis- gildi en mál Augustos Pinochets, fyrrverandi forseta Chile, sem var handtekinn í Bretlandi að beiðni spænskra yfirvalda vegna meintra mannréttindabrota í heimalandi hans. Breska stjómin ákvað þó að hafna framsalsbeiðni Spánverja og leyfa Pinochet að fara til Chile á þeirri forsendu að hann væri ekki fær um að verja sig fyrir rétti vegna vanheilsu. Lögmaður Gaddafis, Francois Gibault, sagði að úrskurðurinn hefði litla þýðingu og áfrýjunarrétturinn hefði ekki tekið neina afstöðu til þess hvort Gaddafi væri sekur. Heimild- Muammar Gaddafi armenn í dómskerfinu sögðu líklegt að ríkissaksóknaramir áfrýjuðu úrskurðinum til hæstaréttar. Áfall fyrir frönsku stjórnina Urskurðurinn er talsvert áfall fyr- ir frönsku stjómina sem hefur reynt að bæta samskiptin við stjómvöld í Líbýu að undanfömu. Francois Rivasseau, talsmaður franska utanríkisráðuneytisins, neit- aði að ræða úrskurðinn en sagði lík- legt að hann myndi ekki hafa áhrif á þá stefnu stjómarinnar að bæta sam- skiptin við Líbýu. Franska stjómin íhugaði að bjóða Gaddafi á leiðtogafund Evrópu- og Miðjarðarhafsríkja sem ráðgert var að halda í Marseille í næsta mánuði. Seinna var þó ákveðið að ríkin sendu aðeins utanríkisráðherra sína á fund- inn, einkum vegna þess að talið var að erfitt yrði fyrir marga leiðtogana að sitja hann vegna spennunar í Miðausturlöndum. Mágur Gaddafís dæmdur fyrir tilræðið Flugvél af gerðinni DC-10, í eigu franska flugfélagsins UTA, var á leiðinni frá Brazzaville, höfuðborg Kongó, til Parísar þegar hún sprakk í loft upp yfir Níger 19. september 1989. Franskur dómstóll dæmdi sex Líbýumenn í lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að hafa komið fyrir sprengju í vélinni, en réttað var í máli þeirra að þeim fjarstöddum. Á meðal hinna dæmdu var mágur Gaddafis sem tal- inn er stjóma leyniþjónustu Líbýu. Frönsk yfirvöld hafa gefið út alþjóð- lega handtökutilskipun á hendur mönnunum. Franski rannsóknardómarinn heldur því fram að stjórnvöld í Líbýu hafi aðstoðað við skipulagningu til- ræðisins, verndað tilræðismennina og útvegað verjendum þeirra fölsuð skjöl. Um það leyti sem sprengjutilræðið átti sér stað var mikil spenna í sam- skiptum Frakklands og Líbýu vegna átaka franskra og líbýskra hersveita í Afríkuríkinu Tsjad. Eftir sprengju- tilræðið mfu Frakkar nánast öll tengsl sín við Líbýu. Samskipti ríkjanna tóku að batna í fyrra eftir að líbýska stjómin greiddi fjölskyldum þeirra sem létu lífið í sprengjutilræðinu skaðabætur að andvirði 2,2 milljarða króna. Franska stjómin leit svo á að ráða- menn í Líbýu hefðu þar með viður- kennt að þeir bæm ábyrgð á tilræð- inu en líbýska stjórnin neitaði því. Gaddafi ræddi við Jacques Chirac Frakklandsforseta og nokkra aðra vestræna leiðtoga á fundi Afríku- og Evrópuríkja í Egyptalandi og Christian Pierret fór á kaupstefnu í Tripoli fyrr á árinu ásamt stómm hópi frammámanna í franska við- skiptalífinu. Charles Josselin, sem fer með samstarfíð við Miðjarðarhafsríkin í frönsku stjóminni, fór í heimsókn til Líbýu í síðasta mánuði til að þakka Gaddafi fyrir að aðstoða við að fá ís- lamska uppreisnarmenn á filipps- eysku eyjunni Jolo til að láta franska gísla lausa. Umdeild ummæli aðalbankastjóra Seðlabanka Evrópu Duisenberg’ gagnrýndur Frankfurt. AFP. WIM Duisenberg, hinn hollenzki að- albankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), sætir þessa dagana þungri gagnrýni á frammistöðu sína í emb- ætti. Norbert Walter, hagfræðingur Deutsche Bank, stærsta banka Þýzkalands, sakar Duisenberg í þýzka dablaðinu Die Welt í gær um að standa ekki í stykkinu. Aðaltilefni gagrirýninnar em um- mæli sem Duisenberg lét frá sér fara í Lundúnablaðinu The Times sl. mánudag, þar sem hann sagði ólík- legt að evrópski seðlabankinn myndi grípa til aðgerða til að styrkja gengi evmnnar, ef Evrópumyntin yrði fyr- ir skakkaföllum af völdum ófriðar í Miðausturlöndum. í Times-viðtalinu gaf hann ennfremur í skyn, að bandarísk yfirvöld hefðu með var- færni tekið þátt í inngripi á gjaldeyr- ismörkuðum til að styrkja evmna hinn 22. september sl. og æ ólíklegra yrði að áframhald yrði á slíku sam- starfi eftir því sem nær drægi for- setakosningunum í Bandaríkjunum, sem fram fara 7. nóvember. Um þessi ummæli Duisenberg sagði hagfræðingurinn Walter í að- sendri grein í Die Welt meðal ann- ars: „Maður sem ekki er einatt og ávallt fullkomlega meðvitaður um ábyrgðina sem fylgir slíku starfi er því ekki vaxinn. Enginn í slíkri ábyrgðarstöðu getur leyft sér að gefa slíkt spark gjaldmiðli, sem hef- ur átt undir högg að sækja mánuðum saman.“ Hafa franskir stjórnmálamenn einnig beint spjótum sínum að Duis- enberg, eftir að hann hélt blaða- mannafund í París á miðvikudag, þar sem hann leitaðist við að takmarka skaðann sem ummæli hans frá því á mánudag voru talin geta valdið evr- unni. Síðla fimmtudags samþykkti fjár- málanefnd franska þingsins harð- orða ályktun, þar sem stjóm ECB var gagnrýnd fyrir að hafa hækkað vexti á evrusvæðinu. Sagði einn meðlimur hennar, Didier Migaud, að réttast væri að leggja málið fyrir Evrópudómstólinn. Trichet fram fyrir skjöldu En franski seðlabankastjórinn Jean-Ciaude Trichet svaraði fullum hálsi gagnrýni franskra stjómmála- manna þess efnis, að stjórn Seðla- banka Evrópu væri ólýðræðisleg. Vísaði Trichet til þess, að bankinn hefði verið búinn til í samræmi við það sem samþykkt var í þjóðar- atkvæðagreiðslum um Maastrieht- Wim Duisenberg sáttmálann. Sagði Trichet bankan- um því bera skylda til að uppfylla það hlutverk sem honum hefði verið ætl- að, og lagði áherzlu á að hann og allir hinir sem sæti ættu í stjórn ECB styddu Duisenberg af heilum hug. Frakkar halda því fram, að gert hafi verið samkomulag um að Trichet taki við af Duisenberg á miðju átta ára skipunartímabili hins síðarnefnda. En líkurnar á að af slík- um mannaskiptum verði þykja hafa minnkað vegna rannsóknar sem í gangi er í Frakklandi á hlutverki Trichets í „nærri-því-gjaldþroti“ franska bankans Crédit Lyonnais. í í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.