Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 53 virkni. Oftast var vinnuvélunum sinnt þar sem þær biluðu, í miðju flagi ef svo vildi verkast, og þá ekki fengist um úrkomu, vind eða hita- stig. I fæstum tilvikum höfðu þeir viðunandi verkfæri í höndunum til að vinna störf sín en luku þeim samt og smíðuðu áhöldin oft og tíðum ef með þurfti. Þessir menn voru úrræðagóð- ir og útsjónarsamir með slíkum af- brigðum að ótrúlegt má virðast. Saga þeirra er í fæstum tilvikum skráð og orsökin meðal annars sú að bókaþjóðin hefur löngum litið niður á verkmenntir og verksvit og ílestum sagnfræðingum ekki þótt ómaksins vert að sinna þessum þáttum þjóð- lífsins. Kannski stendur það til bóta og ekki væri það óverðugt verkefni fyrir hæfa menn að gera þessari sögu betri skil en raunin er á nú um stundir. Einn þeirra manna, sem lögðu sitt af mörkum á þessum vettvangi, Valgarð Björnsson á Sauðárkróki, lést sl. sunnudag, 15. október. Hægt og hljótt kvaddi hann þetta líf á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, líkamlegir kraftar að vísu þrotnir, en andlegt atgervi óbugað, hugurinn frjór og sístarfandi. A fjórða áratug af starfs- ævi sinni vann hann Kaupfélagi Skagfirðinga og verkstæðum þess af óviðjafnanlegri trúmennsku og sam- viskusemi. Stór hluti þessa starfs tengdist viðhaldi á vinnuvélum og bifreiðum og er ekki að efa að oftar en ekki hafa aðstæður til viðgerð- anna ekki verið beinlínis hollar heilsu manna. Við þær voru þó hin margvíslegustu verkefni unnin og ótrúlegar þrautir leystai- á hag- kvæman og varanlegan hátt. Lengi störfuðu þeir saman félag- arnir, Valgarð og Friðrik heitinn Sigurðsson, og var lengi vel svo, að varla var annars þeirra getið svo að hinn væri ekki nefndur um leið, þeg- ar starfið var annars vegar. Með- fram viðgerðunum sinnti Valgarð einnig vélgæslu á frystihúsi kaupfé- lagsins í afleysingum og á álagstím- um, svo sem í sláturtíð á haustin. Þegar líkamlegir burðh- tO að fást við hin þyngri og erfiðari tæki fóru að dala færði hann sig yfir til rafmagns- verkstæðis KS og það er til marks um verkfærni Valgarðs og kjark við að takast á við ný og flókin verkefni, prjatiu ar sem eg atti nann ao sem tengdaföður, hefur varla liðið sá dagur að ekki hafi verið samband á milli hans og fjölskyldunnar, hann fylgdist af áhuga með öllu sem við vorum að sýsla og ekki síst með barnabörnunum sínum, sem hann unni mjög og fylgdist ávallt með, hvort sem var í námi, leik eða starfi. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér Jói minn, af eiginkonu þinni og dóttur. Blessuð sé minning Jóhannesar Kristjánssonar. Far þú í friði, friðurguðs þigblessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hrönn. Elsku afi. Með söknuði minnist ég allra þeirra stunda sem ég átti með þér. Upp í hugann koma öll jól og áramót síðan ég man eftir mér. Ég minnist líka sérstaklega ferðalags sem ég fór með þér og Gunnari frænda vest- ur í Staðarsveit og á Hellissand þeg- ar ég var lítil stelpa. Mér fannst svo gaman að skoða með þér sveitina þína og fara með þeir í heimsókn á sveitabæina. Þér fannst svo vænt um Staðarsveitina, hún var þitt yndi. Þú fylgdist alltaf svo vel með hvað ég var að gera í gegnum tíðina og varst alla tíð að spyrja mig um nám- ið eða vinnuna og vildir vita hvernig mér gengi. Mér finnst líka svo vænt um alla gömlu hlutina sem ég fékk frá þér. Hlutina sem þú notaðir í sveitinni og ég hef núna á heimili mínu. Þessir hlutir eiga alltaf eftir að minna mig á þig, afi minn, og þann góða mann sem þú hafðir að geyma. Það er gott að hugsa til þess að þú sért nú kominn til Svanhvítar ömmu. Hvíl í friði. Þín Svanhvít. Elsku afi minn. Með nokkrum orðum langar mig + Valgerður Sig- ríður Ólafsdóttir fæddist 21. desem- ber 1908. Hún lést 9. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ólafur Helgi Jónsson og Sigríður Þorsteins- dóttir. Systir henn- ar Valgerður Guð- rún lést á öðru ári. Fóstursystkini: Jón Björnsson, Krist- jana Jónsdóttir og Sólveig Kristjáns- dóttir, öll látin, og Viðar Björgvinsson. Valgerður tók kennarapróf frá Kennaraskólanum í Reykja- vík 1930 og kenndi síðan við Barnaskóla Dyrhólahrepps, Eystri-Sólheimum næstu 15 ár- in. Valgerður giftist 23. júní 1940 Þorsteini Jónssyni, f. 29.3. 1916, Seljavöllum, Austur-Eyjafjöll- um, foreldrar Jón Jónsson og Sigríður Magnúsdóttir. Hún var úrræðaðagóð, ljósmóð- irin sem hjálpaði henni ömmu í heiminn. Systir ömmu minnar sem var á öðru ári var með kíghóstann og til að forða nýfæddu barninu frá smiti stakk umrædd ljósmóðir því umsvifalaust inn á sig og reið með það í gegnum veturinn og heim til sín, talsverðan spöl í burtu. Eldra barnið dó, en amma mín lifði. Börn Valgerðar og Þorsteins: 1) Sigríður, f. 22.4. 1941, eiginm. Guð- geir Ágústsson. Börn þeirra: Ólafur Helgi og Garðar Þorsteinn. 2) Drengur fæddur andvana 1943. 3) Sigrún Ragnheiður, f. 26.2. 1945, sam- býlism. Mathias MUller. 4) Hildi- gunnur, f. 2.2. 1946, eiginm. Einar Gunnlaugsson. Börn þeirra: Gunnlaugur Magn- ús og Valgerður Helga. 5) Krist- ín, f. 12.3. 1948. Börn með Magnúsi Einarssyni: Þorsteinn og Einar Rúnar. 6) Ólafur Helgi, f. 18.4. 1950. Barnabörn eru tvö, Sigrún Hrönn og Jóhannes Árni, börn Ólafs Helga Guðgeirssonar og Magnýjar Jóhannesdóttur. títfór Valgerðar fer fram frá Sólheimakapellu í Mýrdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Amma bjó alla tíð á Eystri-Sól- heimum, þaðan sem hún varð að flýja kíghóstann á fyrsta degi ævi sinnar. Þar ólst hún upp í afar fjöl- mennu heimili, þar voru alltaf vinnumenn og vinnukonur sem og börn og gamalmenni. Heimilisfólk- ið taldi stundum sextán manns, jafnvel þótt amma væri einkabarn eftir dauða systur sinnar, og má segja að Eystri-Sólheimar hafi verið bæði barna- og elliheimili. Fjölmörg börn ólust þar upp að mestu og það var eins og gamalt fólk laðaðist að staðnum. Á Eystri-Sólheimum var skóla- hús fyrir börn úr utanverðum Dyr- hólahreppi og sótti amma hann fram að fermingu. Þegar hún var nítján ára fór hún til Reykjavíkur í Kennaraskólann og útskrifaðist þaðan með kennarapróf árið 1930. Haustið eftir var hún ráðin að barnaskólanum að Eystri-Sólheim- um og kenndi þar á hverjum vetri næstu 15 árin, en hætti því þegar hún komst ekki lengur yfir að sinna bæði heimili og skóla. Hún kenndi einnig á sundnámskeiðum í Seljavallalaug undir Eyjafjöllum. Hún giftist afa mínum Þorsteini Jónssyni árið 1940, en þau hófu ekki búskap að ráði fyrr en 1945. Amma var húsmóðir á Eystri-Sól- heimum til dauðadags, þó heilsu- brestur kæmi í veg fyrir að hún gæti sinnt því starfi síðustu ár æv- innar. Amma, minningar mínar um þig eru samansafn af augnablikum úr sveitinni. Langir göngutúrar með þér upp á tún eða út í gerði. Engi- ferkökurnar þínar í stampi. Þú úti á tröppum þegar ég kem. Þú í eld- húsglugganum þegar ég fer. Oftast fullt af fólki. Færri eftir því sem ég verð eldri. Síðan ekki einu sinni ég- Amma mín, þú ert farin og með þér ákveðið tímabil. Ásamt afa myndaðir þú hornstein sem hver sem vildi gat stutt sig yið, jafnt skyldmenni sem aðrir. I samein- ingu skópuð þið umhverfi sem mótaði mig og marga fleiri; sem ég hélt að væri bundið við jörð og bæ, en skil núna að voruð bara þið. Ég sakna ykkar, en það er óþarft, því fólkið í kringum mig er ykkar sig- ur. Garðar Þ. Guðgeirsson. VALGERÐUR SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR að þar sérhæfði hann sig í viðhaldi og viðgerðum kæli- og frystitækja og náði á undraskömmum tíma veru- legri færni og þekkingu á þeim bún- aði, sem eins og þeim er til þekkja er kunnugt er fjarri því að vera einfald- ur að uppbyggingu og tækni. Allt þetta gerðist eins og af sjálfu sér, ekkert fjas eða fálm, en íhygli og næmni á allt sem að tækni laut. Valgarð Bjömsson var hógvær maður og hávaðalaus. Hann var þó fjam því að vera skaplaus, en hafði á því góða stjórn. Margorður var hann ekki, en kíminn og átti til að skjóta inn skondnum athugasemdum í sam- ræðum á vinnustað, sér í lagi ef hon- um þótti menn fara offari í mála- fylgju sinni. Oft leysti hann upp tilgangslitlar deilur milli manna með einni setningu, sem í svip gat breytt deilu í gamanmál og gerði mörgum ljóst tilgangsleysi illdeilna þeirra manna í milli, sem þurfa að eiga dag- leg samskipti. Hann tók talsverðan þátt í sveitarstjórnai-málum og öðr- um félagsmálum og meðal annars átti hann um árabil sæti í stjórn Út- gerðarfélags Skagfirðinga hf., sem stofnað var seint á sjöunda áratugn- um og átti félagið venilegan þátt í uppbyggingu og endurreisn atvinnu- lífs við Skagafjörð. Valgarð átti þar góðan hlut að málum með ódrepandi áhuga fyi-ir framgangi hagsmuna heimabyggðar sinnar. Þeim mönnum, sem settu svip sinn á hið litla samfélag hér á Sauðár- króki frá stríðsárunum og fram und- ir aldarlok, fer nú óðum fækkandi. Nýh’ menn eru teknir við að móta samfélagið og athafnir þess, eins og eðlilegt má telja. Þeim er hollt að minnast þeirra forvera sinna, sem lögðu oft nótt við dag við erfiðar að- stæður til að byggja upp það tækni- vædda samfélag, sem við byggjum í dag. Eins og fyrr segir gerðist það ekki fyrirhafnarlaust, ekki án langra vinnudaga og vökunátta. Nútíminn á þessu fólki margt að þakka og má ekki gleyma þeirri skyldu sinni. Við Droplaug þökkum Valgarð Björnssyni samfylgdina og hlýtt við- mót og góðvild í okkar garð. Eftir- lifandi eiginkonu hans og afkomend- um öllum vottum við okkar inni- legustu samúð. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson. JOHANNES KRISTJÁNSSON + Jóhannes Krist- jánsson fæddist á Efra-Hóli í Staðar- sveit, Snæfellsnesi 17. júní 1906. Hann Iést á Landspítalan- um, Fossvogi, 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Þóra Jónsdóttir, f. 16. janúar 1864, d. 9. júní 1938, og mað- ur hennar Kristján Sigurðsson, f. 5. des. 1855, bóndi að Efra- Hóli, Staðarsveit, d. 20. júní 1921. Systk- ini Jóhannesar eru: Sigurður, f. 1898, d. 1983; Jón f. 1899, d. 1959; Guðmundur, f. 1902, d. 1938; Júl- íus, f. 1904, d. 1996; Guðlaug, f. 1907, d. 1917; Sæmundur, f. 1910 og Kristín, f. 1914. Hinn 26. maí 1940 kvæntist Jó- hannes Svanhvíti Björnsdóttur, f. 12. maí 1913, á Álftavatni, Stað- arsveit, d. 10. apríl 1969. For- eldrar hennar voru Rannveig Magnúsdóttir, f. 1879 og Björn Jónsson, f. 1879, bóndi á Álfta- vatni. Jóhannes og Svanhvít eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Gunnar, f. 19. október 1939. 2) Jóna, f. 10. desember 1941, maki Elfar Sigurðsson, barn: Grétar Jón, f. 1972 f sambúð með Jóhönnu Svavars- dóttur, dóttir Grét- ars er Saga Dröfn, f. 1997. 3) Hrólfur Sæberg, f. 5. októ- ber 1943, maki Hrönn Sigurgeirs- dóttir, börn: a) Svanhvít Birna, f. 1969 í sambúð með Bjarka H. Diego, b) Hannes Frímann, f. 1976 í sambúð með Hörpu Guðjónsdótt- ur, sonur Hörpu er Guðjón Kristófer, f. 1996. 4) Hugdís Rannveig Birna, f. 1953, d. 1954. Jóhannes var vinnumaður á ýmsum bæjum og stundaði m.a. sjómennsku í nokkur ár þar til hann gerðist bóndi, fyrst á Álfta- vatni og síðan að Ytri-Tungu, í Staðarsveit. Árið 1968 fluttist hann til Reykjavíkur ásamt konu sinni. Starfaði hann hjá Islensk- um aðalverktökum og síðar hjá Trésmiðjunni Víði. títför Jóhannesar fer fram frá Staðastaðarkirkju, Staðarsveit, Snæfellsnesi í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Á einum fallegasta degi haustsins, þegar litirnir skörtuðu sínu feg- ursta, kvaddi tengdafaðir minn þennan heim, 94 ára að aldri, eftir fimm vikna sjúkrahúslegu. Allt fram á síðustu ár hafði hann verið einstaklega heilsuhraustur og m.a. stundað fulla vinnu allt þar til hann varð 77 ára gamall. Hann var alla tíð nægjusamur maður á veraldleg gæði og gerði ekki miklar kröfur, var ávallt ánægður með það sem hann hafði. Jóhannes var einnig mjög hógvær maður og ekki minnist ég þess að hann hafi nokkru sinni skipt skapi. Fylgdist hann alltaf vel með veðrinu, og spáði mikið í það, eins og margir af hans kynslóð gerðu gjarna. Bóndi var hann í 30 ár í Staðarsveit, einni fegurstu sveit á íslandi, þaðan sem Snæfellsjökull skartar sínu feg- ursta. Jóhannes hóf búskap með eig- inkonu sinni, Svanhvíti Bjömsdótt- ur að Álftavatni en stundaði síðar búskap að Ytri- Tungu, þar sem hann m.a. byggði nýtt íbúðar- og úti- hús. Hann hjálpaði oft sveitungum sínum við húsbyggingar í sveitinni, og ekki skaðaði þá að Jóhannes var handlaginn maður. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, reyndi hann að alltaf fylgjast vel með öllu í sveit- inni sinni fyrir vestan. I þau rúm að minnast þín. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá mér þegar ég vissi að von væri á þér til Hellissands. Það var alltaf svo gaman að spila og spjalla við þig og að hafa þig hjá okk- ur. Eins var alltaf svo gott að gistk hjá þér og Gunna frænda, þegar ég kom suður með mömmu og pabba. Oft fórum við saman í smágöngu- ferðir í hverfinu þínu og komum stundum við í búðinni. Eftir að ég fór á sjóinn, hafðir þú mikinn áhuga á að spyrja mig út í hvernig fiskað- ist, hvernig veðrið væri og fleira. Ég vildi að ég hefði samt spurt þig meira út í þína sjómennsku, sem þú stundaðir þegar þú varst ungur maður. Þú fylgdist alltaf svo vel með mér, og alveg fram á síðustu stundu, hvað ég væri að gera og hvernig mér liði, Allar stundimar sem ég átti með þér eru nú góðar minningar. Guð blessi minningu þína og ég þakka þér fyrir allt, afi minn. Grétar Jón. Það er harmur að okkur kveðinn sem fylgjum afa til grafar í dag. Það var fyrir fullveldi íslands sem hann fæddist í Staðarsveit árið 1906, þann dag sem síðar bar upp á þjóðhátíðar- dag íslendinga, þann 17. júní. Á langi’i ævi hans hefur hann því upp- lifað tímanna tvenna og þeim breyt- ingum sem þar hafa átt sér stað fá orð ekki lýst. Þegar ég fæddist var afi nýorðinn sjötugur. Á mínum yngri árum kom ég oft í heimsókn til hans í Karfavog þar sem hann bjó ásamt Gunnari frænda. Þar átti ég oft margar skemmtilegar stundir þar sem hann sagði mér sögur úr sveitinni frá sín- um yngi’i árum á milli þess sem við spiluðum og tefldum. Áfi var mesti rólyndismaður og alltaf var notalegt að vera í nærveru hans. Mér eru sérstaklega minnistæð öll þau jól og áramót sem ég átti með afa. Alltaf komu hann og Gunni til okkar í Vesturberg og eru allar þær stundir sem ég átti með honum þai’ ógleymanlegar. Tilhlökkunin að fá afa og Gunna á aðfangadag var alltaf jafn mikil og þær stundir sem við áttum saman í kringum hátíðarnar voru yndislegar. Það verður því vissulega undarlegt á næstu jólum þegar afi verður í fyrsta skipti ekki með okkur á jólunum. í gegnum tíðina hafði afi verið mjög heilsuhraustur þrátt fyrir há- an aldur, en á síðustu mánuðum hrakaði heilsunni nokkuð. Vegna þessa varð því miður aldrei úr að hann heimsækti mig, Hörpu og Guð- jón litla í nýju íbúðina okkar sem við fluttum í í vor. Það var gaman að sjá það hve Guðjón litli bar mikla virð- ingu fyrir honum enda 90 árum yngri. Honum fannst alltaf jafn gaman að hitta hann og fá stafinn hans lánaðan. Núna er afi kominn til ömmu eftir 31 ára aðskilnað. Afi mun verða lagður til hinstu hvflu við hlið ömmu á æskuslóðum þeirra að Staðastað á Snæfellsnesi. Hvfl í friði, elsku afi. Hannes Frímann. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri I m blómaverkstæói | ÖINNAfeJ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.