Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
fslenska bókasafnið við Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada flutt í helmingi stærra húsnæði
Nemandi situr við lestur í bókasafni Manitob -háskóla.
Húsnæði safnsins standsett.
Safnið virk-
ar vonandi
sem segull
á fólkið
íslenska bókasafnið við Manitoba-háskóla í
Winnipeg í Kanada flutti í nýtt og glæsilegt
húsnæði í Elizabeth Dafoe-safninu, aðal-
bókasafni háskólans, í gær. Af því tilefni
ræddi Steinþór Guðbjartsson við Sigrid
Johnson, sem hefur verið forstöðumaður
safnsins í aldarfjórðung.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigrid Johnson, bókavörður í fslenska bókasafninu við Manitoba-háskóla.
ISLENSKA bókasafnið er ein-
stakt sinnar tegundar í Kan-
ada og það næststærsta í
Norður-Ameríku, aðeins
Fiske-safnið við Cornell háskóla í
Iþöku í Bandaríkjunum, sem er ann-
að stærsta safn íslenskra bóka utan
Islands, er stærra. Safnið hefur að
geyma um 26.000 bækur auk blaða og
tímarita en það varð til 1936 þegar
Amljótur Bjornsson Olson á Gimli í
Manitobafylki gaf- Manitobaháskóla
1.300 íslenskar bækur. 1939 ákvað ís-
lenska ríkisstjómin að safnið fengi
allar íslenskar bækur, sem kæmu út
eftir það.
Seinni heimsstyrjöldin setti reynd-
ar strik í reikninginn en Sigrid segir
að fyrsta sendingin frá fslandi hafí
komið 1944. Fjóram áram áður hætti
íslenskur unglingaskóli í Winnipeg,
Jon Bjarnason Academy, og fékk
safnið allan bókakost skólans sem
var mikill. Stuðningur íslenska ríkis-
ins var breytilegur næstu áratugina
en 1978 minnkaði framlagið til muna
og síðan hefur safnið fengið mun
minna af íslenskum bókum sér að
kostnaðarlausu, en frá 1989 hefur
styrkur ríkisins verið um 300.000
krónur að meðaltali á ári. Manitoba-
háskóli metur gildi safnsins og veitir
því ákveðna upphæð árlega auk þess
sem almenningur, fyrst og fremst
fólk af íslenskum ættum, styrkir
reksturinn með fjárframlögum og
bókagjöfum.
Takmörkuð fjárráð
„Við höfum fjárveitingu héðan upp
á 10 til 15 þúsund kanadíska dollara,
um 650 til 826 þúsund krónur, á ári til
bókakaupa en upphæðin hrekkur
skammt því flutningskostnaðurinn
frá íslandi er svo hár,“ segir Sigrid.
„Við fáum Morgunblaðið í flugpósti
og því er blaðið aðeins fjögurra til sex
daga gamalt þegar við fáum það en
kostnaðurinn hefur farið upp í 5.000
dollara á ári. Við þurfum því að halda
að okkur höndum, veija bækur af
kostgæfni og reyna að kaupa þær
bækur sem við viljum kaupa í ár á
næsta ári. En svo fáum við líka bæk-
ur úr til dæmis dánarbúum og frá
einstaklingum og því er ekki að neita
að hér era margar verðmætar bæk-
ur.“ í því sambandi nefnir hún að
séra Einar Sturlaugsson á Isafirði
hafi ferðast um ísland um miðja öld-
ina, safnað bókum og gefið safninu.
„Þá fengum við meðal annars þessa
Guðbrandsbiblíu," segir hún og dreg-
ur fram biblíuna sem er geymd á sér-
stökum stað með öðram verðmætum
bókum. „Svo eram við hérna með tvö
eintök af Þorláksbiblíu og í safni Jóns
Bjarnasonar vora margar fágætar
bækur eins og til dæmis fyrsta útgáfa
af Njálssögu frá 1772 og Víga-Glúms-
saga og Eyrbyggja frá svipuðum
tíma að ógleymdum söfnum rithöf-
undanna Stephans G. Stephanssons
og Guttorms J. Guttormsons.
Fyrsti bókasafnsfræðingurinn
Skuli Johnson, prófessor við klass-
ísku deildina, hélt utan um safnið
fyrstu árin og skipulagði það. Frá
1952 til 1975 var það hluti af úkra-
ínska safninu og safni fágætra bóka
en 1975 var Sigrid ráðin og er hún
fyrsti og eini bókasafnsfræðingurinn,
sem hefur starfað við safnið. Hún er
alfarið með það á sinni könnu en fær
nú að ráða starfsmann í hálft starf í
sjö mánuði á ári og hefur Ámý
Hjaltadóttir, sem flutti ft-á íslandi
fyrir um 30 áram, sinnt
aðstoðarstarfmu.
„Stjórnendur aðalbókasafns skól-
ans vildu ráða Kanadamann, sem
hafði lært íslensku og var með
háskólagráðu í bókasafnsfræðum og
því hentaði þetta mér ágætlega,"
segir Sigrid, aðspurð hvemig á því
hafi staðið að hún hafi tekið við
stjóminni. Hún er frá Árborg sem er
skammt fyrir norðan Winnipeg, dótt-
ir hjónanna Guðnýjar og Snorra
Johnson sem þar búa en langafar og
langömmur hennar fluttu frá íslandi
1883. ,Amma var þá fjögurra ára og
hún mundi alla tíð hvemig hlutirnir
vora á Islandi. „Þar sem ég bjó var
grasið svo grænt, vatnið svo blátt og
hraunið svo svart/‘ sagði hún og þeg-
ar ég fór fyrst til Islands 1976 fór ég á
bernskustöðvar hennar, að Helgafelli
á Snæfellsnesi. Þá sá ég allt sem hún
hafði sagt mér frá og það stóð sem
stafur á bók nema hvað mosi var
kominn á hraunið," segir Sigrid, sem
er gift Rob Sproule og eiga þau þrjú
börn.
50 milljónir frá íslandi
Safnið hefur verið á hrakhólum
nokkuð lengi en er nú komið þar sem
það var upphaflega. Á þriðju hæð í
norðurenda aðalsafnsins með
gluggavegg sem snýr að University
College þar sem íslenskudeildin er.
Áður tók safnið reyndar ekki mikið
pláss á þessu svæði enda hluti af öðra
en nú hefur íýmið tvöfaldast og er
um 1.000 fermetrar. Framlag ís-
lenska ríkisins gerði hér gæfumun-
inn en í fyrra samþykktu ríkisstjórn
íslands, Eimskipafélagið og Há-
skólasjóður Eimskipafélagsins að
gefa safninu og íslenskudeild háskól-
ans samtals 50 milljónir króna sem
greiðast á þremur árum. Þetta er
hluti af sérstakri söfnun, Valuing
Icelandic Presence, sem var hrandið
af stokkunum til að styðja við bakið á
safninu og íslenskudeildinni. í byrjun §
var markmiðið að safna að minnsta j
kosti 1.650.000 kanadískum dollur-
um, en nú er takmarkið að ná tveim-
ur milljónum kanadískra dollara.
,AHur þessi stuðningur er ómetan-
legur,“ segir Sigrid, „en endurbæt-
urnar á safninu kosta ekki minna en
700.000 kanadíska dollara."
Breytingin er gífurleg. Áður hafði
Sigrid vinnuaðstöðu, borð og stól,
nánast inni á milli bókahillnanna en j
nú fær hún skrifstofu í fyrsta sinn. |
„Og ég get farið að loka að mér. Tvö |
fullbúin rannsóknaherbergi era til
staðar, eitt stórt vinnuherbergi fyrir
starfsfólk, eitt vinnuherbergi fyrir
gesti, þrír afmarkaðir básar og borð
fyrir samtals 20 manns auk móttöku.
Framkvæmdir hófust í maí og þeim
lauk í gær.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg-
arstjóri í Reykjavík, Hjörleifur
Sveinbjömsson, eiginmaður hennar |
og Steinunn Sigurðardóttir, rithöf- |
undur skoðuðu safnið í fylgd Sigrid
og Guðrúnar Ágústsdóttur um liðna
helgi og þá sá Steinunn ljóðabók sína
Verksummerki innbundna í fyrsta
sinn. Snæfellsjökull gengur á land
heitir eitt ljóðið og hún las það fyrir
viðstadda en í safninu er einmitt mál-
verkið Snæfellsjökull eftir meistara
Kjarval. I því era sérstakir grænir
litir og arkitektinn, sem skipulagði
íslenska safnið, notaði sömu liti á 1
borð og veggi. „Þetta er eins íslenskt |
og það getur orðið,“ segir Sigrid.
Ættfræðin vinsælust
Áður en Netið kom til sögunnai'
biðu íslenskir nemendur við Mani-
toba-háskóla gjarnan eftir því að
Morgunblaðið kæmi á íslenska safnið
en yfirleitt komu nokkur blöð í einu.
Undanfarin ár hafa fáir íslenskir
stúdentar verið í háskólanum en
Sigrid segir að Mogginn sé áfram j
vinsælt lesefni. „Þegar á heildina er t
litið er það annars ættfræðin sem I
dregur flesta að. Fólk er alltaf að "
grúska í ættum sínum og í því sam-
bandi get ég nefnt að Robert Norren-
berg, ungur maður af íslenskum ætt-
um sem býr í Vancouver, hefur komið
héma annað hvert ár í 10 ár til að afla
sér upplýsinga um uppranann en
hann er að setja saman fjölskyldu-
sögu. En það er breiður hópur sem
notar safnið. Nemendur í íslensku |
era auðvitað áberandi og kennarar
við íslenskudeildina en annars virð- I
ast gestir vera frá mörgum deildum 1
háskólans. Við erum ekki bara með
bækur á íslensku heldur líka á ensku
og svo er oft enskt yfirlit. En í ætt-
fræðinni þarf ekki að kunna íslensku
til að geta nýtt sér bækurnar. Nóg er
að þekkja mannanöfnin en svo lærir
fólk oft íljótlega að lesa og skilja ís-
lensku auk þess sem við veitum því
aðstoð. Fólk í Islendingabyggðunum k
kemur ekki eins oft og áður en ég (
vona að safnið með þessum miklu 8
breytingum virki semsegullá það.“ 9