Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 35
LISTIR
HLÁTUR ÁN GLEÐI
Morgunblaðið/Kristján
Finnst þér vont að láta lemja þig í hnéð með hamri? Þráinn Karlsson og
Aðalsteinn Bergdal í hlutverkum sínum.
LEIKLIST
Leikfélag Akureyrar
GLEÐIGJAFARNIR
Höfundur: Neil Simon. Þýðing og
staðfæring: Gísli Rúnar Jónsson.
Leikstjórn: Saga Jónsdóttir. Leik-
mynd og búningar: Hallmundur
Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björns-
son. Hljóðmynd: Gunnar Sigur-
björnsson. Leikarar: Aðalsteinn
Bergdal, Björgvin Halldórsson (af
segulbandi), Herdís Jónsdóttir,
Hjálmar Hjálmarsson (af mynd-
bandi), Jónsteinn Aðalsteinsson,
Skúli Gautason, Sunna Borg, Tinna
Smáradóttir, Þórarinn Blöndal og
Þráinn Karlsson. Föstudagur 20.
október.
LEIKRITIÐ Gleðigjafarnir (The
Sunshine Boys) eftir Neil Simon var
frumsýnt í New York árið 1972 og í
London þremur árum síðar. Kvik-
mynd var gerð eftir þessu sama
leikriti 1975 þar sem kempurnar
George Burns og Walther Matthau
fóru með aðalhlutverkin. Leikritið
var frumsýnt hér á landi í Borgar-
leikhúsinu í leikhússtjóratíð Sigurð-
ar Hróarssonar fyrir rúmum 6 áimm
með Bessa Bjamasyni og Árna
Tryggvasyni í aðalhlutverkum, í
leikstjórn þýðandans, Gísla Rúnars
Jónssonar.
I þessu verki gerir Neil Simon
upp við fyrsta hluta höfundarferils
síns, þegar hann ásamt bróður sín-
um Danny samdi gamanmál fyrir
skemmtikrafta áður en hann sneri
sér að leikritun. Jafnframt byggir
hann verkið á raunverulegum fyrir-
myndum. Gísla Rúnari Jónssyni hef-
ur tekist afar vel upp við að staðfæra
verkið. Fyrii- sex árum lét hann leik-
inn gerast á höfuðborgarsvæðinu en
nú leikur hann sér að setja það niður
á höfuðstað Norðurlands þar sem
smábærinn Dalvík er notaður til
samanburðar við stórborgina Akur-
eyri. Það mætti halda að það væri
ekki einfalt mál að laga bandarískar
milljónaaðstæður að íslenskum þús-
undum, hvað þá tveimur bæjum
norðm1 við Dumbshaf, en í raun tekst
Gísla Rúnari hér frábærlega að finna
atriði sem eru hliðstæður þeirra sem
getið er í frumtextanum og gera
verkið enn beittara fyrii’ vikið.
I fljótu bragði mætti ætla að upp-
setning Sögu Jónsdóttur væri of
hæg fyrir gamanleik af þessu tagi;
hreyfingar leikai’anna á sviðinu og
tempóið í bröndurunum nægði ekki
til að halda uppi dampi. Við nánari
skoðun kemur í ljós að þessi gleði-
leikur er alls ekki það sem hann virð-
ist vera í fljótu bragði. Höfundurinn
byggir heilt leikrit upp á raunaleg-
um aðstæðum tveggja fyrrverandi
skemmtikrafta sem endur fyrir
löngu unnu saman í bransanum.
Annar hefur fyrir löngu gefið feril-
inn upp á bátinn - hann gerði sér
grein fyrir hvernig var strax og hon-
um fór að förlast. Hinn streðast við
að forðast að sætta sig við orðinn
hlut; heldur lætur sem hann eigi sí-
fellt von á frekari vinnu og kennir
umboðsmanni sínum um að engin til-
boð berast. Allt leikritið er byggt
upp í kringum hefðbundnar skrýtlur
- flestar aðstæður og mýmargai’
setninganna eiga rætur að rekja til
gamaldags grínþátta. En í stað þess
að skeyta þeim saman og búa til úr
þeim eina allsherjar revíu segir höf-
undurinn með þeim sögu þessara
tveggja aflóga grínista og lýsir þeim
aðstæðum sem þeir búa við í elli
sinni. Það er vel hægt að hlæja að
þessu verki, enda veltust áhorfendur
um af hlátri á frumsýningu, en um
leið er hægt að fylgjast með hvernig
þessir gömlu jálkar eiga ekki ann-
arra kosta völ en notast við það efni
sem þeir hafa flutt á sviðinu í hátt í
hálfa öld til að tjá líðan sína og til-
finningar löngu síðar. Annar þeirra
er látinn segja eitthvað á þá leið að
hann geti ekki lengur gert greinar-
mun á gömlu prógrömmunum og líf-
inu. Á öðrum stað segir sjónvarps-
kynnirinn að Kalli án Villa sé eins og
hlátur án gleði. En í rauninni er
þetta gegnumgangandi þema í sýn-
ingunni; það er mikið um hlátur en
gleðin er víðs fjarri í daglegu lífi
þessara tveggja heilsulausu gamal-
menna.
Þráinn Karlsson leikur stærsta
hlutverkið, hinn viðskotailla Villa
Breiðfjörð. Hann fer á kostum í hlut-
verkinu, bæði í því að koma til skila
gríninu í textanum og illkvittni og of-
forsi karlsins, sem að lokum verðm-
honum að falli. Aðalsteinn Bergdal
leikur Kalla og sýnir með frábærum
töktum gamlan rnann sem er fyrir
löngu búinn að gefast upp fyrir öll-
um nema andskota sínum og félaga í
gríninu, Villa. Skúli Gautason leikur
þriðja stóra hlutverkið, Benna
Breiðfjörð, son Villa og umboðs-
mann. Hann á ekki sjö dagana sæla
við að reyna að sætta þá félaga, en
Skúli fellur hvergi í þá gryfju að slá
hlutverkinu upp í grín heldur dregur
fram raunsæju hliðarnar á því. Sömu
söguna má segja um Ólínu hjúkrun-
arkonu í meðförum Sunnu Borg sem
er sannfærandi andstæða við hina
ýktu hjúkku Tinnu Smáradóttur,
týpu sem er ákaflega vel heppnuð
hjá Tinnu. Jónsteinn Aðalsteinsson
er fínn sem langþreyttur upptöku-
stjóri og Herdís Jónsdóttir, Þóra-
rinn Blöndal og Hjálmar Hjálmars-
son (á myndbandi) komast
klakklaust frá litlum hlutverkum.
Rödd Björgvins Halldórssonar
kynnir sjónvarpssápuna óaðfinnan-
lega af segulbandi.
Þetta leikstjórnarverkefni er
flóknara en virðist í fyrstu. Saga
Jónsdóttir hefur fundið flöt á því að
koma hvorutveggju til skila, gamni
og alvöru, og hún á hrós skilið fyrir
að sigla milli skers og báru. Það væri
í raun auðveldast að slá allri upp-
færslunni upp í grín eða jafnvel leika
allt á alvarlegri nótunum, nema auð-
vitað grínþáttinn sjálfan, en Saga
hefur fundið hinn gullna meðalveg.
Leikmynd er raunsæislega lýst íbúð
í eldri hlutum bæjarins og búning-
arnir eru trúverðugur en vel til fund-
inn klæðnaður þessara persóna. Lög
og þættir í hljóðmyndinni gáfu sann-
færandi mynd jafnt af fortíð sem nú-
tíð. Þetta var bráðskemmtileg
kvöldstund sem skildi jafnframt eitt-
hvað eftir til umhugsunar.
Sveinn Haraldsson
Síðasta sýn-
ingarhelgi í ^
Listasafni ASI
TVEIMUR sýningum lýkur sunnu-
daginn 22. október í Listasafni ASÍ.
I Ásmundarsal lýkur sýningu
Helgu Magnúsdóttur, Rís úr sæ, en
hún sýnir olíumálverk. í Gryfjunni
lýkur sýningu Grétu Mjallar Bjarna-
dóttur, Grímsnes og Laugardalur,
tölvugrafík og hljóðverk.
Listasafn ASI er opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 14-18.
-------------------
Sýningunni
ECHO lýkur
SÝNINGUNNI ECHO í Ráðhúsi
Reykjavíkur sem er samsýning Ingu
Sólveigar og Ingu Hlöðversdóttur
lýkur mánudaginn 23. október.
Verkin á sýningunni eru byggð á
sögulegum atburðum sem tengjast
samskiptum Hollendinga og íslend-
ingaá 17. öld.
Sýningin er á dagskrá hjá Reykja-
vík - menningarborg 2000 og verður
á dagskrá hjá Rotterdam - menning-
arborg 2001 í febrúar nk.
phlK f FRÉTTLiM
ataf íyrlr ataf.
jWSTA
/Á.V-i V". v,
i.ÚUJ
lilli I'-l’tri.
LA6ERS/AU FJÖLV
BIBl.iA
Smiðjuvegi 2 (Bak við Bónus - Ekið inn frá Skemmuvegi)
Vegna fjölda óskorana höfum vlð ókveðiS að framlengja
ÚTRÝMINGARSÖLUNA ó bókalagernum um eina helgi. Petta er því allra
síðasta tcekifœrið til að eignast fróbœrar bœkur á ótrúlega lógu verði.
Pað var alveg gríðarleg aðsókn hjá okkur um síðus+u helgi, og
s+emmningin alveg rafmögnuð. Sumir +i+lar eru að seljas+ upp.
* Allir fengu BÓKARGJÖF í KAUPBÆTT !
* Margir afgreiddu JÓLA(5JAFIRNAR á einu bre++i, ÓDÝRT!
* KRAKKARNIR skemm+u sér alveg KONUNöLEöA !
* Pcer raddir heyrðus+ að fólki fyndis+ bcekurnar OF ódýrar !
* Fles+ir ce+luðu að kíkja í Vefverslunina og kaupa MEIRA !
Barnabækur - Teíknimyndasögur
Listaverka- og Náttúrufræðibækur
Dulræn Fræði - Heilsubækur -
Ævisögur - Sagnfræói og margt fleira
Skemmtilegir bókapakkar Allir fá
á enn betri vildarkjörum Bókargjöf!
ALLRA SÍÐASTA 0PNUNARHELGI. 0PIÐ:
Drifðu þig áður
en allt klárast!
Laugardag 21.okt frá 10.00 til 17.00
Sunnudag 22. okt.frá 12.00 til 17.00
FJÖLVI
Sími 568 8433
VEFVERSLUNIN okkar hefurfengið aldeilis frábærar undirtektir. \ki\hi\hi
Þar eru allar bækur á sama lága verðinu út október. KÍ KTU VIÐ! VV W W