Morgunblaðið - 26.10.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.10.2000, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Sjávarútvegsfyrirtækin BGB-Snæfell og Samherji verða sameinuð fyrir áramót KEA verður stærsti hluthafínn í Samherja með 17% eignaraðild Morgunblaðið/Kristján Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður KEA, Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samheija, kynntu fyrirhugaða sameiningu sjávarútvegsfyrirtækjanna BGB-Snæfells og Samheija en frá henni verður gengið fyrir áramót. Félagið verður stærsta sjávarútvegslyrirtæki landsins. SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIN Samheiji og BGB-Snæfell verða sameinuð fyrir áramót, en viðræður hafa farið fram síðustu daga um skipti á hlutabréfum KEA í BGB- Snæfelli fyrir hlutabréf í Samherja. Viðræðum er nú lokið og hefur verið ákveðið að skiptahlutfall í hinu sam- einaða félagi verður þannig að nú- verandi hluthafar BGB-Snæfells eignast 26% í því og núverandi hlut- hafar Samherja 74%. KEA verður stærsti einstaki hluthafmn í hinu sameinaða félagi með 17% eignar- aðild. „Þetta verður stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins og við teljum að þessi sameining sé til hagsbóta, bæði fyrir fyrirtæki og ekki síður byggðir Eyjafjarðar," sagði Jóhann- es Geir Sigurgeirsson, formaður stjómar Kaupfélags Eyfirðinga, en félagið verður með starfsemi í fimm löndum. „I þessu félagi býr gríðar- legt afl til uppbyggingar og það hef- ur þegar markað sér þá stefnu að vera í forystu í fiskeldi á íslandi." I samkomulaginu er kveðið á um að boðað verði til hluthafafundar í Samherja innan 14 daga og þar verði leitað heimildar til hlutafjáraukn- ingar og að hluthafar falli frá forka- upsrétti sínum. Gert er ráð fyrir að heildarhlutafé í félaginu verði aukið úr 1.374 milljónum króna í 1.857 milljónir. Þar verður einnig kjörin ný stjórn fyrir Samherja og mun KE A tilnefna einn aðalmann og einn varamann til setu í stjórninni. Höfuðstöðvar landvinnslu verða á Dalvík Höfuðstöðvar landvinnslu Sam- herja verða á Dalvík og þar verður útgerðarstjórn á ferskfiskkaupum hins sameiginlega félags einnig. Forsvarsmenn KEA og Samheija KAUP Baldurs Guðnasonar á 60% hlut Kaupfélags Eyfirðinga í Efna- verksmiðjunni Sjöfn á dögunum vöktu nokkra athygli og þá ekki síst á Akureyri. Baldur starfar sem framkvæmdastjóri Samskipa í Þýskalandi en mun taka við stöðu framkvæmdastjóra Sjafnar um næstu áramót og flytja þá á heima- slóðir á ný, ásamt konu sinni, Örnu Alfreðsdóttur, sem einnig er Akur- eyringur og þremur börnum þeirra. Baldur sagði að kaup hans á hlut KEA í Sjöfn hefðu haft frekar stutt- an aðdraganda en á bak við hann stendur hópur aðila. Hann hafi hins vegar horft lengi á fyrirtækið og sjái þar fjölmörg tækifæri. KEA var að leita eftir samstarfsaðila í Sjöfn og sagði Baldur að málin hefðu þróast á þann veg að hann kæmi að rekstrinum með þessum hætti, enda hefðu hann og forsvarsmenn KEA sameiginlega sýn á framtíð fyrir- tækisins. „Sjöfn er gamalgróið fyrirtækið með mjög farsæla sögu. Fyrirtækið framleiðir góðar vörur, er með gott starfsfólk og hefur þvi' alla burði til þess að ná enn frekari árangri á markaðnum. Við munum leita eftir samstarfsaðilum sem geta styrkt dreifileiðir fyrir okkar vöru og þá sérstaklega á þeim svæðum þar sem við höfum ekki náð nægilegri fót- festu. Og ég sé mikla möguleika á því að nýta þau sambönd sem ég hef eru sammála um að viðhalda öflugri landvinnslu í Dalvíkurbyggð og að nýta tækifæri eins og í laxeldi og þurrkun á fiski til að treysta þá starfsemi enn frekar. Finnbogi Jónsson, fonnaður stjórnar Samherja, sagði að félagið hefði möguleika á að efla starfsemi sína á sviði fiskeldis. KEA hefur því nú þegar selt Samherja 5,7% hluta- fjáreign sína í Fiskeldi Eyjafjarðar, en fyrir átti Samherji 10,9% hlut og á því nú um 17% í félaginu. Verði eft- ir því leitað mun KEA einnig selja Samherja hlut sinn í fóðurverksmiðjunni Laxá. I báðum tilvikum er miðað við að greiðsla fyr- ir bréfin verði í formi hlutabréfa í Samherja. Finnbogi sagði að með samkomu- laginu um sameiningu félaganna sæju Samherjamenn tækifæri til að renna fleiri og styrkari stoðum und- sjálfur í því sambandi." Baldur sagði að á Akureyri væri gott rekstrarumhverfi og traust vinnu- afl. Enda væri staðreyndin sú að mörg markaðsráðandi fyrirtæki í landinu væru rekin í bæjarfélaginu. Framtíðarmarkmiðið væri því að styrkja reksturinn, snúa við tap- rekstri og fjölga störfum í tyrirtæk- inu. „Við ætlum ekki að vera með neina minnimáttarkennd og mun- um sækja af krafti inn á stærsta markaðinn á höfuðborgarsvæðinu með okkar framleiðsluvörur." Aukin áhersla á þjónustu Baldur sagði að áherslum í rekstrinum yrði breytt og að nafn fyrirtækisins yrði Sjöfn hf. en ekki Efnaverksmiðjan Sjöfn eins og það heitir í dag. Fyrirtækið mun áfram framleiða breiða li'nu af málningar-, hreinlætis- og hreinsivörum. „Við munum leggja áherslu á eigin gæðaframleiðslu, innflutning og söludreifingu en þetta á jafnframt að vera þjónustufyrirtæki þar sem sölumenn okkar munu í auknum mæli veita viðskiptavinum ráðgjöf um það hvemig á að nota okkar framleiðslu.“ Rekstur Sjafnar hefur verið erf- iður sl. tvö ár en fram að þeim tíma var rekstur fyrirtækisins farsæll, að sögn Baldurs. í fyrra var tap á rekstri fyrirtækisins og útlit fyrir að þetta ár verði einnig gert upp ir rekstur félagsins. „Við höfum mikla trú á því að hér sé að myndast öflugt og sterkt félag sem hefur mikla burði til uppbyggingar,“ sagði hann. KEA og Samherji eiga í samein- ingu hlutafélagið Kaldbak, en hluta- fé þess var 500 milljónir króna þegar það var stofnað fyrir um ári. Finn- bogi sagði að félagið hefði fjárfest m.a. í Snæfelli, íslandsbanka og ís- lenskum aðalverktökum og væri höfuðstóllinn nú um milljarður króna. Stefnt væri að því að halda fjárfestingum á vegum félagsins áfram. Starfsmenn um 1.000 talsins og skipin 22 Hið sameinaða félag á alls 22 skip, þar af 12 frystiskip, fjögur ísfis- kskip, þrjú fjölveiðiskip, tvö nóta- skip og einn netabát. Sjö skipanna með tapi. Hjá Sjöfn starfa nálægt 50 manns, þar af 10-15 manns í Lita- ríkisverslunum fyrirtækisins, sem reknar eru á fimm stöðum á land- inu. Gert er ráð fyrir að velta Sjafn- ar í ár verði um 430 milljónir króna, sem er svipuð velta og í fyrra en Baldur sagði að fyrirtækið hefði velt 400-500 milljónum króna á ári síðustu 10 ár. Húsnæði Sjafnar við Austursíðu, sem er um 9.000 fermetrar að stærð, verður áfram í eigu Kaupfé- lags Eyfirðinga en Sjöfn mun áfram leigja um 6.000 fermetra undir starfsemi sína. í forystusveit Samskipa Baldur, sem er 34 ára, hefur starfað hjá Samskipum í rúm 13 og þar af 7 ár erlendis. Þrátt fyrir ung- an aldur, hefur hann frá upphafi verið í forystusveit Samskipa, tekið virkan þátt í uppbyggingu þess og er stór hluthafi í fyrirtækinu. „Þegar ég kom til starfa hjá Sam- skipum var fyrirtækið frekar lítið, með þriggja milljarða ársveltu og eru í rekstri erlendis. Stjórn BGB- Snæfells hefur þegar markað þá stefnu að fækka skipum í rekstri með sölu á frystiskipum þess, en Samheiji mun tryggja að sameining BGB-Snæfells og Samherja muni ekki leiða til fækkunar sjómanns- starfa í Dalvíkurbyggð. Veiðiheimildir félagsins á íslensk- um veiðileyfum nema um 34 þúsund þorskígildistonnum, þar af eru um 5.200 tonn utan landhelgi en því til viðbótar hefur félagið umtalsverðar aflaheimildir í öðrum löndum eða um 17 þúsund tonn. Velta fyrirtækjanna tveggja fyrstu sex mánuði þessa árs nam um 6 milljörðum króna, en áætlað er að velta sameinaðs félags á ári verði um 11-12 milljarðar króna. Saman- lagður starfsmannafjöldi félaganna tveggja er um 1.040 manns, þar af starfa 740 hér á Iandi. taprekstur en í dag er hagnaður af rekstrinum og veltan um 12 millj- arðar króna. Það hefur verið nyög ánægjulegt að taka þátt í þessum miklu breytingum hjá Samskipum og ekki síst að hafa fengið tækifæri til að hafa mikil áhrif á þróun mála á þessu timabili. Baldur hefur verið framkvæmda- stjóri Samskipa í Þýskalandi sl. tvö ár og jafnramt framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála erlendis á þeim tíma. Áður var Baldur fram- kvæmdastjóri flutnmgsviðs félags- ins og starfaði þá á Islandi en einnig hefur hann starfað á vegum Sam- skipa í Rotterdam í Hollandi og Hamborg í Þýskalandi. Baldur sagðist hafa verið með samning við Samskip um að starfa áfram í Þýskalandi næstu þijú árin. „Ég varð að endurskoða málið þeg- ar þetta kom upp og ég er rnjög spenntur að koma heim á ný. Tengslin við Samskip munu þó ekki rofna, því ég mun taka að mér ein- hver verkefni fyrir félagið í fram- tíðinni." Bæjarstjóri Dalvík- urbyggðar segir sig úr stjórn KEA „Settur íþá stöðu að ganga á bak orða minna“ RÖGNVALDUR Skíði Frið- björnsson, bæjarstjóri Dalvík- urbyggðar, hefur sagt sig úr stjóm Kaupfélags Eyfirðinga. Rögnvaldur Skíði telur óeðli- legt og óheppilegt að hann sem bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar sé þátttakandi í þeim ákvörð- unum stjórnar KEA, er lúta að sameiningu BGB-Snæfells hf. og Samherja hf. „Eg lít líka svo á að ég hafi verið settur í þá stöðu í stjóm KEA að ganga á bak orða minna,“ sagði Rögnvaldur Skíði og að hann hafi lofað sem stjómmaður í KEA að BGB og Snæfell ynnu saman. Sæti hans í stjóm KEA tekur Haukur Halldórsson, bóndi í Þórsmörk á Svalbarðsströnd. „Þetta hefur haft ákveðinn aðdraganda. Ég ætlaði málinu að fara í annan farveg og að menn héldu sig þar sem sagt var í upphafi varðandi samein- ingu BGB og Snæfells," sagði Rögnvaldur Skíði. Hann sagð- ist þó fagna því að af sameingu BGB-Snæfells og Samherja yrði. „Mér finnst samt óeðlilegt að það sé litið á það sem eitt- hvert sérhagsmunamál fyrir mig hvemig málið fer gagnvart byggðarlaginu. Mér finnst rétt að aðrir taki afstöðu til þess en hinu hafði ég lofað sem stjórn- armaður í KEA, að BGB og Snæfell ynnu saman. Rögnvaldur Skíði sagði að á sínum tíma hefði verið stofnað til þess að á sameiningu BGB og Snæfells yrði látið reyna til lengri tíma en raun varð á. Að auki snerti þetta mál allt hags- muni sveitarfélagsins, „en ég býð Samheijamenn velkomna til starfa hér“. Bangsadagur á bókasafninu BANGSADAGURINN verður haldinn á Amtsbókasafninu á Ak- ureyri á föstudag, 27. október, og verður ýmislegt gert í tilefni dags- ins. Sýning verður á böngsum barna úr Lundar- og Síðuskóla og þá " kemur almenningur einnig með sína bangsa á safnið. Sögustundir verða á tveggja tíma fresti, frá kl. 10 til 18 og þá verður boðið upp á bangsanammi, bangsagetraun verður í gangi og veitt verða verð- laun. Allir krakkar sem koma á bókasafnið fá bókamerki og þá má geta þess að allir sem heita eitt- hvað í líkingu við Björn (Birna, t Guðbjörn, Bjarnfríður, svo dæmi séu tekin) fá felldar niður sektir ef w einhverjar eru, sem og ókeypis lán þennan dag. Námskeið í opinni radd- þjálfun KÓR Glerárkirkju stendur fyrir námskeiði í opinni raddþjálfun, þar w sem öllu söngáhugafólki er velkomið að taka þátt. Söngkennararnir Elín Halldórsdóttir og Sigríður Elliða- dóttir leiðbeina. Námskeiðið verður haldið í Gler- árkirkju næsta laugardag, 28. októ- ber, og stendur frá kl. 10 til 15. Verð er 1.000 krónur fyrir hvem þátttak- anda og er boðið upp á léttan hádeg- j isverð. Nánari upplýsingar fást í Glerárkirkju milli kl. 12 og 13 á fimmtudag og föstudag. Baldur Guðnason - nýr meirihlutaeigandi í Sjöfn hf. á Akureyri Markmiðið að styrkja rekstur- inn o g byggj a upp Morgunblaðið/Kristján Baldur Guðnason hefur verið á Akureyri síðustu daga að kynna sér frekar rekstur Sjafnar og ræða við starfsfólk. Á myndinni er Baldur, t.v., með Áma Gunnarssyni, starfsmanni á lager fyrirtækisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.