Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 35

Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 35 LISTIR Merlínus mannsbarkans TONLIST Sal uri n n ART 2000 Paul Lansky: Six Fantasies (1978); Ride (1999). Tinnitus (Kristín Björk Kristjánsdóttir, Böðvar Ing-vi Jakobsson): Hver geymir sína eigin stunguskóflu. Trevor Wishart: Vox 5; Tongues of Fire. Mánudaginn 23. október kl. 20. ALÞJÓÐLEGA raf- og tölvutón- listarhátíðin er þegar hálfnuð. Sjöttu tónleikar af alls ellefu fóru fram á mánudaginn var við aðsókn sem þætti dágóð, a.m.k. í smærri sölum. Þótt einum of stórt væri upp í sig tekið að jafna við mynd- breytingu beinkylfu apamannsins úr „2001“ Stanleys Kubrick í geim- stöð bendir samt flest til að metn- aðarfullt framtak Tónvers Tónlist- arskóla Kópavogs og annarra aðstandenda ætli sér að skjóta ís- lenzkri tónlist á sporbaug um hnöttinn með litlu minna stökki en þegar fyrstu módernistarnir fleyttu henni hálfa öld áfram í einu vetfangi á 6. áratugnum. Jafnframt hefur okkur opnazt verðmætur gluggi að nýjustu tónsköpun um- heimsins á öldum rafmagnsins, sem umrætt mánudagskvöld birtist í verkum Engilsaxanna Pauls Lansky og Trevors Wishart. Fleira fer annars fram á ART- hátíðinni en tónílutningur. Undir- ritaður átti þess kost að hlýða á fyrirlestur Wisharts um viðhorf hans og vinnuaðferðir fyi'r um dag- inn í Salnum, þar sem brezki hljóð- galdrameistarinn lýsti með tón- dæmum smásjárnálgun sinni að meginviðfangsefni seinni ára, mannsröddinni. Hefur sá leikvöllur orðanna reynzt honum óþrjótandi uppspretta ólíklegustu undrahljóða fyrir millikomu tölvutækninnar, sem getur teygt og tosað, stytt og þjappað, síað, ýkt eða umbreytt jafnvel minnsta umli í ýmist All- adinsvíðgelmi glitrandi gimsteina, rýtandi furðuskepnur, kosmíska martröð eða edenssælu. Þrátt fyrir að umráðatíminn dygði rétt til þess að krota lauslega í yfirborð fræð- anna fengu nærstaddir skilnings- aukandi forsmekk af því sem koma skyldi á kvöldtónleikunum. Meðal þess sem eftir sat var brot, unnið úr rómi Díönu prinsessu af Wales að kvarta undan ágengni æsifrétta- ljósmyndara, sem í umbreytingu Wisharts birtist sem átakanlegt röntgenportrett af einmana mann- eskju á barmi örvæntingar. Paul Lansky, yfirmaður tónlist- ardeildar Princeton-háskóla, hefur fengizt við tölvutónlist síðan 1966 og telst því ef að líkum lætur til- heyra fyrstu kynslóð tölvutón- skálda. Hafa óneitanlega mörg bæti um víra runnið síðan vinna þurfti með gataspjöldum og höf- undar fengu ekki hljómandi mynd af verkum sínum fyrr en á lokast- igi, og vekur jafnan undrun manns hvað þeim hefur samt tekist að fá heila brú í viðfangsefnið. Enda má stundum gruna að þægileg edíter- ingartækni nútímans hafi í þó- nokkrum tilvikum orðið á kostnað vandaðrar forvinnu og formrænnar festu brautryðjendanna, sem gerðu dyggð úr biturri nauðsyn. Ekki var tilgreint hvort fyrra verk Lanskys, Six Fantasies on a poem by Thom- as Campion frá 1978, væri byggt á kvæði samnefnds lútusöngvaskálds frá Elísabetartímanum, en hitt er víst, að þrátt fyrir nútímalega tækni og tónferli birtist þar fegurð í óvæntu samræmi við heiðríkju endurreisnar. Hljóðgjafar voru annars vegai' rafeindakyns, hins vegar tal- og söngrödd ónafn- greindrar konu sem hleraðist á skotspónum að væri núverandi maki tónskáldsins. Meðal áberandi efnisþátta var samstíg fjölröddun söngi'addar svipuð effektum sem hrynbundnir tónlistarmenn kann- ast við úr tækjum eins og vocoder, og var henni beitt á smekklegan hátt með ígripum úr klasa- krydduðum djasshljómum. Má segja að í þessari sérlega aðgengi- legu og fjölbreyttu tónbandssmíð hafi víða náðst sem næst fullkomið jafnvægi milli tals og kórsöngs. Þótt heildarblærinn væri að mestu í ætt við dreymandi flæði skerptu hvöss og jafnvel hvæsandi rafhljóð annað slagið á andstæðum og settu með því yndisþokkann í enn skýr- ari fókus. Seinna verk Lanskys, Ride, var nýtt af snældunni, samið 1999 fyrir 8 rásir. Hér fór ósvikin „vegatón- list“ unnin úr umferðarhljóðum (þ. á m. með tilheyrandi doppler-þyt- um), og varpaði verkið upp á breið- tjald innra eyrans áhrifamiklu pan- óramísku ferðalagi um borgir og sveitir, sem að sumu leyti gat minnt á „Hringinn", hina sérkenni- legu tilraunakvikmynd Friðriks Þ. Friðrikssonar við tónlist Lárusar H. Grímssonar. Öllu ágengara verk, og að sumu leyti óþægilegra áheyrnar, en hið undangengna, sem í samanburði verkaði nánast sem ástarjátning - en auðheyran- lega samið af mikilli kunnáttu og reynslu. Tinnitus - alþjóðaheiti yfir eyrnasuð - var nafnið á dúói Krist- ínar Bjarkar Kristjánsdóttur og Böðvars Ingva Jakobssonar og skartaði margmiðlunarverk þeirra auk tónlistar bandmynd af kapp- sömum pilti í hvítum bol að moka með ímyndaðri stunguskóflu. Pæl- ingar þessar fikruðu sig smám saman upp úr neðra kanti tjaldsins í hinn efra. Undirtitill verksins („fyrir rödd, mjálm, skruðninga og púlsbylgjur“) voru orð að sönnu og hétu litlu meira en þau gátu staðið við, enda samanstóð ópusinn varla nema úr örfáum afbrigðum af djúpu urri í anda bilaðs eða illa jarðtengds útvarpstækis, en mynd- aði á hinn bóginn ákveðinn hvíldar- punkt milli þaulunnu atriðanna á undan og eftir. Himinn og haf skildu á milli frumstæðs hljóðheims þeirra tví- menninga og verka Trevors Wis- hart í tónleikalok, sem reyndust sannkölluð erkidæmi um þrotlausa forvinnu og ígrundun er mættu verða ófáum nútímatölvuhöfund- um holl fyrirmynd. Vox 5 var fimmti þáttur úr miklu sexþættu verki og að sögn tónleikaskrár „hinn eini sem eingöngu er gerður fyrir tölvuhljóð“. Hvernig svo sem bar að skilja það var hreint út sagt stórkostlegt að upplifa út- pælda „morphing“ eða umbreyt- ingartækni Wisharts, sem líkt og Merlínus forðum gat haft hamsk- ipti á auðþekkjanlegri mannsrödd með kísilgandi sínum svo úr urðu, með orðalagi höfundar fyrstu málfræðiritgerðar, „vitlaus hljóð“ á við fuglatíst, vindhviður, regn og þórdrunur. Þátturinn var knappur og markviss í formi og myndaði ágætan inngang að 25 mín. löngu nýrra verki, Tongues of Fire (1994), sem að sögn var allt unnið úr einnar sekúndu upptöku frá barka tónskáldsins sjálfs. Hljóða- veröld Wisharts var hér ágengari, stundum ógnvekjandi og tæpast við hæfi yngri barna undir svefn- inn, t.d. þegar við buldu annarleg búkhljóð líkt og úr iðrum ófreskju, en að sönnu engu minna ótrúleg reynsla. Hún var eins konar vit- undarvíkkun, þar sem tónleika- gestir höndluðu ósjálfrátt ómvist umheimsins, ýmist með nístings- næmum skynfærum skordýra eða lágtíðnihlustum ffla. Lengdar vegna fór varla hjá því að verkið hætti að koma á óvart undir lokin, en þó að 20% stytting hefði eflaust tryggt betur athygli forsendum- innstu hlustenda til enda var samt fáum blöðum um það að fletta, að ART 2000 náði þetta kvöld að spila út einu af eftirminnilegustu trompum hátíðarinnar. Ríkarður Ö. Pálsson Herraskór 3ja daga tilboð fimmtudag - föstudag - laugardag 20-50% afsláttur EURO SKO Kringlunni 8-12 • sími 568 6211 Skóhöllin • Bæjarhrauni 16 • Hf. • sími 555 4420 Verslunin eva verður opnuð aftur á morgun.föstudag, í glæsilegu húsnæði á Laugavegi 91 (galleri Sautján). eva Laugavegi 91, s. 5620625 NICOLE FARHI • DKNY • GERARD DAREL • VIRMANI • JOSEPH • FREELANCE • PAUL ET JOE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.