Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens RAGGIER FREKAR ÞÖGULLÍMG www.comicspage.com Hundalíf Lióska Smáfólk UJMAT ABOUT THE RE5T OF U57H0W 00 VOU THINR YOU'RE 60IN6 TO REEP THE RE5T OF U5 FROM EKPRE55IN6 AH OPINION ? Hvaö fær þig til að halda að þú Hvað með okkur hin? Hvemig kunnir svör við öllu? heldurðu að þú getir komið í veg fyrir að við hin tjáum skoðanir okkar? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329 Villimenn eða hetjur? Frá Ursúlu Junemann: SUMARIÐ sem leið var ég sem leiðsögumaður svo heppin að fá að fara í bakpokagönguferðir um há- lendið með þýskum ferðalöngum. Svona ferðir eru að vísu líkamlega erfíðar, en jafnframt mjög skemmtilegar og gefandi. Fólkið sem fer í slíkar ferðir er yfirleitt hresst fólk með ákveðnar skoðanir á hvernig á að umgangast náttúr- una. Glöggt er gests augað og við íslendingar getum lært margt gott af erlendu ferðafólki. Mitt ferðafólk var hissa að sjá allar ökuslóðirnar, oft yfír gróið land, ljót ör sem munu seint eða aldrei gróa. Það var hneykslað á öllu ruslinu sem var skilið eftir hér og þar, en mest þar sem fólk hafði verið á ferðalagi í bíl. Maður myndi halda að það væri lít- ið mál að taka ruslið með til byggða þegar maður er akandi, fyrst göngufólkið ber ruslið sitt í bakpok- anum sínum alla leið. A dagskrá í ferð minni var veiðidagur uppi á Arnarvatnsheiðinni, þar sem átti að veiða sér til matar. Leiðsögumaður- inn stóð mest sjálfur í þessu, því flest fólkið gat ekki hugsað sér að drepa fiskana. Hlægileg við- kvæmni, eða hvað? Svo byrjaði ég að hugleiða: Þurfum við alltaf endi- lega að fá eitthvað „út úr náttúr- unni“, koma með eitthvað heim sem er nýtanlegt, sjáanlegt, sem gerir okkur að „stærri mönnum“, hetjum? Er ekki nóg að vera úti í náttúrunni og njóta hennar, sjá, heyra, fínna ilminn? Nú stendur yf- ir þetta fræga rjúpnaveiðitímabil þar sem menn setjast upp í jeppana sína, aka um allar trissur og skjóta á allt sem hreyfist. Fái maður enga rjúpu, allt í lagi, þá skýtur maður bara eitthvað annað, t.d. refi. Aðal- málið: að skjóta, drepa! Ljótar fréttir berast um utanvegaakstur og slys á mönnum. Þrátt fyrir alla tæknivæðingu týnast menn og valda öðrum svefnlausum nóttum. Varla þorir maður í langar göngu- ferðir þegar skotglaðir menn eru út um allt. Ég upplifði í fyrra að það var miðað á míg byssu er ég skipti mér af því að menn voru að skjóta endur í bæjarlandi. Sumt fólk virð- ist ekki virða neinar reglur og æsingurinn grípur fram fyrir alla skynsemi. Mjög alvarlegt mál finnst mér að fjölmiðlarnir setja þessa menn á stall, gera hetjur úr þeim. A hverj- um einasta degi birtast myndir af einhverjum uppblásnum körlum sem eru að springa úr monti yfir að þeim tókst að drepa nokkrar rjúpur eða gæsir. Við tölum nú ekki um allar ítarlegu fréttirnar af þeim bjánum sem fundu ekki leiðina heim. I því sambandi langar mig líka að spyrja fréttamenn dagblaðanna eft- irfarandi spurningar: Af hverju eru fréttir af torfæruakstri, laxveiði og rjúpnaveiði birtar á íþróttasíðun- um, en ekki fréttir af götuhlaupum (fyrir utan Reykjavíkurmaraþon) og fjallgöngum? Er það síðarnefnda of friðsælt? Eru íþróttir bara það sem er bundið við hasar og ofbeldi? Hvert stefnum við eiginlega í þjóð- félagi okkar? Fréttamennirnir bera mikla ábyrgð í þessum málum. ÚRSÚLA JÚNEMANN, kennari og leiðsögumaður. Minningarg'reinar Frá Ragnheiði Margréti Guðmundsdóttur: MIG LANGAR til að þakka Guð- rúnu Egilson íyrir Rabb-grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 23. september sl. Þar fjallar hún um minningargreinar og tilgang þeirra. Ég tek undir skoðanir Guðrúnar og ætla að draga fram það sem mér finnst skipta máli en hvet lesendur til að finna Lesbókina, lesa Rabb- greinina og leggja orð í belg. Þó að málið sé viðkvæmt tel ég nauðsyn- legt að ræða það á hreinskilinn hátt. í grein sinni vitnar Guðrún í gamla vinkonu sína og það voru þessi orð sem ýttu við mér: „Ég hef hótað bamabörnunum mínum að ganga aftur ef þau skrifa mér bréf í Moggann og þakka fyrir pönnukök- urnar mínar þegar ég er dáin.“ Einu sinni var bannað að ávarpa hinn látna í minningargreinum í Mogganum en nú hefur því banni verið aflétt og þróunin virðist vera sú að æ fleiri nota sendibréfsformið þegar þeir skrifa minningargrein. Samfara þessari þróun verða minn- ingargreinar persónulegri og í þeim er margt sem ætti ekki að koma fyrir sjónir almennings. Sendibréfsformið er þægilegt og skiljanlegt að fólk vilji nota það. En, eins og Guðrún bendir réttilega á, verða slík skrif oft afar persónuleg- ar hugrenningar bréfritara sem hann ætti kannski frekar að halda fyrir sig sjálfan. Oft finnst mér mjög óþægilegt að lesa vandræðaleg einkamál í minn- ingargi’einum og afar óvirðulegt við hinn látna og alla sem málin varða. Og þá erum við komin að kjarna málsins, tilgangi minningargreina. Sú hefð að skrifa minningargreinar er afar íslensk og leitt ef hún fellur niður í lágkúru. Guðrún spyr hvort tilgangur minningargreina sé til- finningaleg útrás fyrir aðstandend- ur eða til að heiðra minningu lát- inna. Svari nú hver fyrir sig. En það má aldrei gleymast að það er virð- ingin við manneskjuna sem skiptir höfuðmáli, að sjálfsögðu, og með •það í huga ætti að meta hvað sé rétt að komi fyrir sjónir almennings. RAGNHEIÐUR MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR íslenskukennari Aix-en-Provence, Frakklandi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.