Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 63

Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 63 Opið hús Svæðisskrif- stofu fatlaðra á Vestfjörðum Offita rædd á fundi lungna- sjúklinga SAMTÖK lungnasjúklinga halda annan félagsfund vetrarins í Safn- aðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavik í dag, fimmtudaginn 26. október, kl. 20. Gestur fundarins að þessu sinni er Dóra Lúðvíksdóttir, sérfræðingur í lungna-og ofnæmis- sjúkdómum. Fyrirlestur sinn í kvöld nefnir Dóra „Offita - nýr lugnasjúkdóm- ur?“ Offita verður sífellt algengari á Vesturlöndum og svo er einnig hér á landi. Að mati Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar er offita einn mesti og alvarlegasti heilsuvandi nýrrar aldar. Offitu fylgja einnig ýmsir sjúkdómar s.s. sykursýki, hjartasjúkdómar og lungnasjúk- dómar, segir í fréttatilkynningu. Dóra lauk embættisprófi frá Há- skóla íslands 1988. Hún stundaði sérnám við Akademiska sjúkrahús- ið í Uppsala í Svíþjóð og lauk doktorsprófi frá Uppsalaháskóla sl.haust. Hún hefur síðan starfað á Landspítalanum á Vífilsstöðum og Lungnaendurhæfingardeild Reykjalundar. Fundurinn er öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. ------M-«------- Fræðslufimdur um skaðsemi reyking’a VILTU hafa blóð eða kalkhröngl í æðum þínum? er yfirskrift almenns fræðslufundar sem haldinn verður í kvöld á vegum Læknafélags Reykja- víkur í samvinnu við Fræðslustofnun lækna. Þar mun Stefán E. Matthías- son æðaskurðlæknh’ flytja fræðslu- erindi um reykingar og skaðleg áhrif þeirra á æðakerfið. Fundurinn er haldinn í fundarsal Læknafélaganna á 4. hæð í Hlíða- smára 8, Kópavogi og hefst hann kl. 20:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Næsti fundur verður 9. nóvember og er hann um þunglyndi hjá öldruð- um. ---------------- Ráðstefna um fískeldi ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar gengst fvrir ráðstefnu um fiskeldi og sjávarútveg á Akur- eyri 17. nóvember næstkomandi. Erindi flytja menn sem starfa við fiskeldi og sjávarútveg og einnig mun dr. Trond Bjömdal, norskur sérfræðingur á sviði fiskeldis, flytja erindi. Ráðstefnunni er ætlað að höfða til fomgismanna í sjávarútvegi, fjár- festa, fiskeldismanna og starfs- manna í opinbera geiranum sem hafa með fiskeldi að gera, m.a. við rannsóknir, eftirlit eða umsjón. Ráðstefnan verður haldin á Fiðl- aranum við Skipagötu 14 á Akureyri og hefst kl. 10 og stendur til kl. 17. Ráðstefnugjald er 6000 krónur og innifalið í því er morgunkaffi, hádeg- 'isverður og síðdegiskaffi. Frekari upplýsingar um ráðstefn- una veitir Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður þróunarsviðs At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, og skal einnig tilkynna þátttöku til hans fyrir 4. nóvember næstkomandi. Fjöldi erlendra gesta á ráð- stefnu um landupp- lýsingakerfi „THE Nordic GIS Conference" Norræna ráðstefnan um landupp- lýsingar og landupplýsingakerfi, er haldin í Reykjavík dagana 26. til 28. október. Ráðstefnan er haldin á vegum GI Norden, Nor- rænna samtaka á sviði landupplýs- inga og LISU, samtakana um landupplýsingar á íslandi. Ráð- stefnugestir eru um 230 manns, þar af 130 erlendir gestir. The Nordic GIS Conference er einn stærsti viðburður á sviði landupplýsinga hér á landi. Um- fang ráðstefnunnar undirstrikar vel mikilvægi landupplýsinga- vinnslu í þróun upplýsingasamfé- lagsins, ekki síst innan stjórnsýsl- unnar, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefnan verður sett við há- tíðlega athöfn i Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu í dag, fimmtudag- inn 26. október n.k. kl. 9:30 -------------- Fyrirlestur Líffræði- stofnunar DR. BJÖRN Lárus Örvar flytur föstudaginn 27. október fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar Há- skólans í stofu G6 að Grensásvegi 12 og hefst hann stundvíslega kl.12.20. Fyrirlesturinn fjallar um kuldagen og fyi’stu viðbrögð plantna við kulda. SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra á Vestfjörðum er með „Op- ið hús“ í Sigtúni 49 á Patreksfírði föstudaginn 27. október 2000 frá kl. 15-19 og eru allir velkomnir. I til- efni þess að nú er Svæðisskrifstofan að bæta við þjónustuna og bjóða upp á búsetu með sólarhringsþjón- ustu ásamt því að starfrækja skammtímavistun fyrir börn í Vest- urbyggð og á Tálknafirði. En Svæð- isskrifstofan hefur rekið skamm- tímavistun síðan í október 1999. Starfsfólk Svæðisskrifstofunar verður á staðnum og kynnir starf- semi hennar og þá þjónustu sem hún veitir. „Markmið með því að bjóða þessa þjónustu er að fatlað fólk geti valið að búa í sinni heimabyggð og veita fjölskyldum fatlaðra barna stuðn- ingsúrræði til að þær hafi cinnig val um búsetu," segir í fréttatil- kynningu. Mælingar og stýringar með tölvu Tæknimenn, forritarar, kennarar, nemendur: Námstefna verður haldin í Tækniskóla íslands mánudaginn 30. október nk. kl. 09:00-15:30 Kynntar verða nýjungar í hugbúnaði og vélbúnaði frá National Instruments: LabVIEW 6i, Tölvusjón, mælingar um intemetið og á vefsíðum. Verð kr. 2.000 en kr. 500 fyrir nemendur. Skráning sendist til vista@.vista.is eða í sima 587 8889. m i/i sm ehf www.vista.is sími 587 8889. Topptilboð Herraskór Teg.: 1370457 Litur: Svartur Stærðir: 40-60 Verð áður 5.995 Verð nú 3.995 Dömuskór Teg.: 272046752 Litur: Svartur Stærðir: 36-41 Verð áður 6.995 Verð nú 4.995 oppskórinn . SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSI0 Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 Opið laugard. kl. 10-16 T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 Opið laugard. kl. 10-14 SENDUM í PÓSTKRÖFU m r BRENNIPENNAR Óðinsgötu 7 FYRIR TRÉ, LEÐUR, KORK OG PAPPÍR Sími 562 8448 SIÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR VersEuninni verður lokað um mánaðamótin Hverfisgötu 50 O Sími 551 5222 Dömustígvélin komin aftur! Svart, st. 36-41 KRINGLAN S. 568 6062 0k>nomiSko -iutTra fyrir pcnirigana t.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.