Morgunblaðið - 29.10.2000, Qupperneq 1
249. TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
i ti r M |! 1
#1
r | i ir % —Bfe.
Morgunblaðið/Urður
Mikil örtröð var við alla kjörstaði í Kosovo í gærmorgun. Hér má sjá hluta af fólkinu, sem beið eftir að komast
inn í kjördeildina í skólanum Saleh Riza í Kosovo Polje, skammt frá Pristina.
Viðbrögð við breskri kúariðuskýrslu
„Heiðarleg44 eða
kattarþvottur
Morgunblaðið. London.
„ÉG IÐRAST orða minna.“ Aðeins
Stephen Dorrell, fyrrverandi ráð-
herra í stjórn íhaldsmanna, hefur
talað út um sinn þátt af þeim sem
bent er á í skýrslu Phillips lávarðar
um það hvernig breska stjórnin og
embættismenn brugðust við kúarið-
unni og smiti yfir í menn. Dorrell
sagði 1995 að „ekki væri minnsta
hætta“ falin í því að borða breskt
nautakjöt en í morgunþætti BBC í
fyrradag viðurkenndi hann, að þessi
fullyrðing sín hefði ekki staðist.
Dorrell var þó ekki einn um gáleys;
islegar yfirlýsingar á sínum tíma. í
þættinum var reynt að ná tali af
John Gummer, fyrrverandi land-
búnaðarráðherra, sem lét taka
myndir af sér með fimm ára dóttur
sinni borðandi hamborgara, en hann
vildi ekki ræða við fréttamenn.
Fjölmiðlar eru klofnir í afstöðu sinni
til skýrslunnar, sem nefnir marga
með nöfnum en lætur vera að
bregða snörunni um háls þeirra eins
og það var orðað í umræðuþætti í
gær.
Financial Times segir hana
„skýra, nákvæma og aðdáanlega
heiðarlega". í The Guardian sagði,
að í henni reyndi kerfið að þvo hend-
ur sínar. I The Times var bent á að
ráðherrarnir fyrrverandi væru sam-
mála um að stimpla þetta bara sem
„árans óheppni, ekkert væri að
græða á því að benda á sökudólga“.
í gær komu fréttir um að 74 ára
maður hefði látist úr CJ-veikinni, en
talið hefur verið, að veikin legðist
aðeins á ungt og miðaldra fólk.
*
Utlit fyrir mikla þátttöku í fyrstu frjálsu kosningimum í Kosovo
Lfta á kosningarnar sem
skref í átt til siálfstæðis
Pristina. Morgunblaðið.
TUGÞUSUNDIR manna biðu
klukkustundum saman fyrir utan
kjörstaði í Kosovo í gær til að
greiða atkvæði í sveitarstjórnar-
kosningum sem eru fyrstu fijálsu
kosningamar sem haldnar eru í
héraðinu. Margir urðu að bíða í um
tvo klukkutíma þar sem kosningin
fór seint af stað. Þótt um sé að ræða
sveitarstjómarkosningar era þau
málefni ekki ofarlega á baugi, held-
ur framtíð héraðsins og hugsanlegt
sjálfstæði. í kosningunum takast á
tvær meginfylkingar, annars vegar
Lýðræðisflokkur Hashim Thacis,
hins herskáa fyrrverandi leiðtoga
Frelsishers Kosovo, og hins vegar
Lýðræðisfylking hins hófsama
Ibrahim Rugova.
„Kosningin byrjaði ágætlega
þrátt fyrir erfiðleika á nokkram
stöðum. Astæðurnar vora einkum
tvær; nokkuð var um að starfsfólk
og eftirlitsmenn mættu ekki til
vinnu, auk þess sem tafir urðu á því
að koma kjörgögnum á kjörstaði,"
sagði Roland Bless, talsmaður Ör-
yggis- og samvinnustofnunar Evr-
ópu, sem skipuleggur kosningarnar.
Engin alvarleg tilvik höfðu komið
upp um hádegi og kosning gekk
betur en í morgunsárið.
Að sögn Bless hefur fjöldi inn-
lendra og erlendra efirlitsmanna
sjaldan verið meiri í kosningum á
vegum ÖSE en um 5.800 innlendir
og 1.500 erlendir eftirlitsmenn að-
stoðuðu um 900.000 kjósendur við
að greiða atkvæði.
Miklar biðraðir
Til að stytta raðirnar og flýta fyr-
ir vora herlið og túlkar KFOR feng-
in til aðstoðar á kjörstöðum en á
sumum þeirra biðu um og yfir 2.000
manns þess að kjósa. Þetta átti
einkum við í Pristina, þar sem
stærstu kjörstaðimir era. Morgun-
blaðið kom á einn þar sem um
11.000 manns vora á kjörskrá og
raðirnar teygðu sig langt út fyrir
skólalóðina. Flestir biðu þolinmóðir
eftir því að kjósa en Bardh Harad-
inaj var hins vegar búinn að fá nóg,
hann hafði beðið í tvær klukku-
stundir en þegar inn var komið
fannst nafn hans ekki á kjörskrá svo
honum var sagt að fara og bíða í
nýrri röð. „Þegar ég hafði beðið í
hálftíma þar og hún hreyfðist varla
hætti ég við að kjósa.“
ÖSE heíúr mikla reynslu af því
að skipuleggja kosningar og Craig
Jennes, næstæðsti yfirmaður ÖSE í
Kosovo, segir að samanborið við
Bosníu gangi framkvæmdin í Kos-
ovo mun betur. En miklar tafir vora
staðreynd. „Þrátt fyrir reynslu sam-
takanna era flestir starfsmennimir
algerlega óreyndir svo og kjósend-
ur, svo þetta gengur hægt,“ sagði
einn alþjóðlegu eftirlitsmannanna.
Hefði beðið fram
á morgundaginn
Albanski fáninn blakti við hún í
Kosovo Polje, þar sem Slobodan
Milosevic hélt fræga ræðu fyrir ára-
tug og hét Kosovo-Serbum því að
héraðið yrði aldrei látið af hendi.
Hópur Serba er enn búsettur þar en
þeir tóku ekki þátt í kosningunum
og serbneski fáninn var hvergi sýni-
legur.
Revzi Maliqi tók sér góðan tíma
til að kjósa í Kosovo Polje. „Ég var
búinn að ákveða mig en ég vildi
bara njóta þess frelsis að hugsa mig
um án þess að nokkur skipti sér af,“
sagði hann. Maliqi hafði beðið ásamt
eiginkonunni Fahirie í hálfa þriðju
klukkustund eftir því að kjósa.
Ástæðan var sú að kjörstaðurinn
var opnaður IV2 klukkustund of
seint, þar sem kjörgögn bárast ekki
og lykillinn að skólahúsinu gleymd-
ist. Mikið öngþveiti var innandyra
og ekki allir sáttir sem ekki fúndust
á kjörskrá. Flestir biðu þó rólegir,
þeirra á meðal Maliqi.
„Ég hefði staðið í röð fram á
morgundaginn ef nauðsyn hefði
krafið, ég hef beðið svo lengi eftir
þessu tækifæri."
MILUARÐUR
MEÐ MÖGULEIKA
STEFNIR Á „FJÓRÐU
KYNSLÓГ VEF-
30 HÖNNUNAR
Trimble
hafði sigur
Belfast. AFP.
DAVID Trimble, forsætisráðherra
n-írsku heimastjórnarinnar og leið-
togi stærsta flokks sambandssinna,
hafði sigur í gær í eins konar upp-
gjöri við harðlínumenn í flokknum.
Harðlínumenn undir forystu
Jeffreys Donaldsons höfðu krafist
þess, að Sinn Fein, stjómmálaarmi
IRA, Irska lýðveldishersins, yrði
vísað burt úr heimastjórninni hefði
IRA ekki hafið afvopnun fyrir 30.
nóvember. Snerist Trimble mjög
hart gegn tillögunni enda hefði sam-
þykkt hennar í raun gert út um frið-
arsamninga á Norður-írlandi. Lagði
hann allt undir í átökunum við harð-
línumennina og var tillaga þeirra
felld með 445 atkvæðum gegn 374.