Morgunblaðið - 29.10.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 29.10.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 25 Glæsihótelið Alexandra, eitt elsta hótelið í Strynhreppi, er rekið árið um kring við rætur jökulsins og nýtur mikilla vinsælda. enskir aðalsmenn og ný atvinnu- grein skapaðist í jöklabyggðunum því enginn hætti sér einsamall á jökulinn heldur þurfti leiðsögumenn sem þekktu svæðið út og inn. Enn þann dag í dag eru jöklaleiðsögu- menn ílestir heimamenn úr hrepp- um umhverfis jökulinn. Nýtt hlutverk jökulsins Tilgangur jöklaferða hafði þar með breyst og Jostedalsjökullinn hafði fengið nýtt hlutverk, hann var orðinn vinsæll ferðamannastaður. Það var ekki fyrr en með tilkomu bíla og ferja að umferð jöklafólksins yfir jökulinn með fé og vörur minnkaði. En fjöldi ferðamanna jókst að sama skapi og er skemmti- ferðaskip fóru að venja komur sínar inn í botn Nordfjarðar fyrir síðustu aldamót jókst tala þeirra hröðum skrefum. Frá fornu fari hafa bændur og síðar ferðamenn dvalið næturlangt í „hyttum" í dölunum umhverfís jökulinn. Með tíð og tíma hefur Jostedals- jökullinn tekið sífelldum breyting- um og er t.d. í dag helmingi minni en hann var fyrir hundrað árum. Það hefm- gert það að verkum að skriðjöklar hans eru sprungnari og brattari en áður og því er erfitt að komast upp á jökulinn. Þetta hefur í íor með sér að sérstaks útbúnaðar og kunnáttu er þörf við jöklaferðir í dag og slík ferðamennska er ekki á allra færi. Ferðamennskan í dag Líkt og á íslandi er ferða- mennska í Noregi að mestu bundin við hina mildu sumarmánuði. Strax í byrjun maí fara göngu- og skíða- garpar að flykkjast að Jostedals- jöklinum og margir hverjir leggja í 3^1 daga langa göngu langsum yfir jökulinn. Öll uppbygging fyrir ferðamenn í þjóðgarðinum takmarkast af Eg get huggað mig við þaö „Sonur minn var að fara í skurðaðgerð og ég er í öngum mínum. Ég get huggað mig við að svæfingarlyfin verka strax og að hann finnur ekki til á meðan aðgerðin fer fram. En sú blessun að hann getur sofið á meðan." Lyf skipta sköpum! \ ' cc 3 O o C0 »- o c Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910 Fræðsluhópur lyfjafyrirtækja Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun íslands hf. Medico ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.