Morgunblaðið - 25.11.2000, Side 22

Morgunblaðið - 25.11.2000, Side 22
22 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sparisjóður Suður-Þingeyinga Afgreiðslan á Húsavík í nýtt húsnæði Húsavlk - Afgreiðsla Sparisjóðs Suð- ur-Þingeyinga á Húsavík flutti í nýtt húsnæði á dögunum, starfsemin hef- ur verið til húsa í Söludeildinni sem er eitt af gömlu kaupfélagshúsunum. Gömlu kaupfélagshúsin Söludeildin, Jaðar og pakkhúsið hafa verið seld, unnið er að endurbyggingu þeirra og ætlunin að opna þar veitingahús inn- an skamms. Þegar Sparisjóðurinn var opnaður í nýju húsnæði að Garðarsbraut 62-64 reyndist fyrsti viðskiptamaðurinn vera Kristbjöm Óskarsson. Var hon- um sem öðrum viðskiptavinum, gest- um og gangandi boðið upp á léttar veitingar sem og margir þáðu. Dagbjört Jónsdóttir afgreiðslu- stjóri á Húsavík var mjög ánægð með nýja húsnæðið. Hún sagði að breyt- ingamar hefðu tekist vel. Trésmiðjan Vík sem var verktaki við breyting- arnar hefði ásamt undiverktökum unnið gott verk, því verið skilað á undan áætlun og flutningur afgreiðsl- unnar því tekist mjög vel og hægt að opna á réttum tíma. Sparisjóður Suður-Þingeyinga er með aðalstöðvar að Laugum í Reykjadal, sparisjóðsstjóri er Mar- grét Hólm Valsdóttir. Afgreiðslu- staðir auk Húsavíkur em á Fosshóli þar sem Dagný Pétursdóttir er af- greiðslustjóri og í Reykjahlíð en þar er Anna Dóra Snæbjömsdóttir af- greiðslustjóri. í afgreiðslunni á Húsa- vík eru fjórir starfsmenn í þremum stöðugildum, þar vinna eingöngu konur og þar ræður ríkjum eins og áður segir Dagbjört Jónsdóttir. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Starfsfólk Sparisjóðsins, frá vinstri: Sigríður Benjamfnsdóttir, Linda Björk Guðrúnardóttir, Anna Dóra Snæbjömsdóttir í Reykjahlíð, Mar- grét Hólm Valsdóttir, sparisjóðsstjóri á Laugum, Gunnhildur Gunn- steinsdóttir og Dagbjört Jónsdóttir, afgreiðslustjóri á Húsavík. Morgunblaðið/BFH Horft austur eftir Víðidal haustið 2000, hnjúkamir eru talið frá vinstri: Sauðahnjúkur, Vegahnjúkur, Geldingafell og Sauðafell. Víðidalur í eyði Mývatnssveit - Á liðnu hausti fór jörðin Víðidalur í eyði, en þar bjuggu systkinin, Guðmundur, f. 1922, og Aðalbjörg Ester, f. 1937, Þorsteinsböm. Þau brugðu búi og fluttust í Vopnafjarðarkaupstað, en þar hefur verið þeirra verslunar- staður. f Víðidal sem liggur í um 400 metra hæð, hefur verið búið um aldur og var þar einhver afskekkt- asti bær á Islandi áður en vegurinn um Fjöllin var gerður vetrarfær íyrir fáum áram. Foreldrar þeirra systkina, Þor- steinn Sigurðsson frá Hólsseli og Guðrún Sigurbjömsdóttir úr Þistil- firði, fluttust í Víðidal 1923 og hjuggu þar upp frá því, komu upp 5 böraum. Stærst mun bú hafa orðið í Víðidal, um 250 ær og 3 kýr. Nú þegar búskap var hætt í haust vora þau systkinin með um 80 kindur en kýr hættu þau með um 1980. Enn hefur því fækkað um einn í bæjatali fslenskra sveita og hafa má Morgunblaðið/BFH Stærri varðan á Biskupshálsi, hæð hennar er um 120 cm. um Víðidalinn vísu sem Þura í Garði gerði eitt sinn um eyðidal á Mývatnsheiði: Heiðardalurinn heimbyggð þín hljóður á auðum slóðum. Kvöldstjama á kumblið skín kulnuð er glóð á hlóðum. Yfír háls er að fara áður komið er í Víðidal norðanað, þar heitir Biskupsháls. Þar á hálsinum skammt norðan vegarins eru tvö grjóthrúgöld ekki mikil og aðeins fáir metrar á milli þeirra. Þar heita Biskupavörður og er þó erfitt að sjá að um vörður sé að ræða. f þjóðsögum EÓS er sú sögn að þaðan hafí þeir lagt upp biskup- arnir í Skálholti og Hólum þegar þeir skiptu með sér landinu í bisk- upsdæmi, forðum tíð. Þeir hittust siðan i Hrútafjarðarbotni og hafa það verið ójöfn skipti. Þarna eru sýslumót N-Þingeyjasýslu og N- Múlasýslu og um leið kjördæma- mörk, sem nú munu senn hverfa og gleymast eins og þessi staður sem flestum er nú gleymdur. Sjálfkjörið í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Eyjafírði Þrír oddvitar á framboðslistanum ÞRÍR sitjandi oddvitar eru á framboðslista til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Glæsibæj- arhrepps, Skriðuhrepps og Öxna- dalshrepps og eru þeir jafnframt allir bændur. Þetta eru þeir Helgi Steinsson á Syðri-Bægisá, Armann Búason á Myrkárbakka og Oddur Gunnarsson á Dagverðareyri. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu barst aðeins einn framboðslisti til sveitarstjórnar í hinu sameinaða sveitarfélagi og er hann sjálfkjörinn. Hins vegar mun á næstu dögum fara fram skoðana- könnun um nafn á nýja sveitarfé- lagið. Sameiningin tekur formlega gildi um næstu áramót, þá tekur ný sveitarstjórn jafnframt til starfa og ráðinn verður sveitar- stjóri. í sveitarstjórn verða sjö að- alfulltrúar en í dag eru samtals 13 fulltrúar í sveitarstjórnum hrepp- anna þriggja. Aðrir aðalmenn á framboðslistanum eru: Aðalheiður Eiríksdóttir fjármálastjóri, Sturla Eiðsson bóndi, Klængur Stefáns- son, bóndi og skólabílstjóri, og Jóna Antonsdóttir, húsmóðir og bóndi. Dramb er falli næst Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Ólafsvík - Þessi myndarlega snjó- kerling varð á vegi fréttaritara þar sem hann ók um götur Hellis- sands fyrir skömmu. Snaraðist hann út úr bíl sínum og tók mynd af kerlingunni sem var hnakka- kert og mikilúðleg og skein drambsemin úr svip hennar. Viss- ara þótti að mynda oftar en einu sinni en þá tók sú svipmikla að hallast mjög skyndilega og i sömu andrá var hún fallin. Mikill sjónar- sviptir var að þessu en vissulega er dramb falli næst. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Breiður fóðurgangur auðveldar mjög alla fóðrun kúnna og gefur mögu- Ieika á vélfóðrun. Nýuppgert fjös á Búvöllum í Aðaldal Laxamýri - Gagngerar endurbætur hafa farið fram á fjósinu á Búvöllum í Aðaldal og var það nýlega tekið í notkun eftir endurbyggingu sem staðið hefur síðan í sumar. Fjósið hefur verið stækkað mikið og eru þar nú 40 básar með einum breiðum fóð- urgangi sem auðveldar mjög fóðrun kúnna. Þá voru mjaítatæki endurnýjuð og sett upp brautarkerfi þannig að aldrei þarf að halda á tækjunum heldur er þeim rennt eftir brautum um fjósið. Að þessu er mitóð hag- ræði, auk þess sem á tækjunum eru sjálfvirkir aftakarar sem taka tækin af kúnum þegar kýrnar hafa mjólk- ast. Þetta er til þess að hnébeygjum við mjaltir fækki og hefur mjalta- tækjum af þessari gerð fjölgað mitóð hér á landi að undanfömu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sveinbjörn Sigurðsson og Hulda Kristjánsdóttir, ábúendur á Bú- völlum, eru ánægð með breyt- ingarnar á fjósinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.