Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sparisjóður Suður-Þingeyinga Afgreiðslan á Húsavík í nýtt húsnæði Húsavlk - Afgreiðsla Sparisjóðs Suð- ur-Þingeyinga á Húsavík flutti í nýtt húsnæði á dögunum, starfsemin hef- ur verið til húsa í Söludeildinni sem er eitt af gömlu kaupfélagshúsunum. Gömlu kaupfélagshúsin Söludeildin, Jaðar og pakkhúsið hafa verið seld, unnið er að endurbyggingu þeirra og ætlunin að opna þar veitingahús inn- an skamms. Þegar Sparisjóðurinn var opnaður í nýju húsnæði að Garðarsbraut 62-64 reyndist fyrsti viðskiptamaðurinn vera Kristbjöm Óskarsson. Var hon- um sem öðrum viðskiptavinum, gest- um og gangandi boðið upp á léttar veitingar sem og margir þáðu. Dagbjört Jónsdóttir afgreiðslu- stjóri á Húsavík var mjög ánægð með nýja húsnæðið. Hún sagði að breyt- ingamar hefðu tekist vel. Trésmiðjan Vík sem var verktaki við breyting- arnar hefði ásamt undiverktökum unnið gott verk, því verið skilað á undan áætlun og flutningur afgreiðsl- unnar því tekist mjög vel og hægt að opna á réttum tíma. Sparisjóður Suður-Þingeyinga er með aðalstöðvar að Laugum í Reykjadal, sparisjóðsstjóri er Mar- grét Hólm Valsdóttir. Afgreiðslu- staðir auk Húsavíkur em á Fosshóli þar sem Dagný Pétursdóttir er af- greiðslustjóri og í Reykjahlíð en þar er Anna Dóra Snæbjömsdóttir af- greiðslustjóri. í afgreiðslunni á Húsa- vík eru fjórir starfsmenn í þremum stöðugildum, þar vinna eingöngu konur og þar ræður ríkjum eins og áður segir Dagbjört Jónsdóttir. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Starfsfólk Sparisjóðsins, frá vinstri: Sigríður Benjamfnsdóttir, Linda Björk Guðrúnardóttir, Anna Dóra Snæbjömsdóttir í Reykjahlíð, Mar- grét Hólm Valsdóttir, sparisjóðsstjóri á Laugum, Gunnhildur Gunn- steinsdóttir og Dagbjört Jónsdóttir, afgreiðslustjóri á Húsavík. Morgunblaðið/BFH Horft austur eftir Víðidal haustið 2000, hnjúkamir eru talið frá vinstri: Sauðahnjúkur, Vegahnjúkur, Geldingafell og Sauðafell. Víðidalur í eyði Mývatnssveit - Á liðnu hausti fór jörðin Víðidalur í eyði, en þar bjuggu systkinin, Guðmundur, f. 1922, og Aðalbjörg Ester, f. 1937, Þorsteinsböm. Þau brugðu búi og fluttust í Vopnafjarðarkaupstað, en þar hefur verið þeirra verslunar- staður. f Víðidal sem liggur í um 400 metra hæð, hefur verið búið um aldur og var þar einhver afskekkt- asti bær á Islandi áður en vegurinn um Fjöllin var gerður vetrarfær íyrir fáum áram. Foreldrar þeirra systkina, Þor- steinn Sigurðsson frá Hólsseli og Guðrún Sigurbjömsdóttir úr Þistil- firði, fluttust í Víðidal 1923 og hjuggu þar upp frá því, komu upp 5 böraum. Stærst mun bú hafa orðið í Víðidal, um 250 ær og 3 kýr. Nú þegar búskap var hætt í haust vora þau systkinin með um 80 kindur en kýr hættu þau með um 1980. Enn hefur því fækkað um einn í bæjatali fslenskra sveita og hafa má Morgunblaðið/BFH Stærri varðan á Biskupshálsi, hæð hennar er um 120 cm. um Víðidalinn vísu sem Þura í Garði gerði eitt sinn um eyðidal á Mývatnsheiði: Heiðardalurinn heimbyggð þín hljóður á auðum slóðum. Kvöldstjama á kumblið skín kulnuð er glóð á hlóðum. Yfír háls er að fara áður komið er í Víðidal norðanað, þar heitir Biskupsháls. Þar á hálsinum skammt norðan vegarins eru tvö grjóthrúgöld ekki mikil og aðeins fáir metrar á milli þeirra. Þar heita Biskupavörður og er þó erfitt að sjá að um vörður sé að ræða. f þjóðsögum EÓS er sú sögn að þaðan hafí þeir lagt upp biskup- arnir í Skálholti og Hólum þegar þeir skiptu með sér landinu í bisk- upsdæmi, forðum tíð. Þeir hittust siðan i Hrútafjarðarbotni og hafa það verið ójöfn skipti. Þarna eru sýslumót N-Þingeyjasýslu og N- Múlasýslu og um leið kjördæma- mörk, sem nú munu senn hverfa og gleymast eins og þessi staður sem flestum er nú gleymdur. Sjálfkjörið í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Eyjafírði Þrír oddvitar á framboðslistanum ÞRÍR sitjandi oddvitar eru á framboðslista til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Glæsibæj- arhrepps, Skriðuhrepps og Öxna- dalshrepps og eru þeir jafnframt allir bændur. Þetta eru þeir Helgi Steinsson á Syðri-Bægisá, Armann Búason á Myrkárbakka og Oddur Gunnarsson á Dagverðareyri. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu barst aðeins einn framboðslisti til sveitarstjórnar í hinu sameinaða sveitarfélagi og er hann sjálfkjörinn. Hins vegar mun á næstu dögum fara fram skoðana- könnun um nafn á nýja sveitarfé- lagið. Sameiningin tekur formlega gildi um næstu áramót, þá tekur ný sveitarstjórn jafnframt til starfa og ráðinn verður sveitar- stjóri. í sveitarstjórn verða sjö að- alfulltrúar en í dag eru samtals 13 fulltrúar í sveitarstjórnum hrepp- anna þriggja. Aðrir aðalmenn á framboðslistanum eru: Aðalheiður Eiríksdóttir fjármálastjóri, Sturla Eiðsson bóndi, Klængur Stefáns- son, bóndi og skólabílstjóri, og Jóna Antonsdóttir, húsmóðir og bóndi. Dramb er falli næst Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Ólafsvík - Þessi myndarlega snjó- kerling varð á vegi fréttaritara þar sem hann ók um götur Hellis- sands fyrir skömmu. Snaraðist hann út úr bíl sínum og tók mynd af kerlingunni sem var hnakka- kert og mikilúðleg og skein drambsemin úr svip hennar. Viss- ara þótti að mynda oftar en einu sinni en þá tók sú svipmikla að hallast mjög skyndilega og i sömu andrá var hún fallin. Mikill sjónar- sviptir var að þessu en vissulega er dramb falli næst. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Breiður fóðurgangur auðveldar mjög alla fóðrun kúnna og gefur mögu- Ieika á vélfóðrun. Nýuppgert fjös á Búvöllum í Aðaldal Laxamýri - Gagngerar endurbætur hafa farið fram á fjósinu á Búvöllum í Aðaldal og var það nýlega tekið í notkun eftir endurbyggingu sem staðið hefur síðan í sumar. Fjósið hefur verið stækkað mikið og eru þar nú 40 básar með einum breiðum fóð- urgangi sem auðveldar mjög fóðrun kúnna. Þá voru mjaítatæki endurnýjuð og sett upp brautarkerfi þannig að aldrei þarf að halda á tækjunum heldur er þeim rennt eftir brautum um fjósið. Að þessu er mitóð hag- ræði, auk þess sem á tækjunum eru sjálfvirkir aftakarar sem taka tækin af kúnum þegar kýrnar hafa mjólk- ast. Þetta er til þess að hnébeygjum við mjaltir fækki og hefur mjalta- tækjum af þessari gerð fjölgað mitóð hér á landi að undanfömu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sveinbjörn Sigurðsson og Hulda Kristjánsdóttir, ábúendur á Bú- völlum, eru ánægð með breyt- ingarnar á fjósinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.