Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 31

Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 31 ERLENT skæruliðahreyfingu, sem berst gegn kommúnisma og álítur stjórn- ina lepp Víetnama. Hreyfingin er sögð hafa verið stofnuð um miðjan sjötta áratuginn með stuðningi bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Ætluðu að steypa stjórninni Leiðtogi uppreisnarmannanna, An Mao, sagði þegar lögreglan yf- irheyrði hann að þeir hefðu ætlað að ná höfuðborginni á sitt vald og steypa stjórninni. Hann kvaðst einnig vera fyrrverandi lífvörður Ranariddh prins, sem er nú forseti þingsins. Yfirmaður herlögreglunnar sagði að allt væri nú með kyrrum kjörum í Phnom Penh. Sjö lögreglumenn og um tólf aðr- ir borgarbúar særðust í átökunum. Atta falla í uppreisn í Phnom Penh Fujimori má setjast að í Japan Phnom Pcnh. Reutcrs, AFP. KAMBÓDÍSKIR lögreglumenn skutu átta menn til bana í gær þeg- ar tveir hópar uppreisnarmanna réðust inn í opinberar byggingar og börðust við öryggissveitir í Phnom Penh. Fimmtíu uppreisn- armenn voru handteknir og jafn margra var enn leitað í gær. Þetta eru mestu átök sem bloss- að hafa upp í kambódísku höfuð- borginni frá 1997 þegar Hun Sen forsætisráðherra steypti Norodom Ranariddh prinsi, þáverandi for- sætisráðherra. Annar hópanna, allt að niutiu manns, réðst inn í lögreglustöð og beitti handsprengjum og byssum í átökum við her- og lögreglumenn fyrir utan skrifstofur varnarmála- ráðuneytisins og fleiri opinberar byggingar. Hópurinn tvístraðist eftir um klukkustundar bardaga. Annar hópur, um tíu manns, réðst á sama tíma á herstöð u.þ.b. 15 km vestan við höfuðborgina. Muong Khim, aðstoðarlög- reglusljóri Phnom Penh, sagði að flestir uppreisnarmannanna væru í ALBERTO Fujimori, fyrrver- andi forseti Perús, fær að setj- ast að í Japan, í landi forfeðra sinna. Skýrðu I talsmenn jap- I anska utanrík- Ev V'-fT'M isráðuneytisins p ' '-f |1 fráþvíígæren BL «»• J samkvæmt ® 1 japönskum lög- um hefur sá, sem á japanska foreldra, ríkis- borgararétt í Læknar hlynna að uppreisnar- mönnum sem særðust í átökum við her- og lögreglumenn í Phnom Penh í gær. Alberto Fujimori .. Japan. Oðru máli gildir um fólk, sem er ekki af japönskum uppruna, til dæmis Kóreumenn. Þeir njóta ekki fullra borgaralegra rétt- inda í Japan þótt þeir hafi búið þar kynslóð fram af kynslóð. Talsmaður japanska utanríkis- ráðuneytisins sagði einnig, að ekki væri hægt að framselja Fujimori en í Perú hefur verið krafist opinberrar rannsóknar á hugsanlegri spilhngu forset- ans fyrrverandi. Laxadauði í norskri á MIKIÐ af dauðum laxi fannst í 0rsta-ánni á Sunnmæri í Nor- egi síðastliðinn miðvikudag. Er ekki enn vitað hvað veldur en kannað verður hvort einhver eiturefni hafi borist út í ána. Raunar bendir ekkert til þess og menn láta sér helst detta í hug, að laxinn hafi drepist af súrefnisskorti. Þótt mikið hafi rignt í Suður- og Austur-Noregi hafa verið miklar þurrkar í vesturhluta landsins og flestar ár ákaflega vatnslitlar. Hefur lítið rignt í næstum þrjá mánuði og næst- um ekkert allan nóvembermán- Jólastjama a 30% afsláttur ___ fímmtudag jjagSBf til sunnudags Mannskæð umferðarslys SEXTÍU manns fórust er fólksflutningabifreið steyptist út í á í Nígeríu í gær eftir árekstur við vöruflutningabif- reið. Voru tildrög slyssins þau, að ökumaður fólksflutninga- bifreiðarinnar var að reyna að fara fram úr öðrum bíl. Fimm manns lifðu af. Umferðarslys eru tíð og oft mjög alvarleg í Nígeríu. J0 Attatíu fangar köfnuðu UPPLÝST hefur verið, að banamein meira en 80 fanga, sem létust í fangelsi í Norður- Mósambík fyrr í vikunni, hafi verið köfnun. Haft er eftir vitn- um, að sumir fanganna hafi far- ið að berjast innbyrðis seint sl. þriðjudag og skömmu síðar barst mikill reykur út úr klef- unum. Sagt er, að þeir, sem komu átökunum af stað, til- heyri sérstökum flokki mós- ambískra stríðsmanna, sem börðust á sínum tíma gegn skæruliðum Renamo-hreyfing- arinnar en þó ekki við hlið stjórnarhersins. Trúa þeir því, að þeir séu gæddir töframætti og byssukúlur geti ekki grand- að þeim. Þeir, sem létust, voru flestir stuðningsmenn Ren- amo-hreyfingarinnar. I. flokkur II. fiokkur III. flokkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.