Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Reglur um að grunnskólar haldi úti 170 kennsludögum
Hefðbundnar j ólaskemmtanir
felldar niður í sumum skólum
HEFÐBUNDNAR jólaskemmtanir
nemenda, eða svokölluð „litlu jól“,
verða felldar niður eða haldnar með
nýju sniði í sumum grunnskólum
Reykjavíkur til þess að skólamir nái
að uppfylla þá 170 kennsludaga sem
þeim ber, lögum samkvæmt, að
halda úti.
Meðal þeirra skóla þar sem
ákveðið hefur verið að fella niður
hefðbundna jólaskemmtun er Mela-
skóli.
„Það verður ekki hefðbundin jóla-
skemmtun eins og verið hefur hér
um árabil. Börnin munu fá fullan
skóladag en að sjálfsögðu gerum við
okkur dagamun," segir Ragna Ólafs-
dóttir, skólastjóri Melaskóla.
Sendu
tölvupóst
í nafni
forsætis-
ráðherra
TÖLVUPÓSTUR, sem við
fyrstu sýn virðist vera frá net-
fangi Davíðs Oddssonar forsæt-
isráðherra, gekk manna á milli í
gær. í bréfínu er látið sem for-
sætisráðherra beini þeim til-
mælum til starfsmanna fyrir-
tækja í „tölvugeiranum" að
stilla tölvupóstsendingum í hóf.
Þá segir í bréfinu að mikil brögð
hafi verið að því að fólk hafi sent
á milli sín ýmiss konar mynd-
efni. Slíkt eigi vitaskuld ekkert
skylt við það starf sem fólk er
ráðið til að inna af hendi.
í bréfinu eru boðaðar hertar
aðgerðir „gegn slíkum póst-
sendingum meðal íbúa þessa
lands“ eins og segir í bréfinu og
að brottvikning úr starfi verði
„skýlaus refsing“ fylgi fólk ekki
nýjum reglum um tölvupóst-
sendingar.
Orðalag og stafsetning bréfs-
ins er með þeim hætti að aug-
ljóst er að bréfið er ekki ættað
úr stjómarráðinu. Þá er net-
fangið sem gefið er upp í bréfinu
rangt auk þess sem bréfritarar
rituðu aðeins eitt s í Oddsson.
Haukur Arnþórsson, for-
stöðumaður upplýsinga- og
tæknisviðs Alþingis, kannaði
uppruna póstendingarinnai- og
gat rakið hana til vefforritara.
„Þeir sendu einum vini sínum
bréfið einungis til gamans en
þetta var einhver innanhúss-
húmor hjá þeim,“ sagði Haukur
í viðtali við fréttavef Morgun-
blaðsins í gær. „Engin eftirmál
munu verða vegna þessa máls.
Af okkar hálfu er ekki mikið um
málið að segja. Þetta var
gamansemi af hálfu forritar-
anna.“
Ástæðu þessara breytinga segir
Ragna vera fyrirmæli yfirvalda, það
er að segja menntamálaráðuneytis
og fræðsluyfirvalda í Reykjavík, um
að börnin skuli fá fulla 170 kennslu-
daga.
„Ég lít svo á að við séum að fara
eftir þeim fyrirmælum sem við fáum
frá yfirvöldum um að nemendur eigi
rétt á 170 skóladögum og að þeir eigi
að vera af þeirri lengd sem kveðið er
á um í grunnskólalögum. Eins og
okkar hefðbundnu jólaskemmtanir
voru um árabil, var nemendum skipt
niður á nokkrar skemmtanir sem
tóku tvo daga og hver hópur var
tvær til tvær og hálfa klukkustund í
skólanum og fékk þá mjög hátíðlega
TOLLVERÐIR fundu um 400 lítra
af sterku áfengi, aðallega vodka og
viskíi, við leit í Skógafossi, skipi
Eimskips síðdegis á þriðjudag, en
skipið var þá að koma frá Banda-
ríkjunum. Auk þess fundust um
130 karton af vindlingum. Leit í
skipinu hélt áfram í gær en alls
tóku um 15 manns frá tollstjóra og
rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík þátt í leitinni að sögn
Sveinbjörns Guðmundssonar, aðal-
og skemmtilega jóladagskrá, en um
það er ekki að ræða lengur," segir
Ragna. Hún segir að mál þetta hafi
verið rætt innan skólans og segist
telja að allir muni sjá eftir þessari
hefðbundnu skemmtun.
Jólaskemmtanir haldnar
með breyttu sniði
í Vesturbæjarskóla verða jóla-
skemmtanir nemenda haldnar á ein-
um degi í stað tveggja og segir
Kristín G. Andrésdóttir skólastjóri
að þannig nái skólinn að uppfylla þá
170 kennsludaga sem honum ber.
Hún segir að líklega verði ekki eins
mikið lagt í jólaskemmtunina og áð-
ur þar sem hún verði haldin á einum
deildarstjóra hjá embætti tollstjór-
ans í Reykjavík.
Sveinbjörn vildi ekki tjá sig um
hvort einhver úr áhöfn Skógafoss
hefði gefið sig fram og gengist við
smyglinu eða hvort grunur beindist
gegn einum skipverja eða fleirum.
„Rannsókn er í fullum gangi og
formlegar yfirheyrslur yfir skip-
verjum eru byrjaðar. Við vonumst
til að geta leitað af okkur allan
grun og leitt málavexti í ljós í dag,“
degi í stað tveggja. Segir hún að sá
dagur sem jólaskemmtunin verði
haldin sé skilgreindur sem kennslu-
dagur og að þetta fyrirkomulag hafi
verið samþykkt á fúndi með öllum
kennurum skólans.
Gerður Óskarsdóttir fræðslustjóri
í Reykjavík segir að Fræðsluráð hafi
gefið út þau fyrirmæli til grunnskóla
að þeir haldi úti 170 kennsludögum
og að líklega yrðu einhverjir skólar
að halda jólaskemmtanir sínar með
breyttu sniði, sérstaklega í skólum
þar sem nemendum hefði verið skipt
í marga hópa og jólaskemmtanir
haldnar á fleiri en einum degi og
nemendum þá gefið frí á meðan aðr-
ir voru á jólaskemmtun.
sagði Sveinbjörn í samtali við
Morgunblaðið. Auk áfengisins, sem
reyndist falið á einum stað í skip-
inu, voru um 130 karton af sígar-
ettum í góssinu, eða um 25-26 þús-
und vindlingar. Sveinbjörn sagði að
jafnvel léki grunur á að meira af
smygli væri að finna í skipinu, ekk-
ert væri útilokað í þeim efnum og
því væri áfram leitað um borð. Um
15 manns hafa tekið þátt í aðgerð
tollstjóraembættisins í Skógafossi.
Gengi
deCODE
aldrei verið
lægra
GENGI hlutabréfa í deCODE, móð-
urfélagi íslenskrar erfðagreiningar,
lækkaði um rúm 17% í gær og hefur
ekki verið skráð lægra síðan við-
skipti með þau hófust í sumar. Loka-
gengi var 12,9375 dollarar. Nokkuð
mikil viðskipti voru með bréfin í gær
en verslað var með 323.900 hluti en
að meðaltali er verslað með um
152.000 hluti á dag.
Áður hafði gengi deCODE verið
lægst eftir viðskiptadaginn 21. nóv-
ember eða 13,125 dollarar. Gengi
bréfanna hefur hæst farið í 31,5 doll-
ara hluturinn á Bandaríkjamarkaði í
sumar og miðað við það hafa bréfin
lækkað um tæp 60%.
Nasdaq-vísitalan hélt áfram að
lækka í gær í kjölfar upplýsinga um
að töluvert hefði hægt á hagvexti í
Bandaríkjunum. Vísitalan er nú
2.707 stig og hefur lækkað um tæp
50% frá því að hún var hæst á þessu
ári í mars sl. Hagvöxtur í Bandaríkj-
unum mældist 2,6% á ársgrundvelli
á þriðja ársfjórðungi þessa árs og
hefur ekki verið jafnlítill á einum
ársfjórðungi í fjögur ár.
--------------
Rafmagnslaust á
Grundartanga
Straum-
spennir
gaf si g
STRAUMSPENNIR í tengivirki
Landsvirkjunar á Brennimel gaf sig
skömmu eftir hádegi í gær með þeim
afleiðingum að straumlaust var um
tíma hjá Járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga og hjá Norðuráli, en
bilunin hafði ekki áhrif á dreifingu
raforku til almennings.
Bilunin átti sér stað um klukkan
hálftvö og var rafmagn komið aftur
til Norðuráls um hálftíma síðar.
Lengri tíma tók að koma á rafmagni
til Járnblendiverksmiðjunnar, en það
var komið á um klukkan hálffimm
þegar tengt hafði verið fram hjá
spenninum. Varanleg viðgerð verður
gerð í beinu framhaldi í samráði við
Járnblendiverksmiðjuna, samkvæmt
upplýsingum Landsvirkjunar.
-------------------
Innbrots-
þjófur mund-
aði hníf
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók
í gærmorgun mann sem hafði brotist
inn í fjármálaráðuneytið í Arnarhváli
við Lindargötu. Vaktmaður í húsinu
kom að manninum skömmu fyrir kl.
6 og náði að handsama hann. Þá
mundaði innbrotsþjófurinn hníf og
ógnaði vaktmanninum sem neyddist
til að sleppa honum. Maðurinn
komst undan en var handtekinn af
lögi-eglu skömmu síðar.
Morgunblaðið/Ásdís
Beðið eftir strætó með bros á vör
ÞAÐ er ekki alltaf skemmtilegt að sitja í strætóskýli og legt. En hægt er að létta sér biðina með þ ví að láta sig
bíða eftir strætó, sérstaklega ef úti er kalt og hráslaga- dreyma og hugsa um eitthvað sem fær mann til að brosa.
Um 400 lítrar af áfengi
fundust í Skógafossi
Sérblöð í dag
16 SIDUR
l «•••; k
)LABLAÐ
NvV.v \\-
fyJ'j/r'iJjj.tiJ'id-
inii I iJ-jg j'yJgj/
ulíiú íííl
J'./íjj|íJujjjjJ(
„JÚJíJ'jJ-Jij
J'./i/JP,JilJiJJ;J/“.
4SIDUR
ÍHémR
Blikastúlkur í Evrópu-
keppni meistaraliða / B1
Valur tapaði óvænt
bikarleik á Selfossi / B2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is