Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLADIÐ
_________________FRÉTTIR
Atak gegn ölvunar-
akstri á aðventunni
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Kristján Þorbjömsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, hélt erindi um
áhrif sýnilegrar löggæslu.
FIMMTA hvert banaslys á íslandi
tengist ölvun við akstur og rúm 7%
ökumanna á aldrinum 18 til 67 ára
segjast hafa ekið undir áhrifum
áfengis það sem af er þessu ári. Þar
sem útgefin ökuskírteini á landinu
eru um 150.000 má áætla að 11 til 12
þúsund ökumenn hafi ekið bifreið
eftir að hafa neytt áfengis á árinu.
Þetta var á meðal þess sem kom
fram á blaðamannafundi til kynn-
ingar landsátakinu „Endum ekki
jólagleðina með ölvunarakstri" sem
vátryggingafélögin Sjóvá-AImenn-
ar, Tryggingamiðstöðin og Vátrygg-
ingafélag íslands standa að í sam-
vinnu við Slysavamafélagið Lands-
björg.
Einar Sveinsson, formaður Sam-
bands íslenskra tryggingafélaga,
kynnti átakið og sagði markmið
þess vera að upplýsa ökumenn um
afleiðingar og alvarleika ölvunar-
aksturs og reyna á þann veg að
fækka sem kostur er slysum og um-
ferðaróhöppum sem rekja má til
ölvaðra ökumanna. Meginþungi
verkefnisins verður í desember og
fram í janúar þar sem reynslan hef-
ur sýnt að ölvunarakstur sé algeng-
astur á aðventunni, um áramót og í
upphafi nýs árs.
Dregið hefur úr ölvunarakstri
yngstu ökumannanna
Einar sagði einnig frá niður-
stöðum nýrrar könnunar þar sem
1.200 íslendingar á aldiinum 18 til
67 ára voru spurðir hvort þeir hefðu
keyrt undir áhrifum áfengis á árinu.
Eins og áður sagði svöruðu rúm 7%
játandi, þar af fleiri karlar en kon-
ur.
„Með hækkandi aldri fækkar
þeim sem segjast hafa ekið undir
áhrifum. í aldurshópnum 18 til 29
ára eru þeir um 11% sem hafa ekið
undir áhrifúm áfengis á móti tæpum
9% á aldrinum 30 til 49 ára og tæpu
1% fólks á aldrinum 50 til 67 ára,“
sagði Einar sem benti á að þeim
færi þó fækkandi sem segðust hafa
ekið bifreið eftir að hafa neytt
áfengis miðað við sambærilega
könnun frá 1998. Mest hefur dregið
úr ölvunarakstri ökumanna í yngsta
aldursflokknum, 29 ára og yngri, en
18% ökumanna í þeim aldurshóp
hafði ekið undir áhrifum áfengis ár-
ið 1998 miðað við 11% nú.
Sýnileg löggæsla ein besta og
ddýrasta forvörn sem til er
Kristbjörn Óli Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Landsbjargar,
fjallaði um ölvun sem falið vandamál
í frístundum landsmanna. Krist-
björn sagði það hafa verið áberandi-
fyrir nokkrum árum að ferðamenn á
öræfaslóðum deyfðu athyglina með
áfengi áður en þeir fóru á fjöll og
því hafi hætta oft skapast þar sem
ferðast var um hættuleg svæði.
„Þetta hefur sem betur fer lagast
mikið en þó ekki svo að algott sé
enn þá,“ sagði Kristbjörn. Enn
fremur benti hann á að ölvun væri
tengd allmörgum atvikum þar sem
björgunarsveitir eru kallaðir út.
Kristján Þorbjörnsson, yfirlög-
regluþjónn á Blönduósi, fjallaði því
næst um áhrif sýnilegrar löggæslu.
Hann sagði umferðarmál vera lang-
stærsta einstaka málaflokk lögreglu
og að sýnileg löggæsla í umferðinni
sem og annars staðar væri „ein
besta og ódýrasta forvöm sem til
er“. Lögreglan þarf að vera sýnileg
til að koma þeim skilaboðum áleiðis
að brot á reglum séu ekki látin
átölulaus".
Viðbótarlífeyris-
iðgjöld undan-
þegin skatti
Fjármálaráðherra um skattbreytingar
Túlkun Alþýðusam-
bandsins ekki sanngjörn
HÆGT verður að draga 4% viðbótar-
lífeyrisiðgjöld frá skatti vegna alls
telquársins 2000, að því er fram kem-
ur í svari ríkisskattstjóra við íyrir-
spum frá Samtökum atvinnulífsins,
en frá þessu er skýrt á vef Samtaka
atvinnulífsins.
Fram kemur að semja þarf sér-
staklega um þetta við vinnuveitanda
og inna iðgjöldin af hendi fyrir allt ár-
ið fyrir árslok og að þeir launamenn
sem ekki hafa samið um viðbótar-
spamað eiga rétt á að gera slíkan
samning á þessu ári og gildir hann
fyrir allt árið. Sama gildir um hækkun
mótframlags atvinnurekenda úr 0,2%
í 0,4% og samsvarandi lækkun trygg-
ingagjalds að hún gildir einnig aftur-
virkt fyrir allt árið.
Samkvæmt lögum sem samþykkt
voru á Alþingi í maí í vor er leyfilegt
hlutfall til aukningar lífeyrisréttinda
sem draga má frá tekjuskattstofni
hækkað úr 2% í 4% af launum og að
sama skapi hækkaði móframlag
vinnuveitenda úr 0,2% í 0,4%. Samtök
atvinnulífsins töldu vafa leika á frá
hvaða tíma breytingamar ættu að
gilda og var fyrispuminni beint til rík-
isskattstjóra af því tilefni. í svari hans
kemur fram að sú meginregla að líf-
eyrisiðgjöld séu greidd reglulega og
um spamaðinn sé samið fyrirfram,
gildi ekki vegna yfirstandandi árs.
Verða að sernja sérstaklega
„Framangreind niðurstaða hefur
óhjákvæmilega í för með sér að ein-
staklingar verða að semja sérstaklega
um greiðslu iðgjalda vegna iðgjalds-
stofns fyrri hluta ársins 2000 og inna
þau af hendi á árinu til þess að gera
fúllnýtt þann frádrátt sem lög leyfa
samkvæmt framansögðu vegna ið-
gjalda sem varið er til aukningar líf-
eyrisréttinda eða lífeyrisspamaðar á
árinu 2000. Þessi undantekning frá
meginreglunni um regluleg og fyrir-
fram umsamin framlög gildir einung-
is um framlög á árinu 2000 miðað við
iðgjaldastofn þess árs. Það skal sér-
staklega tekið fram að ríkisskattstjóri
telur með hliðsjón af sérstæðum
málsatvikum sem að framan era rak-
in að launamenn sem ekki hafa þegar
samið um slíkan viðbótarspamað
skuli með sama hætti eiga kost á að
gera slíkan samning á þessu ári með
afturvirkum réttarverkunum fyrir
allt tekjuárið 2000.“
Bókftíkunn<ft
wJ' 1.-8. desember
MYRIN
Mýrin er magnþrungin og ágeng spennusaga
eftir Arnald Indriðason. Frábær bók sem alls
staðar fær góða dóma.
2.793
kr. Verð áður 3.990 kr.
Réttarkrufning
2.436
Verð áður 3.480 kr.
www.penmrm.is
Stúlkan sem elskaði
Tom Gordon
BEBSk,
Verð áður 2.980 kr.
Eymundsson
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
segir að túlkun Alþýðusambandsins á
þeim skattbreytingum sem fyrirhug-
aðar séu sé ekki sanngjöm. Rílris-
valdið hafi ekki vald á skattbreyting-
um sveitarfélaganna nema að litlu
leyti og geti ekki ábyrgst annað en
það sem það ráði yfir.
„Það sem við höfum gert hér er að
rýmka álagningarheimildir sveitarfé-
laganna að því er varðar útsvarið og
ég bendi á að það era margir þeirrar
skoðunar að það eigi að rýmka þessar
heimildir mjög veralega, fara
kannski upp í 15% eða eitthvað slíkt,
en þá er það auðvitað alfarið á valdi
sveitarstjómarmanna hvemig slíkar
heimildir yrðu notaðar,“ sagði Geir.
Hann sagði að það væri ekkert
óeðlilegt við það, en ekki væri hægt
að kenna rOrisvaldinu um hvemig
farið væri með slíkar heimildir, enda
væra það líka kjörnir fulltrúar sem
færa með þær.
Geir sagði að í þessum útreikning-
um ASÍ væri við það miðað að öll
sveitarfélög hagnýti sér heimildina
sem margt bendi til að verði raunin
framan af. Engin viti hvað gerist árið
2002, en talað væri um þetta mál al-
veg fram á árið 2003, vegna þess að
kjarasamningurinn og yfirlýsing rík-
isstjómarinnar næðu fram á það ár.
Sáralitlar skattgreiðslur
Geir benti jafnframt á að persónu-
afslátturinn hefði verið hækkaður
aukalega um 2,5% í apríl síðastliðn-
um og ef horft væri til alls tímabilsins
og miðað við hámarkshækkun
útsvarsins þá hækkuðu skattleysis-
mörkin um 12,6% frá 1999 til 2003, á
meðan umsamin laun hækkuðu um
13,3%. Þetta væra 166 kr. í persónu-
afslætti.
„Jafnvel þótt hámarkshækkunin
yrði nýtt eram við ekki að tala um
nema sáralitlar upphæðir í skatt-
greiðslu hjá fólki, þannig að mér
finnst allt of mikið úr þessu gert. Þar
við bætist náttúrlega að ríkissjóður
hefur verið að grípa til annarra að-
gerða umfram það sem talað var um í
yfirlýsingunni frá í mars, til dæmis að
því er varðar bamabætumar. Þar
höfum við verið að veija umtalsvert
meiri fjárhæðum en þá var talað um,
sem kemur auðvitað fyrst og fremst
tekjulægri hópunum til góða, bama-
fólki sem hefiir þyngri framfærslu-
byrði, svoleiðis að mér finnst þetta
ekki sanngjöm gagnrýni að öllu
leyti,“ sagði Geir ennfremur.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Hörmulegt ef forsendur
kjarasamninga bresta
ARI Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir að af-
leiðingar þess að forsendur kjara-
samninga bresti verði hörmulegar
fyrir allt þjóðfélagið og allir sem
hlut eigi að máli verði að leggjast á
eitt um að koma í veg fyrir það, en á
blaðamannafundi Alþýðusambands
íslands á þriðjudag, þar sem meðal
annars vora gerðar athugasemdir
við fyrirætlanir stjómvalda í út-
svars- og skattamálum, kvaðst Hall-
dór Bjömsson, varaforseti ASÍ,
telja meiri líkur en minni á því að
félög segðu upp samningum þegar
til endurskoðunar kæmi í febrúar.
Ari sagði að Samtökum atvinnu-
lífsins fyndist að breytingar á verk-
efnum milli ríkis og sveitarfélaga og
tilfærsla á tekjustofnum af þeim
sökum gæfu ekki tilefni til skatta-
hækkana út af fyrir sig.
„Við erum sammála Alþýðusam-
bandinu um að skattahækkanir eða
hækkanfr á opinberam gjaldskrám
núna era ekki jákvætt innlegg inn í
efnahagsumhverfið,“ sagði Ari.
Hann bætti því við að hins vegar
væri ekki í þeim forsendum kjara-
samninga sem gengið hefði verið frá
síðastliðið vor tekið á hugsanlegum
skattahækkunum og því snerti þetta
ekki samskipti Samtaka atvinnulífs-
ins við verkalýðshreyfinguna með
neinum beinum hætti. Samtök at-
vinnulífsins hefðu ekki átt aðild að
þeim samskiptum sem verið hefðu
milli verkalýðshreyfingarinnar og
ríkisvaldsins í aðdraganda kjara-
samninga um þær forsendur sem
þar hefðu verið lagðar, en þær
hefðu vissulega átt sinn þátt í því að
greiða fyrir gerð samninganna.
„Við auðvitað vonumst til þess að
það komi ekki til þess að forsendur
samninganna bresti og viljum ekki
gera því skóna nú að svo þurfi að
fara, þvi eins og Halldór Bjömsson
bendir á og kom fram í fréttaflutn-
ingi af þessum fundi þá gætu afleið-
ingamar af því verið hörmulegar
fyrir alla,“ sagði Ari.
Hann sagði að við hefðum tæki-
færi til þess að koma í veg fyrir
hrun í kaupmætti almennings eins
og orðið hefði frá árslokum 1988 til
1990, þegar aðstæður hefðu að
sumu leyti verið svipaðar og nú. Þá
hefði kaupmáttur fallið um 20% á
einu ári. „Við eigum tækifæri til að
afstýra slíku ferli. Það er markmiðið
og ég vona að okkur takist það,“
sagði Ari.
Fyrirtækin í sömu stöðu
Hann bætti því við að að fyrir-
tækin væra í nákvæmlega sömu
stöðu og allur almenningur að því
leyti að sú almenna óhagfellda þró-
un sem ASÍ vísaði til, til dæmis
hvað varðaði lækkun gengis og
verðbólgu, kæmi með fullum þunga
niður á, starfsskilyrðum fyrirtækj-
anna, eins og sæist glöggt á árs-
hlutauppgjöram þefrra og muni
koma enn betur í ljós þegar afkoma
ársins liggi fyrir í heild. Versnandi
rekstrarafkoma fyrirtækja gefi síst
tilefni til þess að ætla að meira
svigrúm sé til launahækkana en áð-
ur hafi verið talið.