Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
„Á sprengidag
gætum við allt eins
haft lokað“
Hafnarfjörður
FISKBÚÐIR með gamla lag-
inu eru ekki margar eftir í
þjóðfélagi nútímans. Eina er
þó að fínna í lítilli og þröngri
götu í Hafnarfirði, og mun sú
vera nær óbreytt í dag frá því
hún var sett á laggirnar, 5.
desember 1959. Núverandi
eigendur eru Agúst Tómas-
son og eiginkona hans. Morg-
unblaðið leit þangað í heim-
sókn í vikunni.
Eina fiskbúðin
í Hafnarfirði
,e«*“
„Þetta er eina fiskbúðin í
Hafnarfirði," sagði Agúst.
„En þær voru sex talsins fyr-
ir 20-30 árum. Þetta er ekki
lengi að breytast. Við erum
búin að reka hana í 15 ár, er-
um með fasta viðskiptavini og
höldum okkar nokkuð vel.
Þetta gengur á meðan hrá-
efnið er gott.
Annars er þetta orðið allt
öðruvísi nú en áður. Sama
fólkið var þá gjaman að koma
tvisvar á dag, fyrir og eftir
hádegi, til að kaupa fisk, en
kemur núna ekki nema tvisv-
ar í viku eða svo. Astæðan
fyrir þessu er auðvitað sú, að
neysluvenjumar hafa breyst.
Nú er svo margt til, alls kyns
vömr. Hér áður var bara til
skyr og rjómi og súrmjólk, en
nú em mjólkurvörur í tuga-
vís. Og svo allt pastað og þar
fram eftir götunum, að ég tali
nú ekki um allar hinar nýju
útgáfur af kjötvömm. Það
gefur augaleið, að þetta tekur
allt frá okkur. Að vísu em
einnig fleiri útfærslur til af
fiski í dag en áður var. En
samt. Yngra fólkið tekur ekki
eins vel við fiski og var hér
áður fyrr. Aukning í fiskáti
tengist aðallega veitingahús-
unum. Það er töluverð minnk-
un á heimilunum."
Hákarl og ferskar
skötukinnar
I fiskborðinu kenndi ým-
issa grasa. En skötuselur var
enginn. „Við eigum hann til
frosinn, en hann selst lítið;
þykir dýr fiskur,“ sagði
Agúst, þegar hann var spurð-
ur um málið. En í borðinu var
Morgunblaðið/Sverrir
Þessi tafla er í stíl við annað í fiskbúðinni. Hér má sjá hvað
er til og hvað það kostar, allt ritað á gamla mátann.
Morgunblaðið/Sverrir
Ágúst Tðmasson utan við fiskbúð sína í gömlu húsi við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Hann
segir að þetta sé eina fiskbúðin sem eftir er í bænum.
m.a. hákarl, ættaður úr
Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi,
ný og söltuð fiskflök af ýms-
um stærðum og gerðum, sjó-
siginn fiskur af íslenskum
togumm, og ferskar skötu-
kinnar. Þær vöktu forvitni
blaðamanns, sem kannaðist
ekki við að hafa rekist á slíkt
áður í fiskbúð.
„Þær era úr gráskötu,"
sagði Ágúst. „Þetta er góður
vöðvi. Eg er búinn að selja
þetta í 13 ár; hef alltaf reynt
að taka þetta með, þegar ég
hef fengið nýja skötu. Þeir
sem hafa prófað þetta segjast
vera hrifnir."
Aðspurður sagði Ágúst að
þær væm í raun engu líkar á
bragðið. Nema skötu. Mjög
gott væri að fylla þær með
gráðosti og setja í ofn, eða
pönnusteikja þær. Skötukinn-
amar væm samt allt öðravísi
matur en skötubörðin.
Kæsta skatan
enn í tísku
„Annars eram við með
skötu allt árið, þ.e.a.s. börð,
seljum tiltölulega jafnt af
henni, nema auðvitað í kring-
um Þorláksmessu á vetri. Þá
fer geysimikið af henni. Við
emm nær eingöngu með
gráskötu, h'tið af tindabikkju.
Hér áður, þegar fór að draga
úr veiði á gráskötunni, reynd-
um við að nota tindabikkju,
en það gekk ekki eins vel;
hún seldist lítið, enda töluvert
smávaxnari. Neysla á skötu
jókst fyrir nokkmm áram,
þetta varð tískufyrirbrigði.
Ég man samt ekki hvað olli
því, en salan fór upp úr öllu
valdi. Mönnum þótti sniðugt
að koma saman og éta skötu.
Og það er svoleiðis enn, hefur
verið í 10 ár eða svo núna.
Veitingahúsin, önnur en
Múlakaffi, vom ekki eins
mikið í skötunni áður fyrr,
þetta var aðallega í heima-
húsum. En núna era þau far-
in að bjóða hana í auknum
mæh.
Skatan sem við erum með
kemur aðallega úr Vestmanna-
eyjum og Þorlákshöfn. Við
verkum þetta sjálf. Kæsingin
getur teldð nokkrar vikur, það
fer eftir hitastigi og öðru.
Annar fiskur okkar kemur
aðallega vestan af Breiðafirði.
Þessu er ekið til okkar og er
komið hingað á milli 5 og 6 á
morgnana.“
Einungis fiskhakk
á bolludag
Það var eftirtektarvert að
sjá mikið af lúðu í fiskborðinu
hjá Ágústi. Hann var spurður
að því, hvort alltaf væri hægt
að kaupa þann fisk í búðinni.
„Nei, því miður. Við höfum
ekki verið með stórlúðu í óra-
tíma, en duttum svo niður á
hana núna. Þetta er afbragðs
fiskur, en takmörk fyrir því
hvað hægt er að borga fyrir
hann. Þegar kílóverðið er far-
Er mest
fyrir
soðn-
inguna
Hafnarfjördur
„MÉR fínnst ég aldrei geta
náð í almennilcgan fisk
nema með því að koma í
svona alvöru fiskbúð,"
svaraði Sigurbjörg Sigur-
björnsdóttir, þegar hún var
spurð að því hvers vegna
Morgunblaðið/Sverrir
Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir kemur einu sinni til tvisvar í
viku hverri úr Bessastaðahreppi til að kaupa fisk hjá
Ágústi í Fiskbúðinni i' Hafnarfírði.
hún sækti aðföng til Ágúst-
ar.
Sigurbjörg bjó í Hafnar-
firði þar til fyrir fjórum ár-
um, að hún fluttist yfir í
Bessastaðahrepp.
„Þegar börnin voru
heima keypti ég mikið af
fiski og var hérna oft en úr
því dró töluvert eftir að
þau flugu úr hreiðrinu.
Núna kem ég hingað svona
einu sinni tvisvar í viku.“
Er einhver fiskur í uppá-
haldi?
„Ég er nú mest fyrir
soðninguna og vil þá helst
nætursaltað. En einnig
finnst mér skatan góð og
kaupi hana reglulega."
ið að nálgast annað þúsundið
fer að fara um fólk. Og það er
stóljanlegt.“
En skyldi einhver fiskteg-
undin seljast meira en önnur,
alla jafna?
„Nei, það fer alltaf eitthvað
af þessu öllu á hverjum degi,
nema á sprengidag; þá selst
enginn fiskur. Á bolludaginn
kaupa allir fiskhakk og ekk-
ert annað; í raun er engin
ástæða til að vera með neitt
annað í borðinu þann daginn.
Og á Þorláksmessu á vetri er
það nánast eingöngu skata,
en þó dálítið af saltfistó með.“
í anda gamalla bjórkráa
Ágúst gat þess, að mörgum
viðskiptavinanna fyndist
þessi eina fiskbúð í Hafnar-
firði komin dálítið til ára
sinna.
„Stundum kemur hingað
fólk, sem man eftir búðinni
frá í gamla daga, sem krakk-
ar. Og það segir að hún sé ná-
kvæmlega eins núna og þá.
Og það spyr mig gjarnan,
hvers vegna ektó sé búið að
færa hana í nútímabúning.
Ég bendi því á, að bjórkrám-
ar í Þýskalandi og víðar hafi
verið eins í aldaraðir. Hvers
vegna þá ektó fiskbúð?
Af hverju þurfum við alltaf
að vera að henda út öllu
gömlu og setja nýtt inn?“
sagði hann að lokum spyrj-
andi, hristi höfuðið og fór svo
að afgreiða konu sem vildi fá
ýsuflök, og mikið af þeim.
Gönguleiðir en
ekki gangbrautir
Grandí
Á NOKKRUM stöðum við
Eiðsgranda hafa verið settar
svokallaðar gönguþveranir á
götuna til að greiða gang-
andi vegfarendum leið að
nýgerðum göngustíg með-
fram ströndinni.
Að sögn Ólafs Stefánsson-
ar, deildarstjóra hjá gatna-
málastjóra, eru þó ekki
áform um að setja sebra-
brautir eða viðvörunarmerki
til að vara ökumenn við
gangandi umferð.
„Þarna er ein akrein í
hvora átt og sæmilega breið-
ar miðeyjar," sagði Ólafur.
„Allar gönguþveranirnar eru
í gegnum miðeyjar, þannig
að gangandi vegfarandi þarf
bara að varast umferð úr
annarri átt og fær hlé á
miðri götunni."
íbúar í grennd við Eiðs-
granda hafa haft samband
við Morgunblaðið og lýst
áhyggjum af því að gang-
brautir vanti þarna því börn
í hverfinu sæki talsvert nið-
ur að ströndinni. „Þetta eru
aðstæður sem þykja ekki
mjög slæmar miðað við það
sem gerist og gengur,“ sagði
Ólafur og sagði að allar
þveranirnar væru settar á
staði þar sem ómerktar
gönguleiðir lágu yfir götuna
áður en gerð stígsins við
strandiengjuna lauk. „Það
stendur ekki til að gera
gángbrautir þarna. Menn
vilja meina að það sé enginn
ávinningur af því og það
gæti jafnvel skapað falskt
öryggi," sagði Ólafur. „Menn
era hræddir við að skapa
falskt öryggi því reynslan
hefur sýnt að í sumum til-
fellum er verra að hafa
gangbraut en ekki neitt ef
gangandi umferð er ekki
mjög mikil. Við eigum ekki
von á mjög mikilli umferð
gangandi vegfarenda
þarna,“ sagði Ólafur. „Al-
mennt era ekki settar gang-
brautir nema þar sem mjög
mikil gangandi umferð er.“
Morgunblaðið/Júlíus
Gangandi vegfarendur fara um þessa stíga yfir Eiðisgranda að göngustígnum meðfram
ströndinni. Ekki stendur til að gera þar gangbrautir.