Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Míkill munur á verði tilbúinna kransa og efni til kransagerðar Hagstæðast er að búa til sinn eigin aðventukrans en margír kjósa þó að kaupa þá tilbúna. Munur á meðalverði á tilbúnum kransi og meðalverði á efni til kransagerðar nemur tæplega 117%. VERÐ á aðventukrönsum er svip- að og í fyrra. Meðalverð á tilbúnum aðventukransi er í kringum 5.200 krónur og meðalverð á efni til kransagerðar er í kringum 2.400 krónur. Munur á meðalverði nemur því tæplega 117%. „Silfurlitur, vínrautt og fjólublátt eru tískulitirnir í ár en það er sama hvað tískan segir, fólk endar oftast á gylltu og rauðu,“ segir Hildur Magnúsdóttir, eigandi blómabúðar- innar Garðshorns. Kubbakerti og kraraarhús „Gerð aðventukransa breytist töluvert á milli ára en það sem er vinsælt núna eru hringir vafðir með blönduðum grenitegundum og jafnvel eikarblöðum. Þá þarf ekk- ert annað skraut en kertin og slaufur þar sem kransinn skreytir sig sjálfur. Þá er mjög mikið keypt af kubbakertum og kramarhúsum fyrir sprittkerti á kransana." Vinsælasta skrautið í ár að sögn Hildar eru skykruð ber, ávextir og berjalengjur en gömlu góðu kúl- urnar og könglarnir standa ávallt fyrir sínu. „Það má segja að álíka margir komi til okkar að kaupa tilbúna kransa og þeir sem koma og kaupa efni í kransana. Það er þó að auk- ast að fólk vilji fá kransana tilbúna, við tókum sérstaklega eftir því í fyrra og það stefnir í sama nú í ár. Meðalverð á tilbúnum kransi er í kringum 4.000 krónur en ef fólk vill gera hann sjálft nemur meðal- kostnaður í kringum 2000 krónum. Grenið er á sama verði í ár og í fyrra en kertin hafa aðeins hækk- að. Það er því mjög lítill verðmun- ur frá í fyrra.“ Farið varlega með kertin Jóhanna Hilmarsdóttir, deildar- stjóri í blómadeild Garðheima, seg- ir vinsælt að nota kramarhús fyrir sprittkerti á kransana. „Það er mjög gott því þá er eldhættan lítil. Það er þó engu að síður mikilvægt að brýna fyrir fólki að fara varlega þegar jólaskrejdingar með kertum eru annars vegar.“ Að sögn Jóhönnu er verðið svip- að og í fyrra en meðalverð á tilbún- um aðventukrönsum er í kringum 5000 krónur. Meðalverð á efni til Morgunblaðið/Ásdís Margir velja þegar upp er staðið aðventukrans í gylltu og rauðu. kransagerðar er í kringum 1.600 krónur. Nánast óbreyttir aðventu- kransar í aldarfjórðung Blómaverkstæði Binna selur ein- göngu tilbúna aðventukransa og skera þeir sig nokkuð frá öðrum aðventukrönsum. „Við seljum sérstaka gerð af krönsum sem hefur í gegnum árin orðið okkar stíll en kransana höf- um við selt lítt breytta í 25 ár,“ segir Hendrik Berndsen eða Binni eins og hann er kallaður í daglegu tali, blómaskreytingameistari hjá Blómaverkstæði Binna. „Aðventu- kransarnir eru þéttgerðir og við notum mikið efni í þá. Best er sjálfsagt að segja að þeir séu ekki framúrstefnulegir heldur í bresk- um rómantískum stíl. Meðalverðið á krönsum er í kringum 8.000 krónur og hefur það haldist nánast óbreytt undanfarin tíu ár.“ Byrjað að panta aðventukransa Jóhanna Eyjólfsdóttir, blóma- skreytir hjá Blómastofu Friðfmns, segir að þar séu seldir grenikrans- ar sem eru vafðir með blönduðu greni og kúlukransar sem eru með kúlum og könglum og mikið skreyttir. Að sögn hennar kaupa margir tilbúna kransa og mikið er um pantanir. „Fólk er yfirleitt með fastmótaðar hugmyndir sem við síðan vinnum úr en þess má geta að fólk byrjaði að panta aðventu- kransana í síðustu viku.“ Vinsæl- ustu kransarnir að sögn Jóhönnu eru aðventukransar sem eru mikið skreyttir. „Ég vil ráðleggja þeim sem ætla að búa til sinn eigin að- ventukrans að vera búnir að hugsa fyrirfram hvað þeir ætla að gera því annars getur fólk verið að kaupa allt of mikið efni. Góður undirbúningur er mikilvægur áður en farið er út í kransagerð. Meðalverð er í kringum 5.000 krónur en engin verðbreyting hef- ur verið frá því í fyrra. Meðalverð á efni til kransagerðar er síðan í kringum 2.000 krónur.“ Ráðgjöf á staðnum Að sögn Fríðu Guðlaugsdóttur, blómaskreytis hjá Blómavali, er orðið meira um að fólk geri að- ventukransa sína sjálft. „Við erum með fjölbreytt úrval af skreyting- arefnum hér og veitum fúslega að- stoð þegar kemur að kransagerð. Það getur verið erfitt að búa til fal- legan krans og því er mikilvægt að fólk gefi sér góðan tíma.“ Meðalverð á aðventukrönsum er í kringum 4000 krónur að sögn hennar og meðalverð á efni í kransagerð er álíka mikið. Nýtt Góðar fréttir fyrir þreytta fætur! SEGULINNLEGG ÍSKÓ Nú eru BIOFLEX segulþynnumar fánlegar í skóinn- leggjum. Innlegg- in henta afar vel þeim sem þjást af fótkulda, þreytu og blóðflæðisvanda í fótum. BIOFLEX er skilgreint sem lækninga- búnaður og hafa segluþynnurnar öflugt segulsvið sem dregur úr sárs- auka í fótum. Innleggin eru fáanleg í 6 stærðum og eru seld í flestum apótekum, lyfja- og heilsu- búðum. Greinagóðar upplýsingar á íslensku fylgja Hagkaup lækkar verð á leikföngum HAGKAUP hefur lækkað verð til frambúðar á um þúsund leik- fangategundum. Leikfong undir heitunum Fisher Price, Barbie og Action-man hafa til dæmis öll verið lækkuð um 20%. Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, segir að við kaup Hagkaups á leikfangaversl- uninni Vedes hafí Hagkaup nú aðgang að evrópska inn- kaupasambandinu Vedes. I því eru yfir 4.000 Ieikfangasalar og innkaupasambandið er með samninga við helstu leikfanga- framleiðendur. Það þýðir að leikföngin eru keypt beint frá framleiðendum en ekki í gegn- um heildsala sem Jón segir að skýri verðlækkunina. Hann segir ennfremur að inn- kaupasambandið kaupi inn um 35.000 vöruliði og leikfangaúr- valið verði því aukið í verslunum Hagkaups. „Við höfum lagt áherslu á innflutning vöru- merkja sem eru ekki mjög þekkt en með sambærilegar vörur og þekkt merki. Við erum t.d. að flytja inn Derites allar tccjurdirZOOíjr. Ice Drefs Verd ádur: Vi: rr. 90 fcr. tr. ÍTeblerere 100 <jr. Verð íður: tSíý: 17Str. If9 tr. Verð íður: Ná: S t ó 259 tr. Zly kr. Tilbcðiu ^ilijU í 20 Upp^ripsverslumm Olís um útllt lútucl Barbie-dúkka ungbarnaleikföng frá Spiel- mouse sem eru 30-40% ódýrari en sambærileg Ieikföng frá þekktari framleiðendum. Þá erum við t.d. með fatn- að á dúkkur sem heita „New born“ sem eru af sötnu stærð og þekktu „Baby born“-dúkkurnar. Sá fatnaður er yfirleitt 40-50% ódýrari en dúkkufatnaður frá þekkta framleiðandanum.“ Stór Humar Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.