Morgunblaðið - 30.11.2000, Page 33

Morgunblaðið - 30.11.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTHR FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 33 Síbrotamaður dæmd- ur í 4 mánaða fangelsi ar þessi mál bar á góma á milli min og þingmanna að ýmsir vísuðu í mjög stífa meiningu Halldórs á þessum málum. Eg fékk þá tilfinn- ingu að Halldór gengi mjög hart fram, sérstaklega gagnvart nokkr- um þingmönnum, sem voru honum handgengnir, að þeir styddu hann í því að greiða ekki atkvæði á móti samningnum. Ef það er rangt þá þykir mér satt að segja vænt um það, en þetta er það sem ég varð var við hjá einstökum þingmönn- um þegar þessi mál voru rædd. Ég er ekki að halda því fram að þeir hafi ekki haft sjálfstæða skoðun en ég held að margir þeirra hafi verið í miklum vandræðum. Finnur Ing- ólfsson hefur t.d. sagt að Guð- mundur Bjarnason hafi gi-eitt at- kvæði á móti samningnum af tillitssemi við mig og mér kæmi alls ekki á óvart þó einhverjir hafi setið hjá af tillitssemi við Halldór. Aðalatriðið er að ég gerði mér von- ir um að þingflokkurinn myndi fylgja meirihlutanum eins og yfir- leitt hafði tíðkast," segir Stein- grímur. Var ekki ýtt út í kuldann Varð þetta til að veikja þína stöðu sem formanns? „Já, það gerði það. Ég greini frá því í fyrsta skipti í bókinni að þetta hafi riðið baggamuninn í því að ég ákvað að draga mig í hlé. Hins vegar vil ég andmæla því að mér hafi verið ýtt út í kuldann, eins og ég hef heyrt haldið fram. Því fer víðs fjarri. Ég hafði verið formaður í 15 ár og Halldór vara- formaður í ein 13 ár og ég skildi það mæta vel að Halldór væri orð- inn leiður á því. Ég hefði líklega verið orðinn það sjálfur í hans sporum. Það hringdi einnig til mín maður fyrir nokkrum dögum sem sagðist hafa heyrt það eftir Halldóri á þessum árum að hann færi nú að hætta ef kallinn færi ekki að hætta. Ég veit að fleiri sögðu það sama við Dag B. Eggertsson [höf- und æviminninga Steingríms] í við- tölum, sem tekin voru við undir- búning bókarinnar." Halldór segir ummæli þín í bók- inni um vaxandi óþreyju hans að komast í formannsstól undarleg. Hann segist þvert á móti ekki hafa verið sérlega áfjáður að taka að sér formennsku í Framsóknar- flokknum. „Ég hugsa að ég hefði verið orð- inn óþreyjufullur og verið farinn að hugsa mér til hreyfings ef ég hefði setið svona lengi sem vara- formaður. Mér þótti þetta ekkert undar- legt og fannst þegar þetta gerðist í þingflokknum að tími væri til kom- inn að ég færi að draga mig í hlé. Það gerði ég af fúsum og frjálsum vilja án nokkurs þrýstings frá Halldóri." Voru þá farnar að myndast fylk- ingar í hokknum? „Þegar ég ákvað að sækja um seðlabankastjórastöðuna í janúar 1994 komu til mín margir þing- menn og flokksmenn og jafnvel menn úr öðrum flokkum og sögðu margir þeirra að Halldór væri orð- inn leiður á því að vera varafor- maður. Ymsir töldu að þetta gæti þróast í vaxandi átök okkar á milli sem gætu jafnvel orðið til þess að hann hætti. Ég vildi alls ekki verða valdur að því. Ég taldi Hall- dór sjálfsagðan eftirmann minn og treysti honum manna best til að leiða flokkinn." Gætti þess að ræða mikilvæg mál við Ólaf Jóhannesson I viðtalinu segist Halldór einnig telja gagnrýni þína á umhverfis- og stóriðjustefnu flokksins ómak- lega. Bendir hann í því sambandi á að Ólafur Jóhannesson og Ey- steinn Jónsson, fyrrv. formenn Framsóknarflokksins, hafi ekki alltaf verið ánægðir með störf for- ystunnar eftir að þeir viku úr for- mannsstóli en gætt þess að setja ekki gagnrýni fram á opinberum vettvangi heldur hafi þeir gert sér grein fyrir mikilvægi samstöðunn- ar. „Þetta er misskilningur hjá Halldóri og reyndar er nokkuð ólíku saman að jafna. Eftir að Eysteinn hætti sem formaður og lét af þingmennsku tók hann engu að síður lengi þátt í stefnumótun innan flokksins og mætti jafnvel á þingflokksfundi. Hann var aldrei spar á sína skoðun. Hann hafði mikil áhrif á stefnumörkun, sem ég hef aldrei haft tækifæri til eftir að ég hætti. Ég minnist þess þó til dæmis að Eysteinn gagnrýndi op- inberlega vaxtahækkunina árið 1984. Ég held að Halldóri hljóti að vera ljós sá ágreiningur sem varð á milli mín og Ólafs Jóhannessonar sumarið 1979. Ég var þá tiltölulega nýorðinn formaður í flokknum en um vorið skall á verkfall farmanna sem stefndi öllu í mikil vandræði. Samþykkt var í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins að setja bráðabirgðalög á verkfallið og fengum við Tómas Árnason hina flokkana í ríkisstjórninni til að styðja okkur í því. Ólafur var þá erlendis en þegar hann kom heim skaut hann þetta í kaf, og gerði það satt að segja á þann máta að blöðin gripu það upp og gerðu mjög mikið mál úr þessu. Eg minnist fyrirsagna á borð við þá að þarna talaði sá sem valdið hefði í Framsóknarflokknum, þótt Ólafur hefði látið af formennsku. Þetta varð mér töluvert mikil lexía. Eftir þetta gætti ég þess vandlega að fara til Olafs með flest mikilvæg mál og ræddi þau við hann í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að svona ágreiningur kæmi upp. Þetta var mér mjög erfíð staða þar sem ég var nýorðinn for- maður. Nú er ég ekki að segja að Hall- dór hafi þörf á að ræða við mig enda hefur hann aldrei gert það um nein mál. Það hefur alltaf verið ljóst að ég hef verið meiri umhverfissinni en Halldór. Ég flutti meðal annars frumvarpið á Alþingi um stofnun umhverfisráðuneytisins og það var með erfiðari málum sem ég fékk þar samþykkt. Ég verð að fá að hafa mína skoðun á umhverfismál- um. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að öll meiri háttar mann- virki eigi að fara í umhverfis mat. Ég tel t.d. að það hafi verið mistök að setja ekki Eyjabakkana í um hverfismat og losna við þá flækju sem þar fylgdi. Halldór leggur nú áherslu á samstöðu. Hann hefði mátt gera það í EES-málinu.“ Steingrímur minnir einnig á að hann hafi í eina tíð verið einhver mesti stóriðjupostuli hér á landi en segist nú telja að vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á seinni árum eigi íslendingar að leggja áherslu á aðrar atvinnugreinar. Hann segist ekki vera á móti stór- iðju ef hún standist umhverfismat en vilji þó miklu fremur byggja upp hátækniiðnað hér á landi með góðri menntun. „Þetta er mín skoðun en ég hef ekki haft tækifæri til að ræða hana innan flokksins og þykir það mið- ur,“ segir hann. Hefur verið komið skipulega í veg fyrir það? „Það vona ég ekki. A meðan ég var seðlabankastjóri skipti ég mér ekkert af stjórnmálum og það var ekkert til mín leit að varðandi þau mál en ég neita því ekki að ég hefði gjarnarn viljað taka þátt í þeirri umræðu sem hefur orðið innan flokksins. Það hefur komið fram að ég gaf kost á mér í 50 manna nefndina [Evrópunefnd Framsóknarflokksins] en fékk þau svör að það væri orðið fullt í nefndinni. Nú er mér sagt að fjölg- að hafi verið í nefndinni úr 50 upp í 85. Þetta er reyndar ekkert stór- mál. Ég hef ekki trú á að svona fjölmenn nefnd geri mikið gagn.“ Slæmt ef flokksmenn eru múlbundnir Þú segist sjálfur hafa verið í erf- iðri stöðu sem formaður vegna gagnrýni forvera þíns Ólafs Jó- hannessonar. Finnst þér ekki viss eigingirni felast í því að koma fram með gagnrýni á eftirmann þinn sem er virkur í stjórnmálum í dag? „Ég hef út af fyrir sig ekki kom- ið fram með mikla gagnrýni á Halldór. Ég hæli honum í bókinni en ég er ósammála honum í um- hverfismálum. Vonandi getur hann þolað það. Ég veit að Halldór hef- ur mikinn stuðning við sín sjónar- mið t.d. í sambandi við virkjunar- mál. Ég held að það sé mjög slæmt ef flokksmenn, sem hafa skoðun á málum, séu múlbundnir og megi ekki tala.“ I viðtalinu heldur Halldór því einnig fram að gagnrýni þín sé vatn á myllu andstæðinganna. „Ég held að það yrði frekar vatn á myllu andstæðinganna ef þeir vissu um ágreining og að mönnum væri ekki heimilt að láta hann koma fram. En svo er ein leið til að forðast þetta að einhverju leyti, eins og gert var í tíð Eysteins, að draga fyrrverandi formann inn í stefnu- mörkun í flokknum. Þá fara deil- urnar fram innan flokksins frekar en út á við. Ég hef hins vegar ekki átt kost á því. Það væri líka afar undarlegt ef ég mætti ekki skýra frá skoðunum mínum í umhverfismálum í ævi- sögu, þar sem lögð er áhersla á að allur sannleikurinn komi í ljós. Þá væri mikið undan dregið í ævi- sögunni." Fórnum leyndinni fyrir sannleikann Hvar dregur þú mörkin þegar þú fjallar um nýliðna atburði. Er hæpið að vitna með þeim hætti sem þú gerir í einkasamtöl og leynifundi með mönnum, sem eru jafnvel starfandi í stjórnmálum í dag? „Þetta er mjög erfið spurning og veltum við Dagur þessu mjög mik- ið fyrir okkur. Mér fannst besta lausnin á þessu vera þá að Dagur talaði við sem flesta sem koma við sögu og hann gerði það. Kannski má segja að við fórnum leyndinni fyrir sannleikann. Við lögðum þó ríka áherslu á að ræða við þá, sem við sögu koma. Ég vildi til dæmis ekki segja frá leynifundinum sem við Jón Baldvin áttum hjá kunn- ingja okkar, þegar við lá stjórnar- slitum í ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar vorið 1994, fyrr en búið var að tala við Jón Baldvin. Það var gert og hann staðfesti þetta og allt sem þar kemur fram um ágreining í þeirri ríkisstjórn á milli hans og Davíðs." Dagur fékk ekki viðtal við Halldór „Mér þótti það hins vegar mjög slæmt að þó Dagur gerði fjölmarg- ar tilraunir til þess að fá viðtal við Halldór fékk hann það ekki. Dagur segir mér að hann hafi rætt oft við ritara Halldórs og beðið um viðtal en hann fékk aldrei svar. Nú veit ég að Halldór er ákaflega önnum kafinn og hann hefur kannski ekki talið þetta þýðingarmikið en mér þykir það slæmt.“ Geta svona frásagnir haft áhrif á samskipti stjórnmálamanna og dregið úr trausti þeirra í milli? „Ég skal ekki segja um það. Davíð Oddsson hefur lýst því að menn séu hættir að skrifa niður. Ef menn koma sér saman um að halda einhverju leyndu verður það að standa. Ég kannast ekki við að sagt sé frá neinu í bókinni sem menn komu sér saman um að ekki mætti skýra frá. Það er hins vegar alltaf miklum erfiðleikum bundið að skrifa samtímasögu. Ég kann ekki nema eina lausn á því og hún er sú að ræða við sem allra flesta samferðamenn. Ég dáist að því hvað Dagur hefur verið duglegur við það.“ Ummæli Halldórs valda vonbrigðum Steingrímur segist að lokum alltaf hafa átt von á að einhverjar athugasemdir yi-ðu gerðar við frá- sagnir hans í bókinni en segir að ummæli Halldórs Ásgrímssonar í viðtalinu í Morgunblaðinu hafi valdið sér vonbrigðum. „Mín skoð- un er sú að sannleikurinn sé sagna bestur og ég sé ekki að hann hreki neinn sannleika í viðtalinu þótt hann vilji ekki kannast við ýmsa hluti. Það veldur mér vonbrigð- um,“ segir Steingrímur. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi á þriðjudag tæplega þrítug- an mann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot, innbrot og þjófn- að. Sakaferill mannsins er langur og allþéttur, segir í dómnum. Frá árinu 1987 hefur hann hlotið 19 dóma, einkum fyrir þjófnað en einnig fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkni- efni. I júní sl. hlaut hann dóm fyrir þjófnað, rán og ávísanafals. Fjtit í þessum mánuði hlaut hann dóm fyr- ir þjófnað, eignaspjöll og nytjastuld. Þá var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi en sú refsing var hegning- arauki við dóminn frá því í júní. Dómurinn sem féll á þriðjudag er til hegningarauka fyrir þau brot. Maðurinn var stöðvaður af lög- reglunni í Kópavogi seint í apríl á þessu ári. Við leit á honum og í bif- reið hans fundust tæplega 37 gr. af marijúana og lítilræði af tóbaks- blönduðu kannabisefni. Fyrir dómi játaði maðurinn að eiga fíkniefnin en hann hefði ekki ætlað þau til sölu eins og hann var upphaflega ákærð- ur fyrir. Ákæruvaldið breytti því ákæru sinni en kærði hann þess í stað fyrir vörslu efnanna. Þá játaði maðurinn innbrot í einbýlishús í Garðabæ þann 16. maí þar sem hann var sakaður um að hafa stolið m.a. silfurborðbúnaði, myndavél, skartgrip o.fl. Talið var að verðmæti munanna næmi um milljón króna. Maðurinn játaði að hafa brotist inn í húsið en ekki að hafa stolið öllu því sem honum var gefið að sök. Við meðferð málsins féll ákæruvaldið frá saksókn vegna fjölmargra muna sem taldir voru upp í ákæru. Bóta- kröfu tryggingafélagsins var vísað frá m.a. vegna þess að ekki lá fyrir verðmætamat á þeim munum sem maðurinn játaði að hafa stolið. Mað- urinn játaði enn fremur að hafa brotist inn í verslun í Kópavogi þann 14. september og stolið þaðan rúmlega 90.000 krónum og innbrot í fyrirtæki í Kópavogi þremur dögum síðar. Maðurinn var dæmdur til að greiða versluninni og fyrirtækinu samtals um 225.000 krónur í bætur. Auk bótagreiðslna og fangelsis- dóms var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. r SKODAGAR 50-80% lægra verð á merkjavöru og tískufatnaói Verödæmi áður I1Ú Done hælaskór 5aee- 500 zinda hælaskór AJðQfr 500 Trend hælaskór Gt9©er 990 Zinda StígVÓI 4§r9eð- 4.900 Hudson spariskór herra-örsecr 1.900 Roobins vetrarskór 46960- 2.900 dkny sportskór 9606- 2.900 Fiia sportskór 1.900 obvious jakkaföt -sdrseo' 9.500 studio dragtir _44r4€)Cr 6.600 OUTLET 10 +++merki fyrir minna+++ Faxafeni 10, s. 533 1710 Opid: Mánudaga - fimtudaga 11.00-18.00 Föstudaga 11.00-19.00 Laugardaga 11.00-17.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.