Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • UT er komin bókin I hlutverki leiðtogans - Líf fimm for- ystumanna í nýju ijósi, eftir Ásdísi Höllu Bragadótt- ur, bæjarstjóra í Garðabæ. í bókinni er hlutverk leiðtog- ans í kastljósinu og meginefni hennar eru fimm viðtöl við for- ystufólk í ís- lensku samfélagi, sem allt hefur sett sterkan svip á þjóðlífið. Við- mælendur Asdísar Höllu eru: Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreining- ar, Vigdís Finnbogadóttir fyrrver- andi forseti Islands og Hörður Sigurgestsson, sem nýverið lét af störfum sem forstjóri Eimskipafé- lagsins. I bókarlok fjallar höfundur um listina að vera leiðtogi og Ieitar svara við spurningum á borð við: Hvað þarf til að verða leiðtogi? Eru leiðtogahæfileikar meðfæddir eða má læra að vera leiðtogi? Utgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 208 bls. I bókinni eru ljósmyndir af viðmælendunum í leik og starfi og aftast er nafna- skrá. Börkur Amarson hannaði bókarkápu, Oddi hf. prentaði. Leiðbeinandi verð er 4.480 krónur. • ÚT er komin ljóðabókin Far eftir hugsun eftir Þóru Jónsdóttur. I fréttatilkynningu segir: „Þóra er löngu þjóðkunn fyrir ljóð sín. Bækur hennar hafa frá upphafi hlotið lof gagn- rýnenda og ein- stakar viðtökur ljóðaunnenda. Þessi áttunda Ijóðabók Þóru hlaut viðurkenn- ingu dómnefnd- ar um bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á þessu ári.“ Útgefandi er bókaútgáfan Mýr- arsel. Bókin er 48 bis., prentuð í Oddahf.. Leiðbeinandi verð er 1800 krónur. • ÚT er komin ljósmyndabókin Móðirin í islenskum Ijósmyndum hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ritstjóri er Hanna Guðlaug Guð- mundsdóttir listfræðingur. í fyrri hluta bókarinnar er grein- in „Lengi man móðir - um mæður í íslenskum ljósmyndum“ eftir Önnu- dís G. Rúdólfsdóttur félagssálfræð- ing þar sem annars vegar er rýnt í hugmyndir samfélagsins um móður- hlutverkið og hins vegar reynslu al- mennt. Einnig fjallar höfundur um þá þróun sem orðið hefur á stöðu móðurinnar í tímans rás með ljós- myndaval til hliðsjónar sem í raun endurspeglar hugmyndir og viðhorf samtímans til móðurhlutverksins. f grein sinni „Ágrip af sögu Ijós- myndunar“ stiklar Guðbrandur Benediktsson á stóru um helstu at- burði ljósmyndasögunnar. Grein- amar eru bæði birtar á íslensku og ensku. í síðari hluta bókarinnar eru birt- ar um 300 ljósmyndir sem spanna hundrað ár í íslenskri Ijósmynda- sögu, allt frá lokum 19. aldar til dagsins í dag. Áhersla er lögð á ljós- myndalistina, sýnd sú þróun og þær breytingar sem orðið hafa á fram- setningu myndefnisins, móðir og bam, og um leið undirstrika ljós- myndimar bæði sem heimild og list- rænan miðil sem þarf að rýna í og lesa úr, líkt og þekkist í öðrum list- formum. Um útgáfuna sá Ljósmyndasafn Reykjavíkur og er hún framlag þess á dagskrá hjá M-2000. Styrktaraðili verkefnisins er Pharmaco hf. Bókin er 256 bls. Um prentþjónustu sá prentsmiðjan Hjá Oss en um hönn- un bókarkápu sá Soffí'a Árnadóttir. Leiðbeinandi verð er 3.900 krónur. Þóra Jónsdóttir Ásdis Halla Bragadóttir Kveðið í hljóðkútinn TONLIST Háskoiabfó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jónas Tómasson: Concertino con sordino. Vivaldi: Fiðlukonsert f a Op. 3,6. Tsjækovskij: Sinfóma nr. 5. Eirikur Pálsson, trompet; 74 fíðlu- nemendur; Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Stjómandi: Ingvar Jónasson. Sunnudaginn 26. nóvember kl. 16. TILDRÖGIN hafa sjálfsagt verið allt önnur. En eftir á að hyggja var eiginlega bráðsniðugt að nánast full- ferma Háskólabíó áheyrendum með því að tjalda ekki einum einleikara heldur 74! Þ.e.a.s. ungum Suzuki- fiðlunemendum úr ýmsum tónlistar- skólum höfuðborgarsvæðis, Akur- eyrar og Reykjanesbæjar. Með mætingu 148 stoltra foreldra gull- tryggða, auk systkina, vina og vandamanna, bætist fljótt í sarpinn... Annars var Sinfóníuhljómsveit áhugamanna alls góðs makleg á af- mælistónleikum sínum s.l. sunnudag og átti aðsóknina fullskilda, þó væri ekki nema fyrir flutningsgæði. Það má alveg eins segja það strax, að aldrei hefur undirritaður heyrt hana leika betur á tíu ára starfsferli. Úr upphaflegri lítílli strengjasveit hefur SÁ stækkað jafnt og þétt og löngu fest sig í sessi með hljómleikahaldi sem enn er að færast í aukana. Á þessum vetri eru þannig áformaðir hvorki fleiri né færri en sex tónleik- ar! Með sama framhaldi fer þetta 270.000 manna dvergríki senn að geta talið fram þrjár „alvöru" sinfón- íuhljómsveitir, og geri hvert meðal- greifadæmi vestan hafs betur. Fyrst var „Concertino con sord- ino“ (útlagt: lítill konsert með demp- ara) fyrir trompet og hljómsveit, sem Jónas Tómasson samdi fyrir Eirík Pálsson og SÁ í tilefni tíu ára afmælisins. Ekki veit ég gjörla hvað fyrirfinnst í trompetbókmenntum 20. aldar af svipuðu tagi, þar sem einleikshljóðfærið blæs eingöngu um dempara án þess nokkum tíma að hljóma „au naturel“, svo frumleiki þeirrar hugmyndar verður að liggja milli hluta. En hitt er víst, að frá sjónarhóli litbrigðavinnslu var hún grátupplögð. Demparabúr tromp- etsins nær nefnilega yfir á annan tug ólíkra „hljóðkúta", og þótt aðeins einn þeirra tíðkist í hefðbundinni sinfóníuhljómsveit, eru hinir vel kunnir úr djassi og stórsveitum. Hér var alls notuð um hálf tylft slíkra bjöllumúla. Við hver umskipti var sem lúður Eiríks umbreyttist úr einu í annað enn óuppfundið tré- blásturshljóðfæri, er blandaðist oft- ar en ekki á dýrðlegan, jafnvel kostulegan, hátt við ýmsar samsetn- ingar úr tré-, málm- og strengja- verki hljómsveitarinnar í hægt streymandi litamósaík. Að ekki sé minnzt á harmónikku Reynis Jónas- sonar, sem með veikt líðandi akkorð- um bætti enn einni, og harla óvenju- legri, couleur í fjölbreytta farfakviðu tónskáldsins. Verkið hélt lengi furðugóðri at- hygli, einkum í krafti hugvitssamrar orkestrunar, þrátt fyrir hæggengi sitt og samtvinnað hlutverk einleiks- hljóðfærisins, sem var ljómandi vel útfært af Eiríki, þótt varla byði upp á mikinn sólóbravúr í hefðbundnum skilningi. Þegar að lunkingróteskum valskafla kom, átti maður hálfpart- inn von á að upphæfust meiri svipt- ingar. En hann stóð því miður aðeins örstutt og reyndist vera kódi, því skyndilega var verkinu lokið - nán- ast upp úr þurru. Miðað við vænleg- an fyrri hluta og góðar hugmyndir í niðurlagi mætti hins vegar vel gera meira úr fremur endasleppum kons- ertlingi Jónasar, og hver veit nema síðar verði. Hinn kunni a-moll fiðlukonsert Vivaldis fékk sannarlega beggja skauta byr, þegar 74 ungir fiðluleik- arar á hvítum bol stilltu sér upp fyrir aftan undirleikshljómsveitina og struku einleikspartinn einum rómi svo undir tók. Það var gaman að sjá og heyra samstillta krafta ungviðis- ins, og ólíkt því sem sumir kannski bjuggust við varð útkoman ekki sem úr fuglabjargi, heldur áheyrileg músísering sem lofaði góðu um fram- tíðarmannöflun á þetta undirstöðu- hljóðfæri sinfóníuhljómsveita. Að rugga gömlu barni í svefn BÆKUR F r æ ð i WAGNEROG VÖLSUNGAR Niflungahringurinn og í'slenskar bókmenntir, eftir Árna Bjömsson, Mál og menning, Reykjavík, 2000, 222 bls. WAGNER og Völsungar Qallar um tengsl texta Niflungahringsins eftir Richard Wagner við íslenskar fom- bókmenntir. Lengi hefur verið vitað um þessi tengsl en höfundur bókar- innar heldur því fram að þau séu mun meiri en áður hefur verið talið. Af að- fengnum minnum hringsins telur hann um fjóra fimmtu vera úr íslensk- um bókmenntum en aðeins örlítið brot úr þýskum. Þó er áréttað marg- oft að Wagner hafi unnið sjálfstætt skáldverk úr heimildum sínum. Vita- skuld er ekki verið að tala um tónlist hans heldur textagerð. Þessar heimildir eru Eddukvæði, Snorra Edda og Völsunga saga auk Þiðreks sögu og þýskra miðaldatexta, Niebelungenlied og Humen Seyfried. í inngangi Ieggur Ámi áherslu á óvefengjanleika þess að þessar helstu uppsprettur Niflungahringsins teljist til íslenskra bókmennta. Þótt sumt söguefnið eigi rætur að rekja til at- burða sem gerðust langt utan í slands, meðal annars á þýsku menningar- svæði, sé jafn fráleitt að telja verkin þýsk og að telja Hamlet Danaprins danskt verk af því það gerist í Dan- mörku. Röksemdin að ritunarstaður og tunga ráði þjóðemi bókmennta- verks getur þó hæglega snúist í hönd- unum á mönnum. Halldór Laxness skrifaði verk sín hér og þar; Gunnar Gunnarsson hefur hingað til þótt rúmast í íslensku bókmenntakerfi þótt hann hafi skrifað í Danmörku og á dönsku. En Ámi er sveigjanlegur og reiðubúinn að hafa Þiðreks sögu ís- lenska þótt hún hafi líklega verið skrifuð í Noregi. Mestri furðu sætir þó hversu gríðarlega íslenskt verk Völsunga saga verður í meðförum Ár- na, en hún hefur alla tíð verið flokkuð til svokallaðra „Fomaldarsagna Norðurlanda“ eftir sögusviði sínu. Það var ekki að ófyrirsynju að hún var ekki sett á oddinn í sjálfstæðis- baráttu íslendinga. Hún þótti hrein- lega of alþjóðleg til að teljast hluti þein-a þjóð- argersema sem Islend- ingar byggðu sjálfstæð- iskröfu sína á, enda væri hún hálfgerð afþrey- ingabók. Að loknum formála og inngangi Wagners og Völsunga koma kaflar um ævi Wagners, þýska hugmynda- og þjóðem- issögu og íslensk fræði í Þýskalandi. Birt era fi-umdrög Wagners að hringnum og sagt frá samningu hans. Þetta era skemmtilegustu og fróðlegustu kaflamir. Þeir, sem og aðrir hlutar, era ríkulega mynd- skreyttir, þar á meðal era myndir af uppfærslu Þjóðleikhússins á hlutum Niflungahringsins fyrir fáeinum ár- um. Bókin er fallegur gripur fyrir vik- ið. En meginþungi ritsins og helsti hluti er rækilegur samanburður á Niflungahringnum og heimildum hans. Farið er lið fyrir lið í einstaka efnisþætti hringsins og samsvarandi þætti íslenskra fombókmennta. Þetta er sett upp í tvískiptum blaðsíðum og svo í einskonar dálkaritum í lok kafla. Upptalning þessi tekur tæpar 100 síð- ur og er í alþurrasta og sértækasta lagi miðað við að þetta er eina ritið sem til er um Wagner á íslensku og er ætlað almenningi. Upptalningin held- ur áfiram löngu eftir að meðalskussi í þessum fræðum hefur sannfærst um að talsvert sé til í kenningum Áma. Samt fer ekki hjá því að manni blöskri eignarhaldsáráttan á verki Wagners. Forsendur þessa koma skýrast fram í inngangi. Ami tekur til þess að íslenskar bókmenntir séu á al- þjóðlegum vettvangi kallaðar skand- inavískar, norrænar, old norse eða eitthvað annað, allt annað en íslensk- ar. Hann vitnar í þýskan kennara sinn sem hafi búist við að þar sem hann væri íslendingur vissi hann eitthvað meira en aðrir um sænskar siðvenjur. Nú á dpgum ætti öllum að vera Ijóst, segir Ami, hversu ólík Norðurlönd era innbyrðis. Ætlun hans er að bæta úr þeirri ónákvæmni að segja íslensk- ar bókmenntir vera skandinavískar. En hveija á að uppfræða um þetta í íslensku fræðiriti - nema ætlunin sé að snúa því á þýsku? Menningarlegur samanburður er vandmeðfarinn. Hér jaðrar stundum við að heldur lítið sé gert úr þýskum menningararfi, Þjóðveijum hafi verið nauðsyn að sækja í þann íslenska. Þar á meðal er Wagner, sem þó er lýst sem skapandi listamanni. Þá er bein- línis leitað að þjóðfé- lagslegum orsökum þess að íslenskur bók- menntaarfur sé merki- legri en evrópsk mið- aldarit á latínu. Samanburðurinn verð- ur spuming um eignar- hald og höfundur virðist ekki nema hársbreidd frá því að lýsa norræna goðafræði almennt séð eign íslend- inga. Þó tekur umfjöllunin fyrst að hverfast um ísland þegar Árai telur vafurloga þá sem leika um fjall og Sigurður/Siegfried þarf að bijótast í gegnum til að ná til valkyrjunnar Brunnhilde/Brynhildar vera af ætt- um íslenskra eldgosa. Munu þá ýmsir aðrir íslenskir vafurlogar leika um bókmenntir heimsins. Til góðs eða ills era þó önnur eldgos mun þekktari í evrópskum menntaheimi en íslensk, t.d. frásögn af flótta rómverjans Plin- iusar eldri undan einu slíku. Auk þess fæ ég ekki betur séð en að fjall Wagn- ers geti verið tilbrigði við minnið um prinsessuna og glerfjöllin sjö, það geti átt sér hliðstæður í artúrískum goð- sögnum o.s.frv. Bókmenntasýn rits- ins verður sambærileg hugmyndinni um uppsprettur allrar menningar í Mið-Evrópu, að hún breiðist út til jaðranna og dofni - nema hvað hér er þetta með öfugum formerkjum, allt á sér rætur á íslandi. Án nokkurs vafa er kenningin um rætur Niflungahringsins í íslenskum bókmenntum í stóram dráttum rétt og full ástæða er fyrir Islendinga að kynna sér þennan tónlistaijöfur. En ég kann ekki að meta hugmyndina um ísland sem einskonar vöggu evrópskrar menningar, vöggu með ævafomu bami sem fræðin rugga í svefn. Fjölþjóðlegri fræði myndu gægjast ofaní vögguna og koma auga á að bamið er ýmist bastarður eða umskiptingur - og alls ekki síður væntumþykjunnar virði fyrir vikið. Hermann Stefánsson Ámi Bjömsson Skýrasti mælikvarðinn um núver- andi getu Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna birtist hlustendum eft- ir hlé með 5. sinfóníu Tsjækovskíjs í e-moll Op. 64. Þetta stórbrotna verk eftir kannski melódískasta sinfónista síðrómantíkur er vel þekkt að verð- leikum, og því lítið sem gat farið fram hjá almennum hlustanda, hvorki til góðs né ills. Það sló mann strax hvað strengjahljómurinn, og það í ekki betra húsi en Háskólabíói, var orðinn þéttur og tær, og samstill- ingin í fyrsta þætti var slík, að maður raglaðist andartak í ríminu og hélt að fastasveit kvikmyndahússins væri komin á staðinn. Þó að samtakamátt- ur strengja og blásara næðu e.t.v. ekki alveg sömu hæðum í seinni þrem þáttum og í þeim fyrsta, var samt auðheyrt að hljómsveitin hefur tekið sjömílnastökk fram á við. Nærri allar hinna fjölmörgu tempóbreytinga gengu eins og í vel- smurðri vél. Hendingamótunin var plastísk og atvinnumannsleg, og heildarútkoman ekki síður sigur fyr- ir Ingvar Jónasson stjórnanda, sem maður man ekki í annan tíma hafa náð jafnglæsilegum árangri úr far- sælu starfi sínu fyrir SÁ. Jafnvel þótt Valsþátturinn (Allegro moder- ato) verkaði svolítið hægur, náði hann að sitja sannfærandi. Jafnvægi milli strengja og blásara hafði og sjaldan heyrzt betra en í þetta sinn, og m.a.s. í lokaþættinum, þegar lúðr- ar þöndu vígreifir sinn glansandi sig- ursöng, komu strengirnir sínu fram, þótt hefðu þurft að vera ívið fleiri. Svona frammistaða getur aðeins kallað á upphrópun: Bravó! Ríkarður Ö. Pálsson Jón Öskar sýnir á Seyðisfírði JÓN Óskar myndlistarmaður sýnir verk sín í Skaftfelli - Menningarmiðstöð á Seyðis- firði. Jón Óskar hefur haldið fjöld- ann allan af einkasýningum frá 1983 og verk hans er víða að finna í opinberri eigu, bæði á Islandi og víða í erlendum söfn- um. I verkum sínum tekst hann gjama á við möguleika miðils- ins sem hann vinnur í og reynir á þanþol hans, hvort sem um er að ræða málverk eða úrvinnslu ljósmynda. Verkin sem Jón Óskar sýnir í Skaftfelli hafa ekki verið sýnd áður á Islandi. Sýningin stendur til 15. jan- úar. Kammer- tónleikar KAMMERTÓNLEIKAR Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Bústaðakirkju annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Á efnisskrá eru: Kvartett op. 18 nr. 4, 1. þáttur, eftir L.v. Beethoven, Oktett í F-dúr D 803 op. post. 166,1. og 2. þáttur, eftir F. Schubert, Kvartett nr. 12 í G-dúr 1. þáttur, eftir W. A. Mozart óg tveir þættir úr Par- títu fyrir blásarakvintett eftir I. Fine. Aðgangur er ókeypis. Yatnslita- myndir á Netinu SYNING á vatnslitamyndum eftir Jón Axel Egilsson sem nú stendur yfir á Bókasafni Sel- tjarnamess er einnig á Galleri Grindverk á Netinu. Slóðin er http://www.greendoor.is/gall- eri.html.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.