Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 41 LISTIR Draumar MYJVDLIST Listhús Rcykjavík málverk- REYNIR KATRÍNAR Opið virka daga kl. 13-18, laugar- daga 11-17, sunnudaga 14-17. Til 3. desember. Aðgangur ókeypis. LÍFSPEKI Reynis Katrínar, sem sýnir 14 málverk í Listhús Reykja- vik, tengist hinu fjarræna og yfir- skilvitlega, tilvitnanir hans ljóðræn- ar eða skara öfugmæli; „lausnin á lífinu er að búa sér til góða fortíð". A þann veg hefur gerandinn enda- skipti á hlutunum, öllu oftar óska menn sér og sínum góðrar framtíðar og langra lífdaga og slíkt tengja þeir ekki fortíðinni. Það er þó viss dýpt í þessum fi'amslætti, hann skal ekki misskilinn og varast að sporðrenna honum umhugsunarlaust; ef heim- urinn er óendanlegur þá er ekki gott að segja hvorum megin við erum, í fortíð eða framtíð, né óyggjandi til um hvað lífið sé í raunsönnu eðli sínu. Allt hlýtur að eiga sér upphaf svona líkt og útvarpsbylgjm-nar, sem sagt er að haldi áfram í það endalausa eftir að þær eru einu sinni komnar af stað. Kannski hættulegt fyrir manninn í ófullkomleika sínum að hugsa of mikið um þessa hluti, hyggjuvit hans takmarkað, og þótt honum finnist til að mynda sjón sín fullkomin sér hann margfalt verr sumum sköpum almættisins, svo sem uglunni sem sagt er að sjái 60 sinnum betur. Framslátturinn, að búa sér til góða fortíð, getur allt eins átt við að skila arfinum með sóma til niðja sinna, en hér má víst síður tala upphátt í heimi taumlausrar græðgi er svo er komið. Tilvistin er þannig inntak fyrstu einkasýningar Reynis Katrínar, ekki líisþjáningin heldur draumur- inn, fegurðin, ljóðið, kærleikurinn, ástin, og í slíkum heimi er hið illa og dauðinn helst ekki tíl. Nafngiftir myndverkanna yfirmáta ljóðrænar en torráðnar, oftar en ekki á skjön við innhaldið, eins konar örsögur og framhald ferlisins. Reynir nam í málunardeild MHI 1976-1980, var í einkanámi í málun og leirlist í Nesodden og Osló 1983- 85 og loks fóðrunarskóla NoName á þessu ári. Litir hans, hráir, sterkir og gæddir ríkri en grunnfærðri skreytikennd, í þeim og viðfanginu ekki svo lítil vísun til hins upphafna og háa. Kannski eru stjömumar fuglar sem em svo afskaplega fal- legir að þeir breytast í Ijós. Mynd- verkin afhjúpa mikla einlægni og þrá til sköpunar, en einnig takmark- aðan metnað til að takast á við hin óvægu lögmál lita, forma, tíma og rými á myndfleti. Yfirdrifin frásögn- in verður aðalatriði, hin beina og sýnilega frásögn, en um leið hættir tilhneigingin til hins skreytikennda að bera myndmálið ofurliði... Kynningarskráin er skrautleg og hefur svip af auglýsingabæklingi, en hvorki er sagt frá í hvaða miðli myndverkin em gerð í sérprentuð- um einblöðungi, né því síður hvenær máluð, þetta em þó tvö frumatriði allra framkvæmda á sýningavett- vangi í heimi hér. „Horfur“ VATNSLITAMYNDIR - KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR FYRRUM grafíski hönnuðurinn, en nú málarinn Kristín Þorkelsdótt- Ein af myndum Kristínar Þorkelsdóttur í Listhúsi Reykjavík. Lausnin í lífinu er að búa sér til góða fortíð. ir, fer geyst í myndsköpun sinni og vatnslitamyndir hennar einkennast af sífellt hraðaii meðhöndlun pent- skúfsins, um leið sjálfsprottnari tjáningu augnablikshrifa. A stutt- sýningu smámynda í Listhús Reykjavík, kynnir Kristín 33 verk, sem em dæmigerð fyrir þessi vinnu- brögð. Myndefnin hefur hún sótt til Snæfellsness, Þingvalla, Reykja- ness og Lakagíga og nefnir framn- inginn Horfur, einnig; Dægur í lífi okkar Herðubreiðar. Það em svo einmitt Herðubreiðarmyndimar sem hafa vinninginn á þessari sam- antekt, einkum „Hennar hátign“ (29) og „Herðubreið“ (32 og 33). í þeim öllum hefur listakonunni tekist að höndla augnabliksstemmu sem liggur öðmm form- og litrænt þéttar á mynd- fletinum, en ann- árs em þetta lausar, léttar, vatnsmiklar og gagnsæjar pens- ilstrokur sem eins og bregða á leik um mynd- flötinn, þannig að rétt greinir í þekkjanleg við- föng. Leikurinn með áhrifabrögð fingrafiminnar á fullu, eða það sem við málar- amir nefnum effektaleik, en síður farið að myndefnunun með ró og yf- irvegan, liturinn þá látinn renna nið- ur flötinn og samlagast honum sem era helstu töfrar vatnslitamálunai'. Tm-ner, Nolde og okkar eigin Ás- grímur vora hér meistaramir. Auð- vitað margur hátturinn að nálgast vatnslitinn, en laufléttir og glæsileg- ir áhrifataktar em ekki það sem að mínu mati dregur fram bestu eigin- leika þeirra. Það er líka svo að Krist- ín nálgast á stundum mun metnað- arfyllri heillegri og safaríkari hliðar vatnslitanna en hér getur að líta, og verður að líta svo á að þetta sé hlið- arspor, nokkurs konar tilfæringar í skyndi... Bragi Asgeirsson Nýjar plötur • UT er komin geislaplatan Slátta sem inni- heldur fjögur tón- verk eftir Jór- unni Viðar. Verkin á plöt- unni em: Slátta, konsert fyrir pí- anó og hljóm- sveit. Flytjendur eru Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó og Sinfóníuhljómsveit Islands, stjómandi: Petter Sundquist. Tilbrigði um íslenskt þjóðlag fyrir selló og píanó. Flytjendur em Lov- ísa Fjeldsted, selló, og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. Hugleiðingar um fimm gamlar stemmur fyrir píanó. Flytjandi er Valgerður Andrésdóttir, píanó. íslensk svíta fyrir fiðlu og píanó. Flytjendur em Laufey Sigurðar- dóttir, fiðla, og Selma Guðmunds- dóttir píanó. Útgefandi er Smekkleysa. ----------------- Frumsýningu frestað TIL stóð að fmmsýna leikritið ,Á sama tíma síðar“ nú í nóvember en sem kunnugt er, þá er það sjálfstætt framhald af leikritinu „Á sama tíma að ári“ sem sýnt hefur verið í Loft- kastalanum á vegum Leikfélags ís- lands. I fréttatilkynningu frá Leikfélagi íslands segir að ákveðið hafi verið að fresta frumsýningu á nýja leikritinu til 28. desember vegna mikillar að- sóknar að fyrra leikritinu. www.mbl.is Benvemito, gardeur stredson LACOSTE BELLINI 50 -70% AFSLÁTTUR AF MERKJAVÖRU outlet SÍMI 568 951 2 SUÐ URLANDSBRAUT 54 BLÁU HÚSIN VIÐ HLIÐINA Á TOPPSKÖR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.