Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 43
42 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 43 fMmgiissiMiifrifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BÆTT STAÐA STAÐA útlendinga hér á landi batnar verulega verði frum- varp afgreitt sem lög frá Al- þingi, sem ríkisstjórnin hefur sam- þykkt og er nú til umfjöllunar í þingflokkum hennar. Nýrri stofnun verður komið á fót, Útlendingastofn- un, og mun leysa Útlendingaeftirlitið af hólmi. Nýja stofnunin mun fara al- mennt með mál er snerta útlendinga hér á landi, svo og málefni flótta- manna er æskja hælis. Útlendingum hefur fjölgað hér mjög á undanförnum árum, m.a. hafa íslenzk atvinnufyrirtæki sózt eftir út- lendingum í vinnu og í sumum grein- um er framlag þessa fólks mikilvægt fyrir atvinnulífið, t.d. í fískiðnaði, einnig er mikil spurn eftir erlendu starrfsfólki með hvers konar sér- menntun og sérfræðiþekkingu. Brýnt er orðið að tryggja réttindi útlend- inga og þá ekki sízt flóttamanna, sem hafa lent í ýmsum hremmingum síð; ustu árin við komuna til landsins. í frumvarpinu er fjallað um rétt flótta- manna til hælis og verndar gegn of- sóknum og með því er verið að upp- fylla skyldur samkvæmt alþjóðlegum samningum, m.a. samningi Samein- uðu þjóðanna um vernd gegn pynt- ingum. Hvað pólitíska flóttamenn varðar verður tekið tillit til þess, hvort þeim stafi nokkur ógn eða hætta af því að verða sendir til baka til þess lands, sem þeir komu frá, eða til síns heimalands. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra segir, að í frumvarpinu sé ÓVISSA EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, lýsti því yfir á föstu- dag að hann væri reiðubúinn að efna til kosninga. Barak hefur sætt hörðum árásum ísraelsku stjórna- randstöðunnar á ísraelska þinginu síðastliðnar vikur. Með því að sam- þykkja að boða til kosninga er hann að taka mikla pólitíska áhættu en jafnframt kann það að vera eina leiðin út úr þeirri sjálfheldu, sem friðarumleitanir í Mið-Austurlönd- um eru komnar í. Viðræður ísraela og Palestínu- manna í Camp David í Bandaríkjun- um síðastliðið sumar voru einstakt tækifæri til að halda áfram þeirri þróun sem hófst með Óslóarsam- komulaginu. Þegar upp úr viðræð- unum slitnaði var hins vegar ljóst að erfitt yrði að taka upp þráðinn á nýjan leik. Barak teygði sig lengra í samningsátt en nokkur fyrri for- sætisráðherra ísraela en Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, var ekki reiðubúinn að semja. Hafa sumir kennt því um að ekki hafi verið tryggt nægjanlega fyrirfram að hann hefði öruggt bakland á meðal annarra arabaríkja í samn- ingunum. Síðastliðna tvo mánuði hefur ríkt eins konar stríðsástand á hernumdu svæðunum. Enn á ný er það orðið daglegt brauð að sjá fréttir af því að hópar palestínskra ungmenna hafi grýtt ísraelska hermenn og að börn hafi fallið er slíkum árásum er svarað með skothríð. Bílasprengjur ÚTLENDINGA fjallað um meðferð á málum útlend- inga, þ. á m. um andmælarétt og leið- beiningarskyldu, svo og aðstoð við þá og rétt á talsmanni í alvarlegri mál- um. Hún bendir m.a. á vegna umræðu undanfarið, að það sé ekki, og hafi ekki verið, úrslitaatriði í umfjöllun um málefni pólitískra flóttamanna, hvort þeir hafi komið til landsins með fölsk skilríki eða eigi farmiða til baka. Af öðrum ákvæðum í frumvarpinu má nefna, að eftir þriggja ára búsetu má veita útlendingi ótímabundið dvalarleyfi. Eitt af skilyrðunum fyrir því er, að viðkomandi hafi sótt nám- skeið í íslenzku. Núgildandi lög um eftirlit með út- lendingum eru frá árinu 1965 og hafa miklar breytingar orðið í heiminum frá þeim tíma og reyndar almennt á viðhorfum fólks til umheimsins. Ein- angrun landsins er rofin. Heildarend- urskoðun á lögunum um eftirlit með útlendingum er því löngu tímabær. Nýja frumvarpið er sniðið að íslenzk- um aðstæðum eftir norrænni löggjöf, svo og að aðild Islands að Schengen- samkomulaginu. Það er vissulega ánægjulegt, að málefni útlendinga komi nú til um- fjöllunar Alþingis og að réttarbætur þeim til handa sjái dagsins ljós innan skamms. Eldra fyrirkomulag þessara mála hefur sætt verulegri gagnrýni, enda er það eðlilegt, að breytingar séu nauðsynlegar í takt við nýja tíma. Fram hjá því verður ekki litið, að á íslandi er að myndast fjölþjóðlegt samfélag. í ÍSRAEL springa í Israel og landnemar eru vegnir úr launsátri. Pólitísk staða jafnt Baraks sem Arafats er þröng. Harðlínuöfl innan raða Palestínumanna sækja hart að Arafat og stjórn hans sætir ásökun- um um spillingu og óstjórn. Völd Arafats hafa ekki síst byggst á því að hann hefur verið talinn sá maður er helst gæti náð samningum við Israela um sjálfstætt ríki Palest- ínumanna. Stefnt hafði verið að því að lýsa yfir stofnun slíks ríkis síð- astliðið haust. Draumur palestínsku þjóðarinnar um eigið land virðist hins vegar jafnfjarlægur og fyrr. Barak þarf á hinn bóginn að tak- ast á við harðvítuga stjórnarand- stöðu, jafnt frá hægri sem vinstri. Ekki síst hefur stigmagnandi of- beldi gert hann berskjaldaðan gagnvart gagnrýni þeirra afla, sem saka hann um að hafa gefið of mikið eftir í samningum við Palestínu- menn. Israel er lýðræðisríki og stjórnmálabarátta er óvíða jafn- óvægin og í landinu helga. Við fyrstu sýn kann svo að virðast sem yfirvofandi kosningar með þeim átökum sem þeim fylgja muni gera friðarvonir að engu í bili. Það þarf þó ekki að vera. Barak mun aldrei geta yfirboðið harðlínustefnu Likud. Það má færa sterk rök fyrir því að hann eigi helst líkur á sigri takist honum að semja við Arafat eða sannfæra Israela um að hann geti náð skynsamlegum samning- um. Nauðsyn á evrópsk- um vettvangi til að skapa evrópska rödd Morgunblaðið/Sigrún Karel van Wolferen á skrifstofu sinni skammt frá Amsterdam. Alþingi áformar að afnema heimild til að fresta skattfærslu söluhagnaðar hlutabréfa Skattlagning söluhagnaðar af hlutabréfum Núgildandi lög Frumvarp fjármálaráðherra Frumvarp Samfylkingarinnar Skattahlutfall 10% 10% 10% Skattahlutfall af söluhagnaði umfram 3,2 m.kr.á einstakling, 6,4 m.kr. f. hjón 38,37% tekjusk. + 7% hátekjusk. 10% 38,37% tekjusk. + 7% hátekjusk. Einstaklingar Heimilt að fresta skattlagningu Heimild afnumin Heimild afnumin Fyrirtæki Heimilt að fresta skattlagningu Heimilt að fresta skattlagningu Heimild afnumin Skiptar skoðanir um hvort breyta eigi skattprósentunni Stefnt er að því að afnema fyrir áramót heimild til að fresta skattlagningu hagnað- ar af sölu hlutabréfa. Fjármálaráðherra leggur til að samhliða verði skattprósenta af hagnaði umfram 3,2 milljónir lækkuð, en skiptar skoðanir eru um það. Þegar stjórnmálamenn þurfa ekki að svara til ábyrgðar missa þeir hæfíleikann til að meta áhrif gerða sinna og réttlæta þær, segir Karel van Wolferen í viðtali við Sigrúnu Davíðsdóttur og bendir á að mikilvæg forsenda þess sé opinber vett- vangur. Slíkan vett- vang vanti í Evrópu. Evrópusamruninn krefst þess að það verði til opinber, evrópskur vettvangur samfélags- umræðu og tíminn eftir kalda stríð- ið krefst nýs hugsunarháttar, sem inniheldur fleiri raddir en banda- rískar. Þetta er kjarninn í hug- myndum Karels van Wolferen, prófessors við háskólann í Amster- dam og fyrrverandi blaðamanns. Wolferen hefur um árabil haft ann- an fótinn í Japan og eru skoðanir hans litaðar þeirri reynslu. Bókin „The Enigma of Japanese Power: People and Politics in a Stateless Nation“ frá árinu 1990 gerði hann að heimsfrægum sér- fræðingi í valdi og valdaskiptingu í Japan og í valdakerfum almennt. Eitt af því sem einkennir japanskt vald er að það er varla lýðræðislegt í vestrænum skilningi og þar er enginn, sem er endanlega ábyrgur. Hvort tveggja mótar mjög sýn Wolferens á Evrópusamrunann. Prófessorinn, sem býr á gömlum sveitabæ í 20 mínútna akstursfjar- lægð frá Amsterdam, er með skrif- stofuna sína í gamalli hlöðu. Þar er hátt til lofts og vitt til veggja, fullt af bókum og þægilegum stólum, að ógleymdu skrifborði og tölvu. Á veggjunum hanga fallegar svart- hvítar ljósmyndir, sem hann hefur sjálfur tekið. Þetta áhugamál hús- ráðanda gerir það að verkum að hann vildi gjarnan koma til íslands við tækifæri. Hann er sannfærður um að þar sé margt gott myndefnið. Önnur fótfesta hans er fjallakofi ekki langt frá Tókýó, þaðan sem sést yfir nálæga fjallatinda, auk þess sem hann á sér dvalarstað í Tókýó. Þangað til nýlega var hann meirihluta ársins í Japan, en nú hefur það breyst eftir að hann tók við prófessorsstöðu. Hann dvelur meirihluta ársins í Hollandi, þótt hann haldi áfram í sjónarhornið japanska og fótfestu sína þar. Evrópusamruni séður að austan Áður en kemur að þörfinni á hin- um evrópska vettvangi vaknar spurningin um hvert Evrópusam- runinn stefnir að mati van Wolfer- ens. Það stendur ekki á svarinu. „Það veit í rauninni enginn. Það eina sem við höfum eru niðurstöður nokkurra ríkjaráðstefna,“ segir hann snarlega. „í stað þess að svara þessari spurningu beint kýs ég að taka smá útúrdúr. Ég held að við höfum ekki réttu forsendurnar til að skilja samtímann. Tíminn eftir kalda stríðið er að taka á sig mynd og sú mynd hefur ekki sést áður. Við þurfum meira skapandi þekk- ingu og hana getum við meðal ann- ars fengið með því að horfa til Asíu og bera pólitískar stofnanir í Evrópu saman við það sem gerist í Asíu. Ég hef áhuga á ríkisvaldi, sem hefur ekki ríki að baki sér í hefð- bundnum skilningi. í bókinni minni um vald í Japan komst ég að þeirri niðurstöðu að Japan væri ekki ríki í hefðbundnum skilningi, því þar vantaði ábyrgðarskylduna. ESB er skondið dæmi, því það byrjaði sem tollabandalag, sem síðan hefur orð- ið annað og meira, þótt reyndar hafi sumir upphafsmanna þess talað um hið pólitíska markmið. Það er ekki sambandsríki eins og þau sam- bandsríki, sem við þekkjum, en þó pólitískt samband. Með tilkomu EMU er ekki lengur hægt að horfa framhjá pólitískum afleiðingum samrunans." Hvaða samsuða mun koma út úr þessu? „Það er ekki gott að segja, en örugglega ekkert, sem hefur sést áður, heldur eitthvað, sem á sér engar nákvæmar hlið- stæður. Ég hef enga trú á að það verði neitt í líkingu við Bandaríkin, því það skortir allar sögulegar for- sendur til þess. En það verður ekki horft framhjá þvi að samruninn nú er orðinn mun meiri en nokkur hefði trúað fyrir áratug. Áherslan á efnahagssamvinnuna hefur leitt marga til að álykta að hægt sé að skiija að hið pólitíska og hið efna- hagslega og efnahags- samvinnan geti verið án pólitískra afleiðinga - en því fer auðvitað fjarri. Með tilkomu evrópska seðla- bankans hafa aðildarlöndin afsalað sér viðamiklum sjálfsákvörðunar- rétti. Áður fyrr höfðu löndin þetta und- arlega samband við þýska markið og þýska seðlabankann. Þá fengu Frakkar þá hugmynd að þeir ættu að hafa þarna meiri áhrif, þar með þokaðist EMU af stað og löndin af- söluðu sér þessum mikilvæga hluta sjálfsákvörðunarréttar síns. Þetta hefur óhjákvæmilega pólitískar af- leiðingar, því þar með þurfa löndin að ræða gengismál og tengd mál og koma sér saman um þau og um að- gerðir. En gallinn er að það eru engar aðstæður til að ræða þessi sameig- inlegu mál. Hvar geta Danir til dæmis borið saman bækur við ítali? Hvergi. Það er enginn opinber vett- vangur til þar sem tvær eða fleiri þjóðir geta skipst á skoðunum.“ Lýðræði í ESB Hvernig sérðu fyrir þér að slikur sameiginlegur vettvangur eigi að vera? „Slíkur vettvangur er ekki einn áþreifanlegur vettvangur, heldur settur saman úr þúsund slík- um - en á einhvern hátt þarf hann að byrja. Grundvallaratriðið væri að koma á fót blaði. En áður en ég kem að því vildi ég minna á annað. Frá mínu óevrópska sjónarhomi er lýðræði ákjósanlegt. Þar er þrennt tekið sem gefið. I fyrsta lagi að það séu kosnir góðir stjórnmála- menn til að halda kerfinu gangandi. í öðru lagi að það sé einfalt að losna við sitjandi stjóm með því að efna til kosninga. Én það er í raun ekki nóg, heldur þarf einnig að vera kerfi, sem hindrar öfgar, eins og náðu yfirhöndinni í Japan og Þýskalandi, en einnig öfgar eins og komu upp á yfirborðið í Lewinsky- málinu í Bandaríkjunum, þar sem þetta eina mál var alls ráðandi um langa hríð. I þriðja lagi er svo atriði, nátengt hinu fyrra, sem er opinber vett- vangur, þar sem er hægt að koma því til skila hvað skiptir máli og hvað ekki, til að efla umræðu og miðla samþykki. Með öðmm orðum vettvangur til að gera borgurunum kleift að rækja pólitíska þegnskyldu sína, því fólk gegnir ekki aðeins hlutverki sem vinnandi fólk eða í einkalífinu. Til að þetta hlutverk öðlist merkingu þarf að vera til opinber vettvangur." Talandi um lýðræði, þá hefur ESB oft verið gagnrýnt fyrir skort á lýðræði. Hver er þín skoðun á því? „Evrópu er stjórnað af ráði ráð- herra, sem hver er kosinn í sínu landi, svo að hluta er þar fylgt lýð- ræðislegum leikreglum. En Evrópa getur ekki sent þessa ríkisstjórn sína heim með kosningum líkt og hægt er að gera í hverju landi. Þingmenn Evrópuþingsins em ekki þingmenn í sama skilningi og þing- menn þjóðþinganna. Það er heldur ekkert kerfi til að hindra öfgar á evrópskum vettvangi og það er sannarlega ekki til neinn evrópskur vettvangur. Þetta svarar því spurn- ingunni um lýðræði í ESB. En spurningin er þá hvað skiptir hér máli og hvernig skapa má þess- ar forsendur. Þarna held ég að skipti máli að skapa evrópskan vett- vang. Það hefur verið reynt áður og ekki tekist, en nú held ég að það væri lag að reyna þetta aftur. Það þarf að skapa þennan vettvang, en það er ekki við því að búast að hann skili hagnaði. Eitt af því sem almennur vett- vangur skapar er krafan um ábyrgð. Eitt af því sem má sjá í Jap- an er að þegar valdhafar, hvort sem þeir em stjórnmálamenn eða emb- ættismenn, þurfa ekki að svara til ábyrgðar missa þeir hæfileikann til að hugsa fyrir og útskýra gerðir sínar. Evrópusammninn er ekki heppi- legur fyrir lýðræðið í hverju ein- stöku landi. Þegar ráðherrar koma frá fundum í Bmssel og segja frá ákvörðunum þar, sem þeir em ósammála, er það fast svar að þessu geti þeir ekki breytt. Á þennan hátt geta valdhafarnir falið sig á bak við kerfi, sem almenningur er tor- trygginn á. Það er ekki hægt að draga menn til ábyrgðar á vett- vangi ESB. Með evrópskum vett- vangi væri hægt að koma ábyrgð áleiðis. Það efast enginn um nauðsyn á slíkum vettvangi, en vandinn er hvemig honum verður komið á. í hverju landi em málefni rædd á vettvangi verkalýðsfélaga, kirkj- unnar og annarra stofnana samfé- lagsins. En þessar stofn- anir eiga engar al- mennar evrópskar ræt- ur, heldur rætur í hveiju landi og það verður því ekki til nein evrópsk umræða í þeim. Innan Sameinuðu þjóðanna er mikið rætt um alþjóðlegt borgara- samfélag, þar sem frjáls félagasam- tök (NGO) gegna mikilvægu hlut- verki. En fiest þeirra era um leið þrýstihópar og era ekki á neinn hátt fulltrúar stórra þjóðfélagshópa, hvað þá þjóðfélaga. Það er misskiln- ingur að líta á þessi samtök sem dæmi um sérlega virkt lýðræði, því þau em iðulega boðberar þröngra hagsmuna." Evrópskur vitundarvettvangur En stafar skortur á evrópskum vettvangi ekki einfaldlega af því að það er ekki til neitt sem kalla mætti evrópskan hugsunarhátt, heldur aðeins danskan, ítalskan, breskan og svo framvegis, þar að auki á mörgum málum - að það er ekki til neitt, sem kalla mætti evrópska vit- und? „Tungumálin em vissulega mismunandi og ákveðinn þröskuld- ur, en mér finnst í spumingunni einmitt felast ástæðan fyrir að skapa þennan vettvang. Það er ekki til nein evrópsk vitund eða hugsun- arháttur af því að þennan vettvang vantar. Okkur vantar möguleikann á að sjá hvað hinir em að hugsa. Hingað til hafa fáir kippt sér upp við þessa vöntun. Mönnum hefur staðið á sama. Það er ekki við því að búast að ríkisstjómir eða embættis- menn stuðli að því að stofna slíkan vettvang, því það liggur í eðli þess- ara tveggja aðila að vilja halda al- menningi óupplýstum. Það hefur nýlega komið út bók í Japan, sem heitir einfaldlega „Haldið fólkinu óupplýstu". Það er ekki heldur á markaðsöflin að treysta í því að koma upp slíkum vettvangi, því hann er ekki heldur þeim í hag, sem hugsa mest um ágóða. Á þessum vettvangi mætti taka fyrir mál sem em almenningi í hag, en sem annars era ekki rædd nóg. Það er til dæmis áberandi að eftir ríkjaráðstefnur ESB fara stjóm- málamennimir heim hver til síns lands og kynna niðurstöðumar á gjörólíkan hátt. Það er eins og þeir séu hreint ekki að ræða sama mál- ið.“ Hvaða raddir em það sem þér finnst vanta í umræðuna? „Það em ekki síst raddir frá útjöðranum, frá löndum eins og Slóveníu, íslandi, Danmörku og svo framvegis. Ég vildi gjarnan vita hvað hugsandi fólk í þessum og öðmm löndum er að hugsa. Hvað eru Danir til dæmis að hugsa um velferðarþjóðfélagið? Það er áhugavert, því þeir hafa af því langa reynslu. Og hvað era Slóv- enar að hugsa um Evrópusammn- ann? En það kemur fleira til. Með því að fylgjast með umræðum í Jap- an rann það upp fyrir mér hve mikið af því sem Japanir álíta um sjálfa sig er mnnið frá bandarískum fræðimönnum. Japanir sjá sjálfa sig með bandarískum augum, sem lýð- ræðisþjóðfélag er alltaf leitist við að vera sammála um allt - bara af því að Bandaríkjamenn þurftu skyndi- lega að réttlæta að Japanir yrðu bandamenn þeirra. Sama gildir um skoðanir Evrópu- búa um sjálfa sig, þótt það sé kannski ekki í jafnríkum mæli. Evrópubúar hafa enga rödd, sem kemur innan frá, um hverjir þeir séu og hvað þeir vilji.“ Hvers konar málgagn sérðu fyrir þér? „Málgagn, þar sem hugsandi menn frá ýmsum löndum velta upp málum er vekja áhuga í þeirra lönd- um og lýsa sjónarhomi sínu á ýmis viðfangsefni á evrópskum vett- vangi. Ég vildi helst sjá blað á papp- írsformi, en geri mér grein fyrir að Netið gæti verið mikilvægt, enda þyrfti efnið i þessu málgagni að eiga greiða leið að fréttamiðlum í hverju landi.“ Hverju myndi það breyta að hafa svona málgagn? „Þar væri hægt að leggja málefni á borðið, sem væra enn ekki komin upp á yfirborðið. Þær væri hægt að velta upp fleiri hliðum á velferðarkerfinu, hlut- verki markaðarins og áhrifum þess að auka viðskiptafrelsi en er hægt með því að einblína aðeins á um- ræðuna í hverju landi. Hugmyndir hugsandi Evrópubúa eiga ekki aðeins erindi við landa þeirra, heldur einnig við aðra Evrópubúa." Þú nefndir áðan að svo mikið af hugmyndum Evrópubúa um sig sjálfa væra sprottnar frá Banda- ríkjunum. Er ESB til fyrir Evrópu eða til að mynda mótvægi við Bandaríkin? „Aður vom Bandarík- in annars vegar og hins vegar fjöldamörg Evrópulönd og svo Jap- an, sem alltaf fylgir Bandaríkjunum eftir. Siðan em það hugsanlega öfl- ug veldi eins og Kína, sem enn sem komið er fer ekki mikið fyrir. Evrópsk rödd er mikilvæg til þess að minna Bandaríkin á hvað er hugsað annars staðar. Margir Bandaríkjamenn halda að allir stefni að því að líkjast Bandaríkjun- um í einu og öllu. Évrópsk rödd get- ur minnt á að svo er ekki.“ AGREININGUR er um það á Alþingi hvort breyta eigi skattprósentu vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa, sem er umfram 3,2 millj- ónir á hvem einstakling. Allgóð sam- staða er hins vegar um að afnema beri heimild einstaklinga til að fresta skattfærslu söluhagnaðar. Á síðasta ári var skattfærslu um 13 milljarða frestað. Heimild til frestunar á skatt- færslu hagnaðar af sölu hlutabréfa var sett í skattalög árið 1996. í greinargerð með lögunum kom fram að markmiðið með henni væri að auka aðlögunarhæfni atvinnulífsins að breyttum aðstæðum, auðvelda skipulagsbreytingar í atvinnulífinu og stuðla að því að fjármagn héldist í íslensku atvinnulífi, jafnframt því að auka spamað hjá almenningi. Reynsla af þessari lagaheimild þykir hins vegar hafa leitt í ljós að hún hafi haft aðrar afleiðingar en vonastvar eftir. „Ýmislegt bendir til þess að þeir sem hafa hagnast vel á sölu hluta- bréfa á undanfömum áram hafi í vaxandi mæli nýtt sér umrædda frestunarheimild. Þá virðast sífellt fleiri telja að hagstæðara sé að ávaxta það fé í hlutafélögum, sem em annars staðar en á íslandi, vegna hag stæðari skattareglna og í ýmsum tilvikum í skjóli bankaleynd- ar. Leiða má líkur að því að í mörg- um tilvikum falli skattlagningin jafn- vel niður vegna skorts á upplýsing- um. Þetta tvennt, frestun skatt- greiðslna og hagstætt skattaum- hverfi, em án efa helstu ástæður þess að stærri fjárfestar hafa kosið að stofna eigin hlutafélög erlendis. Þannig má halda því fram að í gild- andi reglum felist ákveðin hvatning fyrir einstaklinga til þess að fjár- festa í félögum erlendis fremur en hér á landi. íslenskir fjárfestar hafa því getað takmarkað skatta sína með því að greiða sér arð frá hinu erlenda félagi, sem er skattlagður með 10% skatti hér á landi. Þetta er gert þar sem hagstæðara er að fá fjármagns- tekjur í formi arðs en söluhagnaðar þegar fjárhæðimar em orðnar há- ar,“ segir í greinargerð með fram- varpi fjármálaráðherra um breyt- ingar á tekjuskattslögunum, en fmmvarpið gerir ráð fyrir að heim- ildin verði afnumin. Samkvæmt gildandi lögum greið- ist 10% fjármagnstekjuskattur af hagnaði af sölu hlutabréfa. Ef hagn- aðurinn er meiri en 3,2 milljónir á hvem einstakling og 6,4 milljónir fyrir hjón greiðist hins vegar skattur í samræmi við almennan tekjuskatt, þ.e. 38,37%. Gera má ráð fyrir að flestir sem hagnast svo mikið á hlutabréfaviðskiptum þurfi að greiða hátekjuskatt, en það þýðir að viðkomandi greiðir 46,37% skatt af söluhagnaðinum. Samkvæmt úttekt um þetta mál sem birtist í Morgunblaðinu í haust hafa margir einstaklingar sem hafa hagnast vemlega á hlutabréfavið- skiptum kosið að fara þá leið að stofna eignarhaldsfélög erlendis og fjárfesta fyrir söluhagnaðinn í því. Þar með er hagnaðurinn kominn í hlutafélag og hlutverk þess er þá fyrst og fremst að ávaxta peningana m.a. með því að fjárfesta í öðmm fé- lögum. Mörg þessara félaga em staðsett í Lúxemborg þar sem skattaumhverfið er mun hagstæð- ara en hér á landi. Bankaleyndin gerir það einnig að verkum að mjög erfitt er fyrir íslensk skattayfirvöld að fá upplýsingar um þessi eignar- haldsfélög. Skattfærslu 13 milljarða frestað Samkvæmt upplýsingum frá rík- isskattstjóra, sem fjármálaráðherra greindi frá á Alþingi fyrir skömmu, nam söluhagnaður af hlutabréfum alls tæplega 20 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af vom 6,6 milljarðar skattlagðir sem fjármagnstekjur, sem þýðir að þar er um að ræða fólk sem er undir 3,2 milljóna markinu. Af þessari upphæð er þar af leiðandi greiddur 10% skattur. Skattlagt sem aðrar tekjur, þ.e. tekjur umfram 3,2 milljóna markið, em hins vegar 182 milljónir. Upp- hæðin þar sem skattlagningu hefur verið frestað nam hins vegar 13 milljörðum, þ.e. miklum meirihluta alls söluhagnaðar af hlutabréfum á síðasta ári. Af þessum 182 milljónum sem fara í almenna skattlagningu fær ríkið um 80 milljónir í tekju- skatt. Geir H. Haarde fjármálaráðherra benti á það á Alþingi þegar hann mælti fyrir fmmvarpi til breytinga á lögum um tekju- og eignarskatt, að 10% fjármagnstekjuskattur af áður- nefndum 13 milljörðum gæfi ríkis- sjóði 1,3 milljarða. „Þannig að það er ekkert vafamál að núgildandi reglur hlunnfara ríkis- sjóð og það væri með þessari ein- földu breytingu hægt að afla næst- um því þrettán hundrað milljóna króna með h'tilli fyrirhöfn af þessum skattstofni, væntanlega af fólki sem ekki yrði ósátt við að greiða þennan skatt. Ég tel að hér sé um augljóst hagsmunamál fyrir ríkissjóð að ræða og sjálfsagt mál að ráðast í þessa breytingu,“ sagði Geir. Framsóknarmenn með fyrirvara Þingflokkur Framsóknarflokks- ins samþykkti frumvarp fjármála- ráðherra með fyrirvara. Framsókn- armenn hafa efasemdir um að rétt sé að lækka skattprósentuna af sölu- hagnaði umfram 3,2 milljónir á hvem einstakling úr 38% (45% ef um hátekjuskatt er að ræða) niður í 10% eins og fmmvarpið gerir ráð fyrir. 10% skattur af 13 milljörðum gæti skilað rfldssjóði 1,3 milljörðum í tekjur eins og áður segir, en hin skattprósentan gæti skilað rfldssjóði 5,9 milljörðum. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa einnig lagt fram lmmvarp um breytingar á þessum lögum. Fmm- varpið gerir ráð fyrir að frestunar- heimildin verði afnumin, en skatt- prósentunni verði ekki breytt. Auk. þess gerir ftmmvarp Samfylkingar- innar ráð fyrir að heimild fyrirtækja til að fresta tekjufærslu hagnaðar af sölu hlutabréfa verði afnumin, en ekki er gert ráð fyrir því í fmmvarpi ráðherra. Fyrirtæki mega áfram fresta skattfærslu Fram kom í umfjöllun Morgun- blaðsins í haust um þetta mál, að al- mennt væri htið svo á að það borgaði sig ekki fyrir einstaklinga að stofna eignarhaldsfélög erlendis og flytja söluhagnaðinn í þau nema að við- komandi hefði a.m.k. 30-50 milljónir í höndunum. Kostnaðurinn við að stofna eignarhaldsfélögin og reka . þau æti upp ávinninginn ef um lægri upphæðir væri að ræða. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, benti á það í samtali við Morgunblaðið fyr- ir skömmu, að menn myndu halda áfram að nýta sér þann möguleika að stofna eignarhaldsfélög erlendis. Ahrifin af þessari lagasetningu væm því m.a. þau að þeir sem væra með lægri upphæðir greiddu skattinn og fjárfestu fyrir það sem eftir stendur í eigin nafni í öðmm hlutafélögum eða á annan hátt. Þeir sem væm með stórar upphæðir í höndunum*". greiddu að vísu skattinni einu sinni en fæm síðan með upphæðina í eigin eignarhaldsfélög erlendis. Þeir þurfa síðan ekki að greiða neinn skatt af söluhagnaði sem félagið hef- ur af fjárfestingum sínum í framtíð- inni því hlutafélögum er áfram heim- ilt að fresta skattfærslu söluhagnað- ar. Engin veit hvert Evrópa stefnir Evrópskt málgagn mikilvægt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.