Morgunblaðið - 30.11.2000, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 47
LISTIR
BÆKUR
Skáldsaga
HEIMSINS
HEIMSKASTI PABBI
eftir Mikael Torfason. JPV-forlag,
Reykjavík 2000.218 bls.
Með lúftgítarinn á lofti
MARTEINN Máni Sævarsson er
breyttur og þreyttur maður. Einu
sinni hét hann Marteinn Hnikar
Sævarsson og lífið var miklu betra
þá. Hann átti góða vini og var ör-
uggur í hverfinu sínu. Hann vissi út
á hvað þetta allt saman gekk. Eða
hafði að minnsta kosti ekki of mikl-
ar áhyggjur af því. Sem breytist
allt þegar hann verður fullorðinn,
eignast konu, börn og gemsa og er
allt í einu orðinn þátttakandi í lífs-
gæðakapphlaupinu. Það er því
táknrænt að í sögunni er það konan
hans sem fær Martein til að skipta
um nafn og er fallið óneitanlega
tengt henni: „Einu sinni var ég her-
skár bardagamaður en svo kynntist
ég konunni minni [S]“. Marteinn er
í ofanálag umvafinn einhverjum
ókennilegum og ógnandi kvenleika
alla frásögnina. Mamma hans gerði
honum hluti sem hann getur ekki
horfst í augu við; eiginkonan fjötr-
aði hann í viðjar vanans og hélt síð-
an fram hjá honum;
dætrum hans líkar illa
við hann og til að bíta
hausinn af skömminni
er búið að kvenvæða
samfélagið og hann
sjálfan með. Þetta er
veruleikinn eins og
hann blasir við sögu-
hetju nýjustu skáld-
sögu Mikaels Torfason-
ar, Heimsins heimsk-
asti pabbi. Mikael vakti
nokkra athygli árið
1997 með sinni fyrstu
bók, Falskur fugl, sem
hann síðan fylgdi eftir Mikael
ári síðar með Saga af Torfason
stúlku. Einkenni Mika-
els í íyrstu bókinni voru óheflaður
stíll, hispurslaus umfjöllun um kyn-
líf og ofbeldi og áherslu á það sem
kalla mætti afbrigðilegan þanka-
gang sögumanns. Þessir þættir eru
allir áberandi í nýju bókinni en
krafturinn sem dreif frásögnina
áfram í Fölskum fugli er þó ekki til
staðar. Og þótt bókin eigi í miklum
og stöðugum samræðum við sam-
tímann - tilvísanir til líðandi stund-
ar reka hver aðra - og sögumaður
klæmist og djöflist
eins og hann getur er
sagan gamaldags á
einhvern undarlegan
hátt. Grunnfrásögnin
er leitin að föðumum,
sem birtist reyndar
nokkuð skemmtilega
á tvennan hátt í bók-
inni, en fyrst og
fremst er sögumaður
sérlega smáborgara-
legur í hugsun, vill
láta banna fóstureyð-
ingar og skilnaði.
Martein dreymir
bókstaflega um hinn
horfna veruleika karl-
ræðisins og bölsótast
út í félagslegar umbyltingar ’68
kynslóðarinnar, karlmenn eru bara
ekki eins og þeir eiga að sér nú á
dögum. En hann veit líka að einu
sinni var þetta öðruvísi. Einu sinni
voru til „hörkukellingar sem grétu
tárum sínum í hljóði,“ og karlmenn
áttu sér óorðaðan djúpstæðan sann-
leika sameiginlegan. Karlmannleg-
an sannleika sem kom konum ekk-
ert við. Það sem lesandi saknar oft
og tíðum í frásögninni er einhvers
Brot úr menningararfi
BÆKUR
Þ u I u r
í FÖÐURGARÐIFYRRUM
eftir Guðrúnu Auðunsdóttur.
Myndskreyting: Halldór Pótursson.
Útgefandi: Áslaug Ólafsdóttir. 2.
útgáfa, Reykjavík 2000.
HÖFUNDUR að þulunum, Guð-
rún Auðunsdóttir húsfreyja að Stóru-
Mörk undir Eyjafjöllum, var fædd
1903 og dó nú á síðasta tug ald-
arinnar. Hún var ein af hinum mörgu,
listrænu systkinum frá Dalseli.
Þulumar komu út 1956 með mynd-
um eftir Halldór Pétursson. Þetta er
önnur útgáfa, óbreytt frá þeirri fyrri.
Eftirmála ritar Sigurður Einarsson
frá Holti. Eftirmálinn birtist einnig
óbreyttur.
í tímaritinu Iðunni 1916 segir að ís-
lenzkar þulur sem þá birtust í Skfrni
og Iðunni undir dulnefni (D.) séu eftir
Theódóru Thoroddsen. Höfundar að
þulum voru flestir konur, en þó má
ekki gleyma frábærri þulu eftir Sig-
urð Nordal er birtist í Iðunni 1923.
Iðunn telur þulur til „ódáinsepla"
sinna.
í eftirmála að þulum Guðrúnar
Auðunsdóttur um þessar „kvenlegu
hannyrðir" segir Sigurður Einarsson
m.a., að nokkrar íslenzkar konur hafi
tekið ástfóstri við þuluna og orðið
snillingar í þeirri ljóðagerð. Þar segir:
„.. þulan skipar í ljóðagerð þann sess,
sem bróderí og myndsaumur skipa
meðal kvenlegra hannyrða. Hún er
snoturt sýsl við sköpun fagurra
hluta“.
Hvað sem því líður, sem hér er
sagt, hafa þulur ekki gegnt minna
menningarhlutverki en hver annar
skáldskapur. Þær hafa veitt innsýn í
aldarhætti, þroskað og mannbætt
eins og allt það sem „formæður“
unnu í kyrrþey, af óeigingimi og
ástríki sem kenndi vaxandi kynslóð
að staldra við og íhuga hvers virði
það væri að vaxa inn í umhverfi þar
sem kærleikurinn býr. í þeim felst
sami andi og ljóðum okkar helstu
skálda til mæðra sinna á gengnum
öldum.
Þessi orð eru sett hér vegna þess
að þulur Guðrúnar Auðunsdóttur
kveikja þau í vitundinni.
Móðurhöndin mjúk og hlý
máði af augum raunaský,
sýndi kærleik öllu í,
óðalsprýðin góða,
greind með glaðværð hljóða.
Vék oft góðu að vesölum,
vann í hljóði’ að góðverkum,
stillt og sett í sorgunum
sönnogmildídómi,
geymdfráöllugrómi.
Guðrún Auðunsdóttir birti Ijóð í
Rangæingaljóðum og víðar. í grein
um hana í „Heima er best“ 1963 er hún
talin með fremstu konum á öldinni í
þessari skáldskapargrein, þulunni.
Það er dóttir Guðrúnar, Áslaug,
sem sér um 2. útgáfu. Henni er heiður
að þvi. Hún hefði mátt koma meira
við sögu sjálf, t.d. með formála. Eftir-
máli Sigurðar er „bam síns tíma“.
Þulurnar eru listilega ortar, fallegar
og sannar. Myndir Halldórs Péturs-
sonar eru mikil þjóðlífslýsing sam-
stiga skáldskap.
Ekkert blaðsíðutal var í 1. útgáfu
og er því ekki hér. Mjög falleg bók.
Jenna Jensdóttir
Nýjar bækur
• ÚT er komin bókin Einn da.gur
þúsund ár - Sagan af Snorra og
Eddu eftir Elínu Elísabetu Jó-
er 128 bls., prentuð í Steindórs-
prent-Gutenberg. Hönnun: Magn-
ús Torfason. Bókin kostar 2.480
krónur. Hún fæst í Kirkjuhúsinu
Laugavegi 31 og í bókaverslunum
um allt land.
1 hannsdóttur. Myndir í bókinni
eru eftir Brian
| Pilkington.
Bókin fjallar um dreng sem
heitir Snorri og Wgi:. |
er tólf ára. Hann
býr með föður | sínum sem er fornleifafræðing-
Elín Elisabet
Jóhannsddttir ur Qg ^ekur að
sér að geyma stóra steinklukku um
tíma. Klukkan er forngripur og
Snorri kemst fljótt að því að hún
býr yfir ógnarlegum dularmætti.
Hún er klukka eilífðarinnar og al-
heimsins, þar sem einn dagur er
sem þúsund ár og þúsund ár sem
einn dagur.
Undarlegir atburðir verða þess
valdandi að Snorri kynnist víkinga-
stelpunni Eddu en hún hefur
aldrei bragðað pizzu með pepper-
óní né farið í tölvuleiki.
í gegnum alheimsklukkuna ferð-
ast þau um tímann og lenda í ótrú-
legum ævintýrum og lífsháska.
Ótrúleg tilviljun ræður því að þau
villast inn í framtíðina.
Útgefandi er Skálholtsútgáfan,
útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin
Fjólan
• ÚT er komin
Ljóðasvig II eft-
ir Stefán J. Fjól-
an. Stefán hefur
á undanförnum
árum sent frá
sér margar
ljóðabækur.
Hann yrkir
um sjálfan sig og
samtímann og
skoðar hlutina
ýmist í spéspegli eða á ádeilu-
kenndan hátt.
Útgefandi er höfundur. Bókin er
266 síður þéttprentaðar.
• ÚT er komin bókin Á bökkum
Blóðár eftir Edwidge Danticat.
Amabelle Désir, ung stúlka frá
Haítí, er húshjálp hjá stöndugri,
spænskættaðri hermannafjölskyldu
í Dómíníska lýðveldinu. Hún hefur
verið þar frá átta ára aldri, eða frá
því að foreldrar hennar drukknuðu í
Blóðánni, landamæraánni milli
Haítí og Dómíníska lýðveldisins.
Amabelle elskar Sebastien. Hann
er íðilfagur þrátt fyrir örin í and-
litinu eftir beittan sykurreyrinn.
Amabelle og Sebastien deila draum-
um sínum og skipuleggja framtíðina
saman, en grimmdarverkin grípa í
taumana. Sögunni lýkur ekki þar
með - hún hefst.
Árið er 1937. Sá orðrómur kemst
á kreik að dómíníski forsetinn, Truj-
illo, öðru nafni E1 Generalissimo, sé
að undirbúa þjóðernishreinsanir.
Brátt fer herinn í viðbragðsstöðu
gegn haítíska landbúnaðar-
verkafólkinu sem stritar á sykur-
ökrunum og talar annað tungumál.
Útgefandi er Skjaldborg ehf.
Bókin er 207 bls. Verð: 2.980 krón-
ur.
• ÚT er komin bókin Trjálfur og
Mimmli eftir Stefán Sturíu Sigur-
jónsson. Erla Sigurðardóttir mynd-
listarkona gerði teikningar við sög-
una.
Trjálfur er skógarálfur sem fær
heimsókn frá reikistjörnunni Pí. Þar
er kominn Mimmli að sælga súrefni.
Á Pí er búið að steypa og malbika yf-
ir allt, þess vegna er enginn gróður
þar til að framleiða súrefni. Trjálfur
hefur birst oft í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum þar sem hann hefur
sagt sögur af dýrum og náttúrunni á
sinn sérstaka hátt. Sagan af Trjálfi
og Mimmla var upphaflega skrifuð
sem leikþáttur sem meðal annars
var fluttur á 17. júní-hátíðarhöldun-
um í Reykjavík sl. sumar.
Útgefandi er Gjörningar ehf. Bók-
in er32 bls. ISBN 9979-9478-0-2
Leiðbeinandi verð: 980 krónur.
konar kaldhæðin fjarlægð höfundar
þegar sögumaður veður hvað mest
uppi. Marteinn er stómasjúklingur.
Það hefur verið saumað fyrir enda-
þarminn á honum og því gengur
hann með utanáliggjandi poka. Þá
er hann ekki nema tæplega þrítug-
ur að aldri en lífsviljinn er á þrot-
um, hver nýr dagur er litlaus end-
urtekning gærdagsins: „í morgun
var allt jafnfyrirsjáanlegt og það er
alltaf. Við erum orðin eitthvað svo
steríl fjölskylda,“ segir hann
snemma og gefur þannig tóninn
fyrir þá neikvæðu sjálfskoðun sem
fylgir í kjölfarið. Lesandi kynnist
bakgrunni og barnæsku sögumanns
í talmálskenndu hugsanaflæði en
það er slík sorgarsaga að heilu kafl-
ana þarf til að gera grein fyrir öll-
um þeim andlegu hryðjuverkum
sem unnin voru innan veggja æsku-
heimilisins. Reyndar eru lýsingar
Mikaels á mannskemmandi fjöl-
skyldulífi kraftmestu og best
heppnuðu hlutar bókarinnar, bit-
urðin sem togast á við væntum-
þykju í brjósti sögumanns verður
trúverðug.
Það er þó fleira sem þjakar Mar-
tein en bragðdauft fjölskyldulíf,
erfið æska, ótrú eiginkona og
heilsuleysi, þótt þetta ætti vitan-
lega að vera meira en nóg. Það er
nútíminn sjálfur sem hvflir á hon-
um. Við höfum öll, segir hann les-
endum seint í sögunni, tapað til-
gangi lífsins. Síðan andskotast
sögumaður út í lélega sjónvarps-
þætti, spillta stjórnmálamenn og
stórfyrirtæki en mest er honum þó
í nöp við kvenþjóðina. Kvenvæðing
hugarfarsins er hafin, eins og sögu-
maður orðar það. Karlmenn mega
ekki sýna snefil af karlmennsku og
eiga að gráta við hvert tækifæri,
ausa endalaust úr tilfinningabrunn-
inum og borða pasta. Þeim hefuy
verið breytt í konur: „öllum stendui-
á sama um sannleikann og því er
karlinum steypt í konu. Hann reyn-
ir að vinna sem minnsta yfirvinnu
svo konan sakni hans ekki. Hann
kemur beint heim úr vinnunni og
fer ekki út í bílskúr, jafnvel þótt
bfllinn sé bilaður. Hann eldar með
henni og vaskar upp.“ Og síðan
kúra þau saman. Fyrir sögumanni
er þetta upphafið á endalokunum.
Enginn vafi leikur á því að viðhorf-
in til hlutverkaskipanar kynjanna
hafa breyst síðustu áratugi og vel
má færa rök fyrir því að karl-
mennskuímyndin hafi þarafleiðandi
gengið í gegnum einhvers konar
kreppu sem birtist ekki síst í eftir-
sjá eftir horfnum gildum. Úrvinnsla
Mikaels á þessari kreppu er samt
ekki mjög sannfærandi, sjálfshatur
Marteins er áþreifanlegt en tilraun-
in til að tengja það einhverjum fé-
lagslegum veruleika, bæði með
gagnrýni á nútímasamfélag og með
því að bregða upp mynd af horfinni
gullöld heilbrigðra fjölskyldna,
verður full einfeldningsleg og þar
sem þetta stef er margoft endur-
tekið í hugsanaflæði sögumanns
með nánast engum viðbótum eða
breytingum verður framvindan
stirðbusaleg og jafnvel langdregin.
En það er nefnilega helsta vanda-
mál sögunnar, þrátt fyrir linnulaus-
ar tilraunir höfundar til að vera
ögrandi og harðahlaup hans yfir
hefðbundin velsæmismörk er þetta
ekkert sérstaklega áhugaverð
skáldsaga og Marteinn er hvorki
áhugaverð né skemmtileg persóna
þótt hann sé stómasjúklingur og
lykti alltaf af kúk.
Björn Þór Vilhjálmsson
NASSAU iðnaðarhurðir
Þrautreyndar við íslenskar aðstæður
SALA
UPPSETNING
VIÐHALÐSÞJÓNUSTA
ÍMF
Sundaborg 7-9, Roykiayík
Sfmi 5688104, fax 5688672
idex@idex.ix
Allt á hvolfi...
••a
Risa
%
%
rýmingarsala
Verslunin hættir sölu á fatnaði
Allt á að seljast! Opið ÆHNCAR - ÚTmCT^ÍS)!!
kL 10.00-18.00
- Skeiiúnni 19-S. 5681717—
www.hreysti.is