Morgunblaðið - 30.11.2000, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
5
Enn skal selja börn-
um brennivín
Aðstoðarskólameist-
ari Menntaskólans á
Akureyri, Jón Már
Héðinsson, kærði til
lögreglunnar á Akur-
eyri föstudaginn 3.
nóvember að dreift
hefði verið í skólanum
auglýsingabæklingi
^ar sem auglýstar
voru 5 áfengistegund-
ir, skemmtun með
suðrænum kokteilum,
aðgöngumiði með inni-
földum drykk og
kynning á drykkjum
til miðnættis. Um var
að ræða auglýsingu á
skemmtun sem kallast
Club Ibiza en auglýsendur voru
Sjallinn, Dreamworld Entertain-
ment Agency og Flugfélag íslands.
Kæran var lögð fram í því ljósi að
áfengisauglýsingar eru bannaðar á
Islandi, auglýsingunum var dreift í
skóla, þar sem áfengisnotkun er
óheimil og henni var beint að hópi
unglinga sem hvorki hafa aldur né
jeyfi til að umgangast áfengi. Enga
ábendingu um aldursmörk var að
finna í nefndri auglýsingu.
í frétt á Vef MA segir enn frem-
ur að lögreglan hafí komið á stað-
inn og tekið skýrslu um málið. Þá
er haft eftir aðstoðarskólameistara
að töluverð brögð hafi verið að því
að vínveitendur hafi fengið nem-
endur til að dreifa auglýsingum og
boðsmiðum meðal skólafélaga
smna.
Þessi frétt er tekin
fyrir í Morgnblaðinu
15. nóvember og í
framhaldi af því rætt
við framkvæmdastjóra
Sjallans, eins af
auglýsendunum. Skilj-
anlegt er að hann
kannist ekki við sök
sína, en skýringar
hans eru forvitnilegar
og óljósar.
Má auglýsa allt,
alls staðar
Sverrir Páll Framkvæmdastjór-
Erlendsson inn segir að bækling-
urinn hafi verið send-
ur sem einkapóstur til ákveðinna
aðila sem hafi aldur til að skemmta
sér í Sjallanum. Hann segir líka að
bæklingurinn liggi frammi á börum
Sjallans og sé því einungis tekinn
af þeim sem hafi aldur til. Hann
tejji að hann megi auglýsa áfengi
inni á vínveitingahúsi.
Lítum á málið. Ef maðurinn
sendir bækling með áfengisauglýs-
ingum í einkapósti út fyrir húsið, er
hann þá ekki að brjóta lögin, ef
hann skilur þau þannig að hann
megi auglýsa innanhúss á veitinga-
staðnum? Ef framkvæmdastjórinn
lætur bæklinginn liggja frammi á
veitingahúsi, þar sem hann má
hleypa inn fólki sem er 18 ára en
ekki selja því áfengi nema það sé
tvítugt, er hann þá að dreifa áfeng-
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Einbýlishús á Seltjarnarnesi
Nýkomið í sölu 170 fm einbýlishús á einni hæð auk 37 fm bílskúrs.
Húsið skiptist m.a. í stórar saml. parketlagðar stofur, 3 svefnher-
bergi, lítið vinnuherbergi, vandað flísalagt baðherbergi, gesta w.c.,
þvottaherb. o.fl. Húsið er skemmtilega staðsett með miklu sjávarút-
sýni. Gróinn fallegur garður. Hitalagnir í stéttum. Allar nánari uppl. á
skrifstofu.
Safamýri - 3ja herbergja
77 fm snyrtileg íbúð á jarðhæð í góðu fjölbýli. Nýlegt parket á gólf-
um. Verð 10,5 millj.
Tappurinn!
thm
Afengisauglýsingar
Iðulega hefur verið
kvartað við veitinga-
menn á Akureyri, segir
Sverrír Páll Erlends-
son, fyrir að lauma
auglýsingum inn
í skólana.
isauglýsingu til fólks undir áfengis-
aldri, eða bannar hann 18-20 ára
fólki að taka bæklinginn?
Hvernig í ósköpunum stendur á
því að bæklingur þessi lá í bunkum
á vídeóleigum á Akureyri umrædda
helgi? Telur maðurinn að áhuga-
samir gestir hússins hafi tekið með
sér bæklinga í hundraðatali eða
safnað saman póstsendingum og af
tilviljun skilið óvart eftir nokkra
tugi af bæklingum hér og nokkra
tugi þar? Og hvernig stendur á því
að Lögreglan á Akureyri lagði hald
á bunka með 50 svona bæklingum í
Menntaskólanum á Akureyri eftir
að margir nemendur höfðu tekið
sér eintak af honum þar sem hann
lá frammi á Sal skólans og gerðu
síðan viðvart að þarna væri á ferð
ólögleg auglýsing. Hvemig komust
bæklingarnir þangað? Ekki bara
einn sem hefur slæðst með ein-
hverjum Sjallagesti heldur bunkar
af þeim? Er ekkert að marka lögin
sem segja að áfengisauglýsingar
séu bannaðar?
Leitin að
hinum seka
Ef í ljós kemur að veitingamenn,
sem hafa í sinni þjónustu skóla-
nemendur, sem jafnvel hafa ekki
aldur til að umgangast áfengi, hafi
fengið einhverja þeirra til að fara
með bunka af bæklingum í skóla og
dreifa þeim þar, hvort sem er pers-
ónulega til skólafélaganna eða til að
liggja frammi í bunkum - ætli veit-
ingamenn séu þá sekir um afbrotið
eða nemendurnir? Er hugsanlega
verið að kaupa unglinga til að
brjóta lög með því að borga þeim
fyrir verk eins og þetta?
Hvað segir lögreglan um þetta
mál, er hún að rannsaka það og hef-
ur fundist sökudólgur? Er hann í
Sjallanum eða jafnvel Flugfélagi
íslands? Eða kannski krakkinn
sem hefur tekið þetta að sér?
Framkvæmdastjóri Sjallans seg-
ir í Morgunblaðinu að hann skilji
ekki kæru aðstoðarskóiameistara.
Samt svarar hann henni efnislega
eins langt og það nær og vísar mál-
inu frá sér, en eftir stendur spurn-
Blindflug
ENN einu sinni á
þessu ári hefur Flugfé-
lag íslands boðað
hækkun á fargjöldum í
innanlandsflugi. Fyrst
var hækkunin 5%,
næsta hækkun hljóðaði
upp á 10% og nú skellur
sú þriðja, upp á 8%, á
okkur. Þessar hækkan-
ir hafa leitt til þess að í
dag kostar fiugferðin
Egilsstaðir-Rv£k-Eg-
ilsstaðir allt að 20.330
kr. Ódýrasta ferðin sem
nú er í boði kostar
12.130 kr en sá galli er á
gjöf Njarðar að þar
þarf að bóka og greiða
flugið með 7 daga fyrirvara og að auki
er um takmarkaðan sætafjölda að
ræða. Hvort um 2 sæti eða fleiri er að
ræða í hveiri flugvél eru Flugfélags-
menn ófúsir að veita upplýsingar um,
hver svo sem ástæðan fyrir því er.
Stéttarfélagsfargjöld gufa upp
En þar með er ekki allt upptalið.
Fyrir mánuði var lægsta mögulega
fargjald á íyrrgreindri flugleið 8.800
kr. Þetta var stéttarfélagsfargjald
sem ASÍ samdi um við Flugfélag ís-
lands fyrir árið 2000. Núna er hins-
vegar búið að leggja stéttarfélagsfar-
gjöldin niður. Rétt sí svona og að því
virðist án nokkurrar vitundar ASI-
manna. Þetta þýðir að lægstu flugfar-
gjöldin á þessari leið hafa hækkað um
38% í einni svipan. Flugfélagi íslands
virðist ekkert ómögulegt. Er þetta
það sem menn vilja?
Ódýrir brottflutningar
Síðasta hækkunin var líka mark-
aðslega mjög klók þar sem þeir
Sigrún
Theodórsdóttir
KRINGIUNHI
Sorgar og
samúðarmerki
Borið við minningaralhafiiir
og jarðarfarir.
Aliur ágóði rennur til
líknarmála.
Fæst á bensínstöðvum,
í Kirkjuhúsinu og í
blómaverslunum.
H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN
<jlT HJÁLPARSTOFNUN
VQC/ kirkjunnar
Shell
kynntu hækkanirnar
sem breytingar á skil-
málum fargjalda. Nú
geti maður keypt aðra
leiðina í einu og sparað
með því stórfé að þeirra
viti. Hins vegar er það
nokkuð ljóst að lang-
flestir þeirra sem fljúga
að heiman, fljúga heim
aftur. Því stríðir þetta
gegn almennri skyn-
semi og þeirri markaðs-
legu staðreynd að
meira magn þýðh- lægri
kostnað á einingu.
Flugfélag íslands er
kannski með þessu að
bjóða landsbyggðar-
mönnum einstakt tækifæri til þess að
flytja bara í eitt skipti fyrir öll og setj-
ast að á höfuðborgarsvæðinu, þá
spara þeir sér náttúrulega flugmið-
ann til baka.
Það er í raun alvara málsins því
þetta er enn ein atlagan að byggð í
landinu. Með þessum geigvænlegu
hækkunum er verið að koma í veg
fyrir að fólk geti búið annars staðar
en á Stór-Suðurlandssvæðinu. Flug-
félag Islands yrði sjálfsagt fegið ef
marka má yfirlýsingar þeirra hversu
óhagstætt sé að fljúga með þessar ör-
fáu, (og sífellt færri) hræður sem enn
búa utan höfuðborgarsvæðisins.
Skortur
á samkeppni
Að sjálfsögðu er það vitað að mikl-
ar eldsneytishækkanir hafa orðið
undanfarið en á móti kemur að með
tilkomu Islandsflugs á flugmarkað-
inn á sínum tíma, jókst farþegafjöld-
inn margfalt þegar boðið var upp á
flug á viðráðaniegu verði. Þegar
Flugfélaginu hafði tekist að hrekja
Islandsflug burt af markaðnum (því
ekki vantaði bónusverðið á meðan
samkeppnin stóð yfir) fengu þeir all-
an farþegafjöldann yfir til sín. Þetta
hefur því bætt sætanýtingu þeirra og
þ.a.1. gert flugleiðimar hagkvæmari.
Hins vegar má spyija sig að því hvort
þeir séu ekki að bíta í skottið á sjálf-
um sér með þessum hækkunum því
það segir sig sjálft að stór hluti fólks
sem nýtt hefur flugið hingað til mun
ekki hafa efni á því eftir þessar gríð-
arlegu hækkanir. Því mun farþegum
líklega fækka, sætanýting versna og
flugleiðimar verða óhagkvæmari.
Fargjöld hækka þá enn meir og loks
mun flugið leggjast niður. Er þetta
það sem menn vilja?
ingin um það hvemig bæklingur
með bönnuðu auglýsingaefni kemst
í bunkum frá honum og samstarfs-
fyrirtækjum hans inn í skóla og á
vídeóleigur.
Skefjalausar árásir
á unglinga
Eftir stendur líka að þetta er
ekki í fyrsta skipti sem mál af
þessu tagi koma upp, það hefur iðu-
lega verið kvartað við veitingamenn
á Akureyri fyrir að lauma auglýs-
ingum inn í skólana, m.a. vegg-
spjöldum, bæklingum, boðsmiðum
o.fl. og sumir veitingastaðir stunda
gylliboð á áfengi, ókeypis drykki og
jafnvel drykkjukeppni í hrópandi
samkeppni við tilraunir skólanna til
að halda gangandi heilbrigðu fé-
lagslífi unglinga án vímuefna. Um
það var mikil umræða á Akureyri í
fyrravetur og því varnarstarfi er
ekki lokið.
Afengi, vínveitingar og veitinga-
hús era sjálfsagðir þættir í menn-
ingu nútímasamfélags. En skefja-
lausar árásir vínveitenda á börn og
unglinga og áróðursstríð sem þeir
beina að æskufólki sem ekki hefur
aldur til að umgangast eða neyta
söluvöra þeirra er með öllu ótækt.
Svona ólöglegt athæfi verður að
stöðva. Og því brýnna er það sem
fyrirtæki, sem vilja láta telja sig
virðingarverð, eiga í hlut.
Höfundur er menntaskólakennari,
ritstjóri VefjarMA ogfulltrúi
í forvamanefnd skólans.
Innanlandsflug
Þetta er enn ein atlag-
an, segir Sigrún
Theodórsdóttir, að
byggð í landinu.
Góðærisskattur =
landsbyggðarskattur
Hins vegar er ástæða 10%-hækk-
unarinnar sem varð í ágúst síðastliðn-
um með öllu óskiljanleg. Flugfélags-
menn segja þetta til komið vegna
aukinna álagna ríkisins á innanlands-
flugið sem nemur 40 milljónum
króna. Hver er tilgangur stjómvalda
með slíku á tímum „góðæris" þegar
menn áætla tekjuafgang ríkissjóðs 30
milljarða? Svo maður minnist ekki á
hækkun þungaskatts sem leggst
harðast á þá sem fjærst Reykjavík
búa.
Samræmist þetta „metnaðarfullri“
stefnu stjórnvalda í byggðamálum?
Er þetta það sem menn vilja?
Annars flokks íslendingar
Á sama tíma og þessi gjömingur á
sér stað era ferliverk Sjúkrahússins í
Neskaupstað skorin við trog svo að
Austfirðingar mega þola það að ekki
er hægt að leita til læknasérfræðinga
í fjórðungnum. Sem þýðir að fólk þarf
að gera upp við sig hvort það hafi efni
á því að leita sér lækninga til Reykja-
víkur eða Akureyrar því það kostar
rándýr flugfargjöld, vinnutap auk
uppihalds. Eða þá bara að bíða með
að leita sér lækninga þar til ný ferli-
verkaáætlun liggur fyrir. Það hlýtur
að vera sjálfgefið að harka þetta af
sér og velja síðari kostinn því að sjálf-
sögðu er „úti á landi-liðið“ miklu heil-
brigðara en annað fólk. Það virðist
allavega vera skoðun þeirra sem við
stjómvölinn sitja.
Er líf utan Stór-
Suðurlandssvæðisins?
Spumingarnar sem koma upp í
hugann og verða sífellt áleitnari era
þessar: Er verið að koma í veg íyrir
að maður geti búið utan Stór-Suður-
landssvæðisins? Er verið að skerða
frelsi einstaklingsins til þess að velja
sér búsetu? Er þetta það sem menn
vilja?
Ég skora á sveitarstjómarmenn og
þingmenn að láta hendur standa fram
úr ermum og koma í veg fyrir enn
eina atlöguna að búsetu á lands-
byggðinni.
olís
Höfundur er garðyrkjufræðingur.