Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 64
64 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Staðardagskrá 21 - þátttaka borgarbúa ÁRIÐ 1997 gerðist Reykjavík aðili að Ála- borgarsamþykktinni um Staðardagskrá 21. Álaborgarsamþykktin gekk út á að færa Ríósamþykktina um Dagskrá 21 á stjórnsýslustig sveitar- félaga. Lykilhugtakið • að baki Dagskrá 21 og Staðardagskrá 21 er „sjálfbær þróun“ og er þar átt við þróun sem eykur lífsgæði en geng- ur ekki á höfuðstól náttúruauðlindanna. Senn líður að lokum þeirrar miklu undir- búningsvinnu sem íram hefur farið á vegum Reykjavíkurborgar vegna þátttöku hennar i Staðardagskrá 21. Umhverfís- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur unnið þarft verk í samvinnu við embættismenn, stofn- anir o.fl. Á næstu vikum og mánuð- um verður lokahönd lögð á texta dagskrárinnar og hún mun síðan *Amerísku heilsudýmirnar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skipholtí 35 • Simi: 588-1955 öðlast sinn sess í stjórnsýslu borgarinn- ar. Virkt lýðræði Við vinnu Staðardag- skrár 21 hefur verið kappkostað að dag- skráin endurspegli vilja borgarbúa sjálfra. Forkönnun fór fram á meðal borgarbúa um áherslur í umhverfis- málum og mynduðu niðurstöður þeirra frumdrætti dagskrár- innar. Þann 22. nóvem- ber síðastliðinn var síð- an haldinn borgar- fundur í Ráðhúsinu þar sem borgarbúar gátu kynnt sér vinnuna og komið athugasemdum sínum á framfæri. Frumdrög Staðardag- skrár 21 liggja nú fyrir og má nálg- ast þau á heimasíðu Reykjavíkur- borgar, www.rvk.is eða í Ráðhúsinu. Fram til 5. desember gefst borgar- búum færi á að taka enn frekari þátt í þessari vinnu með því að senda at- hugasemdir sínar á netfangið dagskra21@rvk.is og verður tekið fullt tillit til allra athugasemda við lokafrágang dagskrárinnar. Ferli þetta er liður í stefnu Reykjavíkur- listans um að auka hlutdeild borgar- búa í stefnumótun borgarinnar, með virku lýðræði. Frestur til athuga- semda rennur út þann 5. desember og því ekki ráð nema í tíma sé tekið. Aukin umhverfisvitund Á síðustu árum hafa Islendingar orðið æ meðvitaðri um hversu mikil- vægt er að ganga varlega um nátt- úru landsins og sinna umhverfismál- Umhverfi s Eg hvet alla borgarbúa til að kynna sér vinnuna á heimasíðu Reykjavík- urborgar, segir Kol- beinn Ottarsson Proppé, og senda at- hugasemdir á netfangið dagskra21 @rvk.is. um af kostgæfni. í starfi mínu í Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hef ég orðið þeii-rar ánægju aðnjótandi að verða vitni að þessari hugarfarsbreytingu. Hvort sem um er að ræða einstaklinga, fyritæki eða stofnanir, sést þessi aukna umhverfisvitund berlega. Staðardagskrá 21 er einn liður í þessari vitund. Sú vinna sem þar hef- ur farið fram mun verða borgarbú- um leiðarhnoða í umhverfismálum um ókomna tíð. Þeirri vinnu líkur aldrei. Hún helgast m.a. af aukinni þátttöku borgarbúa í umhverfismál- um, betri umgengni við borgina og þeirri vissu að við eigum landið ekki, heldur höfum það aðeins að láni. Ég hvet alla borgarbúa til þess að segja skoðun sína á þeirri stefnumótunar- vinnu sem fram hefur farið í undan- genginni vinnu. Staðardagskrá 21 heppnast aðeins ef borgarbúar taka fullan þátt í henni. Hiii'undur er fulltnii i Umh verfis- og heilbrigðisnefnd Reykjnvíkur. Dagur rukkar óumbeðna áskrift HÁTTVÍSI, skilvísi eru einkunnarorð inn- heimtudeildar Intrum sem fyrir hönd útgef- anda dagblaðsins Dags sendir undirrituðum innheimtubréf í vik- unni. Meint vanskil eru vegna áskriftar að Degi, eða svo segir í bréfinu. Meinið er að aldrei var um neina áskrift að ræða. Undirritaður var starfsmaður Viku- blaðsins, sem Alþýðu- bandalagið gaf út, og fékk blaðið sent heim á sínum tíma. Eftir að hann hætti var blaðið selt útgáfufélagi Dags og endrum og sinnum eftir það kom Utgáfa Gamlir áskrifendur að Vikublaðinu, segir Páll Vilhjálmsson, eiga ekki að fá hótunarbréf frá út- gáfu sem starfar á allt öðrum forsendum. Dagur inn um póstlúguna óumbeð- inn. Engin ástæða væri að fjalla um þetta lítilræði ef ekki væri rökstudd- ur grunur um að fólk er þessa dagana að fá innheimtubréf vegna þess að í gamla daga var það áskrifandi að Þjóðviljanum. Þannig var að Vikublaðið, sem hóf útgáfu í byrjun ára- tugarins, fór í áskrifta- lista Þjóðviljans til að byggja upp eigin áskrifendahóp. Viku- blaðið var sent út sam- kvæmt þessum lista í þeirri von að gamlir ies- endur Þjóðviljans létu til leiðast að taka upp áskrift að Vikublaðinu. Sumir gerðu það og greiddu gíróseðla sem sendir voru í kjölfarið á meðan aðrir afþökkuðu. Enn aðrir gerðu hvor- ugt en fengu samt Vikublaðið sent heim. Flokksblöð eins og Vikublaðið voru ekki rekin eins og fyrirtæki. Ekki var farið í innheimtu- aðgerðir gagnvart þeim sem skuld- uðu áskrift. í tilfelli Vikublaðsins hefði það líka verið óverjandi í ljósi þess hvernig staðið var að áskrif- endasöfnun í upphafi. Þegar forysta Alþýðubandalagsins seldi Vikublaðið og áskrifendalista þess til útgáfufélags Dags hefði átt fylgja með lítil nóta um að fara ætti varfærnum höndum um listann og hæpið væri að líta á þá sem sjálf- sagða kaupendur annars blaðs. Ut- gáfufélag Dags hefði sömuleiðis átt að sýna þá háttvísi að fá samþykki fyrrum áskrifenda Vikublaðsins íyrir nýrri áskrift að öðni blaði. Gamlir áskrifendur að Vikublað- inu eiga vitanlega ekki skilið að fá hótunarbréf frá útgáfu sem starfar á allt öðrum forsendum en Vikublaðið gerði. Þar fyrir utan eru engin laga- rök fyrir því að innheimta áskrift sem ekki var beðið um. Höfundur var ritstjóri Vikublaðsins. Páll Vilhjálmsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.