Morgunblaðið - 30.11.2000, Page 65

Morgunblaðið - 30.11.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 65 UMRÆÐAN KIRKJUSTARF Mikilvægi fé- lagsstarfs á hjúkrunar- og vistheimilum í DAG, fimmtudag- inn 30. nóvember, er haldin ráðstefna á Hótel Loftleiðum um mikilvægi öldrunar- þjónustu. Yfirskrift hennar er „Verðmæti umönnunar fyrir ís- lenskt samfélag. Öldr- unarþjónusta - sam- ábyrgð þjóðarinnar“. A hjúkrunar- og vistheimilum fer víða fram fjölbreytt félags- starf. Á heimilunum er margt hæfileika- ríkt fólk sem er oft viskubrunnar með Aldraðir Mikilvægt er, segir Soffía Egilsdóttir, að áhersla sé lögð á að félagsstarf sé fjöl- breytt og öflugt á hjúkrunar- og vistheimilum. mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Þegar ég skoðaði handunna muni heimilisfólks sem voru á basar á einu heimilinu ný- lega dáðist ég að fjölbreytni mun- anna og listfengi fólksins. í framhaldi af því fór ég að hug- leiða mikilvægi þess að áhersla sé lögð á að félagsstarf sé fjöl- breytt og öflugt á hjúkrunar- og vist- heimilum. Þegar vel tekst til sjást ein- staklingar blómstra finni þeir farveg fyrir áhugamál sín, hvort sem það er söngur, ljóðagerð eða hand- mennt svo eitthvað sé nefnt. Við verðum að líta á félagsstarf sem jafnmikilvægan þátt og almenna umönnun og þrif og gera ráð fyrir þeim störfum. Heimilin þurfa að byggja starf- semi sína þannig upp að gert sé ráð fyrir starfsfólki í félagsstarf á heimilunum. Starfsfólki sem auð- veldar heimilisfólkinu að finna far- veg fyrir áhugamál sín eftir getu hvers og eins. Starfsfólki sem styður heimilisfólkið á þann hátt að það finni gleði og ánægju í hvunndeginum. Til að heimilin geti uppfyllt þessar þarfir verða þau að hafa bæði peninga og mannafla. Ég veit að Islendingar vilja búa vel að öldruðum. Flest okkar eiga nána ættingja eða vini sem eru aldraðir og flest eigum við eftir að verða öldruð. Þess vegna kemur öldrun öllum við. Höfundur er félagsráðgjafi og for- stöðumaður félogs- og vistunarsviðs Hrafnistuheimilonna. Soffía Egilsdóttir •" 1 " Peysur ÁFRi. Ilucmm U(LL Neðst á Skólavöröustíg - • • ' • •■■■_ Nettoíc^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR t Babinnréttinqar fí< ** Vantar þig nýtt og betra bab fyrir jólin? Nú er lag, því vib bjóbum allt ab 25% afslátt af öllum gerbum Friform HÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SlMI: 562 4420 Safnaðarstarf Öðruvísi jólaund- irbúningur - eitt- hvað fyrir þig ? I Reykjavíkurprófastsdæmi eystra hafa verið flutt fræðsluerindi undan- farin ár í kirkjum prófastsdæmisins um ýmis mál er snerta trú og trúar- líf. Nú í nálægð jólanna verður fjall- að um aðventuna og jólin í ljósi krist- innar trúar og verður fjallað um efnið í tengslum við hvernig við und- irbúum komu jólanna sem trúarhá- tíðar en ekki aðeins hátíðar alls- nægta og yfirþyrmandi umstangs. Fyrsti fyrirlesturinn í þessari röð verður í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20. Kristjana Eyþórsdóttir jarð- fræðingur fjallar um hvernig við get- um nálgast jólaundirbúninginn á annan hátt. Að fyrirlestrinum lokn- um er tóm fyrir umræður yfir kaffi- bolla. Þátttaka er ókeypis. Reylgavíkurprófastsdæmi eystra. Áskirkja Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Söngstund kl. 14- 15. Kaffispjall. Biblíulestur í safnað- arheimilinu kl. 20. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-11.30. Foreldramorgunn í umsjón Önnu Eyjólfsdóttur, hjúkrunarfræð- ings og Péturs Björgvins, fræðslu- fulltrúa Háteigssafnaðar. Bros og bleiur kl. 16-17.30. Samvera fyrir foreldra um og undir tvítugt í safn- aðarheimilinu. Gengið inn að norðan (Viðeyjarmegin). Jesúsbæn kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handayfirlagningu og smurning. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorgnar kl. 10-12. Svala djákni les fyrir eldri börnin. Söng- stund með Jóni Stefánssyni. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel fyrstu 10 mínúturnar. Að lokinni samveru er léttur máls- verður, þar sem tvær reyndar hús- mæður í hverfinu bera fram hollan heimilismat á kostnaðarverði. Sam- vera eldri borgara kl. 14. Guðfinna Ragnarsdóttir, menntaskólakennari og Laugarnesbúi, flytur erindi dags- •r— l/> ftí Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frákl. 11-16 Fella- og Hólakirkja. ins. Þjónustuhópur kirkjunnar ann- ast samveruna ásamt kirkjuverði og sóknarpresti. Neskirkja. Unglingaklúbbur Nes- og Dómkirkju kl. 20 í safnaðarheim- ili Neskirkju. Félagsstarf eldri borg- ara. Skoðunarferð, ljósin í borginni. Kaffi í Iðnó. Skráning í síma 511- 1560 fram á föstudag. Munið kirkju- bílinn. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9-10 á.ra börn kl. 17. Árbæjarkirkja. TTT-starf 10-12 ára í Ártúnsskóla kl. 17-18. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10-12. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11. Foreldramorgnar kl. 10-12. Helgistund kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Fella- og Hóiakirkja. Starf fyrir 11- 12ára drengi kl. 17-18. Grafarvogskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12. Fræðandi og skemmti- legar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall, alltaf brauð og djús fyrir börnin. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju kl. 20-22 fyrir 8.-9. bekk. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30-17 í safnaðar- heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbæna- efnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundir fyrir 9-12 ára stráka kl. 17 í umsjá KFUM. Ilafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir' ung böm og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrh- 8-9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9-12 ára krakka kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Æskulýðsfélag Garðakirkju heldur fundi kl. 19.30- 20.30. Unglingar hvattir til þátttöku. Umræðu og leshópur, fræðslustarf fyrir alla í Bræðrastofu kl. 21-22. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Koma má bænarefnum til presta og starfsfólks safnaðarins. Allir velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10-11.30 foreldramorgnar. KI. 14.30 helgistund á heilbrigðisstofnun, dag- stofu 3. hæð. Kl. 17.30 TTT-starfið 10-12 ára krakka. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíulestr- ar kl. 20. Fyrirbænasamvera kl. 18.30. Fyrirbænaefnum er hægt að koma áleiðis fyrir hádegi virka daga kl. 10-12 ísíma 421-5013. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum og sorg- mæddum. Taktu í taumana - hafðu stjórn á streitunni Fyrstu námskeið 7. og 21. janúar - Fræðsla og umræður - Háls- og herðaæfingar - Vatnsleikfimi - Æfingar í tækjasal - Þolgöngur - Morgunhugleiðsla - Slökun - Sjúkranudd - Blóðþrýstings- og ftumæl - Slökunarböð - Leirbað - Læknisviðtal ingar Kynningarverð 35.000 kr. (InniffallA: Námskeið, gisting í 6 nætur og ffullt ffæði) Bókunarsími 483 0300 Streitu- og álagskvillar verða æ meir áberandi í íslensku þjóðfélagi. Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur nú ákveð- ið að koma til móts við óskir fjölmargra um nám- skeið fyrir þá, sem vilja takast á við einkenni streitu og álags. Sérfræðingar okkar munu aðstoða þátttakendur við að ná tökum á streitu- ástandi og kenna nýjan lífsstíl. Heilsustofnun IVILFÍ, Grænumörk 10, Hveragerði www.hnlfi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.