Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 70
MORGUNBLAÐIÐ 70 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 Dýraglens NEI.SJÁWl ÍÞESSARITORFU ERUBARA STELPUR! S q-U www.comicspage.com 02000 Tribune Media Services. Inc. AJI Rights Reserved. Grettir FLYTTU ÞER, ÞU ERT Ab MISSA AF VAGNINUM! Ljóska Ferdinand BREF TTL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Vantar mjólk á Islandi? Frá Dagmar Völu Hjörleifsdóttur: „GLÖGGT er gests augað“ er gamalt íslenskt máltæki. Þar sem ég bý er- lendis og kem heim aðeins einu sinni til tvisvar á ári lít ég líklega öðru vísi á þau mál sem hæst ber á íslandi hvert sinn sem heim er komið. Þegar ég kom heim núna í október glumdu fréttir í útvarpinu um gamla íslenska landnámskýrin væri orðin útelt og það ætti að græða í hana norska fósturvísa. Eg varð að vonum undrandi og spurði í sakleysi mínu hvort það vantaði mjólk á íslandi. Menn sögðu það ekki vera. Vantar þá kjöt, vildi ég vita. Nei, ekki kváð- ust aðspurðir vita til þess. Hvers vegna er þá verið að fá útlendinga til að auka þessa framleiðslu í landinu? Einn kunningi minn kom með þá tilgátu að líklega væri verið að þessu til að fækka bændum. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í nokkra daga komst ég að þeirri niðurstöðu að lík- lega væri þetta ástæðan. Venjulegir meðalbændm- og smá- bændur hafa varla efni á að reka fjós með þessu kúakyni. Litlu íslensku básarnir passa ekki fyrir kýr sem eru 100-200 kg þyngri en okkar netta landnámskýr. Einnig þurfa þær allt að þrisvar sinnum meira kraftfóður, sem að mestu er innflutt. Nauðsynlegt er einnig að þær liggi á mjúku hálm- eða sagbeði, svo þær fái ekki legusár undan eigin þyngd. Skortur er á þessum efnum hér á landi. Vissulega mjólka þær meira, en allur rekstrarkostnaður er mikið hærri. Ef ekki vantar mjólk eða kjöt á íslandi, hvers vegna er þá verið að fara út í mjög fjárfreka tilrauna- starfsemi, sem kostuð er úr ríkis- sjóði? Á sama tíma hefur ríkið ekki efni á að borga kennurunum mann- sæmandi laun. Peningamir hljóta að vera teknir úr öðrum vasa á sömu ríkisbuxunum. Sé tilgangurinn sá að fækka kúa- bændum landsins og skera niður mjólkurbúin í nokkur stór bú, sem rekin verða af ríkustu bændum landsins, þá á ég auðveldara með að skilja dæmið. Þá verður eftirleikur- inn einnig léttari „þegar“ við verðum sett í EB og bændastéttin lögð niður í heild sinni. Enda verður þá mun ódýrara að flytja inn mjólk og kjöt frá Suður-Evrópu. Þar sem ég er dýralæknir og hef unnið sem héraðsdýralæknir í Skandinavíu með þetta sama kúakyn þá þekki ég það vel af eigin reynslu. Það væri að æra óstöðugan að telja upp alla þá sjúkdóma sem þessi annars ágæta skepna getur fengið og víst er að hún er ekki ódýr í rekstri og dýralæknakostnaður langt yfli- það sem íslenskir bændur þekkja frá Búkollu litlu. Eg hef ekki heyrt mikið frá dýra- læknafélögum mínum um þetta mál en hef þó séð einn mjög greinargóð- an bækling, sem unnin er af færustu vísindamönnum okkar á þessu sviði. Bæklingur þessi heitir: Rök gegn innflutningi á norsku kúakyni NRF og höfundar hans eru: Sigurður Sig- urðarson dýralæknir á Keldum og Stefán Aðalsteinsson fyrrv. fram- kvæmdastjóri fyrir genabanka fyrir búfé. Eg vil að lokum hvetja alla þá sem vilja að íslenska landnámskýrin varðveitist næsta árþúsundið, til að stofna félag til verndar Búkollu, okk- ar einu landnámskú, áður en fleiri tegundum verður blandað saman við hana. Að endingu vil ég einnig hvetja fé- laga mína í dýralæknastétt til að brýna busana og rifja upp kunnáttu sína á keisaraskurði á kúm, því vafa- samt er að okkar litla kýr komi þess- um stóru kálfum frá sér hjálparlaust. Með skammdegiskveðju. DAGMARVALA HJÖRLEIFSDÓTTIR, Skeiðarvogi 125, Reykjavík. Ljós við Látraröst Frá Einari Guðmundssyni: FYRIR NOKKRUM dögum var mér sent ljósrit af bréfi Ólafs Guð- mundssonar ættuðum frá Breiðavík. Þetta bréf var birt í Morgunblaðinu, sem ég er ekki áskrifandi að. Þar sem ég undirritaður skráði þessa sögu eftir Ásgeiri er mér skylt að svara nokkuð iyrir það sem þar kem- ur fram og sérstaklega þar sem Ás- geir er nú látinn. Ég vil þakka Ólafi fyrir góðar og glöggar upplýsingar og skil vel vilja hans, að þetta komi fram, þó í stórum dráttum standist frásögn Ásgeirs. Ólafur segir: „f þessari ágætu bók endurminninga Ásgeirs Erlendssonar um lífskjör í útvíkum Rauðasandshrepps á fyrri- hluta tuttugustu aldar eru margar og greinargóðar lýsingar á atburð- um sem við eldri íbúar þessa héraðs könnumst við frá uppvaxtar árum okkar. Samt verður vart brenglaðra frá- sagna á stöku stað, sem koma hefði mátt í veg fyrir með betri yfirvegun heimilda." Síðan nefnir hann dæmi sem varðar fjölskyldu hans og ber þar nokkuð á milli varðandi tíma- setningar og sölumál jarðarinnar. „Skylt er að hafa það sem sannara reynist," og væri fengur í að fá fleiri ábendingar varðandi þetta viðburða- rika tímabil sem Ásgeir segir frá. Þetta bréf Ólafs er nánast það eina sem ég hef séð eða heyrt gerða at- hugasemd við það, sem kemur fram í bókinni og var hún þó að verða upp- seld fyrir nokkru. Ég vil taka það fram að ég leit ekki á það sem mitt hlutverk að leita ann- arra heimilda en frásögu Ásgeirs, enda virðist mér hann hafa fyllilega verið þess trausts verður, þrátt fyrir þessa ágætu leiðréttingu sem fram kemur í bréfi Ólafs. Það er t.d. ekk- ert sjálf gefið að ályktun hans um hvort Einar sýslumaður hafi greitt eða ekki geitt „sómasamlega - og jafnvel meira en það“, fyrir jörðina, sé réttara en það sem Ásgeir segist hafa heyrt sagt um það mál, og hver veit nema þessi dæmdi sýslumaður, sem Ásgeir hafði svona mikið álit á, hafi átt einhvern þátt í að skuld hans var greidd, þó seint væri. EINAR GUÐMUNDSSON, Seftjörn, Barðaströnd. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.