Morgunblaðið - 30.11.2000, Side 72

Morgunblaðið - 30.11.2000, Side 72
72 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ í dag er fimmtudagur 30. nóvem- ber, 335. dagur ársins 2000. ^ Andrésmessa. Orð dagsins; Verðið heldur sjálfír heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. Skipin Reykjavíkurhöfn: Detti- foss og Þerney koma í dag. Helgafell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selmes og Selfoss fóru í gær.__________________ Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjudaga og fimmtudagakl. 14-17. Félag frímerlq'asafnara. Opið hús laugardaga kl. 13.30-17._______________ Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, ki. 10.20 boccia, kl. 13 vinnustofa og myndmennt. Jóla- hlaðborð á morgun, 1. desember, húsið opnar kl. 18.15. Gestur kvölds- ins er nýráðinn dómkirkjuprestur, sr. Hjálmar Jónsson al- þingismaður. Jóhann Friðgeir Vaidimarsson tenór syngur. Ekkó-kór kennara á eftirlaunum syngur. Síðasti skráningardagur í dag. Bingó fellur niður á morgun vegna undir- búnings jólahlaðborðs. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta og bók- VHoand, kl. 9-16.30 penna- saumur og bútasaumur, kl. 9.45 morgunstund, ki. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíða- stofa, kl. 9 hár- og fót- snyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 (lPt. 1,15) útgerðinni kl. 10-12. Op- ið hús kl. 14. Bók- menntakynning. Á morgun þarf að greiða jólahlaðborðið 7. des. Félag eldri borgara í Reykjavík, Asgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga kl. 10- 13. Matur í hádeginu. Brids kl. 13. Jólavaka FEB verður haldin 9. des., söngur, upplestur, hugvekja o.fl. Nánar auglýst síðar. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Jólaferð á Suðurnesin laugardaginn 16. desem- ber. Æskilegt að fólk skrái sig sem fyrst. Uppl. á skrifstofu FEB í s. 588-2111 kl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, kl. 9.30, kl. 10.30 helgistund, um- sjón Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin, veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Miðvikud. 6. des. verður farið í heimsókn til eldri borgara á Sel- fossi, skráning hafin. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9-15, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, leikfimi ki. 9.05, ki. 9.50 ogki. 10.45, ki. 13 klippimynd- ir og taumálun. Söng- fuglarnir taka lagið kl. 17, Guðrún Guðmunds- dóttir mætir með gítar- inn. anum. Jólafagnaður verður 7. des. Uppl. og skráning í síma 562- 7077. Aðventuferð verð- ur fóstudaginn 8. des. kl. 13 Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Bridsdeild FEBK, Gull- smára. Spilað mánu- og fimmtudaga í vetur í Gullsmára 13. Spil hefst kl. 13, mæting 15 mínút- umfyrr. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Benedikt Am- kelsson hefur bibhulest- urídagkl. 17. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltj arnarneskirkj u (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ.Síðumúla 3-5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Sjálfsbjörg, félagfatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12.1 kvöld kl. 19.30 tafl. Kvenfélag Kópavogs. Jólabasar verður hald- inn sunnud. 3. des kl. 14. að Hamraborg 10. Tekið verður á móti munum og kökum á laugardag kl. 16 til 18 og fyrir hádegi á sunnudag3. des. Uppl. í s. 554-0388. Kvenfélag Háteigssókn- ar. Jólafundur féiagsins verður þriðjudaginn 5. des í safnaðarheimilinu. Skráning í síðasta fagi 1. des. í síma 553- 6697,Guðný, eða 561- 2163, Snjólaug, munið eftir jólapökkunum. hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9-9.45 leikfimi, kl. 9-12 myndlist, kl. 9-16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 13 glerlist. Félagsvist á morgun kl. 13.30, kaffiveitingar og verðlaun. Jólahlaðborðið verður fimmtud. 7. des. kl. 18. Salurinn opnar kl. _ 4r 17.30. Skráning á skrif- ^ stofu og í s. 568-5052. Félagsstarf afdraðra, Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustof- an og handavinnustofan opnar, kl. 13 opin handa- vinnustofan, kl. 14.30 sögustund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsst. Furugerði 1. KI. 9 aðstoð við böðun, * smíðar og útskurður, glerskurðarnámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Austur- ver, kl. 13.30 boccia. Félag eldri borgara, Garðabæ. Jólahlaðborð verður í Kirkjuhvoli fóstudaginn 8. des., hús- ið opnað kl. 19. Panta þarf miða fyrir 1. des. hjá Arndísi, s. 565-7826, eða Hólmfríði, s. 565- 6424. Rúta frá Hleinum v kl. 19. _______ Félag eldri borgara í Hafnarfirði, HraunseU, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæjar- Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta er á þriðju- og fóstudögum. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Postulínsmálun kl. 9. jóga kl 10, brids kl 13. Handavinnustofan opin kl. 13-16. Fótaaðgerða- stofan opin virka daga. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félags- vist. Hæðargarður 31. Kl. 9- 16.30 opin vinnustofa, glerskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bókabíll, kí.15.15 dans. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 opin handavinnustofa búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið, kl. 13.30 stund við píanóið: I kvöld kl. 20 verður kvöldskemmtun í boði Bandalags kvenna. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15-12 aðstoð við böðun, kl. 9.15-15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13-14 leikfimi, kl. 13-16 kóræfing. Á morgun dansað við laga- val Halldóru í kaffitím- Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur árlegan jólafund í Safnaðar- heimilinu 11. desember kl. 19.15. Skráninghjá kirkjuvörðum í síma 553-8500 fyrir 3. des. FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alz- heimerssjúklinga og annarra minnissjúkra heldur aðventufund sinn í kvöld kl. 20 í Áskirkju við Vesturbrún í Reykja- vík. Fjölbreytt dagskrá. Félag breiðfirskra kvenna. Jólafundurinn verður sunnudaginn 3. des. Munið jólapakkana. Húnvetningafélagið. Félagsvist í Húnabúð Skeifunni 11 í kvöld kl 20. Einstaklingskeppni. Félag fráskilinna og einstæðra heldur jóla- fund og hlaðborð laugar- daginn 2. des. í Konna- koti Hverfisgötu 105 kl. 20. Nýir félagar velkomnir. Tilkynna þarf þátttöku í síma 691-2553 og 699- 1102. Félag kennara á eftir-. launum. Fimmtud. 30. nóv. kl. 14 bók- menntahópur, Vigdís Grímsdóttir rithöfundur verður gestur fundarins. Kl. 16 Ekkó-kórinn, söngæfing. Laugardag- ur 2. des. kl. 14 skemmti- fundur, félagsvist, Ekkókórinn syngur, kaffiveitingar, frásögn, söngur. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 569 1156, „sérblöð 569 1222, augjýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJfaMBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKAJVDI Svarað ísíma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Jól hinna snauðu MIKIÐ hefur skrifað í blöðin undanfarið um kjör aldraðra og öryrkja. Það segir sína sögu hvemig ástand mála er hér. Yfirlýs- ing frá kjaranefnd, sem var í Morgunblaðinu 12. nóv- ember sl. um að meðallaun á suðvesturhorninu væru 118.000 kr. á mánuði miðað við átta tíma vinnudag, stenst engan veginn. Finnst mér að stéttarfélag- ið Efling, sem er aðili að Flóabandalaginu, ætti að endurskoða þessa samn- inga, þvi þeir standast eng- an veginn. Þeir, sem hafa lægstu launin, hafa ekkert meira til þess að lifa af frekar en öryrkjar, þegar dregnir hafa verið af skatt- ar og skyldur. Fólk kvíðir fyrir jólunum og undanfar- in ár hefur margt fólk, sem er fullvinnandi, orðið að leita til félagsþjónustunnar fyrir jólin sem vísar sífellt á hjálparstofnanir. Þetta er niðurlægjandi fyrir fólk sem vinnur fulla vinnu. Það ætti heldur ekki að eiga sér stað, að eldra fólk sem skil- að hefur sínu ævistarfí og öryrkjar sem misst hafa heilsuna vegna slyss eða veikinda þurfi að betla. Mikill sparnaður og nið- urskurður núverandi ríkis- stjórnar hefur bitnað illa á mörgum. Það ættu ekki vera sérréttindi fárra út- valdra að njóta góðærisins. Stöndum vörð um okkar hag, stöndum saman gegn fátækt. Hallgrímur Kristinsson. Hugsið um blaðberana BLAÐBERI hafði sam- band við Velvakanda og vildi koma eftirfarandi á framfæri. Nú er skamm- degið gengið í garð og blað- berar eiga erfitt með að sjá og fóta sig, ef ljósin eru slökkt. Það eru vinsamleg tilmæli til fólks út um allt land að hafa Ijósin kveikt og merkja vel hjá sér dyr og póstkassa með nöfnum. Einnig er fólk beðið að Morgunblaðið/Ásdís moka vel frá dyrum og tröppum þegar snjóa fer. Tapad/fundid Silfurlitað Seiko-úr tapaðist SILFURLITAÐ hand- trekkt Seiko-úr ferkantað hjá skífunni tapaðist á milli Hótel Borgar og Kaffi Victors, föstudaginn 24. nóvember sl. Urið hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Upplýs- ingar í síma 862-5001. Göngustafur tapaðist SVARTUR göngustafur tapaðist á Laugavegi laug- ardaginn 25. nóvember sl. Það er eldri kona sem er eigandi stafsins og er þetta mikill missir fyrir hana. Vinsamlegast hafið sam- band i síma 551-4799. Dýrahald Taminn gári óskast ÓSKA eftir tömdum gára af sérstökum ástæðum. Upplýsingar í síma 555- 0141 eða 692-0141. Páfagaukur í óskilum GULUR og grænn páfa- gaukur flaug inn um glugga á Tunguheiði í Kópavogi laugardaginn 25. nóvember sl. Upplýsingar í síma 862- 3583. Freyja er týnd FREYJA er 7 mánaða h'til læða, kolsvört með rauða ól. Hún týndist frá Túngötu 16. nóvember sl., og gæti verið á vappi um Vestur- bæinn eða miðbæinn. Ef þú heldur að þú hafir séð Freyju ertu vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma: 552-1124 eða 8625110. Krossgáta LÁRÉTT: 1 gortar, 4 óslétt, 7 nóar, 8 árnar, 9 álít, 11 lofa, 13 vaxi, 14 auðugur, 15 fjöl, 17 ómeiddur, 20 stór geymir, 22 urtur, 23 hremmum, 24 rugga, 25 lifir. LÓÐRÉTT: 1 hundgá, 2 skóflar, 3 magurt, 4 hjólhestur, 5 ís, 6 viðburðarás, 10 bætir við, 12 hagnað, 13 tímg- unarfruma, 15 bolur, 16 ranglar, 18 hundsnafn, 19 hás, 20 þrjóska, 21 vangá. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 rembihnút, 8 rabba, 9 polli, 10 kóp, 11 skata, 13 auman, 15 hjörs, 18 strák, 21 tin, 22 mauki, 23 aflar, 24 raunalegt. Lóðrétt: 2 Embla, 3 braka, 4 hoppa, 5 útlim, 6 hrós, 7 kinn, 12 Týr, 14 urt, 15 húmi, 16 ötula, 17 stinn, 18 snarl, 19 róleg, 20 kort. Víkverji skrifar... AÐ undanförnu hafa birst margar auglýsingar í fjölmiðlum þar sem vakin er athygli launþega á ágæti þess að auka lífeyrissparnað sinn með því að leggja í séreignar- lífeyrissjóð. Þetta er að sjálfsögðu jákvætt því full þörf er á að auka sparnað í þjóðfélaginu. Víkverji fór hins vegar að velta því fyrir sér hver borgar þessar auglýsingar. Hljóta það ekki að vera þeir sem ákveða að leggja fjármuni í þennan lífeyris- sparnað? Hlýtur það þá ekki að draga úr ávöxtun þeirra fjármuna sem þeir eru að leggja til hliðar til elliáranna? Kannski er þetta bara óhjákvæmlegur kostnaður við þessa séreignarsjóði. Verðbréfafyrirtækin keppast við að fá sparnaðinn til sín og það virðist þurfa að hvetja fólk til að spara. xxx VÍKVERJI rak nýlega augun í auglýsingu frá Dominós pizzu. Auglýsingin var nokkuð óvenjuleg þvi að hún sýndi unga konu með fýlu- svip vera að taka lambahrygg úr ofn- inum. Hryggurinn hafði steikst full- mikið og konan er látin segja: „Ókei, hvað gerði ég vitlaust? Steikist þar til_kjötið er fagurbrúnt." Síðan seg- ir: „Dominos. Á leiðinni." Víkverji skildi auglýsinguna á þann veg að það væri best fyrir fólk að vera ekkert að borða lambakjöt. Það væri miklu einfaldara að panta sér pizzu. Það er óvenjulegt að auglýsendur auglýsi vörur sínar með því að reyna að benda á hugsanlega ókosti sem fylgja annarri vöru. Dom- ino’s pizzur hljóta að hafa einhverja þá kosti sem hægt er að tíunda í auglýsingu. xxx VÍKVERJI er orðinn ærið þreyttur á fólki sem er að skjóta upp flugeldum árið um kring. Sumir virðast telja að það sé ekki hægt að halda upp á afmæli með við- unandi hætti án þess að flugeldum sé skotið upp í tíma og ótíma. Víkverji hélt raunar að bannað væri að skjóta upp flugeldum nema um áramót og á þrettándanum. Lögreglan virðist eiga í vandræðum með að fylgja þessu banni eftir. Víkveiji trúir því tæplega að lögreglan sé að veita fólki leyfi til að skjóta upp flugeldum af litlu tilefni og trufla þannig svefnfrið barna og fullorðinna. X X X KAUPFÉLAG Borgfirðinga og nokkur fleiri verslana- og þjón- ustufyrirtæki opnuðu um helgina nýja verslanamiðstöð í Borgarnesi. Húsið reis á undraskömmum tíma og virðist fólk sem Víkverji ræddi við almennt vera ánægt með hvernig til hefur tekist. Það verður raunar að teljast nokkuð furðulegt að kaupfé- lagið skuli ekki hafa reist verslunar- hús á þessum stað fyrir löngu. Ekki eru nema fá ár síðan það fór út í kostnaðarsamar breytingar á gömlu og úreltu verslunarhúsnæði í gamla miðbænum. Borgarnes er annars sönnun þess að staðsetning verslunar miðast í dag fyrst og fremst við þarfir þeirra sem eru akandi. Báðar matvöru- verslanir bæjarins og allar þrjár bensínstöðvar eru staðsettar á til- tölulega litlu svæði við enda Borgar- fjarðarbrúar. Engar matvöruversl- anir eru hins vegar í gamla miðbænum eða í nýju hverfunum í útjaðri bæjarins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.