Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 75

Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 75 FÓLK í FRÉTTUM : Ruth Reginalds gefur út sína fyrstu sólóplötu í 20 ár Ruth plús Reginalds Hún söng um furðuverk móður náttúru og um þá vitleysu að reykja. Birgir Örn Steinarsson hitti Ruth Reginalds og spjallaði við hana um tímana tvenna. SÖNGKONAN sem heillaði þjóðina upp úr skónum í sakleysi sínu hefur nú rofið tuttugu ára útgáfuþögn, en hún hefur ekki gefið út plötu síðan hún var 14 ára gömul. Það fyrsta sem blaðamaður rak augun í á nýjustu plötu Ruthar Reg- inalds, sem ber einfaldlega nafnið „Ruth“, var þetta „dularfulla" H fyr- ir aftan Rut. Hann strauk varlega yfir þá örfáu skeggbrodda sem eru að finna á höku hans, setti sig í poppfræðingastellingar fullviss að H-ið hefði nýlega komið sér þarna fyrir. Hugsanlega vegna þess að platan er öll á ensku og hugmyndin væri að hljóma aðgengilegri í eyrum útlendinga. Það varð síðar gi-einilegt að blaðamaður hafði ekki lært að lesa þegar Ruth Reginalds var upp á sitt besta. „Þetta er nefnilega svolítið skrýt- ið,“ segir Ruth (með há-i) þegar blaðamaður spurði út í stafinn dular- fulla. „Fólk virðist ekki hafa tekið eftir þessu fyrr en nú þegar ég set fornafnið á diskinn. Eg heiti R-U-T-H millinafn S-C-A-L-E-S plús Reginalds. Ég er grísk, ensk og íslensk. Þess vegna heiti ég Ruth með hái.“ Og þar höfum við það, „Simm- sala:bimm“. „Ég byrjaði að syngja árið ’72, þá var ég sjö ára,“ rifjar Ruth upp með blaðamanni sem átti þá enn nokkur ár í það að verða glampi í augunum á honum pabba sínum. Éngin furða að hann vissi þetta ekki með H-ið. „Ég söng alveg til 14 ára aldurs. Þetta voru 5 breiðskífur, ein ævintýra- plata auk laga á safnskífum.“ Ruth hefur sínar skoðanir á barna- stjörnum. Það er ekki annað hægt en að taka mark á henni þar sem hún er ein af skærari barnastjömum landsins sem lýst hefur upp hillur plötubúða. Lærum nú af reynslunni! „Það er ekkert yndislegra en að heyra lítið barn syngja. Sérstaklega ef það syngui- vel og nær til fólks. En það sem ég hef haldið fram og vil meina er það að það er minnst hugs- að um það hvernig barnastjömunni sjálfri líður. Það er kannski ekki mikill vandi að komast á toppinn, af því að hún er jú barn, einlæg og ynd- isleg. En hefur einhver undirbúið hana fyrir það að koma niður aftur? Einhvertímann hættir hún að vera barn. Hvernig mun þessi manneskja takast á við skóla og vini? Það er margt jákvætt við að vera barna- stjarna, en það er margt sem þær þurfa svo að takast á við sem þær era ekkert tilbúnar að gera út af því að þetta era, jú, börn.“ Ruth er ekk- ert bam lengur og hefur verið með þessa nýju plötu í maganum í mörg ár. Hún lagði allan sinn metnað í vinnsluna, naut aðstoðar góðra vina. „Guðlaugur Briem trommuleikari þekkir góðan mann að nafni John Savanna úti í Bretlandi. Honum fannst hann tilvalinn til þess að ganga að þessu verkefni með mér og kynnti okkur. Það varð úr og ég bara kýldi á þetta, fór út og gerði „Ég er furðuverk". Ruth Reginalds undrar sig yfir töfrum náttúrunnar. ...og svo tuttugu árum seinna. þessa plötu. Það var ekkert sparað í gerð disksins sjálfs. Ég náttúrlega stend ein að útgáfunni hérna heima og það er mjög dýrt að markaðs- setja. Ég verð eiginlega að vona að diskurinn selji sig sjálfur." Á plötunni syngur Ruth hin og þessi tökulög en leitar einnig í laga- banka Diane Warren, sem m.a. hef- ur samið lög á borð við „Unbreak My Heart“ sem Toni Braxton gerði vinsælt, „I Don’t Want to Miss a Thing“ sem Aerosmith gerði vin- sælt, „Blame It on the Rain“ sem Milli Vanilli gerði vinsælt og „Because You Loved Me“ sem Cel- ine Dion söng svo eftirminnilega hér um árið. Af heimsmetasöngkonum Ruth syngur af mikilli innlifun og lagavalið minnir á þau lög sem svo- kallaðar „Divu“-söngkonur helga sér. Þrátt fyrir það tengir Ruth sig ekkert endilega við slíkar söngkon- ur. „Ég held nú að ég sé ekki að reyna slá nein heimsmet í söng. Ég syng allar tegundir tónlistar, það sem varð til þess að ég valdi ná- kvæmlega þessi lög er það að mér ._ fannst textarnir góðir og ég get tengt mig við þá. Mér finnst ég vera að meina það sem ég er að syngja og það finnst mér skipta höfuðmáli þeg- ar maður er að koma svona aftur eft- ir 20 ár.“ Það má því eiginlega segja að Ruth tjái sínar tilfinningar í gegnum söng sinn og lagavalið. „Ég held að ég sé alveg búin að skapa minn stíl í gegnum öll þessi ár. Ég held að ég þurfi ekkert að sanna fyrir fólki hvað ég get og hvað ég get ekki. Persónulega er ég orðin mjög þreytt á mörgum af þessum „heimsmetasöngkonum" sem reyna að slá heimsmet á fyrsta orði lagsins í stað þess að byggja lagið upp og búa til hápunkta í því. Ég er að tala K um þessar endalausu slaufur út í gegn. Þar af leiðandi vildi ég ekki fara þá leið. Við eigum fullt af frá- bæram söngkonum hér á landi sem vilja kannski leggja þetta fyrir sig, en ég myndi helst vilja vera laus við það.“ Og hvaða lög era þetta sem snerta Ruth það mikið að hún kom þeim fyrir undir sínum hatti? „Þau snerta mig öll að einhverju leyti. Það má kannski nefna lag sem heitir „Jam Side Up“ og fjallar um ^ eiturlyf og lag sem heitir „I Will Get There“. Þar sem ég hef þurft að ganga í gegnum ýmislegt fannst mér það lag mjög hvetjandi fyrir mig. Ég held að ég sé mestmegnis staðin upp úr allri fortíðinni sem ég gekk í gegnum. Þessi texti er þannig að hann hvetur mann til þess að gefast ekki upp,“ segir Ruth að lokum. Togað og teygt TOJVLIST Geisladiskur ii II, geisladiskur Guitar Islancio, sem er tríó þeirra Björns Thoroddsen (gítar), Gunnars Þórðarsonar (gít- ar) og Jóns Rafnssonar (kontra- bassi). Helmingur laganna eru ís- lensk þjóðlög en svo eiga hér lög þeir Thoroddsenar, Björn, Emil og Gunnar, Gunnar Þórðarson og Jón Múli Árnason. Upptökustjórn var í höndum Björns Thoroddsen. 45,20 mín. Skífan gefur út. FYRRI diskur Guitar Islancio, samnefndur sveitinni, kom mér satt að segja nokkuð á óvart. Þeg- ar ég rak augun í hann fyrst hugs- aði ég með mér: „ Jæja, búið að leggja enn eina túrhestagildrana." Það hefur sannarlega brugðið við að ekki sé vandað til verka er kemur að ferðamannaþjónustu í tónlist, margar afkáralegar útgáf- ur hafa litið dagsins ljós með steindauðum skemmtaraútgáfum af þjóðþekktum dægurperlum sem þjóðlögum - og alltaf þessi skrambans Dyrhólaey á umslag- inu! Þetta segi ég því að útgáfa Guit- ar Islancio var sannarlega hugsuð öðrum þræði sem veganesti fyrir forvitna ferðalanga erlendis frá, og því var maður á bremsunni í fyrstu. En það viðhorf breyttist allsnögglega þegar ég fór að hlusta. Bráðskemmtileg og fjörag tónlist - „alvöra“ ferðamannatón- list. Og bara alvöra tónlist yfirleitt. Ég veit vel að þessi bræðingur þeirra félaga er ekkert of vel séð- ur hjá djassgeggjurunum og þykir ekki merkilegur pappír á þeim bænum, skýrir líklega af hverju hann er dæmdur hérna megin blaðsins. En þetta reiknilíkan þeirra Björns, Gunnars og Jóns er einfaldlega að virka og hin heilaga kýr, sem þjóðlög- in þykja á stund- um vera, fékk þarna fínustu skemmtireisu hjá Is- lancio-mönnum. Það sama er uppi á teningnum hér og þeir félagar höggva í svip- aðan knérunn og áður. Gömul þjóðlög tekin fyrir, brædd í fjölbreytta djasssúpu og þeir fé- lagar opna túlkunarrýmið upp á gátt, leika sér að vild með formið, snerta á rokki og blús m.a. og lagaval er breiðara en á fyrri disknum, lög tekin inn sem alltént flokkast ekki undir þjóðlög eins og t.d. „Fröken Reykjavík" og „Lit- fríð og ljóshærð“. Einnig eru hér framsamin lög eftir þá Björn og Gunnar. Ég verð nú að segja að mér lík- aði harðlínustefna fyrri disksins betur. Andrúmsloftið þar var þyngra og kjötmeira, þessi er hins vegar mun aðgengilegri og ég veit ekki hvort það gerir honum endi- lega gott. Einnig læðist pínu „raka inn seðlum“ tilfinning að manni. Myndirnar sem prýða diskinn virðast t.d. vera úr sömu mynda- syrpu og prýddi fyrri diskinn og eðlilega er nýjabrumið, sem gaf fyrri afurðinni gildi, að baki, viss endurtekningarbragur á sveimi hér. En ég vil ekki að þessar nauðsynlegu umkvartanir misskiljist því diskur- inn sem slíkur er stórfínn og bráð- skemmti- legur þótt mér hugnist persónulega sá fyrri betur. Leikandi létt spilagleði tríósins dregur mann jafnt og þétt að diskinum og hann vex með hverri hlustun. Lög eins og „Krummi svaf í klettagjá“, „Ól- afur Liljurós" og „Sá ég spóa“, eru frábærlega útsett og ekki vantar þá félaga hugmyndaflugið - bræð- ingurinn setur afar skemmtilega vinkla á lögin. Ég vil sérstaklega hrósa tríóinu fyrir að gera lagið „Fröken Reykjavík“ skemmtilegt, en það lag hefur mér alltaf þótt fremur leiðinlegt. Takk piltar. Hið besta mál sem sagt - fyrir utan áðurnefnd skeyti - og ekki orð um það meir. Arnar Eggert Thoroddsen „Reiknilíkan þeirra Björns, Gunnars og Jóns er einfaldlega að virka og hin heilaga kýr, sem þjóðlögin þykja á stundum vera, fókk þarna finustu skemmtireisu hjá Islancio-mönnum,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen m.a. í vangaveltum sinum varðandi þjóðlagadjasstríóið Guitar lslancio. ALMEIMIUUR DAIMSLEIKUR með Geírmundí Valtýssyní í Ásgardi, Glæsibæ, föstudagskvöldið l.desember Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.