Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 76

Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 76
76 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM MYNDBÖND A slóð djöfulsins Níunda hliðið (The Ninth Gate) S p e n n ii m y n d ★★ Leikstjóri: Roman Polanski. Hand- rit: Brownjohn, Urbizu og Polanski. Aðalhlutverk: Johnny Depp, Lena Olin, Frank Langella. (133 nn'n) •Frakkland/Spánn,1999. Sam mynd- bönd. Bönnuð innan 16 ára. J o II N N V I) í: p p V«tli ( jate NÍUNDA hliðið mætti helst skil- greina sem sataníska spæjaramynd, en hún er byggð á hinni óvenjulegu spennusögu Arturo Pérez-Reverte, The Club Dumas. Það er einkar vel heppnuð og hug- myndarík saga sem skilar sér ekki nema að hluta í kvikmynd Polansk- is. Myndin fjallar um bókaspæjara, sem tekur að sér að leita uppi sjaldgæf- ar og verðmætar fornbækur. Sá flækist inn í leynimakk djöfladýrk- enda í leit sinni að særingarkveri sem talið er geta vakið upp satan sjálfan. Myndin er vel gerð og góð tilbreyting er í henni en hún er held- ur óræð sökum þess hvemig unnið er úr sögunni. Leikur Johnny Depps er stórgóður, hann á vel heima í þessu heimsborgaralega refshlutverki, enda er hann ekki í vandræðum með að bregða fyrir sig frönskunhi þegar leikurinn berst til Frakkiands. Þótt »Jtoman Polanski hafi verið í nokkurri lægð í sinni kvikmyndagerð undan- farin ár, er alltaf eitthvað áhugavert við myndir hans og það er tilfellið með Níunda hliðið. Heiða Jóhannsdóttir Poppari á rangri hillu Heiðarleiki (Honest) fíaman/spenna ★% Leikstjóri David A. Stewart. Hand- . rit Diek Clement, Ian La Frenais. * Aðalhlutverk Melanie Blatt, Nicole og Natalie Appleton. (110 mín.) England 2000. Góðar stundir. Bönnuð innan 12 ára. ÞIÐ sem vel eruð að ykkur í popp- fræðimum gátuð ykkur rétt til um þá sem að myndinni standa. Jú leikstjór- inn Stewart er einmitt sá hinn sami og er annar helmingur dúettsins Eurythm- ics og jú stúlkumar sem leika aðalhlut- verkin eru þrír íjórðu stúlkusveit- arinnar vinsælu All Saints. Stewarthef- ur komið víða við á löngum ferli og sumt gengið upp annað ekki og fellur þessi nýjasta iðja hans 1 síðamefnda flokkinn, svo mikið er víst. Maður veit eiginlega ekki hvað vakti fyrir kauða; hvort hann hafi ætlað að gera „All Saints-mynd“, poppmynd sem væri svar við mynd erkifjendanna Spice Girls, hvort hér er á ferð einhver „nostalklígja", endurminningar hans frá æskuárum sjöunda áratugarins eða þá hvort hann hafi verið að reyna að gera „alvöru“ Lundúnakrimma ,eins og nú eru í tísku. Myndin fjallar í grófum dráttum, að ég held, um þijá þjófa, nokkurs konar kvenskyttur, sem fara um undirheima Lundúna og ræna óprúttna milla. Það verður vafa- laust erfitt fyrir Stewart að finna borgunarmenn fyrir næstu mynd sinni en dýrðlingamir þrír gætu hins- vegar alveg plummað sig. Skarphéðinn Guðmundsson Við verðum fullveldisklíkan Ásmundur Ásmunds- son, Gabríela Frið- riksdóttir, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Særún Stefánsdóttir eiga öll verk á sýning- unni Fullveldi. Unnar Jónasson spjall- aði við þau um sýning- una og fullveldið. Eruþiðsvona listaklíka? Ásmundur: „Nei! En vonandi breytist það með þessari sýningu. Við verðum fullveldisklíkan." Gabríela: „Það er eitt orð sem ég á alltaf mjög erfitt með að skilja í þessu öllu. Ég segi það stundum, það er næmi.“ Það segja nú allir að þetta sé fal- legt safn. Finnstykkur það? G: „Mér finnst allt of lágt til lofts þarna niðri.“ Á: „Og of hátt til lofts þama uppi. Særán: já, þetta er algjört klikk. En þið eru ánægð meðþetta? Allir: „Jájájá." Þjóðlegt og svo framvegis Er eitthvað þjóðlegt á þessari sýn- ingu? Anna Júlía: „Mitt framlag er nú kannski eitthvað soldið þjóðlegt.“ G: „Það er ömgglega þjóðlegt stef í þessu öllu, ef maður er gæddur mikilli næmi þá sér maður það, ann- Morgunblaðið/Þorkell Gabríela, Ásmundur, Særún og Anna Júlía eru í fullveldisklíku ungu kynslóðarinnar í myndlistinni í dag. ars er ég aðallega að fjalla um „fig- uratífuna“, natúralismann og róm- antíkina.“ Á: „Ég er ekkert að fjalla um neitt! Þetta em meira svona ákveðnar alþýðustemmningar og svolítið félagsraunsæi hjá mér.“ G: „Er þetta ekki líka svolítil róm- antík og táknsæisstefna hjá þér? Með Medúsu." Á: „Ég veit samt ekki hvort ég verð með Medúsu.“ G: „Mér finnst eiginlega að þú verðir að vera með hana annars verður þetta allt eitthvað svo spítala- legt.“ , Á: „Eg verð líka með Landa. Ann- ars er rosalega mikið af ljósmyndum á þessari sýningu.“ S: „Þetta verður svolítið mikið svoleiðis.“ G: „Ljósmyndin kemur sterkt inn og veður yfir rýmisverkin.“ Á: „Tekur alla athyglina.“ Er einhver með innísetningu? G: „Ég verð með „installation“.“ Á: „Ég líka.“ S: „Gjörningaklúbburinn verður líka með innísetningu." Verða þær ekki með gjörning? A: „Þær verða með lifandi dýr!“ S: „Ég verð með myndir og hluti og svo verður eitthvað óvænt líka, svona tæknipönk." Ljóðrænt pönk Er eitthvað pönk í þessu hjá ykk- ur? G: „Þetta verður falleg ljóðræn sýning!“ Á: „Það verða nú einhverjar kyn- færamyndir held ég.“ A: „Svo verður fólk í sleik.“ G: „En þetta telst nú ekki lengur til neins nema bara ljóðrænu." Á: „Ég verð með svona pönk og svolitla klassík líka og reggae." G: ,Annars heyrði ég nú í ein- hverjum hljómaveitargaumm í morgun, Mínus held ég. Þeir vora að segja að það væm allir einhvem veg- inn svo sáttir, segðu bara: „Já, er það ekki bara fínt?“. Að það væri allt í lagi að gera allt núna. Þetta er alveg rétt. Það er allt bara hundleiðinlegt og allir bara æðislega glaðir. Þetta ár er búið að vera algjört vesen.“ Sýningin Fullveldi verður opnuð í Gerðarsafni 1. desember Ollu gamni fylgir nokkur alvara Á MORGUN 1. desember kl. 17:00 verður opnuð í Gerðarsafni í Kópa- vogi sýningin Fullveldi, sem er samsýning ungra myndlistar- manna og er styrkt af Búnaðar- bankanum í tilefni af 70 ára af- mæli bankans á þessu ári. Guðbjörg Kristjánsdóttir er sýn- ingarstjóri og ritar einnig inngang í sýningarskrá en þar segir hún um sýninguna: „Nafngift sýningar- innar, „Fullveldi", vísar ekki ein- göngu til Fullveldisdagsins heldur lfka þess að í hugum Islendinga hefur fullveldi löngum verið lagt að jöfnu við menningarlegt sjálf- stæði." Þátttakendur í sýningunni em annað hvort ellefu eða fjórtán eftir því hvemig á það er litið vegna þess að fjórar listakonur í hópnum hafa með sér nána samvinnu og koma fram sem cinn sýnandi undir nafninu Gjörningaklúbburinn - á ensku The Icelandic Love Corpor- ation. Þetta em þær Dóra Isleifs- dóttir, Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Aðrir listamenn sem valist hafa á sýninguna eru: Anna Júlfa Frið- bjömsdóttir, Ásmundur Ásmunds- son, Egill Sæbjörasson, Gabriela Friðriksdóttir, Hekla Dögg Jóns- dóttir, Hrafnhildur Arnardóttir, Sara Bjömsdóttir, Stephan Steph- ensen, Særún Stefánsdóttir og Ulf- ur Gronvold. íslensk menning og mannleg samskipti Guðbjörg segir að unga kynslóð- in á Fullveldissýningunni vinni f mörgum miðlum samtfmis, geri ljósmyndir, skjálist, tölvuverk og innsetningar en grípi einnig til hefðbundari aðferða svo sem að búa til þrívíða hluti, teikna og mála. Enginn þeirra kannist við að fylgja einhverri ákveðinni stefnu í myndlist og hver og einn vinni fremur eftir innsæi og tilfinningu. Yerk þátttakendanna fjalla öðru fremur um Island og íslenskar að- stæður; æskustöðvaraar, árs- tíðimar, birtustemningar og smá- atriði í landslagi. íslensk menning, mannleg samskipti og tilflnningar koma líka mikið við sögu f verkun- um. Guðbjörg skýrir nánar: „Á þeim vettvangi lftur unga kynslóðin sér nær og hugleiðir hlutverk og/eða hlutskipti Iistamannsins, stöðu myndlistarinnar í þjóðfélaginu, listaverkasölu og listaverkamark- aðinn. Þær ímyndir sem auglýs- ingaheimurinn býr til og sýndar- veruleikinn sem fjöl- og margmiðlunin skapa, þar sem hið óraunverulega verður oft raun- verulegra en raunveruleikinn sjálf- ur, er einnig tekið til umfjöllunar. Þá reynast klisjur og merkingar- leysi ungu kynslóðinni fijór eíhi- viður. Það er ögrun að taka fyrir eitthvað hallærislegt eða óþolandi og láta reyna á það hvort hægt sé að finna á því einhverja nýja vídd og gera það áhugavert." Guðbjörg segir hugarfar ungu kynslóðarinnar hafa breyst all verulega í garð íslenskrar mynd- listar. Nú sé komin „þreyta og leið- indi f hátfðleikann" sem ríkt hafi hingað til og ekki sé lengur f tfsku að vera háalvarlegur heimspeking- ur: „Ungir myndlistarmenn hafa margir hveijir lúmskt gaman af því að stríða áhorfandanum og draga hann á asnaeyrunum með óljósuin skilaboðum. Unga kynslóð- in tjáir sig með leik og skemmtun og myndlistarsýningar eru teknar að minna á skemmtisamkomur þar sem almenningi gefst kostur á að hlæja að fyndnum verkum. En öllu gamni fylgir nokkur alvara, segir máltækið. Það er ekkert sem segir að í fyndnum verkum fyrirfinnist ekki alvarlegur undirtónn og það er vel hægt að fjalla um erfiða hluti með húmor.“ Arekstur í Hinu húsinu UM SÍÐUSTU helgi var opnuð í Galleríi Geysi í Hinu húsinu sýningin Arekstur. Það em tveir listamenn sem rekast á í galleríinu en það em þær Chlöe McKay og Kyja Christi- anson. Kyja leggur stund á kvik- myndagerð við háskólann í Minnes- ota og sýnir í galleríinu fmmraun sína, The FUP is forming, en FUP er skammstöfun fyrir „fat upper pussy“. Kvikmyndin er um kvenleika og kynhlutverk en einnig um getnað og meðgöngu sem tískufyrirbrigði. Chlöe leggur stund á nám í list og bókmenntum við háskólann í Iowa. Verk hennar og samstarfsfólks hennar vom sett upp í samkvæmi í Iowa-borg í apríl síðastliðnum. Þar vom ljósmyndir, myndbandalist, innsetningar og gjömingar og vora viðbrögð við sýningunni afar sterk. Chlöe er alltaf á réttum stað á rétt- um tíma, með myndavélina sína til- búna. „Lífið í kringum mig er listamað- urinn, ég mynda það bara,“ segir hún um ljósmyndirnar sínar. Shaun Frenté sambýlismaður Chlöe skrifar titlana við polaroid-myndirnar á sýn- ingunni en Shaun hefur starfað bæði sem þjónn, barþjónn, við líkgröft og í erótískri símaþjónustu. Núna kennir hann kvikmyndagagnrýni og er að skrifa sína fyrstu skáldsögu. Sýningin er opin til og með 12. desember og er opin virka daga frá kl. 9:00-17:00 en á laugardögum frá kl. 14:00-16:00. Morgunblaðið/Ásdís Chlöe við polaroid myndirnar sfnar en Kyja var fjarri góðu gamni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.