Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Leikflokkar fá afnot af Borgarleikhúsinu samkvæmt nýjum samningsdrögum Greiðir LR 195 milljómr fyrir eignarhlut félagsins LEIKFELAGI Reykjavíkur er ætlað að tryggja a.m.k. tveimur öðrum leikflokkum afnot af hús- næði í Borgarleikhúsinu á hverju ári til æfinga og sýninga, samkvæmt drögum að nýju samkomulagi Reykjavíkurborgar og LR um rekstur Borgarleik- hússins. Leikflokkamir borga ekki leigu af hús- næðinu, en greiða útlagðan kostnað LR vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu. Borgarráð hefur nú drögin til umfjöllunar, en í þeim er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg kaupi eignarhluta LR í Borgarleikhúsinu, að undanskil- inni Auðbrekku 2, sem metin er á tæpar 13 millj- ónir. í samkomulaginu er eignarhluti LR metinn 7,1% og er reiknað með að verðmæti hans sé 208 milljónir króna. Kaupverðið nemur því 195,1 millj- ón króna, að Auðbrekku 2 frádreginni, og greiðist annars vegar þannig að Reykjavíkurborg yfirtek- ur skuldir LR upp á 50 milljónir króna, sem hvfla með veði í Borgarleikhúsinu, og hins vegar greiðir borgin LR 145,1 milljón króna með tólf greiðslum á tveggja mánaða fresti frá undirritun samnings- ins. Samkvæmt samkomulaginu skal LR hafa end- urgjaldslaus afnot til æfinga og leiksýninga í Borgarleikhúsinu til ársloka 2012, en gera skal til- lögur að nýju samkomulagi fyrir þann tíma. Hafi samningum hins vegar ekki verið sagt upp fram- lengist hann til þriggja ára. Reykjavíkurborg mun samkvæmt 6. grein í samkomulaginu gera þá kröfu til LR að félagið standi fyrir öflugri og sam- felldri menningarstarfsemi árið um kring í Borg- arleikhúsinu, á eigin vegum eða í samstarfi við aðra. Borgin greiðir árlega 180 milljónir í rekstrarstyrk „LR skal setja upp a.m.k. sjö leiksýningar á eig- in vegum á hverju starfsári og tryggja hið minnsta tveimur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verk- efnis á hveiju ári. Leikflokkarnir skulu hafa end- urgjaldslaust afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað LR vegna vinnu þeirra í Borgarleikhús- inu.“ Leikfélag Reykjavíkur mun taka að sér að inn- rétta nýjan saí Borgarleikhússins, sem er nú næstum fullgerður að utan en fokheldur að innan. Reykjavíkurborg endurgreiðir LR kostnað við innréttingar, en endurgreiðslan verður að há- marki 70 milljónir króna. Árlegur rekstrarstyrkur Þá mun Reykjavíkurborg veita LR árlegan rekstrarstyrk og er stefnt að því að styrkurinn nemi 180 milljónum króna árið 2001, og hækkar styrkurinn samkvæmt vísitölu neysluverðs um hver áramót. LR mun m.a. afla sér tekna með sölu aðgöngumiða, veitingasölu og útleigu, og mun samkvæmt samkomulaginu yfirtaka leigusamning við Islenska dansflokkinn um rými í Borgarleik- húsinu. Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur, sagðist ekki vilja tjá sig um innihald samningsins, þar sem ekki væri búið að undirrita samkomulagið. Borgarráð frestaði á síðasta fundi ráðsins afgeiðslu málsins. Verða jólin rauð ell- egar hvít? SKJÓTT skipast veður í lofti; það hafa Islendingar fengið að sjá und- anfarna daga og ekki síst íbúar á suðvesturhominu. Veðurfræðingar voru ekki fyrr búnir að tjá sig um líkur á rauðum jólum en allt hvarf f feiknmikla fönn og varð skyndilega afar jólalegt um að litast, eins og sjá má af þessari fallegu sýn ljósmyndarans úr Bern- höftstorfunni í miðbæ Reykjavíkur. Hitt er svo annað að aftur hefur farið hlýnandi og er gert ráð fyrir austlægri átt í dag, rigningu eða skúrum með köfium, einkum sunn- an- og austanlands. Hiti þetta 2-7 stig. A fimmtudag og föstudag er áfram búist við austanátt og skúr- um við suðurströndina, en annars þurru að mestu. Heldur kólnandi veðri. Við verðum því líklega að bíða enn um sinn eftir einhverri vissu fyrir „litarafti" jólanna í ár; hvort þau verða rauð ellegar hvít. Uppsetning á GSM-kerfí fslandssíma Fjárfesta fyrir rúman milljarð LÖG um reikiaðgang, sem taka gildi um næstu mánaðamót, tryggja Íslandssíma reikiaðgang að GSM-kerfum á landsbyggðinni þar sem ekki þykir arðvænlegt að ráðast í fjárfestingar af slíku tagi. Eyþór Arnalds, forstjóri íslands- síma, segir að af þessum sökum geti Islandssími boðið upp á full- mótaða GSM-þjónustu um leið og starfsemin hefst snemma á næsta ári. Fyrir aðganginn greiðir Is- landssími keppinautum gjald sam- kvæmt gjaldskrá að frádregnum sölu- og markaðskostnaði. Islandssími samdi við Ericsson um kaup á GSM-kerfi sl. haust. Uppsetning langt komin Uppsetning á kerfinu á höfuð- borgarsvæðinu hefur gengið von- um framar og er ráðgert að kerfið verði að fullu prófað í lok janúar með allri tilheyrandi þjónustu, þ.e. SMS, WAP, póst- og GPRS-þjón- ustu. Íslandssími hefur fjárfest fyrir á annan milljarð króna í GSM-kerfi sínu. Eyþór segir að hér sé um að ræða kerfí sem hann- að er sérstaklega fyrir GPRS- gagnaflutninga auk venjulegra símtala og af þeim sökum er mun styttra á milli stöðva í kerfinu en hjá öðrum fyrirtækjum. í fyrsta áfanga verða settar upp 53 stöðvar á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Reykjavík, Mosfellsbæ, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Seltjarn- arnesi. Uppsetning þeirra er langt komin og nokkrar stöðvar þegar orðnar starfhæfar. Verið er að gera prófanir á þeim og segir Ey- þór að útkoman hafi verið góð. Hann segir að stefnt sé að því að prófunum og stillingum verði lokið á sex vikum. Samhliða þessu er verið að und- irbúa annan áfanga sem felur í sér uppsetningu á stöðvum fyrir 900 megariða kerfi sem notað er til að brúa bilið milli stöðva, eins og t.d. á svæðum eins og Reykjanesbraut- inni. Islandssími gerði nýlega reiki- samninga við fyrirtæki í eigu Brit- ish Telecom og AT&T. Samning- urinn tryggir Íslandssíma reikiaðgang að allt að 300 farsíma- fyrirtækjum og góða þjónustu um allan heim. Aðspurður um hvernig verðskrá GSM-þjónustu Íslandssíma yrði sagði Eyþór: „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að með þriðja að- ilanum komist meiri sveigjanleiki í verðið." Þjónusta númer eitt! Til sölu VW Passat VR6 2800 cc, 190 hö, sjálfskiptur, 4x4, nýskráður 15.01.1999, ekinn 32 þ„ leðurinn- rétting, spoiler, 17 tommu álfelgur, 16 tommu álfelgur vetrardekk, viðar- klæðning. Ásett verð kr. 2.890.000. Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 laugardagar kl. 10-14 BÍLAÞINGfÉEKLU Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500 Ntírw&r e-'rtf f ncrhiZvm bílvm! Uugavegi 174, Í05 Reylgavfk, slmi 569 5500 www.bilathing.is ■ www.bilathing.is * www.bilathing.is Morgunblaðið/Ómar Háskólar meti námsframvindu MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að þeir nemendur sem Ijúka áttu stúdentsprófi nú um áramót og hyggjast sækja um inn- göngu í háskóla eigi rétt á að fá stað- festingu um námsframvindu sína hjá skólameisturum framhaldsskólanna. Ráðuneytið segir að í 6. gr. laga nr. 136 um háskóla frá 1997 segi að nemendur, sem hefji nám í háskóla, skuli hafa lokið stúdentsprófi, öðru sambærilegu námi eða búa yfir jafn- gildum þroska og þekkingu að mati stjórnar viðkomandi háskóla. ÍSLENSK erfðagreining hefur samið við nlu heilbrigðisstofnanir víða um land um vinnslu heilbrigðisupplýs- inga og flutning þeirra í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Skrifað verður und- ir samninginn í dag og er Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri ein stofnan- anna níu sem IE hefur samið við. Athöfnin fer fram á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og kynnir Kári Stefánsson, forstjóri IE, efni Ennfremur skuli tryggt að inn- tökuskilyrði í háskóla og námskröfur svari jafnan til þess sem krafist er í viðurkenndum háskólum á sambæri- legu sviði erlendis. „Samkvæmt framansögðu er það í höndum stjómenda háskóla að meta hvort nemandi uppfylli framan- greind skilyrði um inngöngu, þar með hvort nemanda verði veitt inn- ganga þrátt fyrir að hann hafi ekki lokið stúdentsprófi, enda hafa þeir heimild til þess samkvæmt framan- greindu lagaákvæði," segir í yfirlýs- ingu ráðuneytisins. samningsins fyrir fjölmiðlum. Einar Stefánsson, framkvæmda- stjóra gagnagrunnssviðs íslenskrar erfðagreiningar, segir að þessir samningar séu fyrstu mikilvægu skrefin í að hefja skráningu í gagna- grunninn og að ennþá sé þó eftir nokkur undirbúningsvinna, m.a. vegna öflunar leyfa og eins eigi eftir að undirbúa frekar sjálfa upplýsinga- tæknina sem nota á við skráninguna. 14 mánaða fangelsi fyrir ítrek- aðan ölv- unarakstur TUTTUGU og fimm ára karl- maður var dæmdur í 14 mánaða fangelsi, fyrir ítrekaðan ölvunar- akstur, í Héraðdómi Reykjavík- ur í gær. Þá var hann sviptur ökuréttindum ævilangt. Hjördís Hákonardóttir, héraðsdómari kvað upp dóminn. I dómnum segir að sakarferill ákærða sé nokkur og felist að mestu í áfengis- og umferðar- lagabrotum. Var hann nú dæmd- ur í sjötta sinn fyrir ölvunarakst- ur og var um tvö brot að ræða. Hann var og dæmdur í fimmta sinn fyrir akstur og sviptur öku- réttindum og var einnig um tvö brot að ræða. Maðurinn hefur áður verið dæmdur í varðhald vegna ölvunaraksturs og tvisvar hefur hann rofið þá skilorðs- bundnu dóma sem hann hefur hlotið. Maðurinn var að auki dæmdur til að borga allan sakarkostnað, þar með talin málsvamarþóknun skipaðs verjanda hans, 35.000 krónur. IE semur við sjúkrahús um gagnagrunninn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.