Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 43

Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 43 Þjóðsögur nútímans HJÁ Nýja bókafélag- inu er komin út bók- in Fyndnir íslend- ingar eftir Hannes Hólmstein Giss- urarson prófessor. Bókin hefur að geyma um eitt þús- und gamansögur um þjóðþekkta Islend- inga 20. aldarinnar, sem Hannes hefur skrifað hjá sér á undanförnum áratug- um. „Ég hef skrifað þessar sögur hjá mér, bæði til að eiga og segja öðrum,“ segir hann. „Ég held oft ræður á fundum sem gott get- ur verið að krydda með skemmti- sögum,“ bætir hann við. Um tilurð bókarinnar segir Hannes að Jónas Sigurgeirsson sagnfræðingur hafi komið með þá hugmynd að safna sögunum saman í bók. Hannes tók vel í það og úr varð safn eitt þús- und gamansagna. Hannes segir sögurnar end- urspegla ólíkar tegundir fyndni, s.s. meinfyndni og orðheppni. Fyndni Tómasar Guðmundssonar skálds felist í orðaleikjum hans en Jónas frá Hriflu sé aftur á móti meinfyndinn, svo dæmi séu tekin. „Stundum eru menn i rauninni ekki fyndnir heldur hlægilegir," segir Hannes. „Ég komst að því við vinnslu bókarinnar hvað kímnigáfa manna er ólík. Það sem eiuum flnnst fyndið finnst öðrum ekki og öfugt.“ Hannes er þeirrar skoð- unar að gamansögur sem þessar séu þjóðsögur nútímans og segir að gamansögurnar séu oft flökku- sögur, heimfærðar upp á menn. „Einkunnarorð bók- arinnar eru: ef saga er góð, þá er hún sönn. Þetta á að vera gamansemi og þess vegna þarf ekki endi- lega að vera að graf- ast of nákvæmlega fyrir um sannleiks- gildi einstakra sagna. Ef þær eru góðar, þá eru þær sannar," seg- ir hann. Hannes sótti sér efni í þau gam- ansagnasöfn sem komið hafa út á ís- lensku og valdi þaðan þær sögur sem honum þóttu bestar og bætti auk þess við öðrum sögum sem honum hafa borist til eyrna. „Ég held að um gamansögurnar gildi það sama og þjóðsögurnar; að því fleiri sem segja þær og því eldri sem þær verða, því betri verði þær, því þær sh'past og verða ein- faldari og snjallari í meðfórum." Hvers konar fyndni vekur mesta hrifningu þegar þú kryddar mál þitt í ræðustól? „Það fer eftir áheyrendum. Seint að kvöldi, þegar menn hafa fengið sér neðan í því, held ég að skírskotanir til ástarleikja og kyn- lífsævintýra séu vænlegastar til árangurs. Þegar menn eru hins vegar á virðulegum fundum með t.d. menntafólki eru gamansögur sem tengjast orðaleikjum og skír- skotunum í bókmenntir og sögu heppilegri." Hannes segist hafa haft ánægju af ritun bókarinnar og vonar að lesendur komi til með að hafa eins gaman að því að lesa hana. „Ég hef fengið góðar viðtökur hjá nánast öllum sem hafa lesið bók- ina og síðast í gærkvöld sagði mér kona að sér þætti bókin feiki- lega skemmtileg." Björgvin Halldórsson var lengi dagskrárstjóri út- varpsstöðvarinnar Bylgj- unnar. Jón Axel Ólafs- son, dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni, birtist einn morguninn á nýjum og glæsilegum jeppa. Sam- starfsmenn hans hópuðust í kring- um jeppann, og spurningum rigndi yfir hinn hreykna eiganda. Einn vinurinn spurði: „Þrjátíu og átta eða fjörutíu og fjögurra tommu dekk?“ Annar spurði: „Rafmagns- læsing eða loftlæsing?" En Björg- vin spurði aðeins: „Glitnir eða Lýs- ing?“ Elías Mar lýsir svo þeirri breyt- ingu, sem orðið hafi á viðhorfum og hegðun fólks í sinni tíð: „Munurinn á sjötta og tíunda áratugnum er sá, að nú segir maður hátt og snjallt yfir búðarborðið: Ég ætla að fá fimm smokka ... - en bætir síðan við í lágum hljóðum og afsakandi röddu: ... og einn pakka af sígar- ettum.“ Jón Ólafsson í Skífunni hitti Örn Clausen hæstaréttarlögmann eitt sinn í samkvæmi. Örn kynnti þá Jón fyrir konu sinni, Guðrúnu Er- lendsdóttur hæstaréttardómara, sem sagði vingjarnlega við hann: „Sæll og blessaður! Loksins fæ ég að sjá þig, ég, sem hef heyrt svo margt um þig.“ Jón svaraði leiftur- snöggt með vísifingur á lofti: „En þú getur ekki sannað neitt af þvi!“ Úr Fyndnir íslendingar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mikið úrvai sfmtækja fyrir allar gerðir símtenginga. Þyngd 130 gr. Rafhlöáuending 195 klst. Titrarahringing Frftt stofngjald eða 1.500 kr. inneign hjá Landssfmanum Drægni allt að 300 mtr. Rafhlaða, 170 klst í bið Þetta er einn allra fyrirferðarminnsti þráðlausi sfminn á markaðnum. Hargverðlaunuð hönnun og margir notkunar- möguleikar. TOPCOH Butler 170 áiarnt númerabirti. 9.900 kr. OPENER5 HANZOOM 11.900 kr. PANASONIC GD 30 9.900 kr. Svar Hf. - Bmjarllnd 14-16 • 200 Kdpavogl ífml 510-6000 Svar hf.- RAðhdttorg) 5 - 600 Akuraurl ffmi 460-5950 svan) Miðasala kl. 9-17 virka daga Háskölabió v/Hagatörg Sínii SAS 2500 www.sinfonia.is Fyrir fullu húsi ár eftir ár. Tryggðu þér miða í tíma! 0 SINFÓNÍAN Peter Guth Arndis Halla Ásgeirsdóttir Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Arndís Halia Ásgeirsdóttir Félagar úr Kór íslensku óperunnar (7A i i=xi i«s Kórstjóri: Garðar Cortes Hin óviðjafnanlega danstónlist Vínarborgar er slgrænn óður til fegurðar og llfsgleði. Þetta vita þeir fjölmörgu sem sækja Vínartónleika Sinfóníunnar ár eftir ár. Flutt verður tónlist eftir Strauss, Zeller, Lehar, Stolz og fleiri meistara Vínartónlistarinnar. Að þessu sinni verða Vínartónleikarnir í Laugardalshöll. Númeruð sæti. Fimmtudaginn 4. janúar Föstudaginn 5. janúar Laugardaginn 6. janúar ki. 19.30 laus sæti kl. 19.30 laus sæti kl. 17.00 örfásætilaus
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.