Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 68
íg, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 Zt--------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLADIÐ Nýtum lesað- 1 stöðu Háskól- ans til fulls MIKIÐ hefur ver- ið rætt um aðstöðu- vandamál Háskólans að undanförnu enda er nemendafjöldi Háskóla fslands orð- iilrt svo mikill að hús- næði skólans dugir hvergi nærri til. Þeg- ar próf standa yfír finna stúdentar mjög fyrir þessum vanda. Þjóðarbókhlaðan er full af stúdentum þegar próf standa yf- ir en auk þess stend- ur þeim til boða að lesa í öðrum bygging- um Háskólans, þar á meðal í kennslustofum. Þetta dugir þó ekki til að fullnægja þörfinni. Stúdentar læra líka um helgar meðan húsnæði og lestrarað- staða stúdenta er af skornum skammti er mjög mikilvægt að nýta til fulls þá aðstöðu sem fyrir hendi er. Þjóðarbókhlaðan kemur til að mynda ekki nógu vel til móts við Nám Háskólastúdentar eiga ekki helgarfrí i*þegar prófín standa yfír, segja Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir og Baldvin Þór Bergsson, og þeir lesa lengur en til kl. 17. nemendur Háskólans yfir próftíma og er opnunartími hennar í engu samræmi við þörf okkar háskóla- nema. Þjóðarbókhlaðan er helsta lesað- staða stúdenta en hún er opin frá kl. 8-15-22 frá mánudegi til fimmtu- dágs og frá 8.15-19 á föstudögum. Um helgar er bókasafnið hins vegar aðeins opið frá frá 9-17 á laugar- dögum og á sunnudögum frá 11-17. Háskólastúdentar eiga ekki helg- arfrí þegar prófin standa yfir og þeir lesa lengur en til kl. 17. Það er sanngjörn krafa að opnunartími Þjóðarbókhlöðunnar verði lengdur til kl. 22.00 um helgar. Þessi krafa okkar ætti heldur ekki að hafa mik- inn kostnað í för með sér. Andinn og líkaminn Fyrir tveimur árum veitti Alþingi 18 milljón króna aukafjárveitingu til þess að gera stjórnendum Þjóð- aHtekhlöðunnar kleift að lengja af- greiðslutíma Þjóðarbókhlöðunnar úr 59 í 81 klukkustund á viku. Lenging sú sem nú er farið fram á ætti ekki að vera nærri því eins kostnaðarsöm. Fulltrúar Vöku voru himinlifandi með þá lengingu sem varð fyrir tveimur árum og fögnuðu auknum skilningi stjórnvalda á þörfum okkar stúdenta. En sá tími sem Þjóðarbókhlaðan er opin er sem stendur ekki í sam- ræmi við þróun á öðrum sviðum þjóðfélagsins og má til gamans benda á þá staðreynd að margar verslanir og jafnvel líkamsræktar- stöðvar eru opnar langt fram eftir kvöldum, jafnvel allan sólarhring- inn. Eiga menn ekki að eiga tæki- færi til þess að rækta andann á kvöldin, rétt eins og líkamann? Vaka vill opna byggingarnar Vaka lagði fyrir skömmu fram til- lögu á Stúdentaráðsfundi um að Stúdentaráð myndi beita sér fyrir því að byggingar Háskólans yrðu opnar stúdentum allan sólarhring- inn. Röskva var samþykk tillögunni og er það gleðilegt. Þetta hefur ver- ið gert með góðum árangri í Há- skólanum í Reykjavík enda er þessi hugmynd mjög einföld í fram- kvæmd. Til stendur að smartkortavæða háskólasvæðið en Vaka telur óþarfi að bíða eftir því að tölvustýrt kerfi komist í gagnið og vill hraða fram- vindu mála. Fyrirkomulagið yrði þannig að þeir stúdentar sem nota aðstöðuna bera ábyrgð á bygging- unum, rétt eins og gert er í Háskól- anum í Reykjavík. Þá yrði komið kerfi á sem gerði stúdentum mögu- legt að bera ábyrgð á byggingun- um. Vaka telur að stúdentum sé treystandi til að ganga vel um byggingar Háskólans á kvöldin ekki síður en á daginn. í um- ræðunni um aðstöðuleysi stúdenta á ekki bara að biðja um fleiri bygg- ingar. Nauðsynlegt er að líta til þeirra möguleika sem við höfum nú þegar og nýta þá. Sú leið er fljót- virkari og stúdentar þurfa úrræði nú þegar. Þorbjörg situr i Stúdentaráði fyrir bönd Vöku og Baldvin Þór er fulltrúi Vöku í Háskólaráði. Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Innheimtustofnun sveitarfélaga • Lágmúla 9 • sími 568 6099 • fax 568 6299 • pósthólf 5172 • 125 Reykjavík • kt. 530372 0229 N • Landsbanki íslands 139-26-4700 Vanhirtur hrygningarstofn í GREIN í Morg- unblaðinu 3. nóvem- ber 1993 athugaði ég viðkomu þorskstofns- ins í köldu loftslagi áranna 1965-1986. Þessi athugun benti til þess að hefðbundið mat á hrygningar- stofni leiddi til vill- andi niðurstöðu. Ný- liðun þorsksins væri svo að segja óháð því hvað mikið væri til af þorski yngri en 9 ára, en aftur á móti væri skýrt samhengi milli nýliðunar og þorsks eldri en 8 ára, fylgni 0,89. A þessu 22ja ára tímabili var hrygningarstofninn orðinn lítill. Vegna þess var hægt að viðhafa einfalda aðferð, reikna með beinu hlutfallslegu samhengi, sem stenst allvel þegar stofninn er ekki stór, enda minnkar nýliðunin þá hratt með minnkandi stofni svo að fylgn- in verður meiri og skýrari en ella, ef hún er til á annað borð. - I þessari sjö ára gömlu grein var reyndar líka spáð hlýnandi haf- straumum úr norðri og það hefur gengið allvel eftir. Sérstakar rannsóknir sem Guð- rún Marteinsdóttir hefur stjórnað hjá Hafrannsóknastofnun sýna að það virðist einmitt vera þegar þorskur er að ná háum aldri sem hrygning fer að bera verulegan ár- angur til að viðhalda stofninum. Þar kemur ýmislegt til, svo sem tiltölulega stærri, fleiri og lífvæn- legri hrogn og lengri hrygning- artími eldra fisksins en gert hefur verið ráð fyrir í hefðbundnu mati fiskifræðinnar á hrygningarstofni. Þessar sértæku rannsóknir eru því góð staðfesting á þeim tölfræði- legu ályktunum sem komu fram í grein minni árið 1993. Nú hef ég gert víðtækari töl- fræðilega athugun á nýliðun og hrygningarstofni þorsks á öllu tímabilinu frá 1955 fram á síðustu ár. Framan af þessu tímabili var hrygningarstofninn mjög stór. Þegar svo er vex nýliðunin ekki með stækkandi stofni, fer jafnvel að minnka nokkuð. Almennt samhengi hrygningar- stofns og nýliðunar verður þess vegna flókið og því verður ekki lýst á öllu tíma- bilinu nema með sér- stöku bogadregnu línuriti sem Beverton og fleiri hafa fengist við í fiskifræðinni. (Við þær formúlur hef ég sett fram tilbrigði sem má laga hvort sem er eftir virkum eða hefðbundnum hrygningarstofni: N= a(H-b)0,5 / (1 + c(H-b)l,2 ) þar sem N er nýliðun í millj- ónum þriggja ára fisks og H hrygningarstofn í þúsundum tonna, en a, b og c eru fastatölur). Audlindin Af rányrkjunni hefur orðið mikill skaði, segir Páll Bergþórsson, sem þó er hægt að draga af nokkurn lærdóm um úrbætur. Þess skal getið að í þessari rannsókn eru notuð þriggja ára keðjubundin meðaltöl, en ekki töl- ur frá einstökum árum. Það er áberandi hvað nýliðunin fellur illa að hinum hefðbundna hrygningarstofni sem samanstend- ur af samanlagðri tonnatölu svo- kallaðs kynþroska fisks (1. mynd). Hann var að jafnaði ein milljón tonna árin 1956-1960, en hefur verið tvö til þrjú hundruð þúsund tonn síðan kvótakerfið gekk í gildi. Deplarnir dreifa sér vítt og breitt út frá þeirri bogadregnu punkta- röð sem má nota til að áætla þetta samband, enda reiknast fylgnin ekki nema tæplega 0,5 og er þess vegna ekki marktæk að neinu gagni. Astæðan virðist vera sú að mestur hlutinn af þessum reiknaða hrygningarstofni er gagnslaus til hrygningar. Það ruglar samhengið að iðulega er stærð þessa ónýta hluta stofnsins úr takt við stærð hins virka stofns. Því valda um það bil tíu ára sveiflur í stofnstærð sem geta orðið áberandi þegar stofninn er lítill. Á teikningunni er gert ráð fyrir að áætluð nýliðun muni komin niður í ekki neitt þeg- ar þessi hefðbundni hrygningar- stofn er 150 þúsund tonn (b=150) og er þar farið eftir þeirri reynslu hér á landi að fyrst er gengið á þann hluta hans sem hefur mest áhrif á hrygninguna og nýliðunina, en síðar á óvirka hlutann. Öðru máli gegnir um samhengið milli nýliðunar og golþorskastofns, níu ára og eldri (2. mynd). Fylgnin er þar nærri 0,8 og vel marktæk. Nýliðunin fellur geysihratt þegar hrygningarstofninn minnkar niður fyrir 100 þúsund tonn og með fáum undantekningum er sam- ræmið þá gott milli golþorska- stofns og nýliðunar. Þarna kemur vel fram sú ógn sem hefur steðjað að íslenska þorskstofninum í ára- tugi, að öllum líkindum vegna of- veiði samfara kulda í sjónum. Þessi virki hrygningarstofn var sex til átta hundruð þúsund tonn 1956-1960, minnkaði tímabundið vegna nótaveiði á sjöunda áratugn- um en féll niður fyrir 40 þúsund tonn á áttunda áratugnum. Þó keyrði um þverbak eftir að kvóta- kerfið gekk í gildi, því að þá hrundi þessi stofn niður í 20 þús- und tonn, svo sem 2-3 prósent af því sem hann var áður. Nýliðunin minnkaði um helming, úr 200- 300 milljónum af þriggja ára þorski niður í 100-150 milljónir og komst eitt árið niður í 72 milljónir. Og þorskaflinn hefur reyndar til lengdar minnkað í beinu hlutfalli við nýliðunina, úr 400-500 þúsund tonnum í 200-250 þúsund tonn. Vissulega átti kalt árferði í sjónum þátt í þessu, en við því var heldur ekki brugðist; þvert á móti var gengið allt of mikið á eldri veiði- stofninn og hlutfallslega miklu meira en þann yngri. Þess vegna stefndi sérstaklega í útrýmingu golþorskanna, eins og ráða má af annarri mynd, enda hvetur afla- markskerfið mjög til veiða á stærsta og verðmætasta fiskinum. Sóknin var hörð með stækkandi möskvum upp í 9 tommur og mun meiri en aflatölur sýndu, því að nú var ekki lengur komið með dauðan netafisk í land, heldur er honum kastað í sjóinn eins og öðrum fisk- afurðum sem er síður sóst eftir eða falla ekki undir tegundakvóta skipsins. Þessa sóun sem gjarnan einkennir aflamarkskerfi er ekki hægt að réttlæta með því að of- gnótt hafi verið í hafinu, þvert á móti hefur verið bruðlað með þorskstofn í tilvistarkreppu. Það er hætt við að villandi mat fiskifræðinnar á hrygningarstofni hafi að nokkru leyti dulið þessa rányrkju, þessa vanhirðu dýr- mætrar auðlindar. Af rányrkjunni hefur orðið mikill skaði sem þó er hægt að draga af nokkurn lærdóm um úrbætur. Meðal annars þarf að athuga hvort ekki eigi að skipta úr aflamarkskerfi yfir í sóknarstýr- ingu og endurskoða reglur um veiðarfæri. Það eru öfugmæli að aflamarkskerfi okkar sé það besta í heimi og hafi byggt upp þorsk- stofninn. Þvert á móti hefur fram- kvæmd þess átt þátt í að setja hann í alvarlega útrýmingarhættu og tafið vöxt hans í batnandi ár- ferði. 9-14 ára hrygningarstofn og nýliðun 350 —--------:----------------------- Nýliðun í milljónum 2. mynd Samhengi hrygningarstofns og nýliðunar 350 300 250 200 150 100 50 Nýliðun I mllljónum 1. mynd »♦ ♦ 0 + Hrygningarstofn í þús. tonna —I----------1-------—|---- ♦ Nýliðun í milljónum ■ Áætluð nýliðun 200 400 +~—■—+------1------1- 500 800 1000 1200 1400 Páll Bergþórsson Höfundur erfv. veðurstofustjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.