Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 90
Sli ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 Botnleðja: Douglas Dakota Megas: Svanasöngur á leiði MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Morgunblaðið/Ásdís Einar Magnússon o g Arngrímur Marteinsson úr Vinabandinu. Meira pönk TÖIVLIST Geisladiskur HEIMAí STOFU Heima í stofu, geisiadiskur Vina- bandsins. Vinabandið skipa þau Arngrimur Marteinsson (píanó), Ingibjörg Sveinsdóttir (trommur), Unnur Eyfells (söngur), Jón Hilmar Gunnarsson (söngur), Einar Magn- ússon (söngur), Guðrún S. Krist- jánsdóttir (söngur), Sigmundur I. Júlfusson (harmonikka), Jón Þór Guðmundsson (bassi) og Þorgrímur Kristmundsson (munnharpa). Lög- in eru eftir ýmsa höfunda, innienda sem erlenda, s.s. Sigfús Hall- dórsson, Oddgeir Kristjánsson, Thomas og Welch/Farrar. Sömu- leiðis eiga ýmsir íslenskir höfundar texta, s.s. Jenni Jóns, Ámi úr Eyj- um, Eiríkur Karl Eiríksson og Magnús Kr. Gíslason. Upptökum stýrði Jón Ólafsson. 36,08 mín. Eyr- að ehf. gefúr út. VINABANDIÐ er skipað rosknu fólki, flestu í kringum sjötugt. Einu sinni í viku æfír sveitin í stofunni á heimili þeirra hjóna Amgríms Mar- teinssonar og Ingibjargar Sveins- dóttur í Trönuhólum 5 í Breiðholtinu. Jón Ólafsson, hljómlistarmaður og útgefandi, mætti þangað með upp- tökugræjur á tvær æfingar og tók plötuna upp, og útskýrir það titil plötunnar. Það gerist ekki öllu raunverulegra en á þessari plötu Vinabandsins. í tónlistarlegum skilningi er þetta al- gerlega málið. Hér er komið áhuga- samt fólk með það eitt að markmiði að skapa tónlist, sér og öðrum til yndisauka og andlegrar fróunar. Einlægnin er algjör og tónlistin er númer eitt, tvö og þrjú. Hin full- komna alþýðulist holdi klædd þar sem engu máli skiptir hvað þú getur, en öllu að gera þetta af heilum hug. I þessu liggur hinn sterki sjarmi plöt- unnar. Þetta er eitthvað svo satt og heilt allt saman að það er í raun ógjörningur að hrífast ekki með. Að hlýða á bandið renna sér í gegnum gömul og ástsæl dægurlög eins og „Anna í Hlíð“, „Suður um höf- in“ og „Blítt og létt“ er ekki ósvipað því að vera staddur á ættarmóti og horfa á skyldfólkið syngja með sínu nefi gamlar dægurlagaperlur. Amma mín heitin stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum, hvar hún gekk um íbúðina sína, hummandi þessi lög fyr- ir munni sér. Pönkhugsjónin ræður hér ríkjum. Hér er bara talið í og sungið. Ekkert pjatt eða pjátur og engin tilraun til að breiða yfir eitt eða neitt. Þetta er það sem það er og fullljóst að hér eru áhugamenn en ekki atvinnumenn á ferðinni. Söngvaramir halda oft og tíðum vart lagi og sumir eru meira að segja nokkuð falskir. Karlarnir syngja rámum og töfrandi tóbaks- rómi. Konumar era hátóna, ein alveg sérstaklega, og raddimir sveiflast skjálfandi upp og niður. Hljóðfæra- leikur liggur látlaus og lágstemmdur á bak við. Mistök em nokkur og stundum fara hljóðfæraleikarar sem söngvarar í smálautarferð í miðju lagi. En eins áður segir, þetta er svona svipað og horfa á afa og ömmu troða upp í brúðkaupinu hans Nonna frænda. Tón- og fagurfræði víkur fyrir heillandi manneskjulegheitum. Hér ríða hetjur um stofu. Þegar bandið hendir sér af alefli í slagara eins og „Blítt og létt“ og „Anna í Hlíð“ verður maður einfaldlega vam- arlaus. Yndislegt. Umslagshönnun er góð og í full- komnu samræmi við anda plötunnar. Hrein, bein og heilsteypt plata - ein af ánægjulegustu útgáfum ársins. Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.