Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 34

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þar sem draumarnir rætast KAMMERSVEIT Reykjavíkur hefur sent frá sér geislaplötuna Kvöldstund með Moz- art og önnur er vaent- anleg með Branden- borgarkonsertunum eftir J.S. Bach. „Við settum okkur mjög skýr markmið þegar Kammersveitin var stofnuð og þau voru að gefa áheyrendum hér heima tækifæri til að heyra verk í lifandi flutningi sem þeir hefðu annars ekki haft tæki- færi til að heyra hér - og jafnframt að gefa okkur hljóð- færaleikurunum tækifæri til að glíma við skemmtileg og verðug verkefni sem gera okkur að betri hljóðfæraleikurum,“ segir Rut Ing- ólfsdóttir sem hefur verið í forsvari fyrir Kammersveit Reykjavíkur frá byrjun. „Þegar ég hugsa um þessi markmið okkar fyrir bráðum tutt- ugu og sjö árum sé ég að þau er enn í gildi.“ Og ekki einasta hefur Kammer- sveitin boðið upp á ótal tónleika á þessum tuttugu og sex árum, heldur hefur hún nú fært út kvíamar og er farin að hljóðrita margar af perlum tónbókmenntanna. í fyrra komu út tvær geislaplötur með Kammer- sveitinni, önnur með verkum eftir Jón Leifs í tilefni af aldarafmæli hans, hin með Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen. Kvöldstund með Mozart Platan, sem nú er komin, Kvöld- stund með Mozart, hefur að geyma ílautukvartett, óbókvartett, horn- kvintett og píanókvartett. Þessi kammerverk eru til í ótal útgáfum á geislaplötum og þegar Rut er spurð hvers vegna Kammersveitin hafi ákveðið að hljóð- rita þau líka segir hún sveitina oft hafa leikið þau í gegnum árin. „Það var gamall draumur hjá okkm- að gefa út plötu með kammerverkum eftir Mozart. Fyrir nokkr- um árum vorum við með prógramm sem hét Kvöldstund með Mozart. Við spiluðum það víða um land. Við spiluðum við kertaljós og Gunnar Eyjólfsson var með okkur og las úr bréfum Mozarts. Þetta voru yndisleg kvöld og mig langaði til þess að við myndum taka eitthvað upp af þessum verkum A plötunni eru að vísu ekki alveg sömu verkin og við spiluðum í þessum ferðum en hugmyndin er sú sama: Að eiga notalega kvöldstund með Mozart." Strengjaleikarar á plötunni eru Rut Ingólfsdóttir, Svava Bemharðs- dóttir, Sarah Buckley, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Inga Rós Ingólfs- dóttir. Einleikari í flautukvartettin- um er Martial Nardeau, óbókvart- ettinn leikur Matej Sarc, horn- kvintettinn leikur Joseph Ognibene og í píanókvartettinum er Selma Guðmundsdóttir einleikari. Brandenborgarkonsertarnir En hvað um Brandenborgarkons- ertana? „Þegar Kammersveitin hélt upp á tuttugu og fimm ára afmæli sitt vet- urinn 1998-1999 voru jólatónleik- amir þannig að við spiluðum alla Brandenborgarkonsertana og það Rut Ingólfsdóttir. IX.- - «J||f í W*ÆB&Á~ Kammersveit Reykjavíkur. var í fyrsta skipti sem þeir vora allir spilaðir í heild hér á íslandi. Það er of mikið að spila þá alla á einum tón- leikum svo við spiluðum þá á tvenn- um tónleikum sem vora með tveggja daga millibili. Til þess að hjálpa okk- ur með flutninginn fengum við Jaap Schröder sem ég og fleiri höfðum unnið með í Skálholti. Hann er einn af brautryðjendunum í því að end- urvekja barokkhljóðfærin til flutn- ings á barokktónlist. Þótt við spilum ekki á barokkhljóðfæri í Kammer- sveitinni, fannst okkur mjög mikils- vert að fá þennan sérfræðing til að hjálpa okkur með flutninginn á Brandenborgarkonsertunum. I kjöl- far tónleikanna tókum við þrjá þeirra upp fyrir jól og seinni þrjá í febrúar og þá kom Jaap aftur til landsins til þess að vera með okkur í upptökunum." Nú hafa líklega fá verk verið hljóð- rituð eins oft og Brandenborgar- konsertamir. Hvers vegna ákváðuð þið að hljóðrita þá og gefa þá út? „Já, Brandenborgarkonsertamir eru einhver þekktustu verk tónbók- menntanna og til í ótal útgáfum en mér finnst mikilvægt að þeir séu til með íslenskum flytjendum. Ekki bara fyrir sögulegt gildi, heldur líka fyrir þá sem era uppi núna og þekkja hljóðfæraleikarana. Það er allt önn- ur tilfinning og skemmtilegri að hluta á tónlist þegar maður þekkir flytjenduma. Því miður er diskurinn ekki kominn til landsins ennþá en við vonumst tU að það verði á næstu dögum.“ Markmiðum náð Nú hefur þú verið í forsvari íyrir Kammersveit Reykjavíkur frá upp- hafi og þið hafið haldið mjög vel utan um ykkar upphaflegu markmið. Hvemig hafið þið farið að því? „Við stöndum fyrir tónleikaröð á hverju ári þar sem við veljum tU flutnings mörg spennandi tónverk sem yrðu annars ekki spiluð héma og önnur sem okkur langar til að spila. Þannig hafa hljóðfæraleikar- amii' fengið tækifæri til þess að koma fram sem einleikarar og glíma við bæði skemmtileg og krefjandi verkefni. Það að spila þessi verk, hvort sem það era Brandenborgarkonsertarnir eða kammerverk eftir Mozart, gerir miklar kröfur tU hljóðfæraleikar- anna og þannig er markmiðum okk- ar náð. Við náum þessum mai’kmið- um á hverju ári með því að finna spennandi verkefni. Eitt af því sem við lítum á sem okkar skemmtilegu skyldu er að spila líka mikið af íslenskri tónlist, bæði að framflytja ný verk og að spila þau sem eldri era. Þetta höfum við gert í gegnum árin og höfum núna sett okkur það markmið fyrir næstu þijú árin að gera upptökur með fjöldanum öllum af þessum verkum sem mörg hver hafa verið samin fyrir Kammersveitina, eða við höfum spilað mikið. Þau eru ekki til í upptökum, nema tónleikaupptökum. Tónleikar Kammersveitarinnar hafa frá upphafi verið teknir upp af Ríkisútvarpinu, þannig að það má segja að saga sveitarinnar sé til í tón- um. Hins vegar hafa hvorki íslensk né erlend verk verið tekin upp sérstak- lega nema á okkar eigin vegum. Þess vegna ætlum við að gera þetta átak núna í samvinnu við fleiri aðila svo ég reikna með því að það komi út tveir diskar á ári næstu árin.“ Reykjavík ínýju ljósi IKVOLD verður frumsýnd í Listasafni Reykjavíkur ný kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, Reykjavík ínýju Ijósi. Hrafn seg- ir aðspurður um viðfangsefni myndarinnar, að hún byggist á hugmyndum hans og ann- arra um það hvernig Reykjavík gæti litið út. Ný Reykjavík „Það hafa verið mikil forréttindi fyrir mig að hafa getað látið þessa drauma um borgina rætast. Þótt þeir hafi ekki enn þá ræst í veru- leikanum þá hafa þeir alla vega ræst í mynd.“ segir Hrafn. „Ég byrjaði að vinna [myndina] fyrir þijá- tíu og fimm árum því ég fór að velta fyrir mér hvað væri hægt að gera fyrir Hljóm- skálagarðinn" segir Hrafn. „Ég var í Menntaskólanum og labbaði alltaf í gegnum garðinn á leiðinni heim og tók eftir hvað hann var alltaf steindauður, hvort sem var á vori, sumri, hausti eða vetri. Þá kom þessi hugmynd um að það væri gaman að láta gamla Miðbæinn halda áfram. Mér þótti Thor Jensen-húsið svo fallegt og svo kom ég einhverntíma um þetta leyti upp í Árbæ og sá öll fögru húsin þar og fór þá að hugsa hvort þau ættu ekki betur heima í kvosinni, nálægt sjávarkambinum og læknum þar sem þau voru einu sinni frekar en úti á túni hjá bónda.“ Svona eiga hugmyndirnar sem Hrafn holdgerir í myndinni rætur að rekja fjölda- mörg ár aftur í tímann, „sjálf upptakan hef- ur staðið yfir undanfarið ár en það má segja að hugmyndirnar sem liggja til tír Reykjavík í öðru ljósi. Horft úr lofti frá Álftanesi á nýjan flugvöll í Skerjafirði. Á gamla flugvallarstæðinu undir liliöum Öskjuhliðar lief- ur risið ný byggð. Ef grannt er skoðað má sjá þotu hefja sig til flugs frá vellinum. grundvallar séu gamlar. Ég las til dæmis kringum 1970 hugmyndir Trausta Vals- sonar um að byggja flugvöll í Skerjafirði. Þarna kemur fram tímamótahugsun sem menn átta sig ekki á á þess- um tíma. Ég man eftir hvað hún sló mig. Þetta er stór- hugmynd og það er geysi- lega mikil sýn á bak við svona hugmynd. Mér fannst þessi sýn svo stórbrotin að ég hugsaði að einn daginn þyrfti ég einhvernveginn að takast á við hana í mynd- verinu. Hvernig ég myndi gera það vissi ég ekki nákvæm- lega en svo rættist það. Svo það eru ekki bara mínir draumar sem ég læt rætast þarna heldur drauma annarra Fyrsta leikaralausa verkið „í öllum mínum verkum hef ég lagt höfuðáherslu á að vinna með leikurum og láta þá leika en þarna er ég að láta myndformið sjálft leika. Þarna er ég að leika mér að- með þessum miðli - ég lít á þetta sem leik frekar en trúboð. Ég er fyrst og fremst að velta upp hug- myndum. Ekki til að sanna þær Hrafn Gunnlaugsson verkfræðilega eða taka þær út sem arkitekt heldur er ég að benda á „konsept“, mögu- leika. Það er þetta sem mér finnst hafa gleymst, að spyija um þessa stóru mynd: hvernig byijar ævintýrið og endar? Hvað viljum við gera við þessa borg?“ Og Hrafn rainnir á að listamenn hafi fyrr lagt orð í þennan belg. „f litlu kveri sem hann gaf út upp úr nítjánhundruð og þrjátíu setti Kjarval fram þá hugmynd að byggja glermusteri uppi á Öskjuhh'ð og segir að það eigi að klæða með spegilplötum og vera ljós- kastari efsti og það er sú Perla sem við sjáum í dag.“ Sannarlega hugmynd sem ekki þótti jarðbundin eða skynsamleg á sínum t.íma. Myndin verður sýnd í sjónvarpinu þann þrítugasta desember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.