Morgunblaðið - 19.12.2000, Side 40

Morgunblaðið - 19.12.2000, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Jólaljós og piparkökur TÖIVLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Jólasöngvar Kórs og Gradúalekórs Langholtskirkju. Einssöngvarar: Eiríkur Hreinn Helgason og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Kári Þor- mar, orgel; Bernharður S. Wilk- insson, Hallfríður Ólafsdóttir, flauta; Carl Möller, pianó; Haf- steinn Guðmundsson, fagott; Mon- ika Abendroth, harpa; Jón Sigurðs- son, kontrabassi; Pétur Grétarsson, slagverk; Dóra Steinunn Armanns- dóttir, Halldór Torfason, ein- söngur. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Sunnudaginn 17. desember kl. 20. SÍÐUSTU af hvorki fleiri né færri en fernum jólasöngstónleik- um Langholtskirkjukóranna í ár fóru fram á sunnudagskvöld við húsfylli. Dagskráin var þrátt fyrir árstímabundið hefðarsnið fjöl- breytt og spannaði innlend sem er- lend jólalög forn og ný, allt frá gregorsantífóni til sígrænna bandarískra jólalaga með djössuðu yfirbragði. Gregorssöngurinn, Barn er oss fætt, var sunginn ein- radda á inngöngu við stílhreinan forsöng Halldórs Torfasonar. Eftir sænska tónskáldið Anders Öhrwall var sungið Gaudete fyrir kór og hljóðfæraleikara, 11 þátta syrpa úr Piae Cantiones (1582) við íslenzka texta, og mátti þar heyra þekkt sem minna þekkt lög í hugvits- samlegri útsetningu í tærri og fal- legri túlkun. Eftir almennan söng allra við- staddra í Englakór frá himnahöll söng Gradúalekórinn við prýðis- góðan orgelsamleik Kára Þormar hinn vestrænt klingjandi Sálm 100 eftir Tryggva Baldursson snotur- lega, þó að stúlkurnar virtust auð- veldlega hafa getað gefið heldur meira í og bætt um birtu með að- eins glaðværari svip í anda text- ans. Eftir Tantum ergo með fer- söng fjögurra stúlkna úr kórnum kvað við franska þjóðlagið Skín í rauðar skotthúfur af liprum þokka, en nokkru of hægt að manni fannst. Dóra Steinunn Ármanns- dóttir söng einsöng í hinu sam- lenda Kemur hvað mælt er, sem hljómaði tært en ögn dapurt. Þá var bráðfallegt og skínandi vel flutt lag eftir Jórunni Viðar, Jól, við texta Stefáns frá Hvítadal. Ólöf Níu útgáfur og 40 dreift Japis gefur út níu plötur á árinu og annast dreifíngu á hátt í 40 til viðbótar. ÞRJÁR plötur koma nú út hjá Jap- is; Jolmny National. - Hinn 18. des- ember er væntanleg safnplata sem samnefnd er sjónvarpsmanninum Johnny National og inniheldur upp- áhaldslög hans og tvö lög eftir hann sjálfan, I Wanna Talk og Ógæfa.is. Sílíkon. Ut er komin safnplatan Sílíkon, í anda samnefndra þátta á Skjá Einum. Á plötunni eru m.a. Moby, Thievery Corporation, Fatboy Slim, Underworld. Diskókvöld Margeirs. Safnplata með uppáhalds diskósmellum Mar- geirs plötusnúðs og inniheldur hún lög eins og Funky Sensation, Can’t Live Without Your Love, Last Night a DJ Saved My Life og Let Yourself Go. Einnig er Japis með í dreifingu nokkrar nýjar geislaplötur: Megas: Svanasöngur á leiði - Eyrað/Japis Á Svanasöngvum á leiði fer Meg- as með stemmur við píanóundirleik Jóns Ólafssonar. Kanada: Kanada - Thule/Japis Kanada er fyrsta plata sam- nefndrar sveitar sem nú hefur verið starfandi í hartnær fimm fjörug ár. múm: Yesterday was Dramatic Today is Ok - Thule/Japis IJeiða: Svarið - Akkuru-tónlist?/ Japis Söngkonan Heiða hefur snúið sér aftur að sólóferlinum eftir áralangt starf sitt með hljómsveitinni Unun. Botnleðja: Douglas Dakota - Spik/Japis Þetta er fjórða breiðskífa rokk- araranna í Botnleðju. Rabbi og Rúnar. í álögum - R&R Músík/Japis Fyrrverandi liðsmenn hljómsveit- arinnar Grafík, þeir Rabbi og Rún: ar, hafa sent frá sér geislaplötuna I álögum. Lögin eru eftir þá félaga en textarnir eftir Kristján Hreinsson. Söngvarar eru Helgi Björnsson og Andrea Gylfadóttir. Buttercup: Buttercup.is. - R&R Músík/Japis Rúnar, Helgi Björnsson, Rabbi og Andrea Gylfaddttir. Jóhann G. Jóhannsson og Þórarinn Eldjám. Buttercup.is er þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar. Jóhann G. Jóhannsson: Best að borða ljóð - Heimur/Japis Best að borða ljóð inniheldur 24 lög Jóhanns G. Jóhannssonar við ljóð eftir Þórarin Eldjárn. Meðal flytjenda eru Öm Árnason leikari, Diddú og Bergþór Pálsson óperu- söngvarar og Edda Heiðrún Back- man, Stefán Karl og Marta Guðrún leikarar. Blásarakvintett Reykjavíkur. Nordic Music - Chandos/Japis. Þetta er þriðji diskurinn sem Kvintettinn gefur út hjá Chandos. Einnig er Japis með í dreifingu fimm nýjar geislaplötur frá Sinfón- íuhljómsveit íslands, Daydreams Pólarfóniu Garðars Cortes, Bullu- tröll Önnu Pálínu og Aðalsteins Ás- berg og nýjar plötur frá ýmsum popp/rokk sveitum eins og Fræbbl- unum, Ampop, Stolið, Utópíu, Túpí- lökkum, Halla Reynis svo og alla út- gáfu Smekkleysu. Y atnaniður Kolbrún Harðardóttir söng kyrr- látan einsöng i Kaldalónsperlunni Ave María við hörpu- og orgelund- irleik og undirsöng Gradúale- stúlknanna, að vísu haminn af full- tíðum sesúrum milli hendinga, og barýtonrödd Eiríks Hreins Helga- sonar hljómaði með stúlkunum í Panis Angelicus eftir Franck við ofurlítið stirðan orgelundirleik Kára Þormar, sem að öðru leyti lék sitt viðamikla hlutverk á langri dagskrá með mestu ágætum. Síð- ast fyrir hlé sungu kórar og tón- leikagestir saman Bjart er yfir Betlehem. Eftir hlé með kakó- og pipar- kökuveitingum var komið að létt- asta hluta efnisvalsins, þar sem Kór Langholtskirkju söng 3 lög í útsetningu Magnúsar Ingimars- sonar við léttdjassaðan hrynsveit- arundirleik Carls Möller, Jóns Sig- urðssonar og Péturs Grétarssonar á píanó, kontrabassa og trommur, og tókst einna bezt Hin fyrstu jól Ingibjargar Þorbergs í ágætri út- setningu Magnúsar. Þá var komið að annarri jólalagasyrpu eftir Anders Öhrwall, einnig af léttara taginu. Af þeim fimm lögum heppnaðist bezt hjá kórnum hið ensk-franska Ding dong, slesíska pílagrímslagið Fögur er foldin og Þá nýfæddur Jesús e. Kirkpatrick, en þó var reisn yfir einsöng Eiríks Hreins Helgasonar í Hljóða nótt („Heims um ból“ í þýðingu Matth- íasar Jochumssonar). Ólöf Kolbrún söng aftur einsöng í Nóttin var sú ágæt en e. Kaldalóns í fjölbreyttri en ónefndri útsetningu sem mætti því eins skrifa á kórstjórann. Ólöf söng einnig í hinu með ólíkindum seiglífa lagi Adolphe Adams, Ó helga nótt, sem maður hélt senn gengið sér til húðar, en þær vonir drukknuðu enn sem oftar í glymj- andi undirtektum áheyrenda. Að lokum var klykkt út með al- mennum söng í Guðs kristni í heimi (Adeste fideles), og gengu ungir sem aldnir síðan heim með jólaljós í augum og piparkökur í maga eftir andrúmsríka tónleika og kliðfagran fagmennskulegan flutning. Ríkarður Ö. Pálsson BÆKUR Slangaveiði ÍSLENSKA STANGA- VEIÐIBÓKIN 2000 Höf.: Guðmundur Guðjónsson. 160 bls. títg. og prentun: Litróf ehf. 2000. STANGAVEIÐIBÓKIN kemur nú fyrir almennings sjónir í þrett- ánda sinn. Guðmundur Guðjónsson er höfundur þeirra allra og þar með þeirrar sem nú er nýkomin út. En Guð- mundur hefur á þriðja tug ára skrifað um veiðimál í Morgunblað- ið og fylgst með stangaveiðinni hring- inn í kring um landið dag hvern yfir sumar- tímann. Auk þess er hann sjálfur veiðimað- ur. Efnið er honum því meira en svo tiltækt. Bókin hefur tekið smá- breytingum í áranna rás en kjarninn hefur alltaf verið hinn sami. í fyrsta lagi er birt ná- kvæmt yfirlit yfir lax- og sjlungsveiði liðins árs. í öðru lagi fer höfundur yfir málefni þau sem heitast brenna á stangaveiðimönnum hverju sinni. Skemmst er frá því að segja að síðastliðið sumar var dapurlega rýrt. Veiðin var talsvert minni en á fyrra ári sem einnig taldist vera með hinum lakari. Orsökin er auð- vitað sú að fiskurinn syndir um sjóinn. Svo einfalt er það. Laxinn klekst út í ánum og heldur þaðan til hafs. Gallinn er aðeins sá að hann skilar sér ekki til baka. Og menn spyrja að vonum hvert hann hafi farið eða hvar hann haldi sig. Ótvírætt svar fæst ekki; einungis getgátur. Ekki verður hitastigi sjávar um kennt að þessu sinni. Það telst vera í góðu lagi. Víst er að selurinn tekur sinn skammt. Hann kemur sér fyrir í nánd við árósa og fer jafnvel upp eftir án- um. En það er ekkert nýtt. Guð- mundur upplýsir að sel hafi skipu- lega verið stuggað frá ósi Víðidalsár »án þess að það skilaði sér, þvert á móti«. Bent er á þorskinn sem hugsanlegan söku- dólg en hann mun hafa góða lyst á laxaseiðum. Á hlýskeiðinu fyrir stríð og á stríðsárunum gekk þorskur inn á alla firði. Ekki fóru þá sögur af laxaþurrð. Að lokum er þess getið til að margur laxinn verði innlyksa í loðnu- nótum. Guðmundur nefnir sannanleg dæmi þess. Trauðla verður þó kastað tölu á það sem kemur upp úr því- líku gímaldi. Þegar öllu er á botninn hvolft er náttúran óútreiknan- leg. Leyndannál henn- ar verða því seint upp- lýst að fullu og öllu. En laxveiðimaðurinn - hann á ekki að eiga sér leyndarmál. Hann skal hlíta reglum, skráðum sem óskráð- um. Erlendum lax- veiðimönnum fer fjölg- andi. Þeir koma úr röðum auðmanna, gera miklar kröfur, borga vel fyrir sig og stunda laxveiði sem hreina íþrótt. Þeir fara að langri hefð, veiða ein- göngu á flugu og sleppa samstund- is í vatnið hverjum þeim fiski sem þeir draga á land. Hvað ættu þeir annars að gera við aflann? Það stjakar að sjálfsögðu við samvisku íslenskra laxveiðimanna að þola samanburð við þvílík göf- ugmenni. Forðum þótti sá fremst- ur sem kom heim með mesta aflann, helst nokkra tugi! Menn beittu maðki og veiddu vel. Víða hafa verið settar reglur um afla- magn og veiðitæki. Enn er þó mik- ið veitt á maðk. Guðmundur telur það vera óvirðing við laxinn. Fyrr Guðmundur Guðjónsson Dj assstj örnuhlj óm- sveit Islands DJASS Geisladiskur ÚTLENDINGA- HERSVEITIN Árni Scheving víbrafón, Þórarinn Ólafsson pjanó, Jón Páll Bjarna- son gítar, Árni Egilsson bassa og Pétur Östlund trommur. Hljóð- ritað í Reykjavík 8. september 2000. Japis jap0078-2. LANGT er liðið síðan jafn möguð djasssveit íslensk hefur leikið sam- an og Útlendingahersveitin. Minnir helst á Jazzmiðlana frábæru þar sem Ami Scheving og Jón Páll voru í kompaníi Ormslevs, Rúnars Ge- orgssonar og Alfreðs Alfreðssonar og hljóðrituðu m.a. eitt helsta meistaraverk íslandsdjassins: Lover Man. Útlendingahersveitin kom fyrst saman á RúRek djasshátíðinni 1992. Þá komu Jón Páll og Árni Eg- ilsson frá Los Angeles, Pétur Östl- und frá Stokkhólmi, en Árni Schev- ing og Þórarinn Ólafsson bjuggu í Reykjavík. Nú er orðin sú breyting á að Þórarinn Ólafsson býr hluta ársins í London og Jón Páll er ný- fluttur heim frá Bandaríkjunum. Lengi hefur verið reynt að fá Út- lendingahersveitina til að leika saman að nýju, en ekki tekist fyrr en nú, enda þeir félaga önnum kafnir. Tónleikar þeirra á Jazzhátíð Reykjavíkur í sepember og víða á landsbyggðinni voru fjölsóttir og varla hefur íslensk djasssveit leikið við slíkar vinsældir lengi. Sem bet- ur fer hljóðrituðu þeir félagar disk sem nú er kominn út og er vægast sagt fantagóður. Lögin eru níu. Fimm eru eftir Áma Egilsson, og Jón Páll, Árni Scheving og Pétur Östlund eiga eitt hver. Þá fléttar Þórarinn Ólafsson Vöggukvæði Emils Thoroddsens (Litfríð og ljóshærð) og Suður- nesjamönnum Kaldalóns saman í bráðskemmtilegri útsetningu. Skífan hefst á hinum kröftuga ópus Jóns Páls, Ice. Blúsmettaður sóló Jóns, riffprýddur, gæti verið ættaður frá Kansans City einsog uppáhalds tónlistarmaður hans, Charlie Parker. Ballaða Áma Eg- ilsson, Nína, mettuð íslenskri söng- lagahefð, er frábærlega leikin af Áma Scheving í besta Milt Jackson stíl og Geysir Árna Egils leika þeir félagar samstiga. Ópusinn gæti verið úr penna Parkers og ekki létt verk að leika hann. Pétur sýnir yf- irburðasnilli með burstana. Jón Páll, Árni Scheving og Þórarinn eiga fína sólóa, blúsmettaða. Rivers Áma Scheving leiðir hugan að Frakklandi. Hann leikur einn á víbrafóninn þar til Árni Egilsson strýkur kontrabassann einsog hann einnig gerir í útsetningum Þórarins. Árni er geysiflinkur bassaleikari, en bogaleikur hans hefur þó aldrei heillað mig. Paul Chambers er einn örfárra djass- bassaleikara, sem hefur vakið hrifningu mína með bogaleik. Það svífur franskur andi yfir Rivers og meirað segja slær sígunablæ eitt augnablik á sóló Jóns Páls. Ópus Péturs, Des fleuves impassibles er kannski nútímalegastur ópusanna með eilitlu funkbragði en í Casa Del Alcalde er glæsilegur bassa- leikur höfundai- á spænskum nót- um einsog Jimmy Garrison stund- aði oft með Coltrane. Moming sem er eftir Árna upphefst á næmu samspili Schevings og Þórarins Ólafssonar og höfundurinn strýkur bassann. Lokaópusinn, sem einnig er eftir Árns EgOsson er ekta sveiflubopp og er sóló Árna Schev- ings þar perla, einsog víðast á skíf- unni. Það er þó Jón Páll Bjarnason sem á sterkustu sólóana. Ég hef aldrei heyrt Jón Pál betri á plötu og er vonandi að skífan fái kynningu erlendis. Það em ekki margir bopp- gítarleikarar í heiminum sem standa Jóni Páli framar. Þessi skífu verða allir djassunn- endur að eignast. Þegar ég skrifaði um disk Tómasar R. Einarssonar, Undir 4, sagði ég að það undraði mig ef betri djassskífa en hún kæmi út á íslandi í bráð. Hvort Útlend- ingahersveitin er betri en Undir 4 er erfítt að dæma um því þær eru ólíkar, en síðri er hún ekki og stendur framar flestum „meinst- rímbopp" skífum er ég hef heyrt á árinu. Þarna er þroskaður lista- maður í hverju rúmi Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.