Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 61 GIGJA HERMANNSDÓTTIR + Gígja Hermanns- dóttir fæddist á Seyðisfírði 9. febrú- ar 1940. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kapellu 15. desemb- er. Mig langar að minn- ast hennar Gígju minnar í fáeinum orð- um. Hún var yndisleg kona sem aldrei mun gleymast þeim sem þekktu hana. Eg var svo lánsöm að hafa hana sem kennara í heilan vetur í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla og þar áttum við margar góðar stundir. Hún var mikill húmoristi og fannst greinilega gaman að umgangast okkur unglingana. Hún var góður kennari og það sem gerði hana svo sérstaka var hvernig hún setti sig inn í vandamál nemenda sinna og umvafði þá með væntumþykju sinni. Hún var einstaklega góð manneskja. Hún lagði á það ríka áherslu að lifa lífinu lifandi og hugsa vel um heilsuna. Því kom það sem reiðarslag að frétta að hún væri dáin, eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Gígja mín, þú varst góð kona, lík- lega bara of góð fyrir þessa jarð- vist, og því varstu kölluð burt, þér ætlað æðra hlutverk annars staðar. Það er mikil gæfa að hafa fengið að kynnast þér og þín vegna langar mig að verða betri manneskja. Eg mun alltaf muna þig elsku Gígja mín. Guð geymi þig. Sigrún Svafa Ólafsdóttir. Elsku Gígja, við vonum að þú sért á betri stað nú og að þér líði betur. Okkur var mjög brugðið þegar við fréttum af veikindum þín- um en við gerðum okkur aldrei grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var. Það sem stendur upp úr á síðast- liðnum skólaái-um er hversu skemmtilegir tímarnir voru hjá þér. Eftir langan skóladag komum við í tíma til þín og þú náðir ávallt að lífga upp á daginn hjá okkur með hressu og skemmtilegu viðmóti. Þú leyfðir okkur alltaf að stunda blakið af kappi og þótt við ynnum ekki nein stórmót þá vorum við samt sigurvegarar í þínum augum. Þú gafst aldrei upp á okkur heldur hvattir okkur áfram þar til settu marki var náð. Þú talaðir oft um að við værum uppáhaldshópurinn þinn og varst þú svo sannarlega í uppá- haldi hjá okkur. Við vonum að þú hafir vitað hversu mikil áhrif þú hafðir á okk- ur og munt þú lifa í minningu okkar um ókomin ár. Nú hvíla rósimar hvítu hægan við bijósts þíns mjöll. Og þig fer að dreyma. Við svanasöngva sál þín líður um kvöldblá fjöll, þangað sem rís yfir rauðan skóg riddarans tigna höll. (T.G.) Stelpurnar í 6AY, VÍ. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sámm trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Á fögrum haustdegi fyrir liðlega 40 árum erum við á leið frá Reykja- vík austur að Laugarvatni í rútu með Óla Ket. Þrjár skólasystur að norðan og tvær að sunnan. Allar eiga það sameiginlegt að vera að hefja nám í íþrótta- kennaraskóla Islands. Þar með hófust þau kynni sem haldist hafa fram á þennan dag. Nú er ein úr hópnum horfin, „gígjustrengur- inn brostinn“, við hin- ar sitjum eftir og minningarnar streyma fram í hugann. Gígja okkar var miklum mannkostum búin, hún var sérstak- lega glæsileg og geislaði af henni hvar sem hún fór. Hún átti stórt hjarta og mannlega hlýju og var hreinskiptin, hreinlynd og úrræða- góð. Æskuheimili Gígju á Laugames- veginum var okkur skólasystrunum opið og áttum við þar margar góðar stundir með fjölskyldunni. Sigríður móðir hennar var boðin og búin að gera allt fyrir okkur sem hún mögulega gat þó svo að hún hefði fullt hús af börnum og heimilisfað- irinn langdvölum á sjó. Hún gaf sér ætíð tíma til að hlusta og taka þátt í áhugamálum okkar, enda þóttumst við nokkurs megnugar og vel við- ræðuhæfar, komnar með íþrótta- kennarapróf upp á vasann sem þótti fínt í þá daga. Á Laugarvatni sungum við stelp- urnar mikið. Gígja hafði góða rödd, var mjög músíkölsk og alltaf síðar þegar við hittumst tókum við lagið saman okkur til gleði og ánægju. Tíminn leið og við stofnuðum all- ar heimili, en samband okkar skóla- systra rofnaði ekki og hefur ætíð haldist traust og gefandi fyrir okk- ur allar. Það var gaman að fylgjast með framkvæmdum Gígju á Vesturgöt- unni, hvernig henni tókst að breyta húsi í höll. Það hefði fáum tekist jafnvel og henni. Heimboðin hennar voru ævintýri líkust. Húsmóðirin sveif um sali eins og drottning, blóm og kertaljós um allt hús, líf- legar samræður, gestir vel haldnir í mat og drykk og leystir út með gjöfum að hætti höfðingja. Gígja sagði skemmtilega frá og gerði óspart grín að sjálfri sér þeg- ar henni hentaði. Hún hafði ein- stakt lag á að koma öðrum til að hlæja. - Jafnvel nú síðastliðið haust er við heimsóttum hana allar á sjúkrahúsið var það hún sem kom okkur til að hlæja, það gera aðeins hetjur. Umhyggja hennar fyrir okkur var einstök, hún var alltaf boðin og búin að veita aðstoð, gleðja og um- fram allt að hlusta, ef eitthvað bját- aði á. Hún trúði á mátt bænarinnar og var það henni mikill styrkur í veikindunum. Gígja hafði yndi af bóklestri, hringdi þá gjarnan og vakti athygli á bók sem hún hafði hrifist af og sagði: „Þú verður að lesa þessa bók, ég lána þér hana.“ Hún var mikil útivistarkona og náttúruunn- andi og hafði kjark til að fram- kvæma það sem hugur hennar stóð til. Við gætum skrifað heila bók um hana Gígju okkar en að leiðarlokum kveðjum við heilsteypta heiður- skonu með þessum orðum: „Það voru forréttindi að eiga vináttu þína.“ Við sendum Siggu Höllu, Geir Gígjari, Sigríði, systkinum og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Bryndís, Elísabet, Margrét og Þórunn. Við, þrjátíu konur á besta aldri, kveðjum í dag leikfimikennara okk- ar, Gígju, sem hefur haldið okkur í góðu fonni svo árum skiptir. Alltaf þegar hún tók á móti okkur í leik- fimisal Melaskóla að vinnudegi okk- ar loknum geislaði svo af henni að það var eins og dagurinn væri ný- byrjaður hjá henni og gaf hún okk- ur kraft til að fara að hamast. Hún brosti svo fallega og hafði svo upp- örvandi róm að hún smitaði okkur til dáða. Gígja var svo glæsileg að fólk sneri sér við á götu til að horfa á hana. Allar vildum við hafa sama fas og hún, læra að ganga og bera okkur eins og hún. Við höfðum svo gaman og svo mikið gagn af leik- fiminni hjá Gígju að þær eldri komu alltaf aftur og aftur ár eftir ár og ungar konur bættust í hópinn á hverju hausti. Fyrir jólafríið hélt hún „litlu jól- in“ fyrir okkur. Þegar svartasta skammdeginu var lokið fór hún með okkur í gönguferðir, stundum + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR SIGURÐSSON lögreglumaður, Flókagötu 6, Reykjavík, lést laugardaginn 16. desember. Útförin verður auglýst síðar. Erna Lárentsíusdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Trausti Nóason, Lárus Jóhann Sigurðsson, fris Ingvarsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Haukur Árnason, Sigurður S. Sigurðsson, Anna Maren Svavarsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Axel Kristján Einarsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA SIGRÍÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR, áður til heimilis að Krummahólum 4, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð mið- vikudaginn 13. desember. Jarðarförin verður gerð frá Grafarvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 20. desember, kl. 13.30. Grétar Óskarsson, Sigríður Sigurðardóttir, Stefanía M. Jónsdóttir, Ægir Kópsson, Ásgerður Jónsdóttir, Axel Oddsson og barnabörn. fórum við saman á veitingahús, stundum bauð hún okkur heim í litla húsið sitt sem hún af einstakri smekkvísi og dugnaði hafði end- urnýjað og forðað frá niðurrifi og gert að einu fallegasta húsi hverf- isins. Á sumrin sótti hún sér kraft og uppbyggingu í öræfi íslands. í haust boðaði hún hópinn heim til sín og sagði okkur að hún hefði veikst, en það var engan bilbug á henni að finna, hún var staðráðin í því að sigra. Við nemendur hennar ákváðum þá að halda leikfiminni áfram kennaralaust í anda Gígju og bíða uns hún kæmi aftur og tæki við stjórn að nýju. En Gígja kom ekki aftur. Við þökkum fyrir allt sem Gígja gaf okkur, kenndi okkur og byggði upp hið innra með okkur. Blessuð sé minning hennar. Innilegar samúðarkveðjur send- um við móður hennar, Siggu, dótt- ur hennar, sem kom í leikfimina til okkar þegar hún var lítil stúlka, Ragnheiði, systur hennar, sem var með okkur í hópnum og öðrum ætt- ingjum. Við biðjum þeim öllum Guðs blessunar. Melaskólahópurinn. Aðventan er gengin í garð. Jólaljósin eru að kvikna eitt af öðru í gamla Vesturbænum. Þegar við hjónin stóðum við eld- húsgluggann okkar sl. sunnudag og horfðum á útiljósin okkar, sökn- uðum við ljósanna í trjánum hennar Gígju. Um kvöldið var hringt og okkur tilkynnt um lát hennar þá um daginn. Við Gígja höfum verið nágrannar síðan hún flutti á Vesturgötuna fyr- ir um tuttugu árum. Strax og við fórum að kynnast henni fundum við hversu sterkan persónuleika hún hafði að geyma. Gígja var afar glæsileg kona og kraftmikil. Hún hófst þegar handa við að endurgera húsið sitt, bæði að utan og innan og má með sanni segja að oft hafi Gígja veitt okkur innblástur því hún var alltaf að. Garðurinn hennar lýsti henni vel. Hún var alltaf að hlúa að blóm- unum sínum. Þvílík blómakona. Vorið í Vesturbænum kom snemma í garðinum hennar. Haustlaukarnir skörtuðu sínu fegursta á hverju vori. Það var ótrúlegt að sjá hana setja þá niður í haust, orðna fár- sjúka en enn full af krafti. Gígja var mikil útivistarkona og leið ekki sá dagur að hún brygði sér ekki í útifötin og skryppi með hann Kókó sinn í útivistina. Okkur langar til að þakka Gígju fyrir góðan kunningsskap. Það var ^ gott að eiga hana fyrir nágranna. Nú óskum við henni alls hins besta í nýjum heimkynnum. Elsku Sigga Halla, Geh- Gígjar og aðrir ástvinir, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Blessuð sé minning Gígju Her- mannsdóttur. Þórdís og Eyjólfur. Við sitjum hér saman vinkonurn- ar og hugur okkar reikar til þeirra stunda sem við áttum með Gígju. Þessar stundir eru ómetanlegar,og ' það sem við lærðum af henni mun fylgja okkur alla tíð. Gígja var ynd- isleg kona með ógleymanlegt bros og er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta hana oftar. Okk- ur langar til þess að kveðja hana með þessu Ijóði; Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðk\'æm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn iátna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. ^ Margs er að minnast margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. t _ Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Hennar glæsileiki og fegurð lifir í minningu okkar. Vottum fjölskyldu hennar og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Þínir nemendur úr FÁ, Ásta Dagbjört, íris, Valgerður, Kristjana og Katrín. + Alúöarþakkir færum við öllum þeim er sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU ÓLAFSDÓTTUR, Garðvangi, Garði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Garð- vangs fyrir frábæra umönnun og hlýhug, einnig Karlakór Keflavíkur og kvennaklúbbi kórsins, fyrir áralanga tryggð og vináttu. Guð blessi ykkur öll. Bergþóra G. Bergsteinsdóttir, Héðinn Skarphéðinsson, Áslaug Bergsteinsdóttir, Gylfi Valtýsson, Ásta Bergsteinsdóttir, Jón Vestmann, Örn Bergsteinsson, Þorgerður Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra föður, sonar, bróður, mágs, frænda og barnabarns, BENEDIKTS ODDSSONAR flugvirkja, Greniteig 36, Kefiavík. Sesselja Erna Benediktsdóttir, Erna Bergmann, Oddur Gunnarsson, Gunnar Oddsson, Kristín Bauer, Oddur Gunnarsson, Eva Sif Gunnarsdóttir, Hulda Agnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.