Morgunblaðið - 19.12.2000, Side 96

Morgunblaðið - 19.12.2000, Side 96
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl5691100, SÍMBRÉF5691181, FÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBLJS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Nýjar tillögur um eftirlit með fiskimjöli til umræðu hjá Evrópusambandinu Gætu haft neikvæð áhrif á viðskipti með fískimjöl MIKLAR hömlur verða settar á við- skipti með fiskimjöl samþykki dýra- heilbrigðisnefnd Evrópusambands- ins nýjar tillögur um eftirlit með fiskimjöli á fundi sínum í Brussel í dag og á morgun. íslensk stjómvöld hafa brugðist við á svipaðan hátt og í byrjun mánaðarins, þegar lagt var til að ESB bannaði notkun alls dýra- mjöls í skepnufóður, og komið sjón- armiðum Islands á framfæri hjá við- '-ís^fesmandi ríkjum. Hinn 4. desember sl. samþykkti Evrópusambandið að banna allt dýramjöl í fóður nautgripa, kinda og geita en heimilaði áfram notkun fiskimjöls í fóður fyrir öll önnur dýr en jórturdýr. Nú eru lagðar fram nýjar tillögur um eftirlit og segir Gunnar Snorri Gunnarsson, sendi- herra íslands í Brussel, að þær séu strangari en efni standi til og svo virðist sem fiskimjöl sé lagt að jöfnu við kjötmjöl. Sama staða blasi því við og fyrir rúmum þremur vikum og segir hann að verði tillögurnar samþykktar geti það leitt til veru- legra erfiðleika í öllum viðskiptum. Gunnar Snorri segir ekki víst að lögð verði áhersla á að koma eftirlit- inu í framkvæmd á sama hraða og ákvörðuninni í byrjun mánaðarins. í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir að viðskipti með fiskimjöl séu alger- lega aðskilin öllu öðru hvað varðar geymslu og flutning. „Þetta getur verið verulega bagalegt fyrir öll við- skipti með vöruna og hagsmunaaðil- ar hafa talsverðar áhyggjur af þessu,“ segir Gunnar Snorri. Utanríkisráðuneytið, sjávarút- vegsráðuneytið og landbúnaðar- ráðuneytið hafa komið að málinu og hafa samræmt aðgerðir. Gunnar Snorri segir mikilvægt að ganga frá því hvemig eftirliti verði háttað. Is- lensk stjómvöld séu samþykk því að eftirlitið verði að vera strangt og sjá verði tO þess að skilja að fiskimjöl og annað dýramjöl. Hins vegar verði eftirlitið að vera innan eðlilegra marka og á raunsæjum forsendum þar sem aðalatriðið sé að taka á vandanum. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að gripið yrði tfi strangara eftirlits en gengið hefur verið held- ur lengra en við áttum von á. Við höfum reynt að gera okkar besta til að koma sjónarmiðum okkar á fram- færi en nú er að reyna hvernig framhaldið verður. Það er Ijóst að þetta er alvarlegt mál og við höfum tekið þannig á því,“ segir Gunnar Snorri. Lagt hald á fíkniefni ogþýfi LÖGREGLAN í Reykjavík gerði upptækt talsvert magn fíkniefna auk þýfis í íbúð í fjölbýlishúsi í austur- borginni aðfaranótt laugardags. Lögreglumenn fóra á staðinn eftir að kvartað hafði verið undan hávaða úr íbúðinni. Að sögn lögreglu gat eng- inn sem í íbúðinni var sannað að hann væri húsráðandi eða ætti þar lögmætt erindi. Því vísaði lögreglan fólkinu út. Þá kom i Ijós að á staðnum fór fram neysla og hugsanleg sala fíkniefna. I íbúðinni fannst mikið af fíknieftium, yfir 500 gr af hassi, rúmlega 500 e- töflur, kókaín og amfetamín. Að auki fannst skjávarpi og fleiri munir sem taldir era vera þýfi úr innbrotum. Jafnframt lagði lögreglan hald á hnífa sem vora í íbúðinni. Þrír karlmenn vora handteknir og hefur einn þeirra verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Viðræður í kennaradeilunni að þokast í átt að samkomulagi ^Neita að afnema kennsluafslátt SAMNINGANEFND framhalds- skólakennara lýsti því yfir á sátta- fundi í gær að hún gæti ekki fallist á samningstilboð Verzlunarskólans með ákvæði um afnám kennsiuaf- sláttar en lýsti sig reiðubúna að halda áfram viðræðum á grandvelli tilboðsins með ákveðnum breyting- um. Boðað hefur verið til annars sáttafundar í deilunni á morgun, miðvikudag. Þorvarður Elíasson, skólastjóri ..xJ^rzlunarskólans, segir að kennarar hafí fyrst og fremst ekki getað faU- ist á að kennsluskylda allra kennara verði framvegis 24 stundir á viku og viljað að kennarar haldi áfram svo- kölluðum aldursafslætti. í tilboði skólans var gert ráð fyrir að kenn- arar héldu þeim kennsluafslætti sem þeir hafa þegar áunnið sér en frekari afsláttur yrði ekki veittur. „Við þurfum að taka afstöðu til þessa. Það er fyrirhugaður fundur á miðvikudag og ég reikna með að við munum leggja fram afstöðu okkar þá,“ sagði Þorvarður. Mörg atriði jákvæð Elna Katrín Jónsdóttir, formaður ^sjunninganefndar framhaldsskóla- kennara, segir alls ekki hægt að túlka það svo að tilboði Verzlunar- skólans hafi verið hafnað með öllu en hins vegar hafi lítill hljómgrunn- ur verið fyrir breytingum á starfs- kjöram um kennsluskyldu. Það sé þó aðeins eitt atriði samningstilboðs skólans en kennarar líti mörg atriði tilboðsins mjög jákvæðum augum. „Ég tel að ástæða sé til nokkurrar bjartsýni í viðræðum við skólann á grandvelli þessa tilboðs þótt ein- staka útfærslur verði með öðram hætti. Mér kemur mjög á óvart ef Verzlunarskólinn metur málin eitt- hvað öðruvísi.“ Minni árangur varð af sáttafundi í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins á sunnudag en vonir stóðu til. Næsti sáttafundur verður haldinn í dag og er talið að þá muni skýrast hvort einhverjar líkur era á samningar geti náðst fyrir áramót. Útilokað að skólastarf geti hafist fyrir jól Þórir Einarsson ríkissáttasemjari segist aðspurður telja að ljóst sé orðið að framhaldsskólamir taki ekki til starfa fyrir jól, jafnvel þótt samningaviðræður kæmust á skrið, því frágangur flókinna kjarasamn- inga taki yfirleitt nokkra daga. Þarna sé um flókna samningagerð að ræða og margir ásteytingarstein- ar í deilunni. Um væntingar framhaldsskóla- kennara fyrir fundinn í dag sagði Elna Katrín að vonir væra bundnar við útspil ríkisins, jafnvel tilboð sem fært geti deiluaðila nær lausn mála. Frábærir harðir jólapakkar fráACO. Kynntu þér úrvalið í biaðinu í dag. Skaftahlið 24 Síml 530 1800 Fax 530 1801 -4 Morgunblaðið/Sverrir Það er að mörgu að huga fyrir jólin. í verslun í Kringlunni var verið að kynna ýmiss konar snyrtivörur og ungir sem aldnir notuðu tækifærið, þar á meðal þessi stúlka sem setti á sig varalit. Kaupþing í New York selur islensk skuldabréf Bandarískir fjárfestar keyptu fyrir 600 millj. KAUPÞING í New York gekk síðastliðinn föstudag frá sölu á skuldabréfum í íslenskum krónum til bandarískra fjárfesta að verðmæti 600 milljónir króna. Um var að ræða skuldabréf útgefin af Landsbanka íslands og er þetta talin ein stærsta sala íslenskra skuldabréfa í einu lagi til erlendra fjárfesta. Hreiðar Már Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings hf. í New York, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga hjá fleiri fjárfestum á íslensk- um ríkisskuldabréfum. Hann segir mikilvægt að tekist hafi að beina sjónum fjárfesta til Islands og segist sannfærður um að þessi sala marki aðeins upphafið á frekari viðskiptum með íslensk skuldabréf á erlendum mörkuðum. Hreiðar segir að starfsmenn Kaupþings í New York hafi lagt tölu- verða vinnu í að kynna íslensk skuldabréf á verðbréfamarkaði í Bandaríkjunum á undanfömum misseram. „Við höfum talið þau mjög hagstæðan fjárfestingarkost í sam- anburði við aðra kosti, þegar borin er saman ávöxtun og áhætta. Það hefur gengið treglega hingað til en í síðustu viku tókst okkur hins vegar að brjóta ísinn.“ Vextir háir á íslandi miðað við önnur lönd „Þeir bandarísku fjárfestar sem hafa skoðað íslensk skuldabréf náið hafa verið sammála okkur i því að vextir á íslandi séu háir og svigrúm til vaxtalækkana sé fyrir hendi. Með- al annars í stöðu ríkisfjármála, vaxta í öðram Evrópulöndum og spá um hagvöxt á komandi misseram. Ef tekst að laða að fleiri erlenda fjár- festa mun það hjálpa Seðlabankan- um að uppfýlla markmið sín um stöð- ugt verðlag og gengi íslensku krónunnar. Mat mitt er að Seðla- bankinn ætti á komandi vikum að lækka skammtímavexti á íslandi og tel að hánn sé í raun að taka of mikla áhættu með því að viðhalda svo háum skammtimavöxtum við aðstæður þar sem spáð er 1,6% hagvexti. í þessu Ijósi verður sérstaklega áhugavert að fylgjast með ákvörðun bandaríska seðlabankans á morgun, þar sem æ fleiri spá því að styttast fari í fyrstu vaxtalækkun seðlabankans í langan tíma.“ Kaupþing hf. hefur rekið dóttur- félag í New York í samstarfi við bandaríska verðbréfafyrirtækið Auerbach Grayson frá því í maí. „Þetta starf okkar að undanförnu er að skila árangri. Okkur hefur tek- ist að vekja áhuga fjárfesta bæði á óverðtryggðum og verðtryggðum skuldabréfum. Við eram bjartsýnir á frekari viðskipti með íslensk verð- bréf á næstunni í Bandaríkjunum. Þetta sýnir mikilvægi þess að vera á staðnum. Ég held að okkur hefði ekki tekist þetta ef við hefðum ekki haft starfsemi í New York,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.