Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er allt í lagi með hann, Davíð minn, það hefur ekki einu sinni rispast málningin. Heimili og skóli fundaði með foreldrum framhaldsskólanemenda Ahugi á foreldrastarfi í framhaldsskólum LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli áttu fund í síðustu viku með nokkrum foreldrum framhaldsskóla- nemenda vegna verkfallsins og áhuga þeirra á að koma foreldra- starfi adf stað innan framhaldsskól- anna. Þessi mál voru einnig rædd á aðal- fundi Heimilis og skóla fyrir skemmstu en ekki samin sérstök ályktun. Hins vegar var samþykkt harðyrt ályktun á fundinum vegna stöðu mála í verkfalli framhalds- skólakennara. Þar segir m.a. að verkfallið lýsi „óforsvaranlegu tóm- læti og virðingarleysi" gagnvart menntun, nemendum og námi þeirra. Sjálfsmynd nemenda hafi beðið tjón sem seint verði bætt. Virð- ingu fyrir starfi kennara þurfi að efla og liður í því sé að bæta launakjör þeirra. Skorað er á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga og „af- létta þvi umsátursástandi sem ríkt hefur undanfarnar vikur og leysa nemendur og fjölskyldur þeirra úr gíslingu". Mannauðurþjóðarinnar sé í veði. Jónína Bjartmarz, þingmaður í Reykjavík, var endurkjörin formað- ur Heimilis og skóla á aðalfundinum. Hún sagði i samtali við Morgunblað- ið að samtökin fyndu fyrir miklum áhuga foreldra víða um land á að starfa innan framhaldsskólanna, einkum vegna hækkunar sjálfræðis- aldurs í 18 ár. Hún sagði verkfallið ekki eina tilefni þessa áhuga, hann hefði verið fyrir hendi áður en verk- fallið skall á. Einnig þurfi að gefa forvamarmálum gaum innan skól- anna. Hún sagði að þessi foreldrahópur, sem hist hefði á fimdi með Heimili og skóla ætlaði sér að hittast aftur í janúar og taka stöðuna þá. Einnig áforma samtökin málþing næsta vor um það hvemig foreldrar eiga að mæta hækkuðum sjálfræðisaldri. „Varðandi stofnun félaga foreldra innan framhaldsskólanna er rétt að taka pólinn í hæðina íyrir næsta haust. Mikið má vera ef þetta verður síðasta verkfallið sem við horfumst í augu við, þó við vonum það öll. Ýmis önnur vandamál geta komið upp sem foreldrar vilja láta sig einhverju skipta. Ég held að skólunum veiti ekkert af þeim stuðningi sem for- eldrar geta veitt. Maður spyr sig einnig hver markmiðin vom með hækkun á sjálfræðisaldri. Voru þau ekki einmitt að opna skólana meira fyrir foreldrum og gera þeim kleift að styðja framhaldsskólana og nem- endur til náms,“ sagði Jónína. Vorum að fá í verslun okkar falleg rúmteppi Rúmteppi & 2 púðaborð kr. 6.900.- Z-brautir & gluggatjöld * Faxafen 14 1108 Reykjavík | Sfmi 525 8200 | Fax 525 8201\ Netfang www.zeta.is• Frá aóalfundi SES Afnám tekju- tryggingar SAMTÖK eldri sjálf- stæðismanna, SES, héldu aðalfund nú fyrir skömmu. Þar hélt formaður samtakanna frá upphafi, Guðmundur H. Garðarsson, ávarp þar sem hann rakti efni skýrslu stjómar, m.a. hugmyndir samtakanna um lífeyris- mál. En hvað skyldu menn vera að hugsa um hvað þau varðar á þeim bænum? „Samtökin fjalla alhliða um málefni aldraðra en leggja alveg sérstaka áherslu á að staða eftir- launafólks verði sem best tryggð, m.a. með því að tekjutrygging lóeyris- greiðslna almannatrygg- inga verði afnumin og allir hafi sama rétt í almanna- tryggingakerfinu jafnframt Guðmundur H. Garðarsson sem áhersla er lögð á að lífeyr- issjóðirnir skili góðum eftirlaun- um með góðri ávöxtun þeirra ið- gjalda sem sjóðfélagar greiða til lífeyrissjóðanna. Þá er það einnig stefna SES að eftirlaun skuli vera óháð hjúskaparstöðu og að skatta- lög verði endurskoðuð og fjár- hagslegt sjálfstæði aldraðra verði enn frekar styrkt með hækkun skattleysismarka gagnvart tekju- skatti og að eignarskattar á íbúð- arhúsnæði verði afnumdir. Eða að skattleysismörk gagnvart eignar- skatti verði hækkuð verulega frá því sem nú er - allt upp í 20 millj- ónir kr. fyrir hjón í stað 6,2 millj- óna kr., sem gildir í dag.“ - Teljið þið mögulegt að ná ein- hverju afþessu fram á næstunni? „Það er í sjálfu sér auðvitað seinvirkara og flóknara að fram- kalla þær breytingar á almanna- tryggingakerfinu sem við leggjum til en breytingar á tekju- og eign- arsköttum ættu t.d. ekki að vera svo erfiðar í framkvæmd. Sér- staklega þegar maður hefur það í huga hvað tekjuafgangur er mikill í fjárlögum. En ef ég man rétt þá er eignarskattur vegna einstak- linga nú um 2,5 milljarðar króna, sem eru ekki nema 10% af heild- artekjuafgangi ríkissjóðs. Fyrir þolendur, þ.e.a.s. alla sem þurfa að greiða eignarskatt, ekki hvað síst þá sem komnir eru á eftirlaun sem eru mun lægri en þær tekjur sem viðkomandi hefur í fullu starfi, munar það geysilega miklu að fá eignarskatt afnuminn, þótt ekki væri nema á íbúðarhúsnæði. Einnig setjum við fram þá kröfu að fasteignagjöld verði lækkuð.“ - Á hvaða grundvelli gerið þið það? „í fyrsta lagi er ekki óeðlilegt að þeir sem eldri eru og hafa borg- að fasteignagjöld alla sína ævi búi við lægri skattgreiðslu í þessum efnum en aðrir, enda eru fordæmi fyrir slíku, t.d. í Kópavogi. I öðru lagi að eftirlaun taka ekki sam- bærilegum hækkunum og orðið hefur á síðustu árum, ég nefni sem dæmi að fasteignamat hefur hækkað um rúmlega 30% á aðeins tveimur árum. Það _______________ liggur í augum uppi að þetta er gífurlegt hags- munamál, ekki aðeins fyrir þá eldri sem eiga íbúðir heldur líka fyrir það eldra fólk sem þarf að leigja. Það kemur fram í húsaleigu þegar fasteignaskattar eru svona háir.“ - Væri að þínu mati ástæða til að stokka verulega upp almanna- tryggingakerfíð? „Já, vegna þess að núverandi gallar þess eiga sér áratugalanga forsögu og kerfið er í engu sam- ræmi við þær þjóðfélagsbreyting- ar sem orðið hafa á íslandi síðustu því ► Guðmundur H. Garðarsson fæddist f Hafnarfirði 17. októ- ber 1928. Hann lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla ís- lands árið 1950 og viðskipta- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1954. Hann var síðan við nám í Vestur-Þýskalandi og Englandi árið eftir í fjármála- og trygg- ingafræðum. Hann hefur komið víða við í störfum, var alþing- ismaður um árabil, formaður VR frá 1957 til 1980 en situr nú í stjórn Lífeyrissjóðs versl- unarmanna og bankaráði ís- landsbanka-FBA. Guðmundur er kvæntur Ragnheiði G. Ás- geirsdóttur og eiga þau tvo syni. Berjumst fyrir afnámi eign- arskatta ár. Þótt hægt miði þessum breyt- ingum er rétt að vekja athygli á því að núverandi ríkisstjórn hefur sett á laggirnar tvær starfsnefnd- ir. Önnur vinnur að tillögum til breytinga á stöðu almannatrygg- ingakerfisins, lífeyrissjóðanna og hinni skattalegu hlið þeirra mála og hin á að vinna að stefnumótun í málefnum aldraðra til lengri tíma og er þá miðað við að sú stefnu- mótun nái allt til ársins 2015.“ - Eru kjör aldraðra hér að versna eða skána að ykkar mati? ,A-ð sjálfsögðu hafa aldraðir notið ákveðins hluta af góðæri síð- ustu ára en samt hefur staða þeirra versnað hlutfallslega, m.a. vegna þess úrelta kerfis sem þeir búa við í sambandi við almanna- tryggingar, sem eru raunverulega ekkert annað en tryggingafélag sem allir greiða til. Það þarf að gera það kerfi bæði skilvirkara og einfaldara, t.d. setja í einn flokk grunnlífeyri og tekjutryggingu og hækka lágmarkseftirlaun sem að okkar mati ættu að vera 90 þús- und á mánuði en eru núna miklu lægri. Ég vek athygli á að sam- kvæmt nýgerðum samningum verkafólks er gert ráð fyrir að í lok samningstímabilsins verði lág- markstaxtinn kominn í þessa upp- hæð, þ.e. árið 2002.“ - Hvað með skattleysismörk? ________ „Þau verða þá dregin við þessi lágmarkseftir- laun.“ - Hvað hefur þú haft löng kynni af lífeyris- málum á íslandi? „Eg gekk í Lífeyrissjóð versl- unarmanna (LV) á fyrsta heila starfsári sjóðsins 1956 til 1957 og hef verið einn af forystumönnum sjóðsins síðan, bæði sem fyrrver- andi formaður VR og stjórnar- maður í LV. Auk þess hef ég verið í opinberum nefndum sem unnið hafa að samningu frumvarpa til laga um skyldur og starfsemi líf- eyrissjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.