Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Á ögurbrún háskans
TOJVLIST
Langholtskii'kja
ICAMMERTÓNLEIKAR
Kammersveit Reykjavíkur flutti all-
ar fjórar hljómsveitarsvíturnar
eftir J. S. Bach. Konsertineistari:
Rut Ingólfsdóttir. Stjórnandi:
Reinhard Goebel. Einleikari:
Martial Nardeau. Sunnudagurinn
17. desember, 2000.
ÞAÐ er ákaflega margt óljóst
varðandi hljómsveitarsvíturnar eftir
J. S. Baeh, t.d. hvenær þær voru
samdar og þá bæði talið, að þær væru
samdar í Cöthen og einnig í Leipzig,
þar sem verkin gætu mjög líklega
hafa verið flutt og í því tilfelli haf!
Bach jafnvel gert á þeim breytingar,
aðallega vegna hljóðfæraskipunar. A
þessum tíma gegndu hljóðfærasvítur
svipuðu hlutverki og sinfóníurnar eft-
ir 1750, en mikill munui' var á hljóð-
færaskipan, sem gat verið margvís-
leg í svítunum en skipan
sinfóníuhljómsveitarinnai' var að
mestu leyti stöðluð, sérstaklega hvað
snerti jafnvægi á milli hljóðfæra-
hópa. Fyrir utan forleikinn (Overt-
ure), sem allar svíturnar hefjast á og
var samkvæmt franskri formskipan
hægur, hraður, hægur, eru flestir
aðrir kaflar verkanna í tvenndar-
formi, og byggðir á einu stefi, form-
skipan, sem lögð var niður með til-
komu sónötuformsins og nýira
viðhorfa varðandi tematíska m--
vinnslu og samskipan a.m.k. tveggja
stefja.
Fyrsta verkið á tónleikunum var
svítan nr. 3, með hinni frægu „aríu“,
sem í umritun eftir August Wilhelm
kallast Aría á g-streng og Donald
Francis Tovey segir að frekar megi
kalla „útúrsnúning en útsetningu".
Strax við upphaf aríunnar var ljóst að
stjómandinn, Reinhard Goebel, lagði
áherslu á hraðan flutning. Annað
verk tónleikanna var flautusvítan nr.
2, með sínum fræga, fjöruga stríðn-
iskafla, Badinerie. í þessu verki er
hljóðfæraskipanin aðeins strengir á
móti flautunni og verkið því oft sagt
vera flautukonsert. Einleikari á
flautu var Martial Nardeau, sem ekki
lét sér bregða við miklar hraðakröfur
Goebels og lék verkið af snilld.
Fyrsta svítan vai' þriðja viðfangs-
efni tónleikanna og þar var ekkert
gefið eftir í miklum hraðaleik. Tón-
leikamir enduðu á fjórðu svítunni,
sem sjaldnast er leikin. Forleikinn að
fjórðu svítunni notaði Bach í kantöt-
unni Unser Mund sei voll Lachens
(BWV110) og þá með breyttri hljóð-
færaskipan.
Kammersveit Reykjavíkur undir
forastu Rutar Ingólfsdóttur lék mjög
vel og strengjasveitin, sérstaklega
fiðlurnar, var glæsilega samtaka í
þessum mikla fjörleik. Þess gætti
nokkuð, að tónstaðan var ekki hrein í
lágröddunum, á fyiri hluta tón-
leikanna, en hins vegar á hreinu í
tveimur síðustu svítunum. Trompet-
leikararnir þiír, Asgeh', Eiríkur Órn
og Einar léku mjög vel. Óbóleikar-
amir Daði, Peter og Eydís og fagott-
leikarinn Rúnar þurftu sannarlega að
taka til hendi, því bæði er mikið að
gerast hjá tréblásuranum og þá ekki
síst fyrir mikla hraðakröfu stjóm-
andans. Allir þeh- sem þarna komu að
verki léku vel og sú ofuráhersla sem
stjórnandinn, Reinhard Goebel, lagði
á hraða kom mjög vel út, og góð til-
breyting í að heyra t.d. menúettana,
sem eiga að vera frekar hægir og
virðulegir, allt að því í gönguhraða,
leikna af galsafengnu fjöri.
Eftirminnilegur var leikur Martial
Nardeau, sem í fínlegum leik sínum
náði að útfæra hraðan leik sinn á sér-
lega sannfærandi máta og svo létti-
lega, að hraðinn varð næsta eðlilegur.
Þrátt fyrir að deila megi um hraðaval
stjórnandans og hvort ofgert hafi
verið t.d. í fúgato-köflunum, hröðu
milliköflunum í forleikjunum, er eitt
víst, að kammersveitin lék af slíku ör-
yggi að tónmálið í þessum köflum var
sérlega skýrt og leikandi skemmti-
legt. Að þessu leyti vora tónleikarnir
töluvert ævintýri þar sem stefnt var
fram á ögurbrún háskans en öllu
samt vel til haga haldið.
Jón Ásgeirsson
Sígilt og vandað
barnaefni
BÆKUR
Sögur handa börnum
LÍNA HELDUR
AFMÆLISVEISLU
OGBARNADAGUR
í ÓLATAGARÐI
Eftir Astrid Lindgren. Þýðandi
Sigrún Árnadóttir. Teikningar eftir
Rolf Rettich ogKatrinu Engelking.
Mál og menning, 2000.
TVÆR sígildar frásagnir í góðri
þýðingu með vönduðum teikningum.
Er einhverju við það að bæta? Til
þess að gera stutta sögu langa má
kannski gera lauslega grein fyi-ir
framvindunni í sögunum um afmæli
Línu langsokks og barnadag í Óláta-
garði.
Sigurlínu Soðningu Gluggablæju
Hvannarót Eiríksdóttur, furðuleg-
asta krakka í heimi, þarf varla að
kynna fyrir nokkrum manni. Sagan
um afmælið sem hér um ræðir er
fengin úr bókinni um Línu, sem fyrst
kom út fyrir rúmri hálfri öld og er
alltaf jafn skemmtileg.
Gestirnir, hin prúðu systkini
Tommi og Anna, fá gjafir frá afmæl-
isbarninu Línu, borða stórskrýtnar
kökur með kínversku sniði, sleikja
kakóbolla, ganga á húsgögnunum og
leika sjóræningja. Draugaleit undh-
myrkur kemur blóðinu líka á hreyf-
ingu og best að ljóstra ekki upp nein-
um leyndarmálum.
Lykill að ógleymanlegum degi
Kristín litla í Ólátagarði er bara
eins og hálfs, eiginlega bara hálf
manneskja segir Lassi. Börnin í
Ólátagarði vilja helst ekki þurfa að
leika við hana alla daga. Því ákveða
þau að gleðja hana alveg sérstaklega
mikið á barnadaginn sem þau vora
búin að lesa um í blaðinu í von um að
hún láti þau svo í friði. Kristín fer á
hestbak, rólar og er látin renna út
um glugga á efri hæði í kaðli en geld-
ur bara fyrir sig með óhljóðum. Hvað
er þá til ráða? Börnin finna út úr því
og um leið lykilinn að frábæram
barnadegi. Ekkert er skemmtilegra
en að gleðja aðra.
Frábærar bækur fyrir börn jafnt
sem fullorðna.
Helga K. Einarsdóttir
Nýjar bækur
• ÚT er komin bókin Áknll úr djúp-
inu - um kristna íhugvn eftir Wilf-
rid Stinissen í þýðingu Jóns Rafns
Jóhannssonar.
Bókin fjallar um margar hliðar
kristinnar íhugunar og djúphygli og
mætir annasömum heimi nútímans
og viðleitni mannsins til að ná góðri
einbeitingu við íhugun sína.
I bókarlok er að finna tuttugu
íhuganir sem geta komið þeim að
góðum notum sem hyggjast iðka
kristna íhugun.
Rit höfundarins um kristna íhug-
un og bænalíf hafa verið þýdd á fjöl-
mörg tungumál. Biskup íslands Karl
Sigurbjörnsson skrifar formála ís-
lensku útgáfunnar.
Útgefandi er Skálholtsútgáfan -
útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin
erl63 bls., prentuð í Steindórsprent-
Gutenberg. Skerpla annaðist hönn-
un og umbrot. Bókin kostar 2.580
krónur. Hún fæst í Kirkjuhúsinu,
Laugavegi 31 og í bókaverslunum
um allt land.
www.mbl.is
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 47
Laugavegi 61, sími 552 4910
0 Saeco
Expresso-
Cappuccino
vélar
í úrvali
Verð frá kr.
13.965 stgr.
Saeco er stærsti framleiðandi Ítalíu
á gæðakaffivélum.
Fjölmargir litir - handstýrðar - hálfsjálfvirkar
eða sjálfvirkar með eða án kaffikvarnar
Gerð Via Venezia úr stáli (hér að ofan)
kr. 26.980 stgr.
Eínar
Farestvelt&Cohf.
Borgartúni 28 BT 562 2901 og 562 2900
www.ef.is
f
tyrirdönmrSQmledt iyrirdðmurlQmlledt,
Verð kr. 3.500 Verð kr. 4,100
ILMANDI JÓLAGJAFIR
tKrirdrimúrSQmledt tKrirdðmurSðmledt,
Verd kr, 4,100 Verðkr, 3.300
VLyfaheilsa
J APÖTEK
BETRI LIÐAN