Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Um undirskriftasöfnun í Húnaþing’i-vestra Frá Daníel Frey Jónssyni: í MORGUNBLAÐINU 30. nóvem- ber birtist áskorun til sveitarstjóm- ar Húnaþings-vestra þar sem hún er hvött til að hætta við byggingu Iþróttahúss á Hvammstanga. Undir þessa áskorun skrifa svo mætir bændur úr sveitunum í kringum þorpið. Umræðan um þetta íþróttahús hefur nú náð óvæntu lágmarki hvað varðar hrepparíg og almennan mol- búahátt. Því finnst mér rétt að benda undirrituðum bændum á ákveðnar staðreyndir. I fyrsta lagi er búið að ákveða að byggja fyrrnefnt íþróttahús á starfstíma núverandi sveitarstjórn- ar og því fátt sem kemur í veg fyrir að það verði byggt. I öðru lagi mun almenn íþrótta- starfsemi flytjast úr leikilmisalnum á Laugarbakka yíir til Hvamms- tanga eftir að íþróttahúsið kemst í notkun (það er meira en helmingur notkunarinnar), við þetta mun rekstrarkostnaður leikfimisalarins minnka til mikilla muna. I þriðja lagi mun íþróttahúsið byggt við Sundlaug Hvammstanga og útreikningar hafa sýnt að auka- kostnaður af rekstri sundlaugar með íþróttahúsi er minni en spam- aðurinn við minni rekstur leikfimi- salarins ef aksturskostnaður er tek- inn með í myndina. í fjórða lagi em böm keyrð úr þéttbýli í dreifbýli til að sækja skóla (um helmingur nemenda) sem að sjálfsögðu er ótækt til langframa. Því er stefnt á að byggja við skólann á Hvammstanga og finna skólahús- næðinu á Laugarbakka annað hlut- verk. Til að þetta sé hægt þarf að sjálfsögðu að vera íþróttahús á Hvammstanga og um leið lækkar rekstrarkostnaður til íþróttamann- virkja, skólamála og aksturs þegar þessi tilfærsla fer fram. í fimmta lagi tel ég að hér sé um fornan hrepparíg að ræða sem rétt er að slíta upp með rótum og benda undirrituðum bændum á að Hvammstangi er lífæð sveitanna í kring, rétt eins og þær eru lífæð þeirra sem í þéttbýlinu búa. Þéttbýli er ekki samnefnari fyrir dóp og sóðalífemi og bændumir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra byrji að reykja og rífast um leið og þau fara í skóla á Hvamms- tanga. Uppbygging þorpsins er til bóta fyrir okkur öll sem búum í Húnaþingi-vestra. Að lokum vil ég benda á að um- ræðan hefur öll verið á ákaflega nei- kvæðum nótum og því vil ég benda á ýmislegt jákvætt sem er að gerast hér í sveitarfélaginu: Gmnnskóla- nemendur héldu söngvarakeppni 1. desember í félagsheimilinu á Hvammstanga og var gífurleg þátt- taka. Tónlistarstarfsemi er enda með miklum blóma og nemenda- fjöldi í tónlistarskólanum með því hæsta sem gerist (sem hlutfall af höfðatölu), nýlega var opnað kaffi- hús á Hvammstanga sem hefur hlot- ið frábærar viðtökur enda býðst þar góður hádegismatur gegn vægu verði alla virka daga. Gmnnskóla- böm og leikskólabörn sameinuðust um að syngja við jólaskemmtun við félagsheimilið sunnudaginn 3. des- ember, auk þess sem jólasveinar mættu og dansað var í kringum jólatré. Jólaskreytingarnar em komnar upp og þorpið okkar litla, sem getur verið svo hlýlegur og skemmtilegur staður, skreytir sínu fegursta. Það er von mín að við mannfólkið gemm það líka þó ekki væri nema í tilefni jólanna. DANÍEL FREYR JÓNSSON, grunnskólakennari við Laugarbakkaskóla. Frá Öddu Maríu Jóhannsdóttur: KÆRI JÓLI! Óskalistinn minn í ár er nokkuð frábragðinn því sem verið hefur. Auðvitað langar mig í bækur °g spil, geisladiska, föt og skó eins og venjulega. En nú verð ég að forgangsraða öðravísi. Ég er nefni- lega í þeirri óþægilegu aðstöðu að vera framhaldsskólakennari. Staðan er þessi: Ég er ein af fáum samverka- mönnum mínum undir fertugu, með tvö lítil böm á framfæri, stend í íbúð- arkaupum og er í verkfalli. Ég stend frammi fyrir því, kæri jóli, að sjá ekki alveg fyrir endann á því hvernig ég held jól fyrir mig og börnin mín. Þau eru bara þriggja ára og hafa gaman af veraldlegum hlutum eins og jóla- Ijósum og jólapökkum. Það sem ég ætla að óska mér í jólagjöf er lgara- samningur. Kjarasamningur sem gerir mér kleift að lifa af laununum mínum. Þú gætir hugsað með þér: )HAf hverju ferðu þá ekki bara að gera eitthvað annað?“ En veistu, kæri jóli, að þetta er það skemmtilegasta starf sem ég hef unnið. Ég hef prófað að vmna við þýðingar og ýmis skrifstofustörf, ágætis störf og með ágætis fólki. En mér finnst það bara ekki eins gaman. Að vinna með ungu °g fersku fólki gefur mér mikið og viðheldur unglingnum í mér. Það er hka svo skemmtilegt að miðla af því sem maður hefur sjálfur lært og ometanlegt þegar vel gengur og nem- endumir uppgötva eitthvað nýtt. Ég hef oft lesið atvinnuauglýsingar og hugsað um hvað ég gæti nú gert ann- að en að kenna. En það er bara ekk- ert sem freistar mín. I haust hef ég verið í nánast fullu starfi við kennslu. Ég hefði þurft að vinna meira, fjárhagslega séð, en þar sem börnin mín era þetta ung kæri ég mig ekki um að vinna frá þeim all- an daginn. Þetta er minn fyrsti vetur viðskólann og mér finnst ég hafa ver- ið á kafi í vinnu frá því í haust. Ég hef jeyft mér að horfa á einn sjónvarps- þátt á viku en nú, síðan í nóvember, hef ég legið yfir sjónvarpi og prjóna- skap öll kvöld og uppgötvaði að það er bara ansi notalegt. Jú, ég horfði að visu stundum um helgar, svona eftir Kæri jóli að hafa setið við ritgerðir og verkefni stóran hluta úr degi og sent bömin í ísbíltúr með afa á meðan. Nú er svo komið, kæri jóli, að ég þarf að taka ákvörðun. Ég stóð í þeirri trú (og geri reyndar enn) að ég hefði gert eitthvað merldlegt með því að fara í háskóla, læra mitt fag og ákveða að verða kennari. Ég hef kennt bæði í grann- og framhalds- skóla og finnst það mjög merkilegt starf. En ég lifí greinilega í öðram heimi en ráðamenn þessarar þjóðar. Sem betur fer er ég ekki ein svona skrýtin, það era víst fleiri í sömu stöðu og ég. En ákvörðunin sem ég þarf að taka er þessi: Á ég að halda áfram að sinna þessu skemmtilega starfi og láta niðurlægja mig svona, að nemendumir sem ég er að kenna hafi hærri laun út úr sinni aukavinnu en ég? Eða á ég, kæri jóli, að fá mér einhverja aðra betur launaða vinnu? Eins og þú sérð langar mig það alls ekki, en ég er ráðþrota og of stolt til að láta fara svona með mig. Ég skipti máli, ég hef margt merkilegt fram að færa og ég krefst þess að fá það met- ið. Kæri jóli. Þetta hljómar kannski frekt, en þetta er nú samt það sem ég óska mér helst í jólagjöf. ADDAMARIA JÓHANNSDÓTTIR kennari, Álfholti 46a, Hafnarfirði. Flauels jólatrékúlur Jólatréstoppar, jólatréskúlur, falleg gjafavara fyrir falleg heimili Annora Miðbæ, Háaleitisbraut 58—60. Sími 553 5230. f Jólatilboð 20% afsláttur fram að jólum Híá Svönu Opið mán.-laugard. frá kl. 10-18. averslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. FÖNDURVERKFÆRI 15% staðgreiðsluafsláttur ^“ÓÐ'NSGÖTU 7 SÍMI 562 8448 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 81 Herra- og dömusloppar Náttfatnaður og velourgallar Glæsilegt úrval Sendum í póstkröfu /^ . I I I K f O Nóatuni 17, VJ U I I }J I Q sími 562 4217. TÖLVUTÆKIR MÆLAR COACH kr. 12.950 Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfirði, sími 565 1533 • Fax 565 3258 p.olafsson@simnet.is Stórglæsilegir jólakjólar Lágmarks verö Mikið úrval Hamraborg 1, Sími 554 6996. Garöarsbraul 15, Húsavik, simi 464 2450.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.