Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 44

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þjóðarsálin og sauðkindin BÆKUR Þjððfræði ÍSLENSKA SAUÐKINDIN eftir Jón Torfason og Jón Viðar Jónmundsson. 174 bls. Bókaútg.Hofi. Prentun: Grafík. 2000. GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra fylgir bók þessari úr hlaði. »Ekkert er jafn nátengt íslenskri þjóðarsál,« segir hann. Ekki mun það ofmælt. Hann nefnir íslenska forystuféð sem er einstakt meðal sauðfjárstofna veraldar. Og hann minnir á dilkakjötið sem er ein af úr- valsafurðum íslensks landbúnaðar. Nú er raunar hætt að minnast á dilka. Orðið skilst ekki lengur, hvorki merking þess né uppruni. Þess í stað er talað um lambakjöt sem er ekki beint enskusletta en samt notað fyrir áhrif frá enskunni. Dilkur er lamb sem sýgur móður sína, skylt diet á ensku. En Guðni segii- fleira. Meðal annars upplýsir hann að í Bandaríkj- unum og Kanada búi um sextíu bændur með íslenskt fé, hafi með sér samtök og stundi kynbætur í sam- ráði við sérfræðinga hér á landi. Að loknu ávarpi ráðherra fer svo saga sauðfjárins aldimar í gegnum. Landnámsmenn fluttu með sér öll sín húsdýr, þar með talið sauðféð. í fyrstunni hugðust þeir búa hér með sama hætti og þá tíðkaðist í Noregi. Til dæmis hófu þeir strax að reka bú- smalann til selja þar sem unnið var úr málnytinni yfir sumartímann. I Noregi háttaði víða svo til að slíkt var óhjákvæmilegt. Hérlendis gerðist þess óvíða þörf. Eigi að síður hélst hér öldum saman einhver selja- búskapur að sögn höfunda. Vetrar- forðinn - smjör og skyr - var unninn úr sauðamjólkinni. Fært var írá um allt land þar til er fráfærur lögðust alveg niður um 1900. Graslömbin, sem færð voru frá, uxu afarhægt og voru því engan veginn hæf til frálags að hausti. Þess vegna voru sauðir aldir. Þeim var slátrað tveggja til fjögurra vetra. Hallgrímur í Hvammi í Vatnsdal segir frá því er hann gisti hjá Bjarna bónda í Vigur haustið 1948 vegna fjárskiptanna. Bjami bóndi ól sauði sem þá var orðið mjög fátítt. Hallgrími tjáði hann »að sér fyndist hann ekkert kjöt hafa að leggja til heimilisins ef hann hefði ekki sauðakjöt.« Frá- færumar, eins og raunar flestallir búskaparhættir fyrri tíðar, útheimtu vinnu margra handa. Allt hlaut það að breytast þegar fækkaði í sveitun- um. Bændastéttin gat ekki keppt við sjávarútveginn um vinnuafl. Þrisvar sinnum var nærri sauð- fjárstofninum höggvið vegna sjúk- dóma sem hingað bámst með inn- flutu búfé, síðast með karakúlhrútunum sem bám með sér mæðiveikina í upphafi fjórða áratug- arins. Ekki bætti það þjóðarhag í kreppunni. íslenski sauðfjárstofninn er sem fyrr segir frá Noregi kominn eins og annar bústofn í landinu. Með ald- anna rás hefur hann aðlagast um- hverfinu. Hann er fádæma þraut- seigur, ratvís og harðgerður og gæti sem best lifað hér villtur. Það sann- aðist á villifénu sem gekk í Núps- staðaskógi og á Eystraíjalli og höf- undar greina frá. Það varð flest um hundrað talsins á sjöunda tug 19. aldar að því er þeir telja. Því miður var það að lokum fellt og stofninum eytt. Síðustu árin hefur andað köldu í garð sauðkindarinnar. Henni er kennt um uppblástur og gróðureyð- ing. Höfundar telja að það sé mjög orðum aukið. Dilkakjötið er sjaldan á matseðli í löndum þeim sem Islendingar ferðast mest til og telja til fyrirmyndar. Þess vegna þykir það ekki lengur nógu fínt! Það er þó hreinasta og ómengaðasta afurð sem völ er á hérlendis. Ullin, sem skýldi þjóð- inni fyrir næðingum aldanna, þykir gróf og nýtist ekki með sama hætti og fyrrum. Það er dapurleg sjón að sjá ær á afrétti draga á eftir sér reyfið. Oft er kvart- að um verð á landbún- aðarafurðum þótt þær séu sífellt að lækka í verði. Pólitísk staða bændastéttarinnar var lengi vel afar sterk en er nú orðin að sama skapi veik. Menn, sem mark er tekið á, hafa jafnvel krafist þess að íslend- ingar hættu með öllu að framleiða búvörur. Þeir virðast ekki hugsa til þess að þjóð, sem engin fi’amleiðir matvælin, getur hvenær sem er verið í óvæntum háska stödd. Höfundar minna á að fyrst eftir landnám hafi nautgriparækt verið hér mun meiri en síðar varð. Þegar bændur tóku að kynnast gögnum og gæðum landsins hafi þeir fækkað nautpeningi en fjölgað sauðfénu. Þannig urðu smám saman til þeir bú- skaparhættir sem íslendingar bjuggu við allar götur síðan, allt til miðrar 20. aldar. Þessi bók þeirra Jónanna styðst við sagnfræðina og náttúruvísindin en er fyrst og fremst þjóðfræðirit. Textinn er aðgengilegur og efninu skipulega fyrir komið. Með prýðis- góðum litmyndum af ám og hrútum eru útskýrð heiti á litarafbrigðum og hornalagi. Prentvillur eru óþarflega margar, reyndar allt of margar, þar með talin ein í stuttu ávarpi landbún- aðarráðherra. Það er ekki nógu þjóð- legt! Erlendur Jónsson Jón Torfason Ævi brautryðjanda BÆKUR Æ v i s a g a MAGNÚS ORGANISTI BARÁTTUSAGA ALÞÝÐUMANNS Eftir Aðalgeir Kristjánsson. Almenna útgáfan, Reykjavík, 2000, 248 bls. DR. AÐALGEIR Kristjánsson, sem margar góðar bækur hefur skrifað, hefur nú tekið sér fyrir hendur að grafa úr gleymsku ævi- feril merks manns. Það er Magnús Einarsson brautryðjandi tónlistar- lífs á Akureyri. Magnús Einarsson var Þingey- ingur, fæddur 18. júní 1848 á Björg- um, nyrsta bæ í Kaldakinn. Sjö ár- um síðar andaðist móðir Magnúsar og var hann lengstaf eftir það - uns hann komst til fullorðinsára - nið- ursetningur eða hreppsómagi á ýmsum bæjum þar nyrðra. Mennt- un hlaut hann að sjálfsögðu litla sem enga, en árið 1875 tókst honum að bjjótast í því að læra smávegis á orgel og gerðist organisti við Ak- ureyrarkirkju. Þá var hann orðinn 27 ára gamall. Eftir það var hann vígður tónlistinni. Vai-ð hann sér tví- vegis úti um meira nám. Umsvif hans jukust. Auk organistastarfa í kirkjunni, stundaði hann söng- kennslu í bamaskólanum, á Möðru- völlum og síðar í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri, kenndi orgelleik og söng einkalega, stjómaði kórum og lúðrasveit og var yfirleitt lífið og sál- in í tónlistarlífi á Ákureyri. Hann fór meira að segja með karlakór sinn, Heklu, í mikla söngför til Nor- egs. Var það fræg ferð og hápunktur á ferli Magnúsar. Öll vom störf Magn- úsar að tónlistarmálum svo illa launuð að hann þurfti jafnframt að vinna erfiðisvinnu. Lengi vel átti starfsemi hans litlum skilningi að mæta hjá bæjaryfir- völdum, svo að ekki sé meira sagt. Þessi fyrr- um hreppsómagi og vinnumaður taldist varla til „betri“ borgara hins mjög svo stéttskipta samfélags. Ekki bætti úr að hann var á köflum nokkuð drykkfelldur og hefur þá sennilega eitthvað vantað upp á fín- heitin. Það var ekki fyrr en á síðustu ámm, sem Magnúsi var sýndur sá heiður og virðing sem honum bar. Og sjálfsagt hefur þurft sveitunga og frænda til að skrifa ævisögu hans. Magnús organisti andaðist 12. mars 1934 og var þá orðinn hálfní- ræður. í formálsorðum Jóns Þórarins- sonar segir svo: „Lífsbraut Magn- úsar Einarssonar var ekki blómum stráð. Þó er saga hans um margt ævintýri líkust. En henni hefur ekki verið mikill gaumur gefinn, og veit ég að mörgum gömlum Norðlend- ingum hefur fundist þessi fmmherji tónlistar í heimahögum sínum hafa legið alltof lengi óbættur hjá garði. Með þessari bók sem dr. Aðalgeir Kristjánsson hefur unnið að um árabil af kunnri vandvirkni og nákvæmni er bætt myndarlega úr þessu. Undir þessi orð er vissulega hægt að taka. Þessi bók er prýðilega vel gerð og auðséð á öllu að í hana hefur verið lögð mikil vinna. En ég þykist líka sjá að verk höf- undar hefur síður en svo verið auðvelt. Heimildir um Magnús Einarsson er afar fá- skrúðugar. T.a.m. er afar lítið vitað um uppvöxt hans, vinnumennsku- og sjómannsár annað en dvalarstaði eftir kirkjubókum. Magnús verður því lesandanum nokkuð fjarlægur. Og í raun em heimildir um starfsár hans á Akureyri minni en ætla mætti að óathuguðu máli. Sendibréf frá honum eða til hans em ekki fyrir hendi, nema bréf til og frá bæjar- stjórn, sem bera þeirri síðarnefndu lítt fagurt vitni, en segja nokkuð um bág kjör Magnúsar. Mér sýnist höf- undur hafa nýtt sér það litla, sem úr var að spila, ágætavel og sýnt þar mikla þjálfun og fæmi. En eðli málsins samkvæmt verður hann oft að draga ályktanir af veikum for- sendum. Vissulega er það því ekki sök höf- undar þó að í frásögnina vanti þá lif- andi nærvem sögupersónunnar, sem maður kynni að hafa óskað sér. Sigurjón Björnsson Aðalgeir Kristjánsson Uppvaxtarár Strandamanns BÆKUR Sjál fsævisaga STRANDAMAÐUR SEGIR FRÁ - ENDURMINNINGAR Eftir Torfa Guðbrandsson. Fyrra bindi. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 2000, 275 bls. TORFI Guðbrandsson, kennari og skólastjóri, er fæddur á Heydalsá í Kirkjubólshreppi 22. mai’s 1923. Af dugmiklum Strandamönnum er hann kominn og ólst upp hjá foreldrum sín- um í stóram systkinahópi á sjávarjörðinni Hey- dalsá. Þegar Torfi var þriggja ára gamall veikt- ist hann af berklum ásamt þremur systkinum sínum. Varð hann að liggja fimm ár á sjúkra- húsinu á ísafirði, lengst af í gifsi og mátti sig hvergi hræra. Eftirstöðv- amar vom varanleg bæklun. Eftir að frásögn af ættmennum, foreldmm og ýmsum ytri aðstæðum lýkur, hefst langur kafli (66 bls.), þar sem segir frá sjúkrahús- vistinni á Isafirði. Er það að vonum áhrifamikil frásögn, sem gleymist les- andanum varla strax. Megnið af því sem eftir lifir bókar em frásagnir af bemsku og unglings- áram heima á Heydalsá. Er þar frá fjöldamörgu sagt: leikjum, störfum, skólagöngu, en einkum sveitalífi og sjósókn. Er þar líklega á flestu gripið, sem varðar dagleg störf á þeim tím- um. Frásögnin er afar eðlileg, alveg tildurslaus og virðist höfundi í mun að lesandinn fái sem gleggsta og besta fræðslu. í lokaköflum bókar segir frá skóla- vist í Reykjaskóla og síðar í Gagn- fræðaskóla ísafjarðar. Eftir það tók við farkennsla í heimahögum í sjö ár. Þá fyrst vom aðstæður til að fara í Kennaraskólann, en frá skólavist þar og því sem á eftir fylgir verður vænt- anlega sagt í næsta bindi. Eg lokaði þessari bók að enduðum lestri með góðri tilfinningu. Mér fannst ég hafa kynnst við einkar notalega frásögn sem ég gæti treyst. Það er meira en sagt verður um allar sjálfsævisög- ur. Þijú orð fóra um huga minn: „hispurs- laus, einlæg, hreinskil- in“. Höfundur er á engan hátt að gera sig til og setja sig í stell- ingar. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og er það líka óhætt. Stíllinn er einkar lipur og þægilegur. Málfar er gott, skrúðlaust og án óþarfa mælgi, hreint og vandað. Þetta er vel gerð ævisaga í hefð- bundnum frásagnarstíl eins og hann gerist bestur. Sigurjón Björnsson Torfi Guðbrandsson Skyggnst undir gólfborðin BÆKUR Harnabók UNDIR BERUM HIMNI Eftir Terry Pratchett. Þorgerður Jömndsdóttir þýddi. Kápuhönnun Ámundi Sigurðsson. Útgefandi Mál og menning, Reykjavík, 2000. Prentuð íSvíþjóð. 151 bls. ÞÝDDUM barnabókum hefur fjölgað á íslenskum markaði á und- anfömum ámm og jafnframt koma þær víðar að úr heiminum en áður. Þannig má segja að menningaráhrif í íslenskum barnabókmenntum komi nú víðar að en oft áður. Þar við bæt- ist að íslenskir höfundar sem búið hafa erlendis leitast við að lýsa menningarheimi þeirra landa sem þeir þekkja í bókum sínum. Terry Pratchett er breskur rithöf- undur, fæddur 1948. Hann er þekkt- ur í Bretlandi og víðar fyrir vísinda- skáldsagnaritröðina Diskworld, en hann hefur einnig skrifað þrjár bæk- ur fyrir böm. Undir berum himni er hluti af þeirri ritröð. Hún fjallar um sérkennilegar verur, sem á íslensku hafa fengið heitið nálfar. Ekki er auðvelt að greina hvers eðlis nálfarn- ir era, en þeir virðast að ýmsu leyti hafa eðlisþætti búaálfa eða dverga úr íslenskri þjóðtrú. Þýðandinn virð- ist meta þá með þeim hætti, sé hlið- sjón höfð af nafngiftum persónanna. Magni, Gyrðir, Völundur, Skreppur og Nefjólfur em bara nokkur dæmi og einhvern veginn koma dvergarnir sjö,vinir Mjallhvítar, fljótt upp í hug- ann. í upphafi sögunnar um nálfana er sögusviðið verslun A. Ai-nalds, eða réttara sagt veröldin undir gólfborð- unum í versluninni. Þar skiptist hóp- urinn eftir því hvar innan verslunar- innar þeir búa. Sumir búa í vefnaðarvömdeildinni, aðrir í rit- fangadeildinni og aðgreinast hóp- arnir eftir því. Sá dagur rennur þó upp er hópurinn þarf að yfirgefa vistarvemr sínar og flytja í yfirgefna námu og þar reynist þeim heldur ekki vært alltof lengi. Sitthvað drífur á daga þeirra, og kænska og sam- staða reynast heldur betur mikils virði. Nálfarnir hafa n'ka mannlega eig- inleika. Þeir hafa nánast mannlegt eðli, sem kemur hvað skýrast fram þegar þeir tala um mannfólkið. Þeir hugsa eins og manneskjur, en sjá veröldina með öðrum augum. Þeim finnst mennirnir vera heimskir og klunnalegir og skilja ekki alltaf allt sem þeir segja og gera. Elstu nálf- amir hafa næmari skilning á eðli þess heldur en þeir yngri. Bókin byggist á ótrúlegu hug- myndaflugi. Höfundi tekst að skapa nýja sérstæða veröld og sjá hana með sínum augum. í sögunni er fólg- in mikil heimspeki og lífsviska sem er hvort tveggja í senn ólík mörgu af því sem manneskjumar þekkja en samt ótrúlega lík. Þýðing bókar af þessu tagi er án efa vandaverk. Meðal þess sem erfitt er að þýða eða réttara sagt íslenska em óvenjuleg nöfn nálfanna, en þar hefur Þorgerður Jömndsdóttir farið þá leið eins og fyrr segir að leita í smiðju sagna af dvergum. Þýðanda hefur tekist vel til og á stóran þátt í að skapa rétta andrúmsloftið og gera bókina eins skemmtilega og raun ber vitni. Á bókarkápu segir að Terry Pratchett sé einn vinsælasti höfund- ur heims, þekktur fyrir bækur ætl- aðar bæði börnum og fullorðnum. Það kemur fullorðnum lesanda ekki á óvart og eflaust mun fjöldi barna skemmta sér við lestur þessar bókar þar sem listin að leika sér með tungumálið og lífið og lífsspekina er eitt mikilvægasta tæki höfundar og þýðanda. Það er gleðiefni að sjá vandaðar þýddar barnabækur á borð við Undir bemm himni. Vonandi fáum við að sjá meira af slíku enda hefur það ekki aðeins jákvæð áhrif á íslenska höfunda, heldur breikkar það sjóndeildarhring lesenda og opnar þeim annan menningarheim. Sigurður Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.