Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
SkðlavðÆusttg. Kringlunni. Sináfatorgi
Éi er Vmmm MMm
Glæsilegt rit sem tengir saman
náttúru og menn Eyjafjarðar f
ir nmi órofa mynd
mSSSSm
ÍUsitotofJsi
Hjálparstarf
kirkjunnar
Matarpakk-
ar afhent-
ir í Glerár-
kirkju
ÁRLEG jólasöfnun Hjálparstarfs
kirkjunnar hófst í byrjun desember
en þar gefst landsmönnum tækifæri
til að veita þeim aðstoð sem hjálpar
eru þurfi með fjárframlögum.
Innanlands er veitt aðstoð sem
felst í matarpökkum en mörg fyrir-
tæki á Akureyri hafa lagt starfinu
lið. Prestar á Akureyri og nágrenni
ganga frá umsóknum, en matar-
pakkar verða afhentir í Glerárkirkju
dagana 19. til 22. desember frá kl. 11
til 12.
Baukar og gíróseðlar hafa verið
sendir inn á hvert heimili í landinu
og er tekið við þeim í bönkum, póst-
húsum og sparisjóðum og auk þess í
kirkjum í þéttbýli. Á Þorláksmessu
og aðfangadag verður hægt að koma
með söfnunarbauka í safnaðarheim-
ili á Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri.
Þar verða einnig seld friðarljós.
-------------
Aðalfundi
Skinnaiðnaðar
frestað
AF ÓVIÐRÁÐANLEGUM orsök-
um hefur aðalfundi Skinnaiðnaðar
hf., sem halda átti miðvikudaginn 20.
desember nk., verið frestað fram í
miðjan janúar nk. Fundurinn verður
auglýstur með lögbundnum fyrir-
vara í byrjun janúar nk.
r
JOLATILBOÐ
Á BÍLALEIGUBÍLUM!
Europcar
BÍLALEIGA AKUREYRAR
Verð frá aðeins kr.
2.500
iifa'ió í soici'tir
öwrf}. skntíur og kaskot<y,gQUigf
Hafóu sítmband og faðu frekarí upplýsingar!
AKUREYRI 461 3000
REYKJAVIK 568 6915
NE TFANG e i:ropcar@europcar. is
HEIMA S ÍÐA w ww: europca r. is
Afgreióslusíaðir:
Revk/avfk Akúmyri. Egrtsslaðfr. i'safjorðun Höfn,
uóárKrpkur. S g ./oró. ■ Vestmsnnaeyjan Borgarnes.
Kðflavikurtlugvörun
Morgunblaðið/BFH
Matbær hættir verslunarrekstri
í Hrísey og Grímsey
Heimaaðilar kaupa
rekstur Strax-verslana
Snjó-
kross á
Stakhóls-
tjörn
Mývatnssveit - Fyrsta snjókross-
keppni vetrarins fór fram á Stak-
hólstjörn við Skútustaði á laug-
ardaginn. Keppendur voru sjö en
þar af luku fimm keppni. Sigurveg-
ari varð Guðmundur S. Guðlaugs-
son úr Reykjavík. Tvær slíkar
keppnir verða við Skútustaði síðar í
vetur. Aðstæður á Stakhólsijörn
eru einstaklega góðar fyrir snjó-
kross og mývetnskir björg-
unarsveitarmenn orðnir vanir slíku
mótshaldi.
REKSTUR Strax-verslananna í
Hrísey og Grímsey hefur verið seld-
ur til einkaaðila á hvorum stað. Á
báðum stöðum er það aðeins rekst-
urinn sem er seldur en Matbær
leigir kaupendunum húsnæði og
tæki.
í Grímsey eru það hjónin Guðrún
Sigfúsdóttir og Brynjólfur Ámason
sem kaupa reksturinn en Guðrún
hefur starfað í versluninni um ára-
bil. Guðmundur Emil Jónsson sem
verið hefur verslunarstjóri undan-
farin ár er að flytja aftur upp á
fastalandið. í Hrísey kaupa hjónin
Ingimar Ragnarsson og Guðrún
Þorbjarnardóttir reksturinn. Ingi-
mar hefur verið verslunarstjóri
undanfarið ár. Þetta kemur fram á
heimasíðu Kaupfélags Eyfirðinga.
Sigmundur Ófeigsson fi-am-
kvæmdastjóri Matbæjar sagðist
mjög sáttur við þessa breytingu.
Rekstur sem þessi sé mjög smár í
sniðum og hann sé betur kominn í
höndum heimamanna sem hafi per-
sónulega akk af árangri, enda sjái
nýir eigendur sóknarfæri í stöðunni.
Sigmundur sagði að Matbær myndi
styðja við bakið á nýjum rekstr-
araðilum eftir mætti enda ætti
félagið áfram hagsmuna að gæta.
Heildarskuldir golfklúbbs-
ins um 30 milljónir
GOLFKLÚBBUR Akureyrar, GA,
var rekinn með um fjögurra milljóna
króna halla á síðasta rekstrarári, sem
lauk hinn 1. nóvember sL, þar af voru
fjármagnsgjöld um þrjár milljónir
króna. Heildarskuldir klúbbsins eru
nú um 30 milljónir króna. Aðalíúndur
GA var haldinn í síðustu viku og þar
var Þórhallur Sigtryggsson endur-
kjörin formaður.
Töluverð umræða hefur verið um
erfiða fjárhagsstöðu íþróttafélagnna
á Akureyri og hefur Kristján Þór
Júh'usson bæjarstjóri farið fram á að
íþróttahreyfingin fari í saumana á
fjármálum félaganna. Þórhallur sagði
að fjárhagsstaða Golfklúbbs Akur-
eyrar væri alls ekki nógu góð og hefði
reyndar verið erfið í mörg ár. Hann
sagði nánast útilokað að reka félag
með svona miklar skuldir. GA er eitt
af þeim félögum sem er að fara í við-
ræður við bæjaryfirvöld um sin mál
og bindur Þórhallur miklar vonir við
að hægt verði að finna lausn á fjár-
hagsvanda klúbbsins.
Rekstur klúbbsins á árinu var upp
á tæpar 40 milljónir króna. Þórhallur
sagði að tekjuliðimir hefðu staðist
mjög vel en að útgjöld og þá sérstak-
lega tengd golfvellinum og í kringum
Landsmót hefðu orðið meiri á áætlað
var. Klúbbininn á miklar eignir, stórt
félagsheimili, góða æfingaaðstöðu og
glæsilegan 18 holna völl, sem Þórhall-
ur sagði að væri mjög fjárfrekur.
Aðspurðui- sagði hann að líkt og hjá
öðrum félögum væri erfitt að fá fólk
til starfa. „Okkur tókst þó núna að fá
mjög gott fólk til starfa en oft er það
sama fólkið sem kemur að þessu.“
Skráðir félagar í GA eru 483 og sagði
Þórhallur nauðsynlegt að fjölga þeim
og því yrði að vinna sérstaklega vel í
nýhðastarfinu.
Ein helsta skrautfjöður Golfklúbbs
Akureyrar er Arctic-open, alþjóðlega
miðnæturgolfmótið, sem haldið er í
kringum Jónsmessuna ár hvert. Mót-
ið nýtur sífellt meiri vinsælda víða um
heim og er skráning keppenda fyrir
næsta sumar þegar hafin. Þá er kom-
ið út kynningarrit um mótið og er bú-
ið að dreifa því víða um álfur.
Q)on Q,
'iovanni
(fshronograþh
Eðalstál, kúpt safírgler,
einnigfáanlegt með keðju.
RAYM0ND WEIL
Garðar Ólafsson, úrsmiður GENEYE
Lækjartorgi • S: 551-0081 www.raymond-weil.com
gott veró - góó þjónusta - góóir bilar