Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 58

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 58
-58 PRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Halld<5ra Guð- brandsdóttir fæddist á Hrafnkels- stöðum f Hraun- hreppi, Mýrasýslu, 15. maí 1911. Hún lést á dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi 7. desember síð- astliðinn og fór útfor hennar fram frá Borgarneskirkju 18. desember. Halldóra Guð- brandsdóttir hefði orð- ið níræð 15. maí á næsta ári. Ég man vel eftir henni all- ar götur frá árinu 1928 eða í tæp 72 ár. Ég fékk það vor, sex ára gamall, að fara í sveit vestur að Hrafnkels- stöðum á Mýrum. Þangað varð ég samferða Guðrúnu, systur Halldóru, sem verið hafði í vist hjá foreldrum mínum á Hólavelli um veturinn. Ferðin með Suðurlandinu upp í Borgarnes var mikið ævintýri. Ég minnist þess að hafa staðið á búlka, bakborðsmegin á skipinu og skyggnst eftir því hvort ég sæi ekki fiska eða hvali á sundi á yfirborðinu. Guðrún var gætnari og kom því svo fyrir að við fórum niður í káetu, þar sem kýraugu voru á súðinni og var þar unnt að sjá út á sjávarflötinn. Þegar í Borgames kom var farið til vinafólks þeirra á Hrafnkelsstöð- um og beðið þar uns bílferð fékkst vestur að Arnarstapa, skammt aust- an Alftár. Bílstjórinn, sem hét Hall- dór Magnússon, var hinn alúðlegasti en farartækið heldur hrörlegt. En við komumst þó heilu og höldnu að Arnarstapa, en komið var undir mið- nætti er þangað kom. Við gengum svo þá nær veglausu bæjarleið, sem þá var milli Arnarstapa og Hrafn- kelsstaða. Þar var okkur hlýlega tekið, veitt- ur beini og svo gengið til náða. Ég vaknaði seint næsta morgun þarna í gamla, en stóra torfbænum. Ég heyrði einhver ókennileg hljóð úti, dreif mig á fætur til þess að sjá hverju þetta sætti. Ég fékk strax skýringu á þessu hjá Halldóru, sem var þar úti á hlaðinu. Hún, sem þá var 17 ára, sagði mér brosandi að hljóðin sem ég hefði heyrt væru úr kjóanum. Ég kynntist honum betur og árásargimi hans þegar ég fór að sækja kýmar niður að Blöndulæk með Hrefnu eða Lóu, systur Hall- dóm. Þá var eins gott að hafa húfu og helst bera langt prik um öxl sér. Talsverð tengsl voru milli fjöl- skyldna okkar á Hólavelli og fólksins á Hrafnkelsstöðum. Faðir minn og Guðbrandur Sigurðsson vom góðir vinir og kona Guðbrands, Ólöf Gils- dóttir, var systir Þorbjargar fóstm móður minnar. Var móðir mín í sveit hjá þeim hjónum þegar hún var barn. Gætti hún þá sona þeirra hjóna, Ingólfs og Sigurðar. Minntist hún oft vera sinnar hjá Hrafnkels- staðafólki og bar til þess einlægan hlýhug. Sumardvalimar gengu að erfðum því að á eftir mér dvaldist Andrés bróðir minn í mörg sumur hjá þeim Guð- brandi og Ólöfu. SUtn- aði aldrei samband okkar við þau hjón - og bámm við þau bæði til grafar við leiðarlok þeirra. Svo vom dætur þeirra Hrafnkelsstaða- hjóna a.m.k. tvær, Jenný og Guðrún, á HólavelU að vetrarlagi móður minni til aðstoðar að annast fjölmennt heimili. Halldóra var líka um skeið í þeim störfum. Og Hrafnkelsstaða- fólkið gisti oft heima hjá okkur þeg- ar það átti erindi til Reykjavíkur. Ég var á Hrafnkelsstöðum þrjú sumur og bjó í gamla bænum. Það var einmitt síðasta sumarið, 1930, að farið var að byggja nýtt, stórt íbúð- arhús á bænum. Allir sem vettlingi gátu valdið störfuðu að því. Við sem yngst voram teymdum hestvagna með möl úr Alftá, sem notuð var í steinsteypu. Það var því miður ekki gott efni, of lífrænt, því steypan ent- ist illa. En það er annað mál. Hitt skipti aftur á móti sköpum að þau Halldóra og Brynjúlfur Eiríks- son, sem varð eiginmaður hennar, bjuggu í hluta nýja hússins í mörg ár. Brynjúlfur, sem var ári eldri en Halldóra, var frá Hamraendum í Hraunhreppi og gerðist bílstjóri með búsetu á Hrafnkelsstöðum 1936. Þau Halldóra stofnuðu nýbýlið Brúarland, úr hinni víðlendu torfu Hrafnkelsstaða árið 1955 og bjuggu þar til æviloka Brynjúlfs. Síðan bjó Halldóra áfram á Brúarlandi með Eiríki syni sínum og í tvíbýli með Guðbrandi, öðmm syni. Hún flutti svo í Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi fyrir nær fjómm árum. Halldóra var frábær kona. Góð og glöð og reyndar flestu fólki betur gefin. Hið sama má vissulega segja um þau öll, Hrafnkelsstaðasystkinin. Bræður hennar, Ingólfur, hrepp- stjóri og sýslunefndarmaður, sem tók við búi af föður sínum á Hrafn- kelsstöðum, og Sigurður, mjólkur- bússtjóri í Borgamesi, urðu báðir samverkamenn mínir á Borgames- ámm mínum og urðum við allir ævi- vinir. Og enn tengdust svo bönd fjöl- skyldna okkar þegar Bryndís, dóttir Ólafar (Lóu) giftist bróðursyni mín- um, Einari Stefánssyni lækni. Þeir urðu líka skólabræður og vinir Hall- dór Hauksson, dóttursonur Hall- dóm og Pétur, sonur okkar Sigrún- ar. Faðir minn, Pétur Magnússon frá Gilsbakka, segir í blaðagrein um Guðbrand, föður Halldóra, að hann hafi auk góðra gáfna, verið afar traustur maður. Ég hygg að sá eig- inleiki hafi rannið börnum Ólafar og Guðbrands í merg og bein, því tæp- ast finnast margar fjölskyldur sem hafa verið þeim fremri að þeim eðl- iskostum. Þannig var Halldóra tryggðatröll vinum sínum öllum. Og þegar við bættist gleðin og æðm- leysið - að dugnaðinum ógleymdum - varð til þessi óvenjulega mann- eskja, sem öllum varð til blessunar - og margir syrgja nú. A nýbýlinu Brúarlandi byggðist afkoma heimilisins annars vegar á hefðbundnum búskap en hins vegar á bifreiðarakstri Brynjúlfs. M.a. annaðist hann mjólkurflutninga úr nágrannahreppunum í mjólkurbúið í Borgarnesi. Athafnasemi og dugn- aður hjónanna gerði þeim kleift að stórauka ræktað land, byggja upp gripahús og girða landið. En auk þess var að sjálfsögðu byggt íbúðar- hús fyrir hina stóm fjölskyldu. Það var augljós snyrtimennska, sem við blasti þegar ekinn var þjóð- vegurinn, sem lá með austanverðum túngarði Brúarlands. Við hjónin heimsóttum Halldóm að Brúarlandi skömmu áður en hún flutti í Borgames. Það var bæði skemmtilegt og fróðlegt. Þau hjónin höfðu komið upp skrúðgarði með trjám og blómum í hallanum austan bæjarhúsanna. Halldóra fór með okkur um garðinn og sagði okkur nöfn á tijátegundum og blómsk- rauti. En hún sýndi líka gróðurhús, sem þannig var komið upp að strengdur var plastdúkur á grind. Ekki var jarðhiti þama, en skýlin dugðu til þess að vemda ýmsar nytjajurtir svo sem jarðarberjalyng. Sagði Halldóra að hún hefði fengið þama 18 kg af jarðarberjum sum- arið áður, auk ýmissar annarrar uppskem. Fyrst og fremst var það húsfreyj- an sem annaðist ræktunina þótt hún fengi hjálp frá öðram heimilismönn- um. Best man ég þó gleðina, sem Dóra hafði af því að sýna árangur erfiðisins við þessa ræktun. „Það er svo margt hægt að gera hér til gagns og gleði ef fólk aðeins reynir það. Auðvitað þarf að prófa sig áfram um það hvaða tegundir jurta hæfa best á hverjum stað,“ sagði hún. Halldóra entist iðjusemin og gleðin alla ævina. Hún dó með pijóna í höndum. Hún var að ljúka við að gera peysu á dótturson sinn. Hún verður mörgum minnisstæð og margir munu vera henni þakk- látir fyrir aðstoð og uppörvun. Sjálfur minnist ég hennar, manns hennar og fjölskyldu, sem vina sem alltaf mátti treysta. Kona mín, systk- ini og böm okkar senda afkomend- um Halldóm og Brynjúlfs hjartan- legar kveðjur. Ásgeir Pétursson. Núleggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mínverivömínótt. Æ, virst mig að þér taka méryfirláttuvaka þinn engil svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, þvínúerkominnótt. Um ljósið lát mig dreyma ogljúfaenglageyma öll þömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku langalangamma! Þakka þér fyrir að halda á mér undir skírn. Þakka þér fyrir sam- verastundina okkar núna fyrir skemmstu. Guð blessi minningu þína. Þinn Bryiyar Haildér (yngri). Þakklæti og virðing er mér efst í huga þegar ég kveð móðursystur mína, Dóm frá Brúarlandi eins og hún var ætíð kölluð. Á bemskuámm mínum var ég svo lánsöm að fá að dvelja mörg sumur hjá þeim hjónum Dóm og Binna. Margs er að minnast frá þeim tímamótum. Dóra átti sérstakan stað í hjarta mínu. Heimili hennar var henni mjög hugleikið og allt sem hún gerði var með miklum myndar- brag. Gestrisni, hlýja og einstakt sál- arþrek hennar var með eindæmum. Oft var sofið í hverju homi og fannst manni oft nóg um. Auk þess að leggja alúð sína við heimili og fjöl- skyldu sinnti hún bústörfunum jafn- hliða með skömngsskap og af vand- virkni. Aldrei féll henni verk úr hendi og er garðurinn hennar glöggt dæmi um það. Naut ég þess í ríkum mæli að þiggja hennar ráð sem vega- nesti þegar að því kom að ég ræktaði minn garð. Eftir að hafa farið í heim- sókn að Brúarlandi fór ég oftast frá henni hlaðin af blómum sem hún færði mér úr ræktun sinni. Þegar árin liðu og ég eignaðist mitt heimili fannst mér ekki vera komið sumar nema ég væri búin að heimsækja Dóm að Brúarlandi. Þessar heimsóknir em mér kærar og einnig þær ógleymanlegu bernskuminningar sem ég átti hjá þeim hjónum. Ég set þessar línur á blað til að þakka þér fyrir samfylgdina og það góða veganesti sem þú gafst mér út í Íífið. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (PéturÞórarinsson.) Þín Birna. Árið er 1968 og ég 11 ára þegar ég fer fyrst að fara á Brúarland til hennar Dóm minnar. Hana munaði ekki um að bæta við sig einum krakka þótt heimilið væri stórt. Þær koma núna minningarnar ein af ann- arri, t.d. grænt salat með súrmjólk- ursósu, kákasusgerill í kmkku, heimsins besta brauð sem bakað hef- ur verið, fallegi garðurinn þinn (það er ekki sama hvernig arfi er reyttur) og gulvöndurinn, uppáhaldsblómið mitt í garðinum þínum og þú gafst mér svo af og blómstraði svo fallega í sumar. Síðan og ekki síst samvem- stundirnar með þér og þínum í árana rás. Og margt margt fleira. Foreldrar mínir hugsa hlýtt til þín og þakka þér áratuga tryggð og vin- áttu sem aldrei bar skugga á. Ég ætla að kveðja þig hér með sömu orðum og ég gerði þegar þú hafðir lagt aftur augun í hinsta sinn. Vertu blessuð, elsku Dóra mín, þakka þér fyrir samfylgdina og guð geymi þig. Sigriður Helga Sigurðardóttir. Á sjöunda ári aldarinnar sem nú er að kveðja fluttust ung hjón úr Borgarhreppnum vestur í Hraun- hrepp á Mýmm, þar sem þau hugð- ust hefja sitt raunvemlega ævistarf. Leiðin lá yfir fyrrverandi heimasveit þeirra beggja, en í Álftaneshreppi höfðu þau slitið barnsskónum, ko- mizt til fullorðinsára og byrjað bú- skap sinn. Þau Guðbrandur Sigurðs- son og Ólöf Gilsdóttir áttu síðan eftir að sitja Hrafnkelsstaði, staðinn sem val- inn var, rúmlega hálfan fimmta tug ára. Og sporin vora mörkuð á marg- an veg. Guðbrandur var gildur bóndi og hagsýnn, og þrátt fyrir mikla ómegð mun þeim hafa búnazt býsna vel. Það var einhvern tíma haft eftir hreppstjóra sveitarinnar þegar hart var í ári hjá flestum bændum að aldrei hittist svo á hjá Guðbrandi að hann ætti ekki að minnsta kosti gripsverð í buddunni. Álls kyns félags- og sveitarmál áttu traust athvarf á staðnum og húsbóndinn þurfti snemma að gefa sig að málefnum samfélagsins svo um munaði. í hreppsmálum var hann viðurkenndur sveitarhöfðingi og þegar búskaparámnum fjölgaði stækkaði barnahópurinn. Af ellefu bömum þeirra Hrafnkelsstaðahjóna var dóttirin Halldóra í miðið, en henni færam við nú í dag síðustu kveðju við hin jarðnesku leiðarlok, sem að sjálfsögðu komu nokkuð á óvart þótt aldursárin hefðu náð hárri tölu. Halldóra var fædd á vori. Hefur mér alltaf þótt það koma vel heim við vorhug hennar, sókndirfsku og bjartsýni á gang mannlífsins. Hún var vökul í hugsun og gædd yfirveg- aðri gagnrýni, og hvert það málefni Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa , skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. HALLDÓRA GUÐ- BRANDSDÓTTIR sem hún bar fyrir brjósti átti í henni ótrauðan liðsmann. Gróður jarðar, mannlífsgróður, félagsvitund á fjöl- marga lund. Hér var sterk kona á ferð. Frá stráksáranum minnist ég Halldóm sem ungrar húsmóður heima á Hrafnkelsstöðum í húsinu stóra og viðamikla sem sumfr kenndu við sveitarhöll og foreldrar hennar höfðu reist. Þar stóð heimili þeirra Brynjúlfs Eiríkssonar manns hennar fyrstu tvo áratugi samvera þeirra eða þar um bil og á þessu tímabili fæddust þeim bömin átta. Vafalaust kunni Halldóra því vel að eiga svo lengi heima á æskuheimili sínu, en að því kom þó að breyting var ákveðin er þau fengu land undir nýbýli ofar með ánni. Þar hófust framkvæmdir 1954, en vorið eftir fluttíst fjölskyldan á nýja staðinn, sem hlaut heitið Brúarland. Er ekki að orðlengja það að á óvenju skömm- um tíma gerbreytti þetta svæði um svip, þar sem það hafði verið með öllu óbyggt áður. Það leið svo ekki á löngu að Hall- dóra hæfi annars konar landnám í vissum skilningi, upphafið að því að gmndvalla skrúðgarð við hið nýja heimili. Og hér var ekki um neinn smávegis blett að ræða heldur víða spildu prýdda blómstóði og trjám, fagurt athvarf í stopulum tómstund- um húsmóðurinnar, sem oftast var önnum hlaðin við krefjandi störf. Garðurinn þróaðist og dafnaði og varð ávöxtur lifandi sköpunargáfu höfundar síns svo að eftir var tekið með verðugri aðdáun. Áður en þjóðvegurinn norður Mýrar breytti um legu og færðist ei- lítið fjær stóð býlið nánast við veg- brúnina. Á því árabili annaðist heim- ilið lengi vel olíu- og bensínsölu og umsjón með söluskúr er stóð spöl- korn frá bæjarhúsum. Slík af- greiðslukvöð krefst þolinmæði og skipulegra verkaskipta, einna helzt þegar um einkaheimili er að ræða. En allur þessi starfsþáttur gekk yfir með farsælum hætti og ný verkefni leystu hlutverkið af hólmi. Upp- byggingin hafði ennþá sinn mark- vissa gang þótt fagurt góðbýli væri fyrir löngu áþreifanleg staðreynd. Það er ekki nýtt í sögunni að þeir sem við þjóðveginn búa fái öllu fleiri viðkomugesti heim á bæ sinn en sumir aðrir, og svo hefur ætíð verið um Brúarland. þau Binni og Dóra, eins og þau vora jafnan nefnd af góð- vinum, vora samvalin í móttökulist- inni, ef segja mætti svo, eða því að veita af rausn og halda uppi þeim vinsemdarbrag sem hver og einn kunni bezt að meta. Tímaleysis varð ekki vart þótt mikið væri um að sýsla en verkefnum sinnt með þjálfuðu skipulagi. Umsvif hlutu að vera mikil þótt ekki væri til annars horft en tímafrekra anna flutningabílstjór- ans, sem kalla mátti aðalævistarf Brynjúlfs og hið langvinnasta. Þegar bústörfin bættust síðan við á fyrir- heitnum stað samhliða félagsverk- efnum hefði mörgum getað sýnzt tíminn fullnýttur. Brúarlandshjónin vora enn á bezta aldri þegar alvarlegm- skriður fór að komast á undirbúning að byggingu félagsheimilis í sveitinni og verulegur áhugi þeirra á fram- gangi þess máls leyndi sér hvergi. Þau gáfu jafnan fúslega kost á hús- rými til fundahalda á þessum vett- vangi, og málið þokaðist nær upp- hafsáföngunum. Þegar eigenda- nefnd byggingaraðila kom saman að samvinnusamningi gerðum var Brynjúlfur valinn fulltrúi Hraun- hrepps til setu í framkvæmdanefnd- inni og í framhaldi af því formaður hennar. Hér var teningunum kastað, eins og stundum er sagt, með því að í þessu sambandi var flestu öðra aug- ljósara að frá engum stað væri jafn óumdeilanlega hagkvæmt að fá stað- ið fyrir þessu verki. Ékki þarf að verja mörgum orðum til að kynna árangur starfsins sem hér var unnið, svo kunnugt sem það er öllum á Mýram vestur og miklu víðar. Smíði Lyngbrekku hófst vorið 1959, en átta áram síðar var húsið vígt, fullbúið að meginhluta. Minnzt var á fundi og þeir urðu margir áður en yfir lauk. En svo mikilvægir sem þeir voru í sjálfu sér var þó margt annað miklu stærra í sniðum. Þar ber íyrst að nefna flutninga, manna-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.