Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 57 ÁSDÍS STEINÞÓRSDÓTTIR + Ásdis Steinþórs- ddttir fæddist á Akureyri 10. des- ember 1920. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 5. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjdnin Steinþdr Guðmunds- son, skdlastjdri og kennari, f. 1. desem- ber 1890, d. 8. febr- úar 1973, og Ingi- björg Benedikts- ddttir, skáldkona og kennari, f. 11. ágúst 1885, d. 9. oktdber 1953. Systkini Ásdísar eru: Svan- hildur, ritari, f. 7.8. 1919, d. 24.4. 1981; Böðvar, bryti, f. 20.2. 1922, d. 6.1. 1975; Haraldur, kennari og framkvæmdastjdri BSRB, f. 1.12. 1925. Ásdís giftist árið 1941 Guð- mundi Helga Pálssyni, kennara, f. 20. júlí 1918, d. 13. desember 1952. Ásdís og Guðmundur voru barnlaus en hjá Ásdísi dlst upp að verulegu leyti Guðmundur Helgi Kristjánsson, frá Flateyri. Eigin- kona hans er Bergþdra, K. Ás- geirsddttir og eiga þau tvö börn: Ásgeir Kristján og Helgu Jdnínu. Ásdís gekk einnig systurddttur sinni, Hrefnu Krist- mannsddttur, í mdð- ur stað. Maður henn- ar er Axel Björnsson og börn hennar eru Svanhildur Helga- ddttir, Björn Helga- son og Asdís Helga- ddttir. Ásdís stundaði nám við kvennaskdl- ann í Reykjavík og síðar Kennaraskdlann og lauk þaðan kennaraprdfi vorið 1941. Veturinn 1962-1963 stundaði hún framhaldsnám við kennarahá- skdlann í Þrándheimi og árið 1973 við kennaraháskdlann í Kaup- mannahöfn. Ásdís starfaði sem kennari við bamaskdla Djúpa- vogs frá 1941 til 1946 og siðan við Melaskdlann í Reykjavík frá 1946 uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Ásdísar fdr fram í kyrr- þey hinn 14. desember. Kær vinkona mín og skólasystir, Asdís Steinþórsdóttir, er látin. Leið- ir okkar lágu fyrst saman fyrir 65 ár- um síðan í Kvennaskólanum í Reykjavík. Um þær mundir var Ingi- björg H. Bjarnason forstöðukona skólans. Undir stjórn hennar var skólinn til fyrirmyndar í reglusemi og góðri umgengni. Við hlið hennar stóð Ragnheiður Jónsdóttir, síðar forstöðukona skólans, afbragðs sögu- og landafræðikennari. Flestir kennarar skólans voru landsfrægir lærimeistarar sem kunnu þá list að miðla þekkingu til nemenda sinna. Mörg nöfn koma í hugann en verða ekki nefnd hér. Ásdís var mikill námsmaður og vandvirkni var henni í blóð borin. Oft var glatt á hjalla í skólanum og skóla- árin liðu hratt, og óðar en varði voru þau að baki. Vorið 1938 lukum við lokaprófi. Mörg vináttuböndin voru hnýtt milli bekkjarsystranna og þeir hnútar hafa ekki raknað. En sláttu- maðurinn slyngi hefur oft höggvið skarð í hópinn og nú hefur það enn stækkað. Eftir námið í Kvennaskól- anum kom í ljós að áhugi okkar beggja beindist að Kennaraskóla ís- lands. Við settumst í 2. bekk eftir inntökupróf haustið 1939. Við vorum ánægðar og kunnum vel við okkm- í skólanum. Órlögin höguðu því svo til að Ásdís hitti þar ungan mann að vestan, Guðmund Helga Pálsson, og virtist það vera ást við fyrstu sýn. Þessi bekkjarbróðir okkar var kátur og hress og hafði mikinn áhuga á kennslu- og uppeldisfræðum. Útskrift úr skólanum var vorið 1941. Um haustið gifti unga parið sig, þá var Guðmundur búinn að fá skóla- stjórastöðu á Djúpavogi og Ásdís kennarastöðu. Það voru hamingju- söm hjón sem gengu á vit þess óþekkta. Á Djúpavogi dvöldu hjónin í fimm ár. Þar var nóg að gera og ekki voru kraftarnir sparaðir. Þau hjón kenndu allt námsefni bamaskólans. Eg kom einu sinni með strandferða- skipinu Esju í heimsókn til þeirra hjóna og með mér í för var tæplega 3ja ára sonur minn, Friðrik. Þegar til Djúpavogs kom tóku á móti okkur Ásdís og Guðmundur, geislandi af hamingju. Þarna dvöldum við mæðg- inin milli skipsferða. Þau hjón sögðu mér sögu staðarins í stórum drátt- um, umhverfið var skoðað og sagt frá örnefnum. Ég gleymi því ekki hve mikinn áhuga þau höfðu á þeim skólabörnum sem þeim var trúað fyrir. Þessir góðu dagar voru fljótir að líða. Þótt liðin séu meira en 50 ár síðan Ásdís og Guðmundur sigldu burt frá Djúpavogi, minnast margir fyiTum nemendur þessara elskulegu og áhugasömu hjóna með þakklæti og virðingu. Það hef ég sannreynt. Árið 1946 var Guðmundi boðin kennarastaða við Melaskólann í Reykjavík og Ásdís var stuttu síðar skipuð kennai-i við sama skóla. En skjótt skipast veður í lofti. Ásdís missti mann sinn og besta vin 1952 eftir aðeins 11 ára hjónaband. Þau hjón höfðu þá eignast nýja íbúð og fengið góða aðstöðu til undirbúnings kennslunnar. Kjark og þrek átti As- dís í ríkum mæli og stærst var hún þegar mest á reyndi. Ásdís var frá- bær kennari, lagði mikla alúð við kennsluna, gerði kröfur til nemenda, en mestar til sjálfrar sín. Hún var ódeig við að reyna nýja kennsluhætti ef hún aleit þá til góðs fyrir nem- endur. Ásdís kenndi við Melaskólann þangað til hún hætti vegna aldurs. María dóttir mín og Ásdís voru sam- kennarar við skólann í mörg ár. Börn mín öll eiga margar góðar minningar um Ásdísi, bæði írá jóla- föndrinu á Neshaga og jólaboðunum, og oft er minnst á leikfangaskápinn sem alltaf var opnaður þegar börn bar að garði. Það eru aðeins tæplega tveir mánuðir síðan ég kom til Dísu ásamt Sigríði, yngsta barnabami mínu. Leikfangaskápurinn var strax opnaður og leikföngin, sem þroska huga og hönd, vom á augabragði komin út á gólf. Það var ekki þrauta- laust að fá þá litlu til þess að hætta leik og kveðja Dísu vinkonu. Mesta gæfa Dísu, eftir að hún missti manninn sinn, var að eignast fósturson, Guðmund Helga Krist- jánsson. Hann er skírður eftir Guð- mundi Pálssyni. Guðmundur og íjöl- skylda hans hafa reynst Ásdísi vel og verið henni mikils virði. Einnig var það ánægjulegt fyrir Ásdísi að búa í sama húsi og Haraldur bróðir henn- ar en hann er einn eftirlifandi af fjög- urra systkina hópi. Haraldur varð 75 ára 1. des. sl. en Ásdís hefði orðið 80 ára 10. desember. Öll systkinabömin sýndu Ásdísi hlýju en sum frændsystkinin vom meira hjá henni en önnur. Hrefna, systurdóttir Ásdísar, dvaldist þar löngum. Og Ásdís nafna hennar, dóttir Hrefnu, var oft hjá frænku sinni á þeim tíma þegar hún sótti Melaskóla og var sú samvera báðum til yndisauka. Þegar ég var nýbyrjuð að kenna, eftir að hafa verið heima- vinnandi húsmóðir í 12 ár, sótti ég oft hollráð til Ásdísar. Aldrei kom ég að tómum kofunum. Á síðustu áram gekk Ásdís ekki heil til skógar en hún lét aldrei deigan síga og barmaði sér aldrei. Raunar var hún sívinn- andi við alls konar hannyrðir, prjón og útsaum og margir era þeir sem notið hafa góðs af, ekki síst ég og mín fjölskylda. Ásdís fékk ósk sína upp- fyllta, að geta verið á hlýlega heim- ilinu sínu þar til yfir lauk. Hún dvald- ist aðeins eina nótt á sjúkrahúsi. Stórbrotin kona er gengin. Aldrei vildi hún vera öðram byrði en að gleðja aðra var hennar stíll. Ég ætla að ljúka þessum minningabrotum með erindi úr kvæði sem móðir Ás- dísar, Ingibjörg Benediktsdóttir skáldkona og kennari, nefnir „Til dætranna" og er úr ljóðabókinni „Frá afdal til Aðalstrætis". Og snemma þú kölluð varst „dísin mín dýra“ oft dís flestra skáldanna í röð, en hamingjudís þessa heimilis alltaf, hvort hryggvarstu og sjúk - eða glöð. Við Sophus og fjölskylda okkar sendum Guðmundi Helga, fóstursyni Ásdísar, Haraldi, bróður hennar, Hrefnu, systurdóttur hennar, fjöl- skyldum þeirra og öðram vanda- mönnum innilegustu samúðarkveðj- ur. Drottinn blessi Ásdísi og varðveiti. Áslaug Friðriksdóttir. Kær vinkona, Ásdís Steinþórs- dóttir, er látin. Við vorum bernsku- vinkonur því að foreldrar okkar vora vinafólk. Steinþór Guðmundsson, kennari og skólastjóri á Akureyri, var Vestfirðingur og móðir mín af Rauðasandi. Faðir minn kynntist honum í Kennaraskólanum og las Steinþór undir guðfræðipróf í Kolla- firði. Ingibjörg Benediktsdóttir skáldkona, gáfuð og glæsileg hús- móðir, var móðir Ásdísar. Þegar fjöl- skyldan fluttist til Reykjavíkur kynntumst við og urðum vinkonur. Dísa, eins og hún var kölluð, sagði, að ég væri eina stelpan, sem hún þekkti þá í Reykjavík. Steinþór kom oft í heimsókn, þegar hann var að koma þeim fyrir í Reykjavík og einu sinni bauð hann okkur mömmu í leikhús. Það var í Iðnó, „Húrra krakki“ hét leikritið og man ég enn hvað ég hló mikið. En Steinþór hló að því hvað ég hló. Þannig var alltaf eitthvað gott og skemmtilegt við samband okkar og fjölskyldu Dísu, einhver tilbreytni í hversdagsleikanum. Ég man líka eft- ir heimboðum á Ásvallagötunni þeg- ar þau vora flutt þangað. Glæsileg- um kaffiboðum Ingibjargar og einnig þegar við Dísa voram að ganga frá í eldhúsinu. Mikið fannst mér hún lengi að skúra eldhúsgólfið. Það varð allt að vera svo vel gert. En þannig vora öll hennar vinnubrögð á hverju, sem hún snerti. Eftir nám í Miðbæj- arskólanum fór Dísa í Kvennaskól- ann en ég í gagnfræðaskóla. Leiðir skildi þá um hríð en lágu aftur saman í Kennaraskólanum. Þar vora margir skólafélagar fyrir, þar á meðal Dísa. Hún kynntist þar manninum sínum sem síðar varð, Guðmundi Pálssyni frá Hnífsdal, bráðgáfuðum mann- kostamanni. Að námi loknu héldu þau austur á Firði og tók Guðmund- ur við skólastjóm barnaskólans á Djúpavogi en Dísa við kennslu og studdi hann af ráðum og dáð. Ég hef hitt nemendur þeirra þaðan sem dá þau alla tíð og gleyma þeim ekki. Eft- ir fimm ár á Djúpavogi fluttu þau til Reykjavíkur og hófu bæði kennslu við Melaskólann. Steinþór hafði þá ásamt öðrum stofnað Byggingar- samvinnufélag barnakennai-a. Þau hófust nú handa við byggingu húss sem báðar fjölskyldurnar bjuggu svo í og síðar Haraldur Steinþórsson og hans fjölskylda. Ásdís og Guðmund- ur bjuggu sér fallegt heimili í ris- íbúðinni. Þar var ekki neinu óhófi fyrir að fara en allt smekklegt og fal- legt og bar handbragði húsmóður- innar vitni, en hún var hannyrðakona í besta lagi. Ekki auðnaðist þeim hjónum að njóta samvistanna á Nes- haganum lengi. Ái-ið 1952 veiktist Guðmundur alvarlega og lést 13. des- ember sama ár, langt um aldur fram. Þá stóð Ásdís ein uppi, því þeim varð ekki bama auðið. Nokkru eftir lát Guðmundar tók hún nafna hans og frænda frá Flateyri í fóstur og dvaldi hann hjá henni á vetrum við nám og reyndist myndarmaður og besti son- ur. Hrefnu, dóttur Svanhildar systur sinnar, tók hún líka að sér í veikind- um móður hennar. Þær vora alltaf mjög nánar. Börn þeirra, fóstur- systkinanna og Haraldar, vora ánægja hennar og yndi. Ekki var ónýtt fyrir ungviðið að eiga athvarf hjá Ásdísi við nám og leik. Þar vaí alltaf aðstaða og tími til hjálpar ef þess þurfti. Einnig var ýmislegt for- vitnilegt í stóra skápnum undir súð- inni sem gaman var að skoða. Hann var eins og lítið herbergi, fullur af allskonar leikfongum, sumum heima- tilbúnum, spilum og leikjum. Og allt- af var tími til að leiðbeina og leika með. Þama var hægt að gleyma sér og ganga á vit ævintýra. Yngsta dótt- ir mín, Katrín, man enn, hvað þar var gaman, þegar við stöllurnar sátum við prjónaskap og kaffið og kökurnar hennar Ásdísar með heimaræktuðu jarðarberjunum innan seilingar. Aldrei hafði hún svo mikið að gera að ekki væri tími til að leiðbeina og taka þátt í leikjum. Og það var svo sem engin vanaleg aðstoð. Ásdís var af- burðakennari og átti ráð undir rifi hverju. Ég fór t.d. í smiðju til hennar þegar ég fór að kenna aftur eftir 20 ára hlé. Mér fannst ég vera orðin úr- elt og ekki hafa fylgst nógu vel með nýjungum. Þar var brannur þekk- ingar og reynslu að ausa úr, næg verkefni í ýmsum greinum og man ég sérstaklega eftir verkefnum í ís- lensku sem þau hjón höfðu samið. Einnig vora stærðfræðiverkefni, en það var uppáhaldsfag Ásdísar. Fyrir þetta allt ber að þakka og þó einkum óbrigðula vináttu sem aldrei bar skugga á. Eftir að Ásdís hætti kennslu kom hvert áfallið af öðru. Heilsan var aldrei sterk og það var eins og líkaminn léti undan þegar oki kennslunnar létti. Hún var búin að vera lengi sárþjáð. Þó kom snöggt andlát hennar á óvart. Eftir situr eft- irsjá að hafa ekki ræktað betur vin- áttuna og söknuður eftir mikilhæfri konu. Blessuð sé minning hennar. Unnur Kolbeinsdóttir. JÓANNA SÆMUNDSDÓTTIR + Jóanna Sæ- mundsdóttir fæddist á Landakoti á Álftanesi 21. nóv- ember 1927. Hún lést 11. desember sfðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sæ- mundur Elías Arn- grímsson og Stein- hildur Sigurðar- dóttir. Systkini hennar voru fjögur auk tveggja uppeld- isbræðra, tvö af þeim eru fallin frá. Jóanna giftist Guðmundi Kristófer Georgssyni, f. 7.12. 1921, d. 8.4. 1997 hinn 5. apríl 1947 og eignuðust þau fjög- ur börn. Þau eru: 1) Steinn Sævar, ókvæntur. 2) Guðmundur Georg, fyrri kona hans Sesselía Arthúrs- dóttir, þau eiga þrjár dætur, seinni kona hans Helga Haralds- dóttir og eiga þau þijú börn og eina stjúpdóttur. 3) Jóhann Arn- grímur, kona hans Katrín Ingi- bergsdóttir, eiga þau tvo syni og eina stjúpdóttur. 4) Ásdís Harpa, maður hennar er Kristinn A. Sig- urðsson og eiga þau þrjá syni. Útför Jóönnu fer fram frá Bessastaðakirlyu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar í örfáum orðum að kveðja elskulega vinkonu okkar, Jó- önnu Sæmundsdóttur eða Önnu eins og við kölluðum hana, og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast henni, en hún kom eins og sólargeisli inn í líf okkar fyrir nokkram árum sem vin- kona tengdaföður míns Halldórs Helgasonai' sem þá hafði misst maka sinn eins og hún. Hún kom með birtu inn í líf hans, eins til okkar allra í hans fjölskyldu. Þótt tíminn sem við áttum saman væri ekki langur fengum við að njóta gestrisni hennar og hjartagæsku, hún reyndist okkur öllum eins og sannur vinur. Við fóram öll saman til Portúgals fyrir tveimur áram og áttum þar yndislegar stundir saman. Þar kynntumst við einnig Dóru systur hennar og Einari. Við munum ávallt minnast þessarar ferðar með gleði og ánægju. Nú þarf hann tengdafaðir minn að horfa á eftir þér úr lífi sínu. Bið ég góðan Guð að vera með honum og styrkja, þar til þið hitt- ist á ný, en það er trú þeirra beggja að svo verði. Við hjónin og fjölskylda okkar kveðjum Önnu með virðingu og þökk. Fjölskyldu hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðju og biðjum Guð að vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning hennar. Þórunn Friðriksdóttir. Elsku amma, nú ert þú komin til afa. Þessu veikindastríði er lokið og þú hefur fengið friðinn. Mikið eigum við öll eftir að sakna þín og faðmlag- anna þinna. Alltaf er við komum í heimsókn til þín sagðir þú, viljið þið ekki fá ykkur eitthvað að borða og byrjaðir svo strax að leggja á borðið. Þú sast aldrei auðum höndum nema síðasta mánuðinn. Þú varst annað- hvort að púsla eða með handavinn- una þína við höndina ef ekkert spennandi var í sjónvarpinu. En þú hafðir svo gaman af að horfa á Leið- arljós og máttir helst ekki missa af einum þætti. Þú hafðir einnig gaman af að fara í boccia. Þú hafðir alltaf gaman af því að fara í útilegu og það er eftirminnilegt þegar þú fórst með okkur krökkunum, pabba og mömmu á Snæfellsnes eða í sveitina eins og við köllum það þegar við för- um í hjólhýsið. Það var alveg ynd- isleg stund sem við áttum þar saman. Þar var mikið spilað eins og þér þótti svo gaman, farið í gönguferðir í næstu bústaði og gert margt fleira. Við eigum alveg örugglega eftir að sakna þess tíma. Kallið erkomið, kominerstundin, viðskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma okkar við biðjum góðan Guð að geyma þig og afa. Elísabet, Guðmundur, Heiðrún og Díana. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.