Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 87

Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 87
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 8i" FÓLK í FRÉTTUM Margir geta einfaldlega ekki hugsað sér jól án þess að horfa a.m.k. einu sinni á It’s a Wonderful Life. Arnold Schwarzenegger lendir í miklu basli við að reyna að hafa uppi á jólagjöf fyrir son sinn í Jingle All the Way. SIGILD MYNDBOND Myndir með jólaboðskap JÓLAHÁTÍÐIN var löngum sá tími er kvikmyndaverin frumsýndu sínar dýrustu og metnaðarfyllstu myndir. Þá er aðsóknin í hámarki og það gefur auga leið að tímasetningin getur ekki verið betri til að koma vönduðustu verkunum á framfæri með Oskarsverðlaun í huga (tilnefningarnar eru til- kynntar í febrúar). í dag verður brugðið út af venjunni, síðan helguð jóla- myndum, en það er nú svo að sá undirflokkur kvikmyndanna er ekkert sér- lega fjölskrúðugur og meira af mistökum en hinum sem slegið hafa í gegn og hafa staðist tímans tönn. Fáeinar myndir standa upp úr, eins og gengur, en það er dagljóst að ósviknar, vel heppnaðar jólamyndir eru frekar fágæt fyrirbrigði. Myndunum má skipta í tvennt. Þær sem gerðar eru út á jóla- boðskapinn og hinar, sem eru margfalt fleiri, þar sem hátiðin kemur á um- talsverðan hátt við sögu, Iíkt og Die Hard- og Home Aione-myndirnar; While You Were Sleeping, Sleepless In Seattle o.fl., o.fl. Hér verður ein- göngu þeim fyrrnefndu gerð skil. Flestar myndanna eru fáanlegar á mynd- bandaleigum, sú fyrsttalda í fullum gangi í bíóunum. THE GRINCH THAT STOLE CHRISTMAS (2000) ★★★ Vinsælasta myndin fyrir hátíðam- ar í ár um heim allan er einmitt sann- kölluð jólamynd. Segir af Trölla (Grinch), Ijótum og úrillum skratta- kolli sem flúið hefur þjóðfélagið og hírist utangarðs á fjallstoppi ásamt liundstík sinni. Aldrei líður honum verr en þegar bæjarbúar fagna jól- unum, svo hann tekur sig til og stelur þeim. Sígilt og skemmtilegt ævintýri með alvarlegum undirtón. Jim Carr- ey fær að láta öllum illum látum í aðal- hlutverki Trölla og er óborganlegur. Hér er jafnframt vegið að kaup- stjóm Brians Desmond. Hann segir m.a.: „Framúrskarandi mynd, allt of góð til að vera einungis sýnd á jól- unum.“ Hinn jafnan aðlaðandi Sim gerir Skrögg að margflóknum per- sónuleika í heillandi kvikmyndagerð sem fylgir sögunni trúverðuglega. ONE MAGIC CHRISTMAS (1985) ick* Minnisstæðust sökum þess að Harry Dean Stanton leikur jólasvein í sannkristilegri Disneymynd um hátíð Ijóss og friðar. Stanton, sá ágæti leikari, hefur ekki útlitið með sér. Ef hann sæist á tali við bamabömin ryki maður upp til handa og fóta. Engu að síður spjarar karlinn sig vel, þrátt íyiir rónabraginn, sem sann- kölluð himnasending sem kem- ur með jólaboðskapinn inn í líf mæðgna. Mamman er von- dauf (Mary Steenburgen), hefur orðið illa úti í lífinu. Dóttir hennar (Michelle Meyrink), með hjálp Stant- ons, tekst að glæða með henni trú á lífið og tilveruna á nýjan leik. HOLIDAYINN (1942) rnennskunni, gjafajólunum, hræsn- inni, yfirborðsmennskunni og græðg- ynni sem setur æ meiri svip á jólahaldið. IT’S A WONDERFUL LEFE (1939) ★★★% James Stewart, sá einstaki og stór- kostlegi leikari, hefur tæpast verið betn en sem faðir sem óskar þess að hann hafi aldrei fæðst - og verður að ósk sinni. Hyggst fremja sjálfsmorð þegar vemdarengillinn hans sýnir hinum örvinglaða manni fram á hversu mikilvægur hann er í augum þeirra sem hann unnir mest. Myndin cr gerð á hápunkti blómatíma leik- stjórans góða, Frank Capra, sem stjómar einni bestu jólamynd allra tíma af ómengaðri snilld. Viðkvæmt efnið verður aldrei væmið, oftar fynd- >ð en alvörugefið og leikaramir hver öðrum betri. Henry Travers er einkar nnnnisstæður sem engillinn og Donna Reed sem eiginkonan. Mjmd sem kemur öllum í sannkallað jólaskap! MIRACLE ON 34th STREET (1947) idck'A Jólasveinn (Edmund Gwenn) á vegum stórverslunaiinnar Macy’s í New York fullvissai' litla telpu (Natal- ie Wood) um að hann sé ósvikinn. Kennir henni einnig að meta hinn sjna sanna jólaboðskap. Ósviknari jólamynd finnst varla í kvikmynda- sögunni, hún er hreinræktuð perla sem ætti að vera skylduáhorf á öllum jólum. Sannkölluð kraftaverkamynd sem kemur manni jafnan í gott og blessað jólaskap. George Seaton leik- stýrir og þau Gwenn og Wood leika af sannfæringarkrafti. Gwenn vann til Óskarsverðlaunanna og Wood varð ein af fáum bamastjömum sem hélt vinsældum á fullorðinsámm. Maur- een O’Hara leikur móður telpunnar af myndarskap. WHITE CHRISTMAS (1954) ★★★% Ósvikið jólamúsikal með fjölmörg- um heimsfrægum tónsmíðum snill- ingsins Irvings Berlin. Bing Crosby og Danny Kaye leika fyi-rum félaga úr stríðinu sem hafa gert það gott sem skemmtikraftar. Fara um landið þvert og endilangt, syngjandi og dansandi. Það eru að koma jól og félagamir erustaddir á lítilli sveitakrá í Vermont. Það kemur í ljós að eigandi hennar er fyrrum yfirmaður þeirra í herþjónustunni (Dean Jagger) og reksturinn er að fara í hundana. Sá er vinm* sem í raun reynist og Crosby, Kaye og Vera Ellen dansa og syngja sem aldrei fyrr og fylla kassann af peningum og koma fjármálunum á réttan kjöl. Sannur jólaandi það. A CHRISTMAS CAROL (1951) ★★★'Á Byggð á einu frægasta jólaævintýri sögunnar, eftir Charles Dickens. Sag- an af nirflinum Skrögg hefur verið margkvikmynduð en margir, þ.á m. Maltin, segja besta þessa bresku út- gáfu frá 51 með Alastair Sim undir Dans- og söngvamynd neð tón- smíðum Irvings Berlin. Enn og aftur fer Bing Crosby með aðalhlutverkið, leikur eiganda skemmtistaðar sem eingöngu er opinn yfir hátíðimar. Fred Astaire kemur einnig við sögu ásamt Marjorie Reynolds sem karl- amir verða bálskotnii* í. Lauflétt jóla- gaman þar sem mikið er sungið og dansað. Ef þú hefur gaman að slíkri mennt og fallegum melódíum, þ. á m. White Christmas, þá svíkur myndin ekki. Annars er óhætt að láta hana liggja áfram í hillunni. Leikstjóri Mark Sandrich. I’LL BEHOME FOR CHRISTMAS (1998) ★% Hvað er til ráða ef einkasonurinn er ekki sáttur við nýju konuna hans pabba síns og neitar að koma í jóla- matinn? Heldur þess í stað til Mexíkó. Ef þú átt nóga peninga mútarðu stráksa, t.d. með Porsche. Annars á víst að leynast einhver alvarlegur boðskapur í mjmdinni sem státar af sjónvarpsstjömunni Jonathan Taylor Thomas. Það er djúpt á honum og óhætt að vara fólk við henni frekar en hitt. THE MUPPET’S CHRISTMAS CAROL (1992) ★★★ Stórleikarinn Michael Caine fer sannarlega á kostum sem Skröggur í bráðskemmtilegri jólamynd með Prúðuleikumnum. Byggð á sögu Dickens. Allar leikbrúðurnar góðu, með Svínku í fararbroddi, koma við sögu, en það er Caine sem stelur sen- unni og er einstaklega kostulegur á yfirreið sinni á jólanótt. Brellumai* em jafnfi*amt í fremstu röð. SCROOGE (1972) ★★★ Enn og aftur í spomm Skröggs sem að þessu sinni er leikinn af snilld af Albert Finney, öðmm breskum stórleikara. Annað breskt stórmenni úr leikarastétt, Sir Alec Guinnes, fer afar vel með hlutverk draugsins sem sækir að nirflinum á jólanótt. Hér fær efnið söng- og dansmyndameðferð undir stjóm Ronalds Neame en Lesl- ie Bricusse semur tónlistina. Yfir höf- uð góð og vönduð skemmtun. SCROOGED (1988) ★★★ Síðust en ekki síst af þeim mynd- um, sem byggðar em á Jólaævintýri Dickens, er með háðfuglinn Bill Mun*ay í aðalhlutverki Skröggs. Hann er að þessu sinni harðsoðinn og miskunnarlaus stjómandi í sjónvarpi, umhverfið New York á síðasta ára- tug. Er að setja upp Jólaævintýri Dickens þegar hann fær sjálfur óbil- gjama jóladraugana í heimsókn. Þeim tekst, með hai-ðfylgni þó, að leiða Skrögginn inn í birtuna og gleðina. Einkum fyrir aðdáendur Murrays sem svíkur þá ekki í nánast djöfullegum ofleik sem honum er ein- um laginn. Alfre Woodard, John Glover, Carol Kane og fleira gott fólk kemur við sögu undir stjóm Richards Donner. NATIONAL LAMPOON’S CHRISTMAS VACATION (1989) ★★★ Dæmigerð vísitölufjölskylda Chase hyggst halda jólin hátíðleg með því að bjóða frændgarðinum úr hinu maka- lausa Grunwold-slegti til jólafagnaðar að hætti hússins. Slík samkunda get- ur ekki annað en endað með ósköpum og allt fer úrskeiðis sem faiið getur. Léttgeggjuð gamansemi og uppá- komur ættu að koma öllum í gott skap. Chase og Randy Quaid halda uppi fjörinu að vanda. JINGLE ALL THE WAY (1996) ★★% Það er sagt að vöðvabúntið og harð- hausinn Amold Schwarzenegger hefði betur aldrei komið nærri gam- anleik. Það má til sanns vegar færa hvað Junior snertii* en hér er hann fjallbrattur í ágætri jólamynd. í öllu falli sýnir hasarmyndahetjan á sér mjúku hliðinaog leikur örvinglaðan, upptekinn föður sem næstum gleymir að kaupa jólagjöf handa syninum. Stendur sig bærilega og myndin þokkalegasta fjölskylduskemmtun. Sæbjörn Valdimarsson MYNDBÖND Kobbi snýr'" aftur Helsærð ást (Love Lies Bleeding) D r am a ★★ Leikstjóri: William Tannen. Hand- rit: Tony Rush. Aðalhlutverk: Paul Rhys, Emily Raymond, Malcolm MacDowell og Fay Dunaway. (90 mín) Bandaríkin, 1999. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. " RAÐMORÐINGJAMYNDIR hafa átt velgengni að fagna á liðnum áram en frá því að kvikmyndagrein- in stóð á hátindun- um, með mjmdum á borð við Lömbin þagna og Seven, era þrejhumerki farin að sjást. Það er því kannski við hæfi að leitað sé aftur til upprunans, en gjaman er litið á hin dularfullu morð í Whitechapel-hverfi Lundúnaborg»< ar árið 1888, framin af manni sem kallaði sig Jack the Ripper, sem fyrstu birtingarmjmd hins nútíma- lega raðmorðingja. Helsærð ást tek- ur undir velþekkta kenningu um persónu morðingjans, þ.e. að hann hafi verið skurðlæknir og aldamóta- umhverfið er endurskapað af nokkra listfengi. Tilraun til að lífga upp á efnið er síðan gerð með því að tengja kvenréttindabaráttuna, sem var að fæðast á þessum tíma, lausn morð- málsins. Tilraunin heppnast þó ekki sé nema að hluta til, tengslin era stundum langsótt og virðast þvinguð en fyrir þá sem ekki hafa sérstaklega sökkt sér ofan í sögu Kobba kvið- ristis er myndin vafalaust forvitni- leg. Heiða Jóhannsdóttir VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 Afgreiöslufólk, vinsamlegast takiö ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA l'SLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. V/SA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.