Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 80

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 80
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk VOURE UIANTEP ON THE PHONEJT'5 50ME0NE WHO 5AYS HE'5 GABKIEL, E3UT HE SHOULP BE 6ER0NIM0.. LOOK, KIP, l'M TKYINGTO FINI5H WRITIN6 MY CURI5TMA5 PLAY! STOP 60THERIN6 ME, OR l'LL CHANGE YOUR PARTTO A SHEEP! Þú átt að koma í símann.. Það er Heyrðu krakki, ég er að reyna Nújá, “MEEE” á þig líka! einhver sem segist vera Gabríel, að klára að skrifa jólaleikritið en ætti að vera Gerónímó.. mitt! Hættu að ónáða mig, eða ég breyti hlutverid þínu í kind! BREF TIL BLAÐSINS Kringiunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Kæru jólasveinar Frá Sigurði Ragnarssyni: NÚ ER MIKILL annatími er snýr að jólaundirbúningi, allt frá því að skreyta og kaupa jólagjafir til þess að taka til og sumir jafnvel taka híbýli sín al- farið í gegn, m.a. mála, skipta um gólfefni, eldhús- innréttingu o.s.frv. Þetta kostar allt mik- inn tíma og and- legt álag á mörg- um heimilum eykst til muna. Síðan á allt að falla í Ijúfa löð og kyrrð þegar jólin loksins ganga í garð kl. 18 á aðfangadag. Er nokkuð óeðlilegt við þetta? Hefur þetta ekki alltaf verið svona? Jú, ætli það ekki. Og svo er þetta auðvitað mismun- andi hjá fólíd. Nema hvað, áhyggju- efnið er blessuð bömin. Þetta er jú hátíð þeirra og fjölskyldunnar. Það læðist að manni sá grunur að mörg böm skilji lítíð í þessu stressi og fmnist þau jafnvel vera sett á „varamannabekkinn" þessa daga. Svo smitar andrúmsloftið börnin og þau verða heldur ekki eins og þau eiga að sér að vera. Það er samt lítið rúm fyrir skilning á slíku við þessar aðstæður. Síðan breytast mamma og pabbi allt í einu í gömlu og góðu einstaklingana þegar jólin ganga í garð. Mörg börn hljóta að vera hissa á þessu öllu saman! Jæja, þau munu skilja þetta síðar... En hvað þýðir það? Jú, bömin era ekki að njóta jólanna og jólaundirbúnings- ins sem skyldi. En hvernig ætti þetta að vera? Eins og margir foreldrar hafa það, sem betur fer. Nota almenna skyn- semi. Dæmi: það er skelfileg reynsla fyrir börn að vera dregin með í langar jólaverslunarferðir þar sem keppt er við tímann og þeyst úr einni verslun í aðra. Það er ekki einu sinni tími tU að staldra við spennandi jólaskreytingar eða taka smá hlé til að fá sér einn kakóbolla. Sumir foreldrar taka börnin ekki einu sinni með heldur fara bara sér ferð í bæinn með þau og þá bara til að skoða í rólegheitum það sem heillar börnin. Börnin kunna best að meta það. Að hafa allt á fljúgandi ferðinni og í stressi við að koma heimilinu í stand fram á síðustu stundu er heldur ekki það sem börnin kjósa. Sumir klára þetta bara tímanlega fyrir jól og þá er það vandamál úr sögunni. Börnin vilja nefnilega alveg eiga eðlUeg sam- skipti við foreldra sína síðustu viku fyrirjól. Það er margt í boði fyrir fjöl- skyldur sem vilja njóta jólaundir- búningsins saman á uppbyggilegan hátt. Fjöldi jólatónleika og ýmissa uppákoma bera vitni um það. Að hugsa fyrst og fremst um hag barnanna gerir allt jólahald án efa mun skemmtilegra og styrkir fjöl- skylduböndin. Munum líka að við erum fyrirmyndir bamanna og ber- um þá skyldu að vera þeim góðir kennarar. Hugsum um börnin og lengjum jólin saman um nokkrar vikur! SIGURÐUR RAGNARSSON, framkvæmdastjóri Vefsamskipta sem rekur Börn.is. Sigurður Ragnarsson Svívirðilegir drátt- arvextir, en löglegir Frá Halldóri Þorsteinssyni: FYRIR um það bil einum mánuði barst mér álagningar- og inn- heimtuseðill tryggingagjalds 2000 frá skattstjóranum í Reykjavík. Satt best að segja kom ég alveg af fjöll- um, þar sem ég hafði ekki minnstu hugmynd um að ég væri í vanskilum við skattayfirvöld, en vankunnátta er víst engin afsökun í þeim efnum. Ég varð því að sætta mig við að greiða Tollstjóranum í Reykajvík staðgreiðsluskylt tryggingagjald, kr. 13.825.-, en hins vegar sætti ég mig engan veginn við að vera kraf- inn um kr. 2.509,- í dráttarvexti og skal nú tilgreind ástæðan fyrir því. Engin lánastofnun í landinu, hvort heldur er banki eða sparisjóður, leyfir sér að beita jafnsiðlausum og bíræfnum innheimtuaðferðum og ís- lenskum skattstjóram er heimilt að gera. Standi viðskipavinur ekki í skilum við ofangreindar stofnanir, fær hann tilkynningu um að honum sé veittur frestur í svo og svo marga daga til að greiða skuld sína. Geri hann það ekki að þeim fresti út- rannum ber honum að greiða drátt- arvexti en ekki fyrr. Skattstjórar hér á landi geta aftur á móti sparað sér það ómak, enda skáka þeir í skjóli 13. gr. laga um tryggingagjald (1990 nr. 113, 28. des.) en þar segir m.a. : „Skal ákvarða gjaldanda dráttarvexti af vangreiddu trygg- ingagjaldi frá og með gjalddaga þess í samræmi við vaxtalög, nr. 25/ 1987.“ Á einum stað stendur: „Með lög- um skal land byggja, en ólögum eyða.“ Auðsætt er að sú forna speki sem fólgin er í þessum orðum var virt að vettugi af háttvirtum þing- mönnum þegar þeir samþykktu ofangreind lög og það er jafnvel ekki alveg fráleitt að halda að þeir hafi haft hausavíxl á hlutunum og hugsað sem svo að með lögum og ólögum skal land byggja. Eitt er víst að fæstir sætta sig við þau ólög sem hér hafa verið gerð að umræðu- efni og ættu háttvirtir þingmenn að sjá sóma sinn í því að afnema þau hið bráðasta. HALLDÓR ÞORSTEINSSON, Rauðalæk 7, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lút- andi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.