Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK BRIDS Lmsjjón (iuðinunilur Páll Arnarson ÍTALSKA bridsblaðið er barmafullt af spilum frá ÓL í Maastricht, sem eðli- legt er, þar eð Italir fóru með sigur af hólmi. Úr- slitaleikurinn við Pólverja var sérstaklega spennandi og munaði aldrei miklu á þjóðunum. í fyrstu lotu sögðu Lauria og Versace fallega slemmu, sem Bal- icki og Zmudzinski slepptu: Austur gefur; enginn á hættu. Norður * 752 v Ij654 ♦ AKD53 + G Vestur Austur +10643 +KG9 V972 VG1083 ♦ 6 ♦ 10 +98743 +ÁK1065 Suður ♦ÁD8 ¥ÁK ♦ G98742 +D2 Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Bocchi ZmudzinskiDuboin Balicki - llauf 2 tíglar Pass 5 tíglar Allirpass Stökk Balickis í tvo tígla er sterkt, 15-17 HP, og því verður það að teljast dauf- legt af Zmudzinski að gefa ekki slemmuáskorun. Slemman byggist reyndar a spaðasviningu, en hún er nánast 100% eftir opnun austurs. í lokaða salnum voru sagnir langdregnari, en nákvæmari: Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður iuszynski Versace Jassem Lauria ~ - llauf lgrand Pass 21auf Dobl Pass 31auf Dobl Pass 3tíglar Pass 41auf Pass 4 hjörtu Pass 4grönd Pass 5hjörtu Pass 6tígíar Allirpass Lauria meðhöndlar spil suðurs eins og grandskipt- •ngu, þrátt fyrir sexlitinn í «gli, enda væri stökk í tvo tígla veikt í hans kerfi. Versace spyr um háliti og Jassem notar tækifærið og doblar til að sýna alvöru lauflit. Pass Lauria neitar hálit og þá reynir Tusz- ynski að trufla mótherjana ’neð hækkun í þrjú lauf. En það hjápar frekar en truflar. Versace doblar til að sýna geimstyrk og Lauria getur nú loks sýnt tígulinn. Síðan taka við fynrstöðusagnir og lykil- splilaspuming með óhjá- hvæmilegri niðurstöðu. Þetta spil var mikilvæg- ur liður í því að ítalir unnu fyrstu lotuna, sem alltaf er sterkt í útsláttarleikjum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fýrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Pólk getur hringt í síma 569-1X00, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Arnað heilla BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júlí sl. af Jóhanni R. Benediktssyni, sýslu- manni, Inga Lísa Middleton og Michael Rose. Heimili þeirra er í Bristol, Englandi. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst sl. í Selfoss- kirkju Jónína Kristjánsddtt- ir og Þorsteinn Pálsson. Heimili þeirra er að Rristási í Ölfushreppi. Lgósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru sarnan 8. júh' sl. í Áskirkju af sr. Áma Bergi Sigurbjörns- syni Steinunn Kristinsdótt- ir og Ómar Arnar Ómars- son. Heimili þeirra er í Blöndubakka 13 í Reykja- vík. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júlí sl. í Garða- kirkju af sr. Einari Eyjólfs- syni Álfhildur Erla Krist- jánsdóttir og Jóhannes Birgir Guðvarðarson. SKÁK (Imsjón Ilelgi Áss Grétarsson ÚRSLITAEINVÍGI heimsmeistaramóts FIDE verður á milli Viswanat- han Anand (2.774) og Alexei Shirov (2.746). Pað mun fara fram 20.-26. des- ember í Teheran í íran en fram að því var keppnin háð í Nýja-Delhí á Ind- landi. Erfitt er um úrslitin að spá enda myndu báðir keppendur vera vel sæmd- ir að titlinum. Skákhomið hallast fremur að sigri Indverjans knáa þar sem hann hefur teflt af miklu öryggi fram að þessu og ekki tapað skák. Ennfrem- ur hefur hann meiri reynslu í heimsmeistara- einvígum ásamt því að hafa sterkari taugar. Hægt er að nálgast upp- lýsingar um gang einvíg- Hvítur á leik. isins á skak.is. Staðan kom upp í þriðju umferð keppn- innar á milli þekktu stór- meistarana Loek Van Wely (2.643) og Alexey Dreev (2.681) sem hafði svart. 55. ...e5! Með þess- ari snjöllu framrás tryggir svartur sér sigurinn. Aðrir leikir hefðu ekki verið eins sannfærandi. 56. Ka3 Samsvarar uppgjöf en t.d. 56. fxeö Rxb5 57. e6 Rc7 58. e7 Kd6 hefði einnig verið tapað á hvítt. 56. ...e4! 57. Bfl Rxb5+ 58. Kxa4 Rd4 og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. ÞULUR OG ÞJÓÐVÍSUR Gekk eg upp á hólinn, horfði eg ofan í dalinn, sá eg hvar hún langhala lék sér við sauðinn. Kýr keifaði, kálfur baulaði, hestur hneggjaði, hundur geyjaði, haninn gól, fyrir miðja morgunsól. Níu nóttum íyrir jól þá kem eg til manna, og þá dansar hún Anna. Hvar er matselja mín? Hún er inn á palli, spennir fót upp í rót og annan ofan í þiljumót. STJÖRNUSPÁ eflir Frances Drake BOGMAÐUR Aímælisbarn dagsins: Þú ert kappsfullur og atorkusamur og læturfátt stöðva þig, þegar þú ert einu sinni lagður af stað. Hrútur (21. mars -19. apríl) Leyfðu breytingunum að leika um þig. Þær munu færa þér mörg ný tækifæri og þú ert betur settur með þau heldur en sitja í gömlu súp- unni. Naut (20. aprfl - 20. maí) Það er gott að þekkja sín tak- mörk, sérstaklega þegar um verklag er að ræða, því þá er hægt að teygja sig örlítið lengra og tryggja framfarir. Tvíburar ^ (21. maí - 20. júní) An Láttu það ekki draga úr þér, þótt samstarfsmenn þínir séu að pískra eitthvað þér á bak. Sennilega stjórnar öfundin orðum þeirra og athöfnum. Krobbi (21. júní-22. júlí) ®lifó Það skiptir sköpum að halda ró yfir heimiiinu og þar þarft þú að leggja þitt af mörkum. Það gengur ekki lengur að gera bara kröfur til annarra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Þótt þú sért búinn að heyja harða baráttu og standir nú uppi sem sigurvegari áttu að vera stór í sigrinum og rétta þeim fallna höndina. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) vmSL Farðu þér hægt í þeim fjár- festingarplönum, sem þú ert að hugsa um. Þetta er svo af- drifarík ákvörðun að þú þarft að hafa allt þitt á hreinu. (23. sept. - 22. okt.) Ef þú heldur haus í dag ætti allt að ganga þér í haginn, sérstaklega munu samstarfs- menn þínir taka vel í hug- myndir um verkefni og vinnu- fyrirkomulag. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Það hefur ekkert upp á sig að berjast gegn því sem er óhjá- kvæmilegt. Reyndu heldur að láta strauminn bera þér tæki- færi sem þú getur notað. Bogmaður # ^ (22. nóv. - 21. des.) ffaO Ef þú ert óánægður með þá stefnu, sem líf þitt hefur tek- ið, skaltu ekki hika við að breyta til. Það eiga allir að láta sinn draum rætast. Steingeit „ (22. des. -19. janúar) ttSÍ Reyndu að komast í örvandi aðstæður, eitthvað sem hrífur hugann og örvar hann til dáða. Það er svo leiðinlegt að sjá þig daga uppi í leiðindum. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Gættu þess að hrapa ekki að neinu, þótt þér þyld skoðanir annarra framandi. Oft er það bara hroki sem blindar okkur fyrir ágæti framandi hug- mynda. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er engin ástæða til þess að þú takir því steinþegjandi og hljóðalaust að aðrir ráðsk- ist með hluti, sem þú átt að stjórna. Rístu upp! nmn Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöi. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 85 VlNSÆLU GJAFAKORTIN Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 jsm 'J/YjAys fY/r/f/s Laugavegi 54, simi 552 2535 Landlæknisembættið Góða nótt Nægur svefn og hvíld eru undirstaða góðrar heilsu og vellíðunar. Þvf er mikilvægt að huga að svefnþörfinni alla ævi og gefa sér tíma til að slaka á í dagsins önn. Svefnþörf er einstaklingsbundin en til eru ákveðin viðmið tengd aldri. Ung- og smábörn 12-18 tíma; forskólabörn 10-12 tíma; skólabörn um 10 tíma; ungmenni 8-10 tíma; fullorðnir 6-8 tíma. Sytja að degi er merki um ófullnægjandi svefn hver sem orsökin er. Ef eftirfarandi ráð duga ekki ieitaðu aðstoðar. Góð ráð til að sofa og hvílast: • Reglulegur fótaferðartími og svefnvenjur bæta svefn. • Dagleg hreyfing er góð en ekki rétt fyrir svefn. • Vera hvorki svangur né of saddur. • Forðast kaffi, te, kóla- og orkudrykki að kveldi. • Áfengi og tóbak trufla svefn. • Ró í umhverfi og huga áður en lagst er til svefns. • Dempuð lýsing, heitur drykkur eða bað fyrir svefn. • Gott rúm, hæfilegur hiti og kyrrð í svefnherbergi. • Ekki liggja andvaka, farðu fram í smástund og reyndu svo aftur að sofna. • Svefnlyf geta hjálpað en alls ekki lausn til langframa. Gefum okkur tíma til að njóta kyrrðar og hvíldar á aðventunni í einrúmi eða með fjölskyldu og vinum Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is ||
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.